4.8.2008 | 14:07
Gott að helgin er liðin
Þá er leiðinlegasta helgi ársins liðin. Sagt er að hún hafi farið vel fram þó "mikill erill" hafi verið hjá lögreglu víða. Orðalagið merkir að mikið fyllerí hafi verið í gangi. Umburðarlyndi Íslendinga í garð drykkjuskapar er undravert. Svo er verið að gera fréttaefni úr því að tvö eða þrjú "fíkniefnamál" hafi komið upp á samkomum. Og samt voru margir alveg blindfullir. En það er mórallinn að áfengi sé ekki fíkniefni. Það þykir bara sjálfsagður hlutur að drekka sig fulla. Ég drekk ekki og leiði hjá mér að umgangast drukkið fólk en að öðru leyti er ég þó ekki fantatískur í garð áfengisneyslu. Þessi tvískinnngur fer samt ofurlítið í taugarnar á mér þó þær séu úr stáli.
Anna vélstýra var að blogga um veðrið eða veðurspána. Spáð var sól og blíðu um verslunarmannahelgina alveg fram á föstudagskvöld þegar þeir fóru að breyta spánni, jafnvel eitthvað í líkingu við það sem hafði verið dagana áður þegar hitarnir miklu gengu yfir. En allt fór þetta fjandans til. Föstudagurinn var nokkuð góður en eftir það fór mestur glansinn af veðrinu. Það var að vísu hæglátt og ekki rigndi á laugardag og i gær nema á suður-og vesturlandi og á austfjörðum en lítið sást til sólar og hitastigið ver ekki til að hrópa húrra fyrir að deginum nema sums staðar norðaustanlands á laugardag, víðast hvar þessi föstu 12 stig í gær og hlýjast 16 stig á Patreksfirði af öllum stöðum.
Í bók sinni Íslendingar skrifar Guðmundur Finnbogason sem var landsbókavörður að á Íslandi sé sjaldan hægt að vera úti vegna kulda nema kappklæddur og helst á hreyfingu. Nú, eða blindfullur! Það verður kalsamt að vera úti við klukkustundum saman í 10-12 stiga hita undir sólarlausum himni.
En svona er nú íslenskt veðurfar. Það getur skipt úr hitabylgjum í kalsa á stuttri stund. Reyndar bjargaði það miklu núna hve hiti var jafn milli dags og nætur. Næturhitinn var tiltölulega mikill þó dagshitinn hafi verið fremur lítill.
Í gær var ég að blogga um frétt á Mbl. is sem ekki var hægt að blogga um. Hátt á annað þúsund mans hafa verið að lesa þessa færslu og var einn af hærri aðsóknartoppunum á blogginu mínu í gær og nokkuð líflegar umræður. Það dugar sem sagt ekki að leyfa ekki að bloggað sé um fréttir til að hefta umræður um þær. Mér finnst það hins vegar umhugsunarvert hvernig það síast út að maður sé að blogga eitthvað merkilegt. Ekki vakti það athygli á blogginu mínu þegar menn lásu fréttina því ekki var hægt að blogga um hana og engir þar af leiðandi taldir upp sem það hefðu gert. Hvað var það þá?
Gott er að þesi helvítis helgi er liðin og vonandi gerist ekkert hræðilegt í dag. Mánudagurin eftir verslunarmannahelgi er hættulegasti dagur heglarinnar.
Svo vorkenni ég ekki rassgat þeim sem eru að drepast úr þynnku og timburmönnum!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hehe, það hlakkar í mér vegna þeirra sem eru að drepast úr timburmönnum en ég er svo illa innrætt.
Ég er ógeðslega fegin að þessi DJÖFULS helgi er liðin.
Og að haustið kemur bráðum.
Ég er fædd í janúar. Ég elska haust og vetur. Þorrí.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 14:33
Síðast fékk ég timburmenn á nýjársdag 1980. Ég hef hins vegar alla tíð tíð verið fremur þunnur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 14:38
Mér fannst þetta bara góð helgi, var bara heima í góðum fíling algerlega bláedrú og fínn.
4 daga vinnuvika framundan, það er góður bónus.
DoctorE (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 14:49
Doktor: Þú leiðir saklaust og hjartahreint fólk í gildru. Ég þreytti grandalaus kinkyprófið hjá þér og það kom í ljós að ég er alveg diabolicaly weird and kinky!
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 15:38
Verslunarmannahelgin er ekki leiðinleg! - mér finnst þetta yfirleitt vera besta helgi ársins hérna í Reykjavík. Eintóm róleg notalegheit. Ég skil ekki allt þetta lið sem flykkist út úr bænum þessa helgi til að troða hvert öðru um tær þar!
Við einfararnir (sumir) elskum svona helgar. Þá er enginn að bögga okkur og við getum óáreittir dundað okkur við þá iðju sem við elskum mest - að væflast um í iðjuleysi og skoða á okkur naflann (og ég er sko með flottan nafla! ) - á öllum tímum sólarhringsins. Engin klukka að segja manni fyrir verkum með eitt né neitt. (Weird og kinky hvað?! ).
Ég er mega fúl yfir því að helgin skuli vera búin...
Malína (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 16:59
Hvað á þetta að þýða að henda út pistli sem ég var rétt byrjuð að lesa?!! Nöldur! Ég kvarta HÁSTÖFUM!!
Ég vil fá ástarsorgarpistilinn inn aftur! Annars hætti ég að lesa þetta eðalblogg!
Malína (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 18:48
Tek undir hvert orð, Sigurður, því helgin var mörgum ljúf sem bara höfðu það huggulegt heima hjá sér - eins og oft áður.
En ég er bálill út í fjölmiðlana sem hafa einungis á boðstólum ókærkomnar fréttir af hinu liðinu og hvernig það plummaði sig í helgardjamminu
Kolbrún Hilmars, 4.8.2008 kl. 18:51
það er bara kinky að vera ekki með timburmenn í dag þeir gera kuldann svo þægilegan.
halkatla, 4.8.2008 kl. 19:12
Hér er ekki kalt, 16 stig áðan og sólin aftur komin. Hér eru allir að kæla sig niður, ekki síst hann Mali. Ég hef það alltaf náðugt um versló. Þetta eru bestu dagarnir fyrir borgarbúa.
Sigurður Þór Guðjónsson, 4.8.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.