Nýjustu fréttir af Mala

Hann er náttúrlega að mala núna sem aldrei fyrr. Hann biður að heilsa öllum hysterískum aðdáendum sínum nær og fjær.

Og hann segist gera sér fullkomlega grein fyrir því að gömlu hysterísku aðdáendur eiganda síns, þessa sem bloggar hér, séu ekki lengur neitt hysterískir yfir honum, heldur beinist nú öll hin ógurlega hystería óskipt og froðufellandi að engum öðrum en Mala the malicious.

Það held ég nú.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

mrrrrrr, mrrrrrr, mrrrrrrrrh!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.7.2008 kl. 08:41

2 Smámynd: Didda

Góðar fréttir af Mala the malicious..............nú nú í þessum skrifuðu orðum varð Brattur minn skógarkisi hálf óður æðir mjálmandi útum allt, kannski er hann bara að biðja mig að skila kveðju til Mala

Didda, 25.7.2008 kl. 11:08

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta er nú meira kattarfárið. Mín hystería beinist nú samt að veðrinu enda heitasti dagur sumarsins í Reykjavík staðreynd og hitinn stefnir rakleiðis í 20 stigin. Kannski hefur Mali fundið þetta á sér og ekki ráðið við sig af spenningi.

Emil Hannes Valgeirsson, 25.7.2008 kl. 11:57

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, ætli ég verði að haga mér í sambandi við uppeldið og taka kvikindið í sátt - þangað til næst.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.7.2008 kl. 14:26

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég fyrirgef ekki svo glatt þeim sem ráðast á vini mína - hvort sem það eru menn eða dýr!

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.7.2008 kl. 14:34

6 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mali er krútt. Vildi óska að Tító minn hinn goðumlíki, væri eins brattur og hann.
Tító er alltaf slappast meira og meira. Liggur yfirleitt alltaf á ofninum. Eltir mig ekki lengur um allt. Hann er líka í mannsárum talið að verða sjötugur.

Biður samt að heilsa sinum malicousa frænda, og Gosi litli graðnagli, líka. 

Svava frá Strandbergi , 25.7.2008 kl. 16:17

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Emil, hitinn hefur farið vel yfir 20 stig.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.7.2008 kl. 17:20

8 identicon

Ég fyrirgef dýrum allt - og sumu mannfólki sumt.

K.S. á etv. bestu athugasemdina varðandi geðillskukastið hans Mala (ath.semd no 2 við næsta pistil á undan) - sem er bara skratti góð og ég er sammála.  Ef það á að lesa fyrir hann Mala um veðrið(!) eftir að hann er kominn í háttinn á kvöldin, þá gengur ekki að bjóða litla skinninu upp á það að lesa um djúpar lægðir og illviðri .  Það á auðvitað að fókusera á sól og sumaryl til að rugga honum í svefn.  Malapabbi tekur þetta vonandi til athugunar.

Þetta höfum vér, hinir lífsreyndu kattaforeldrar, löngu lært.  Það held ég nú.

Helga (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 17:33

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég verð að lesa fyrir hann um hitabylgjur. Það kom ein í dag og hann hefur verið eins og ljós, eiginlega bara legið í dvala. Það er nú líkast til.

Sigurður Þór Guðjónsson, 25.7.2008 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband