Hásumar!

Einmitt þessa dagana er hlýjasti tími ársins. Og veðrið í Reykjavík og á öllu suður og vesturlandi er heldur ekki amalegt. Klukkan 15 var hitinn í Reykjavík  21,2 stig á kvikasilfrinu en 22,2 stig kl. 16 á sjálfvirkum mæli og búinn að fara í 23,0 á síðustu klukkustund. Hefur ekki orðið hlýrra siðan í ágúst 2004.

Á Reykjavíkurflugvelli var hitinn 23,1 stig kl. 16 og búinn að fara í 23,5. Klukkan 1640 var hitinn við Miðbakka í Reykjavíkurhöfn 21,2 stig.  Geldinganesi er hitinn búinn að ná  23,6 stigum og líka á Skrauthólum á Kjalarnesi.

Fyrir austan fjall er aldeilis hlýtt líka. Klukkan 15 var hitinn 23 stig á Þingvöllum og Hjarðarlandi og á Þingvöllum er hitinn búinn að fara í 24,4 stig. Í Borgarfirði er einnig hlýtt en þó ekki eins og á Reykjavíkursæðinu og fyrir austan fjall. Þó hefur hitinn farið í 22 stig í Fíflholti á Mýrum. Í Hvalfirði er hitinn búinn að ná upp í 23,9 stig. Vel yfir 20 stiga hiti hefur líka verið í Skaftafelli. Í Dölunum og í Bíldudal hefur hitinn og náð 20 stigum og sömuleiðis á Héraði og sums staðar á norðausturlandi.

Það veðrur gaman að sjá hámarksuppgjörið sem kemur upp úr kl. 18.

Nú er hánóttin orðinn dimm á suðurlandi. Og þá bregst ekki að sumir fara að tala um að haustið sé að nálgast. Þó auðvitað sé styttra í haustið núna í dögum talið en í júní er þetta fíflalegt tal. Menn virðast ekki gera sér grein fyrir því að í veðurfarslegu tilliti er hásumar einmitt síðast í júlí og í byrjun ágúst. Að nefna haustið á nafn á hlýjasta tíma ársins er hreinlega út í hött. Ekki má heldur rigna um verslunarmannahelgina eða vera hryssingslegt veður, sem getur komið á öllum árstímum, svo að sumir fari ekki að tala um að best væri að flýta verslunarmannahelginni til fyrstu viku í júlí af því að þá sé betra veður en á þeim tíma sem hún er.

En það er ekki rétt.

Viðbót: Hámarkshiti í Reykjavík mældist 22,5 stig á kvikasilfursmæli en 23,0 á sjálfvirkum mæli og 23,5 á flugvellinum. Mestur hiti á landinu varð 24,7 stig á Þingvöllum, 24,1  á Þyrli, 23,6 í Skildinganesi og Skrauthólum og 23,4 á Hjarðarlandi. Hiti var enn 22,4 stig kl. 18 á mæli Veðurstofunnar í Reykjavík.  Búast má við að meðalhiti sólarhringsins í Reykjavík verði með allra hæsta móti.    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég tók eftir því einhverstaðar að þú vonaðist til að fellibyljalægðin Bertha myndi róta upp veðurkerfunum þannig að við fengjum almennilega hitabylgju. Mér heyrðist Trausti Jóns vera á því að það hafi einmitt gerst, eða svo til.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.7.2008 kl. 21:02

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Svo kemur Dolly

Hólmdís Hjartardóttir, 26.7.2008 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband