Hann á afmæli í dag ...

Hann á afmæli í dag,

hann á afmæli í dag,

hann á afmæli hann Mali,

hann á afmæli í dag!

 

Hann er eins árs í dag,

hann er eins árs í dag,

hann er eins árs hann Mali,

hann er eins árs í dag! 

 

Með sínu lagi.

Afrit af PICT2608


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Þegar ég rúllaði niður að myndinni af afmælishnoðranum, hugsaði ég með mér: Noh, enn eitt gæludýr sem líkist svona líka húsbóndanum (eða öfugt) (líka spurning HVOR sé húsbóndi/eigandi hins), - skemmtilega algengt. 

Svo spyrð þú hvort þið séuð ekki líkir... þú hlýtur að sjá það sjálfur, og ef ekki, þá sér sá dekkri það!! (þótt hann kunni að þegja yfir því (t.d. af skömm

Beturvitringur, 25.6.2008 kl. 00:36

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Til hamingju með daginn! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Beturvitringur

Augnablik, ég gleymdi...

Mér finnst annar stórum gáfulegri!

Beturvitringur, 25.6.2008 kl. 00:38

4 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

til lukku

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 00:38

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þið eruð nú ekki líkir til augnanna... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 00:43

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En við erum mjög svipaðir til gáfnanna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 00:45

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eflaust eruð þið það - það sést bara ekki svo gjörla utan á ykkur!

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.6.2008 kl. 00:47

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Hann er lifandi eftirmynd þín!  Til hamingju með afmælið, frá frændum hans, Tító hins goðumlíka, sem er bráðum tíu ára og Gosa graðnagla, sex ára.

Svava frá Strandbergi , 25.6.2008 kl. 00:47

9 Smámynd: Beturvitringur

Er ekki nema (tæpt) ár síðan Mali tók þið að sér?

Beturvitringur, 25.6.2008 kl. 01:08

10 identicon

Hann Mali er svakalega sætur og knúsulegur. 

Helga (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 01:38

11 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ætti þetta ekki að vera "Með sínu breimi"  eða kannski frekar "...mali" ?

Til hamingju með merkisdaginn, Mali svali

Skotta sendir líka kveðju.   Henni finnst Mali svipsterkur og vel eygður köttur -og hefur hún nú elt þá marga.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 25.6.2008 kl. 01:47

12 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Til lukku með daginn, drengir - svona á veðrið að vera - Malandi blíða ;)

Ásgeir Kristinn Lárusson, 25.6.2008 kl. 08:31

13 Smámynd: halkatla

innilega til hamingju þið tveir

halkatla, 25.6.2008 kl. 10:16

14 Smámynd: Lilja Kjerúlf

Til hamingju með köttinn, getur hann blásið á afmæliskertið?

Lilja Kjerúlf, 25.6.2008 kl. 10:16

15 Smámynd: Ásta Björk Solis

Hamingjuoskir

Ásta Björk Solis, 25.6.2008 kl. 13:32

16 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Innilega til hamingju Mali.

Yoda (3gja ára) og Tígra (1s árs) biðja innilega að heilsa og skila 'mrííávrh'. 

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 25.6.2008 kl. 14:09

17 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Til hamingju með afmalið. En hvað með þetta augnarráð, er það til merkis um tvísýnt veðurútlit? Eða er hann ekki örugglega veðurglöggur eins og eigandinn?

Emil Hannes Valgeirsson, 25.6.2008 kl. 14:16

18 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er rangeygður og sér allt tvöfalt og þess vegna tvöfalt betur en eigandinn! Hann er líka lymskulegri!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 14:41

19 identicon

Til hamingju með afmælið Mali, eins árs í mannsaldri...hvað þá í kisualdri...er það sinnum sex...

alva (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 15:03

20 Smámynd: Halla Rut

Honum virðist leiðast söngurinn enda eru unglingar viðkvæmir fyrir svona uppákomum.

Til lukku.

Halla Rut , 25.6.2008 kl. 15:22

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það fer tvennum sögum af kisualdri. Sumir segja að eins árs köttur sé 16 ára ef hann væri maður en aðrir að hann væri 21 árs. En eftir tveggja ára kattlaldur ber öllum saman um að eftir það sé hvert kattár 7 mannsár. Mali væri sem sagt kominn með náttúrna ef hann væri eki virðulegur geldingur eins og sjálfur söngmeistarinn Farinelli.    

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 15:54

22 identicon

Malli með bangsahjartað

Bestu óskir "bangsi"minn,

blessist allt í haginn.

Elsku til þín einlægt finn,

til hamingju með daginn!

Sigíður Laufey Einarsdóttir (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 16:00

23 Smámynd: Júlíus Valsson

Grattis!

Júlíus Valsson, 25.6.2008 kl. 18:35

24 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Til hamingju með soninn. Merk tímamót.

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.6.2008 kl. 18:38

25 Smámynd: halkatla

ég gleymi alltaf að nefna að þegar ég sé myndir af Mala þá minnir hann mig á faraó, hann er greinilega svolítið eðalborinn

ég veit um kött sem varð amk 20 ára, mig óir við að reikna út árafjölda hans í mannsöldrum.

halkatla, 25.6.2008 kl. 18:41

26 identicon

Hún Solla utanríkisráð"herra" á tvítugan kött.  Sáuð þið hann ekki í sjónvarpinu í vetur?  Alveg hreina satt.

Helga (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 18:59

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kötturinn hennar Ingibjargar Sólrúnar er 20 ára og ég held að það samsvari 100 mannsárum. Skyldu kettir aldrei fá heilabilun? En skottið hans Mala er ótrúlega langt, lengra en hann sjálfur og það er aðalsmerki, líka hvað feldurinn hans er glansandi. Systir mín, sem veit allt um ketti, segir að Mali sé af Bengalkyni sem er eitthvað sérstakt aðalskyn, faraóalegt í það minnsta. Þetta eru víst flottustu og grimmustu kettirnir enda er ég allur rifinn og klóraður eftir Mala þó hann sé líka óvenjulega góður köttur og mali meira en allir kettir sem ég hef þekkt.  Ég held annars að hann haldi að ég sé annar köttur sem eigi að leika við hann.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 19:02

28 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

kettir eru flottir

Brjánn Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 19:26

29 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með Mala bjútí.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.6.2008 kl. 19:28

30 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Áfram Tyrkland,hvæsir hann Mali í æsingnum!

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.6.2008 kl. 19:42

31 identicon

Sæll Sigurður. Ég fer inn á síðuna þína á hverjum degi og ef gaman af.

Ég óska þér til hamingju með hann Mala. Þú ert svo góður maður.

Takk fyrir að fá að kynnast þér með skrifum þínum um allskonar málefni sem ég hef áhuga á.

Kær kveðja. Sigríður Heiðberg.

Sigríður Heiðberg (IP-tala skráð) 25.6.2008 kl. 21:55

32 identicon

(VARÚÐ - SNÍKJUBLOGG!) 

Gvöð minn almáttugur!

Ég ætlaði bara að gera eins og restin af fólkinu sem hefur skrifað athugasemdir, segja til hamingju með Mala og allt það (en reyndar bæta við: "Mikið djöfull sem þessi köttur er eitthvað ísmeygilegur til augnanna. Ég myndi vara mig á honum ef ég væri þú. Hann virðist vera svona týpa sem væri vís til að bíta mann á barkann eða rífa mann á hol í svefni...").

En ég varð slegin alltumlykjandi stjörnublindu þegar mesta góðmenni veraldarsögunnar (kannski var Móðir Theresa ögn betri, en áreiðanlega bara ögn...) skrifaði hér athugasemd. Sigríður Heiðberg, sem hefur helgað líf sitt bestu vinum okkar, köttunum. Og hún segir að þú sért góðmenni! Djöfull öfunda ég þig!

Ég hef persónulega reynslu af því að Sigríður hugsar betur um ketti en nokkur annar sem gengur hér um grundir. Þegar ég hafði bara átt Bröndu í mánuð ætlaði ég að láta hana dvelja í Kattholti í viku vegna þess að við vorum að fara til útlanda. Sigríður tók vel í það, en skammaði mig fyrir að eiga ekki búr fyrir hana. Ég varð mjög móðguð, vegna þess að mér þótti ég nógu mikið góðmenni að hafa yfir höfuð tekið Bröndu að mér, en það var útúr neyð og þetta var áður en ég varð kattafan.

Seinna sendi ég Sigríði og Kattholti tilkynningu, þegar Kobbi minn týndist og ég var í öngum mínum. Ég var að vonast til þess að Kobbi hefði bara villst og einhver finndi hann og skilaði honum til Kattholts. Þegar hringt var í mig frá Dýraspítalanum og mér var sagt að Kobbi hefði lent undir bíl, þá sendi ég Kattholti tölvupóst með upplýsingum um það, til þess að hægt væri að taka tilkynninguna af heimasíðunni. Skipti engum togum að Sigríður sendi mér persónulegan póst, þar sem hún vottaði mér samúð sína með mörgum fallegum orðum.

Þetta skipti mig miklu máli, vegna þess að ég var alveg í drasli yfir láti Kobba. Fáir skildu mig, vegna þess að það á að vera miklu sárara þegar fólk deyr heldur en dýr (eða eitthvað) a.m.k. gefur samfélagið ekki mikið svigrúm til þess að maður syrgi gæludýr. En samt var það þannig að mig langaði ekki fram úr rúminu í nokkra daga eftir að ég fékk að vita að Kobbi hefði fundist, dáinn og kraminn, hér handan við götuna. Hann hafði verið augasteinninn minn; eina lífveran sem hefur algerlega lesið hug minn og hann kom alltaf með trýnið í hálsakotið á mér þegar ég var ekki alveg upp á mitt besta.

Sumsé. Ég ber óendanlega virðingu fyrir Sigríði Heiðberg og mér finnst gott (en jafnframt óhugnanlegt) að hún skuli alltaf birtast reglulega í fjölmiðlum og minna okkur á það hversu margir koma fram við ketti eins og rusl. Fullorðið fólk sem hendir kettlingafullri læðu út á guð og gaddinn, eða jafnvel læðu sem nýlega hefur gotið, og þá er henni og kettlingunum bara komið fyrir í pappakassa og "draslið" skilið eftir úti í kuldanum, sjálfsagt vegna þess að það skítapakk sem svona gerir getur ekki hugsað sér að eyða tíma í eitthvað jafn óskemmtilegt og að venja kettlinga á kassa.

Ég elska hunda, en blessaður hvolpurinn í hrauninu væri tæplega fréttaefni ef hann væri kettlingur. Það skapast sjálfsagt af því óskiljanlega þjóðarmeini að mæla allt í peningum. Það þarf að borga fyrir hunda og því eru þeir á einhvern hátt mikilvægari. Helvítis kapítalisminn nær líka yfir það hvort við getum treyst okkur til að vera góð við dýr.

Að bera út kettlinga, henda þeim í sjóinn eða skilja þá eftir á víðavangi er nefnilega daglegt brauð á Íslandi og enginn kveinkar sér yfir því. Nema kannski góðmenni einsog Sigríður Heiðberg.

Þórunn Hrefna (IP-tala skráð) 26.6.2008 kl. 00:20

33 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Eins og ég hef sagt áður: Mali er eina katteskjan sem skilur mig. Manneskjurnar hafa aldrei botnað neitt í mér nema kanski Tóta pönk. En ég get glatt alla þá sem sendu Mala hugheilar hamingjuóskir á þessum merkisdegi í ævi hans að síðustu dagana hefur orðið stökkbreyting á rófumálunum og ég held að megi segja að hann hafi náð sér að fullu í skottinu. Ég er hræddur um að ég mundi ekki lifa það af að detta ofan af fjóðu hæð. En Mali er svo klár. Mali er bara dálítið rangeygður en ég óttast ekki að hann bíti mig á háls þó hann glefsi reyndar stundum í mig þegar hann vill leika sér. Hann er svo mikið góðketti.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 01:05

34 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Farðu svo að blogga aftur pönkína!

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 01:13

35 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég ætla að taka undir það sem Siggi segir að kona eins og Tóta pönkína (Þórunn Hrefna), sem skrifar svona mergjaðan texta, á að taka upp fyrri bloggsiði hið fyrsta.

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.6.2008 kl. 01:37

36 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Til lukku með Mala.

Mali á afmæli í dag.

Mali á afmæli í dag.

Mali litli á músaveiðar fer.

Mali litli skemmtu þér vel

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 26.6.2008 kl. 16:40

37 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er svo mikið góðketti að hann veiðir ekki litlar mýs!

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.6.2008 kl. 18:00

38 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Til hamingju með afmælið. Voða er hann laglegur hann Mali...hann ber mikinn svip af stjúpa sínum....

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.6.2008 kl. 19:00

39 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki "stjúpi" hans.  Ég er FAÐIR hans! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2008 kl. 19:46

40 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Frá mínum dýpstu hjartarótum biðst ég afsökunar minn kæri Sigurður og kæri Mali. Ég er í þessum sömu sporum með mín fiðruðu börn, þau valda oft misskilningi hjá vinum og vandamönnum. Þau eru bæði 6 ára en ekki tvíburar þó. Hér er síða þeirra.  Með kærum fiðruðum kveðjum.

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.6.2008 kl. 22:20

41 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Flottir fuglar Rúna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 28.6.2008 kl. 22:28

42 Smámynd: Rúna Guðfinnsdóttir

Takk fyrir það...ekki þó allir sem sýna okkur skilning...

Rúna Guðfinnsdóttir, 28.6.2008 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband