2.8.2008 | 22:54
Hin djúpa dul lífsins
Og nú er bara komið skítaveður í henni Reykjavík eftir hitana miklu. Ekki hefur sést til Esjunnar í allan dag fyrir Venusarlegu skýjaþykkni.
Mér finnst laugardagurinn og sunnudagurinn um verslunarmannahelgina bestu dagar ársins í Reykjavík. Þá fer ég í langar göngur og hugsa gríðarlega mikið um hina djúpu dul lífsins. Hún er nú ekkert smáæðis djúp. En það er ekkert gaman að ganga úti þegar ekki sér til fjalla og skýjamökkurinn er alveg ofan i manni og ætlar að kæfa mann. Þetta er önnur eða þriðja - eða er það fjórða - verslunarmannahelgin í röð sem ónýtist vegna fúlviðris en þar á undan komu margar gönguvænar og hugsanadjúpar verslunarmannahelgar.
Það er enn mjög hlýtt loft yfir landinu en ekkert orðið sérlega mikið úr því. Í dag varð hlýjast 23 stig uppi á reginörfæum, Hágöngum, vestan við Vatnajökull. Á Reykjum í Fnjóskadal fór hitinn í 22 stig og er það víst 9. dagurinn í röð sem hitinn þar fer yfir 20 stig sem út af fyrir sig er að verða fenómen.
Við lifum á dögum hinna veðurfarslegu fenómena.
Ekki voru fenómenin samt minni á sixties þegar snjókomur og voðaveður óðu uppi um hásumarið. Veðurfar núna er alveg óþekkjanlegt síðan þá. Og hvort er nú betra: Voðaveðrin ógurlegu eða hitabylgjurnar létt erótísku? Hefur Jan Mayen liðið eitthvað svar við því? Vill annars einhver vera með því gengi í liði?
Nú, en af því að ekkert gaman var að ganga úti í dag reyndi ég að rífa mig upp í innra rómantískt hitasóttaræði með því að hlusta á sönglög eftir Schumann. "Mein Herz ist schwer" (alveg rosalega), "was will die einsame Tranen", "du bist wie eine Blume" (lexía í grasafræði) og svo framvegis alveg út í " du meine Seele, du mein Herz, du meine Wonn', o, du mein Schmerz", þar til væmnisklígjan fór að láta mig þykja vænt um gömlu góðu voðaveðrin þegar menn urðu einir og yfirgefnir úti í stórhríðum um verslunarmannahelgina langt frá öllum öðum titrandi hjörtum.
Já við lifum á tímum fenómenana. Það eru fenómen í veðrinu. Það eru fenómen í pólítíkinni. Það eru fenómen í efnahagsmálunum. Það eru ekstra fenómen varðandi ólympíuleikana. En langmesta fenómenið er það hvað bloggararnir endast til að velta sér upp úr bullinu úr sjálfum sér.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ég er sammála þér með Reykjavík um verslunarmannahelgi. Þá er borgin nokkurn veginn eins og ég vil hafa hana. Enda yfirgef ég hana aldrei einmitt þá helgi.
Við erum heppin - eða höfum verið það hingað til - með okkar veðurfarslegu fenómen. Svo langt sem sú heppni nær. Miðað við þau veðurfarslegu fenómen sem aðrar þjóðir þurfa að búa við nú um stundir prísa ég okkur sæl.
Póllitíkin er aftur á móti eilífðarfenómen, bæði hér og úti í hinum stóra heimi. Varla neitt til að fá væmnisklígju út af.
Eitthvað sérstakt bull sem þú hafðir í huga með bloggarafenómenin?
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.8.2008 kl. 23:08
Auðvitað! Þetta hér.
Sigurður Þór Guðjónsson, 2.8.2008 kl. 23:13
Rosalega ertu eitthvað þóbergskur til orðs og æðis.
Mér er létt. Rigning á morgun segja þeir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 2.8.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.