28.6.2008 | 15:17
Sólríkur júní í Reykjavík
Í gær skein sólin í Reykjavík í 17 klukkustundir og 24 mínútur. Þetta er ellefti dagurinn í röð sem sólskinsstundir í borginni eru fleiri en tíu. Það hefur aldrei gerst áður. En í afar köldum apríl árið 2000 voru slíkir dagar tíu í röð.
Sólskinsstundir mánaðarins voru í gær orðnar 282,6. Þar með var mánuðurinn orðinn fimmti sólríkasti júní frá upphafi mælinga árið 1911 og þegar þessar línur eru skrifaðar er hann örugglega kominn upp í fjórða sæti því fjórði sólríkasti júní var með 286,6 klukkustundir árið 1952 sem var miklu kaldari en þessi.
Þessi mánuður hefur verið hlýr í Reykjavík. Meðalhitinn er nú 10,7 stig og er þetta með allra hlýjustu júnímánuðum sem af er. Hins vegar mun kólna nú síðustu þrjá dagana og mun meðalhitinn líklega falla um svona 0,2 stig. Eigi að síður mun þetta verða með hlýrri júnímánuðum á suður-og vesturlandi og í Vestmannaeyjum er alveg sérstaklega hlýtt. Menn hafa kvartað um kulda fyrir norðan en þar hefur hitinn þó líka verið vel yfir meðallagi, en heldur kaldara inn til landsins fyrir austan en tiltölulega hlýrra við sjóinn. Það er því engan veginn hægt að segja að þessi júní hafi verið kaldur fyrir norðan og austan.
Það er reyndar mesta furða hve hlýtt hefur verið því kuldi í háloftunum hefur lengi verið viðloðandi landið, mesti kuldapollurinn verið rétt fyrir norðaustan land. Hvern dag hefur þó verið hlýrra en maður átti von á og undanfarið hafa kvöldin verið sérlega ljúf. Loftið hefur verið þurrt og þess vegna hafa næturfrost verið tíð í sveitunum þrátt fyrir tiltölulega háan dagshita. En nú er kuldinn að koma yfir landið af fullum krafti. Það verður þó vonandi ekki lengi. Í þeim spám sem ég hef séð er gert ráð fyrir því að kuldapollurinn eyðist að fullu fyrstu dagana í júlí og ekki nóg með það heldur muni þá koma þessi hlýja austanátt sem gerir allt brjálað þegar hún leggur leið sína hingað til lands. Hæð fyrir austan land og allt hvað þetta hefur!
Úrkoman í Reykjavík hefur aðeins verið 12 mm það sem af er (meðalúrkoma alls mánaðarins er 50 mm) og hefur fallið á aðeins fimm dögum og veitti nú ekki af því að fá dálitla rigningu áður en hitabylgjan kemur!
Mér finnst í seinni tíð fjölmiðlar hlaupa of mikið til og geri meira úr veðri en efni standa til. Það má ekki hvessa að vetri án þess að búist verði við hamförum. Fyrir skömmu var blásið út að von væri á hitameti í maí þó það væri fjarri lagi. Og nú er mikið gert úr þessu kuldakasti. Það er að vísu andstyggilegt að fá það svo seint í júní en oft hefur verið miklu kaldara í slíkum köstum. Í nótt fraus hvergi í byggð og hvergi var föl á jörð í morgun á veðurstöð.
Það er auðvitað alveg týpískt að einmitt þegar útitónleikar eru haldnir í Laugardal skuli vera komin köld og leiðinleg norðanátt eftir margra vikna blíðu!
Hér er svo loks kort af hafís á norðurslóðum mönnum til íhugunar og uppbyggingar.
Athugasemd: Þessa færslu tók ég niður og setti inn á nýjan leik til þess að hún yrði ofar færslunni um kulda og snjó í júní. Þá hafði Emil H. Valgeirsson sett inn eftirfarandi athugassemd:
Það er nefnilega það. Þá ætti þessi mánuður að ná þriðja sætinu af júní 1991 með 295 stundir og möguleki á 300 sólarstundum í fyrsta sinn frá 1928, hafi ég lesið gögnin rétt. En eitthvað sýnist mér hann þó vera að þykkna upp núna.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Þetta var gaman að lesa, takk! En geturðu nokkuð vinstrijafnað myndina svo hún sjáist betur?
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.6.2008 kl. 00:06
Nei, myndin vill bara koma svona. Mér sýnist nú mikið þurfa að bráðna næstu tvo eða þrjá mánuði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 29.6.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.