17.6.2008 | 18:47
Spjöld sögunnar
Einhvern veginn fannst mér eins og þetta færi svona með bangsann, sérstaklega þegar ég heyrði kokhreysti danska villidýrafangarans í sjónvarpinu sem ætlaði að fanga björninn. Ekkert mál, sagði hann.
Ólánið lá í loftinu.
Þessi þjóðhátíðardagur kemst þá á spjöld sögunnar eftir allt saman fyrir það að ísbjörn var felldur.
Og nú er bara að bregða sér á ballið í bænum í kvöld! Villt djamm! Lífið heldur áfram!
Nema náttúrlega fyrir bangsann.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Gættu þín bara á að hvað sem þú gerir, ekki hlaupa í átt til sjávar!
Elías Halldór Ágústsson, 17.6.2008 kl. 23:09
Vona að það hafi verið stuð á balli!!
alva (IP-tala skráð) 17.6.2008 kl. 23:12
Fór ekki á ballið. Þetta var bara retórík.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 23:18
þetta setti auðvitað dálítið svartan blett á daginn en Kassí fékk ekki að heyra þetta fyrren hún hafði skemmt sér vel, hún þakkar allar kveðjurnar :)
halkatla, 18.6.2008 kl. 00:25
hahahaha, ókei. retótík þá.
Sko, það vantar stað á Íslandi fyrir svona flakkara, förum að byggja hann upp strax, er það ekki eina ráðið, vera stórtæk og búa til flottan ísbjarnarverndardýragarð!!!
alva (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 02:24
Já þetta var skrítið... um leið og björninn fór að hlaupa þá varða að skjóta hann!!
Uuuuu ég spyr mátti ekki gera ráð fyrir því??
Héldu menn að það væri bara hægt að labba upp að bangsa og biðja hann um að vera rólegan með hann yrði deyfðu??
Jæja ég vona að menn safni reynslu í sarpinn og geri ráð fyrir að næsti björn geti lagt á flótta þegar reynt er að nálgast hann..
En að öðru... Sigurður af hverju liggur færsla þín "Ofsatrú og öfgatrúleysi" niðri??
Tinni (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 07:53
Guðlaug Helga: Það rigndi dálítið síðdegis 19. júní 1953 í Reykjavík, úrkoman var 0,2 mm í mælinun kl. 18 og mældi það sem hafði fallð frá kl. 9 en þessi úrkoma kom þegar leið á daginn. Um kvöldið eða nóttina hélt svo áfram að rigna dálítið og höfðu bæst við 0,3 mm þegar litið var í mælinn kl. 9 þ. 20. Dálðítið mistur var í lofti en suðaustan átt var í meginatriðum yfir landinu. Fremur hlýtt var í veðri, hámarkið var 14,7 stig og var mestur hitinn fyrir hádegi en eftir hádegi var 11-12 stiga hiti. Sólin lét sjá sig í þrjár klukkustundir. Mikið er svo notalegra að fá svona fyrirspurn en skýringarlausa staðhæfingu um það að skrif manns á blogginu séu merkingarlaust rugl.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2008 kl. 10:58
Geri því ráð fyrir að þú (Sigurður) hafir fjarlægt færslu þína v/ummæla um að hún væri "merkingarlaust rugl"?
Er þetta ekki óþarfa viðkvæmni hjá þér ef tekið er tillit til þess að það málefni sem þú fjallaðir um er nú í meira lagi umdeilt og hætta er því á skotið verði föstum skotum á báða bóga.. Ég gat nú ekki séð að farið væri út fyrir velsæmi og fannst mér menn takast málefnalega á... en þú ræður..
Líklega eru hvatir fólks til að stofna bloggsíðu margar, en má ekki búast við því að það sem sett er á netið sæti gagnrýni og jafnvel harðri gagnrýni? Þú ert t.d. með þína síðu opna fyrir alla. Því geta menn og konur komið með ath.semdir við skrif þín, hvort sem, verið er að mæra þig í bak og fyrir (eins og núna) eða lasta (sbr. áður)... Fyrst síða þín er opin geri ég ráð fyrir að þú viljir leyfa öllum að koma með ath.semdir? Því átta ég mig ekki á þessum viðbrögðum hjá þér. Það getur oft komið manni í koll að hlaða á sig eintómum jábræðrum?
Tinni (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:05
Ástæðan sem þú tilgreinir Tinni að ég tók út færsluna er ekki ástæðan. Hér standa á síðum ýmsi lastmæli um mig sem fá að standa. En ég má auðvitað fjarlægja síður að vild og það hef ég stundum gert án þess að tilgreina ástæður. Og það mega allir gera og gera. Ég er ekkert að hlaða kringum mig einhverjum jábræðrum og finnst hól um sjálfan mig óþægilegt fremur en hitt.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2008 kl. 14:18
Gott og vel... að sjálfsögðu mátt þú gera við síðu þína það sem þú vilt... er ekkert að vefengja það þó ég gagnrýni að þessi færsla þín hafi verið fjarlægð.. þú hefur væntanlega góðar og gildar ástæður fyrir því..
Get þó ekki látið hjá líða að minnast á að mér fannst þessi umræða mjög skemmtileg og spennandi og fjarri því að vera merkingarlaus.... Kemur flestum við .. Hefði bara verið holt fyrir fólk að lesa.. því leiðinlegt að hún skild tekin niður..
Oft finnst manni að margir bloggara hafi ekkert til málana að leggja aðnnað en "merkingarlaust rugl" eins og ég fór út í búð í dag eða ég þreif klósettið osfrv. en það varst þú ekki að gera í þessu tilviki.. læt þá liggja á milli hluta hvort veðurfar 19. jún. 1953 gæti flokkast undir slíkt.
Góðar stundir..
Tinni (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 14:58
Málið er það að ég var ekki ánægður með færsluna, sem var sett saman í of miklum flýti áður en ég varð að fara í bæinn, ég gerði mig t.d. sekan í ónákvæmni í orðavali, eins og ég nefndi reyndar í athugasemdum, sem hæglega gat valdið vissum misskilningi og ég held að hafi reyndar gert það. Þegar ég sá svo afleiðingarnar af því og svo ýmislegt annað fannst mér betra að taka færsluna niður. Það kemur fyrir að ég tek niður færslur sem ég er ekki ánægður með enda hlýtur manni sem ritstjóra síðunnar að vera það frjálst. Kannski var það misráðið að taka færsluna niður. Það hringdi í mig t.d. einn ágætur maður til að grennslast fyrir um hverju það sætti. Honum fannst umræðan áhugaverð. Svo viðurkenni ég það fúslega að ég er óþarflega viðkvæmur karakter. Það stafar ekki af merkikertahætti heldur tilfinningalegu súpersensitívu sem stundum verður jafnvel líkamlega mjög óþægileg. Þessi færsla og það sem henni fylgdi fannst mér einmitt virka þannig á mig. Ég hef náttúrlega við engan að sakast nema sjálfan mig. Þakka þér skynsamlegar athugasemdir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.6.2008 kl. 21:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.