Glæsileg hitamet í Reykjavík og víðar

Hitinn í dag í Reykjavík fór í 25,7 á kvikasilfursmæli. Það er mesti hiti sem þar hefur mælst. Gamla metið var lásí 24,8 frá 11. ágúst 2004. 

Nokkur allsherjar hitamet voru líka slegin á suðurlandi (gömlu metin innan sviga):

Hjarðarland í Biskupstungum 28,8 (28,5 11.ág. 2004)

Eyrarbakki 27,5 (25,5, 11. ág. 2004)

Stórhöfði 21,6 (21,2, 24. júlí 1924)

Á Hæli í Hreppum var allsherjarmetið, 27,9, þ. 11. ágúst 2004, ekki slegið en nýtt met í júlí var sett, 27,2 (26,4, þ. 24. 1939).   

Ekki voru slegin önnur met á mönnuðum veðurathugunarstöðvum.  

Á sjálfvirkum stöðum á suðurlandi og á Reykjavíkursvæðinu voru víða slegin met. Hér eru nokkrar spektakúlar tölur: Þingvellir 29,7 sem var mesti hiti á öllu landinu og kl. 15 og 16 var hitinn þar 29,3 stig. Þyrill í Hvalfirði 28,0 Skrauthólar á Kjalarnesi 28,4, Geldinganes 27,5, Korpa 27,2, sjálfvirka stöðin í Reykjavík 26,4, Flugvöllurinn 26,2 og Skálafell við Esju í 771 m  hæð 23,1 stig.

Þrátt fyrir allt þetta er maður fúll yfir því að 30 stiga múrinn skuli ekki hafa verið rofinn.   

Loksins var 25 stiga múrinn  í Reykjavík rofinn.

Viðbót: Klukkan 21 var hitinn 26,0 stig á Hólum í Dýrafirði. Það er ekki aðeins met þar heldur hefur jafn mikill hiti alldrei mælst á öllum Vestfjörðum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Ja eg var ad tala vid mommu i dag og hun sagdist hafa verid i solbads sturtu  Her aftur a moti er 40,stig og eg fer ekki ut ur husi fyrr en rokkrar  Eg vil frekar vera i ykkar vedrattu thessa dagana heldur en her.

Ásta Björk Solis, 30.7.2008 kl. 20:54

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það hitnaði víðar en í kolum í dag.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.7.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Þar bráðnaði bölsýnin í hitanum

Júlíus Valsson, 30.7.2008 kl. 21:24

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Á Breiðholtsbrautinni, var í dag 34 stiga hiti í sólinni.

Svava frá Strandbergi , 30.7.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Tóm snilld, enda var fólk að baða sig í Elliðaánum í dag.  Til hamingju með öll þessi nýju met! 

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 31.7.2008 kl. 00:12

6 identicon

Nimbus segir:  "Ég upplifði þennan mikla hita í dag, einmitt þegar heitast var, í lystigarðinum í Laugardal í Reykjavík í dýrlegum félagsskap."

Þurftirðu ekki að kæla þig niður í lauginni hjá selunum?

Malína (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 00:13

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er ekkert að marka þessa Breiðholtsmælingu. Mælingar í sól á óvarðan mæli segja ekkert um hitastig andrúmsloftsins og eru bara út í hött. En þetta var mikill dagur og eiginlega sögulegur því ekki víst að við lifum annan eins. Þetta fer nú að styttast hjá manni! Mali er líka búinn veiða margar flugur í dag og át þær allar. Stolt rándýr!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 00:25

8 Smámynd: Sigurjón

Nú bý ég í Árnesi, ekki langt frá Hæl (bjó reyndar á Hæl frá 1985 til 2001 og tók oft veðrið þar).  Þar á að vera sjálfvirk stöð ef ég man rétt.  Hvernig var með hitann á henni í dag?

Takk fyrir þennan pistil. 

Sigurjón, 31.7.2008 kl. 01:08

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 01:44

10 Smámynd: Hafdís Lilja Pétursdóttir

Hér í Eyjafjarðarsveitinni norðlensku springa hitamælar.

Ef bölsýnin bráðnar í hitanum hvursvegna erum við þá í kreppu?

Hafdís Lilja Pétursdóttir, 31.7.2008 kl. 06:47

11 Smámynd: Bumba

Sæll höbbbðingi, frábærir pistlar að vanda. Ég hélt ekki að ég myndi upplifa það í henni Vík að kvikasilfursmælirinn hérna í eldhúsglugganum mínum í Skeggjagötunni færi yfir 26 gráður. Hann vísar í norður. Leit á mælinn í gær um hálffimmleytið. Gaman Gaman. Upplifunin er á við Norðlenzka stórhríð, hún er að mestu horfin. Með beztu kveðju.

Bumba, 31.7.2008 kl. 09:40

12 Smámynd: Sigurjón

Takk fyrir.

Sigurjón, 31.7.2008 kl. 12:58

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér langar mig til að geta þess að á Reykjum í Fnjóskadal hefur hiti komist í 20 stig eða meira sjö daga í röð og það er ekki hversdagslegt. Samt hefur þarna aldrei orðið með því hlýjasta á landinu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.7.2008 kl. 19:33

14 Smámynd: Sigurjón

Það er sumsé svona ,,jafnhlýjast"?

Sigurjón, 31.7.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband