Ástarsorg

Í Austurríki er búiđ ađ koma á fót ráđgjafarstöđ fyrir fólk í ástarsorg. Mér dettur ţá í hug ţessi skrýtna grein Hallgríms Helgasonar. Sagt er í fréttinni ađ fordómar ríki um ástarsorg.

Eitt er víst: Á hverju ári sviptir fjöldi fólks sig lífi vegna ástarsorgar. Ógurlegar herferđir eru alltaf í gangi gegn sjálfsvígum. En ástarsorg má ekki nefna á nafn.

Ekki er einu sinni nauđsynlegt, eins og allir vita, ađ hafa veriđ í ástarsambandi sem upp úr slitnar til ađ komast í botnlausa ástarsorg. Menn geta orđiđ hugstola af ástarsorg ţó ţeir hafi aldrei ţorađ ađ bjóđa hinni heittelskuđu eđa heittelskađa svo mikiđ sem góđan daginn. Og hengt sig fyrir vikiđ. 

Ţađ er viđtekinn ósiđur í söngtextum og alls konar textum, ţar međ töldum bloggtextum, ađ hefja  ástina upp á stall. En svo ţegar kemur ađ ástaraorgunum láta menn eins og ţćr séu ekki til.

Já, fólk er yfirleitt vont og tilfinningasljótt. En vćmni og vella koma í stađ alvöru tilfinninga.

Well. Ţetta var nú mín snjalla og reffilega hugvekja um ástarsorgina svona á almennu nótunum. Hvađ mig prívat og persónulega varđar hef ég enn ekki hitt konu sem mér finnst vera ţess virđi ađ hryggjast yfir, frekar gleđjast alveg óstjórnlega.  Hvađ ţá hengja mig fyrir hana. Ţađ er ţó aldrei ađ vita nema ég eigi ţađ eftir. 

En mikiđ djöfull ţarf hún ţá ađ  vera sćt og sexí!

 


mbl.is Ađstođ í ástarsorg
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skattborgari

Ćtli ástasorg sé ekki algengasta ástćđan fyrir sjálfsmorđum í dag allavega međ ţeim algengari ţannig ađ ţađ veitir ekki af ţessu bjargar vonandi mörgum mannslífum.

Kveđja Skattborgari. 

Skattborgari, 4.8.2008 kl. 17:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Great minds think a like?

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.8.2008 kl. 18:06

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Góđur

Marta Gunnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 21:17

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Ekki dettur mér í hug ađ drepa mig ţó, ég sé búin ađ vera í 'ástarsorg', í fleiri ár, vegna ástar sem aldrei hefur fengiđ tćkifćri til ađ blómstra.

Svoleiđis ástarsorg er 'inspírerandi, og nćringarrík fyrir sálina. Miklu betra ástand heldur en ađ kynnast  nokkru sinni,  'ástinni' sinni. 

Sjáiđ bara t.d. fegursta ástarkvćđi sem ort hefur veriđ á íslenskri tungu, 'Ferđalok', eftir Jónas Hallggímsson.  Jónas vildi heldur nćrast á ástarsorginni og yrkja um hana ódauđlegt kvćđi,  heldur en ađ gera minnstu tilraun til ţess ađ reyna ađ fá Ţóru sína.

Svava frá Strandbergi , 4.8.2008 kl. 22:19

5 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Hún vildi hann ekki enda var hann álitinn róni og rćfill - sem hann var! Svo orti hann um ţetta algert djönk sem vemmilegar sálir hafa veriđ međ á heilanum síđan. "Hnetti skilur geimur", eđa hvernig í andskotanum ţetta eiginlega var, ekki er ţađ beysiđ enda stoliđ af útlendu leirskáldi. Fremur myndi ég nú hengja mig međ höfuđiđ niđur en vera ađ lesa annan eins kvćđaóţverra. Ég hef annars ekki veriđ í ástarsorg síđan akfeita konan hryggbraut mig međ ţunga sínum einhvern tíma snemma á síđustu öld. Ţađ var mér verulega ţungt áfall enda hef ég veriđ ţunglyndur síđan og fć einmitt svona grćnar bólur ţegar ég heyri minnst á ástina:

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 4.8.2008 kl. 22:52

6 identicon

Ég hef hengt mig nokkrum sinnum um ćvina vegna ástarsorgar.  Alltaf hélt ég nú ađ ţetta vćri "stóra ástin" og engin slík kćmi nokkru sinni aftur.

En mađur skyldi aldrei segja aldrei...

Malína (IP-tala skráđ) 4.8.2008 kl. 22:55

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

háa skilur hnetti himingeimur, blađ skilur bakka og egg.

Vćri ţađ stoliđ, var ţađ vćntanlega betra en upphafiđ, alveg eins og Dunar í trjálundi, dimm ţjóta ský er betra ljóđ en Der Eichwald brauset.  Jónas kunni ţetta, ţrátt fyrir ađ vera róni og rćfill.

Sigurđur, var ţađ the fat lady who sings?

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 23:16

8 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Schubert gert ţrjú lög viđ Der Eichwald brauset, hvert öđru verra. En mig minnir ađ erindiđ sem Jónas stal hafi veriđ eftir Matthison sem var ţýskt smáskáld sem tónskáld voru samt hrifin af.

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 4.8.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Ţađ er bara vođa lítiđ eftir sem er original.  Ţví miđur

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 4.8.2008 kl. 23:59

10 identicon

Einrćđur Starkađar - brot-

Ég batt ţér minn fegursta söngvasveig,
en samt var ţađ dýrast, sem aldrei var talađ.
Ég drakk hjá ţér heimsins himnesku veig -
en hugar míns ţorsta varđ aldrei svalađ.
Međ jarđarbarnsins harma ég hneig
ađ hjarta ţínu og lét mig dreyma.
Mín ófćdda von, sem ţú unnir, var feig.
Hvar á okkar skammlífa sćla heima?

Hvíti fađmur - var hjarta mitt kalt.
Ţví hljóđnađi ástanna nafn mér á vörum?
- Dýpi míns brjósts veit ég aldrei allt;
efi og ţótti býr í ţess svörum.
Drottning míns anda, dís viđ mitt borđ,
- dauđaţögull ég tćmdi ţess skálar.
Á jörđ eđa himinn ţá hvorugt eitt orđ,
sem hćfir ţrá og tryggđ minnar sálar?

Maddý (IP-tala skráđ) 5.8.2008 kl. 00:17

11 identicon

alva (IP-tala skráđ) 5.8.2008 kl. 00:20

12 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Núú, Nimus minn góđur!! Var hann ţá ţegar orđinn róni og rćfill? En af hverju lagđist Ţóra ţá í rúmiđ ţegar hún fékk bréfiđ frá Jónasi á brúđkaupsdaginn sinn?

Hún vildi hann víst. Ţađ var karlfjandinn fađir hennar sem réđi ráđum hennar eins og siđur var í ţá daga og ţađ var hann sem vildi Jónas ekki, sem tengdason.

Ţetta erindi finnst mér fallegast.
Er  ţađ  kannski líka stoliđ?

Greiddi eg ţér lokka
viđ Galtará .
Blika sjónstjörnur
brosa blómvarir
rođnar heitur hlýr.

Svo ćtla ég ađ koma međ endinn hvađ sem ţú segir

Háa skilur hnetti
himingeimur.
Blađ skilur bakka og egg.
En anda sem unnast
fćr eilífđ
aldregi ađskiliđ.

Svava frá Strandbergi , 5.8.2008 kl. 02:19

13 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Komdu ţá međ erindiđ eftir ţennan Matthiason, Siggi, sem Jónas á ađ hafa stoliđ. Og hafđu ţađ á ţýsku.

Ef ţađ er bara eitt erindi sem hann hefur stoliđ er ţađ ekki mikiđ mál, ţví ţađ er örugglega síđasta erindiđ og ţađ er síst, en öll hin eru meiri háttar flott. 

Stundum er talađ um ađ listamenn og skáld geri verk sín undir áhrifum af öđrum listamönnum og ţađ er ekki stuldur. 

Svava frá Strandbergi , 5.8.2008 kl. 02:29

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Komdu međ erindiđ meina ég, en ekki ţennan andskotans, Matthiason, enda hlýtur hann ađ vera löngu dauđur og ekki hćgt ađ ná í hann.

Svava frá Strandbergi , 5.8.2008 kl. 02:30

15 Smámynd: Brjánn Guđjónsson

ástin og ástarsorgin auđvitađ sín hvor hliđ sama penings. ég hef upplifađ hvoru tveggja.

eins og ég er ţakklátur fyrir ađ hafa fengiđ ađ kynnast ástinni, er ég jafnframt ţakklátur fyrir ađ hafa kynnst ástarsorginni.

hvoru tveggja á sinn ţátt í ţeim manni sem ég er nú.

konan var og er líka alveg djöfulli sćt og sexí

Brjánn Guđjónsson, 5.8.2008 kl. 03:06

16 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ég var ađ leita ađ ţessu ţýska ljóđi en finn ţađ ekki, ađ er svo mikikđ sem ţarf ađ leita í, er ekki viss um ađ ţađ sé eftir Matthison heldur jafnvel eitthvađ ennţá minna skáld . Ţađ er hugsun síđasta erindisins sem um er ađ rćđa og eflaust er hún heldur ekki upprunnin hjá ţessu smásmáldi heldur á sér lengri sögu. Ţetta er líklega hugmynd sem lengi hefur veriđ á sveimi ađ ekki einu sinni himingeimurinn geti skiliđ ađ anda sem unnast. Ég held ađ í ţeim tilfellum fari reyndar fremur lítiđ fyrir andanum en ţví meira fyrir líkanaum en ţađ var skáldlegra ađ nefna andann á 19. öldinni og auđvitađ penna á ţeirri penu öld áđur en fyrirbćriđ penis var fundiđ upp. Brjánn: Sumir deyja án ţess ađ upplifa nokkra ást, miklu fleiri en fólk gerir sér ljóst og ţađ er eitt af ţví sem ekki má nefna. Sumir lifa i sorg vegna ástarinnar alla ćfi ţó ţeir séu ekki allir beinlínis " í ástarsorg". Eigum viđ ađ rćđa ţađ, ég mena af alvöru og viti en ekk hálfkćringi? Ćtli dofni ţá ekki yfir umrćđunum. Svona umrćđum er nefnilega alltaf stjórnađ af greiddi ég ţér lokka viđ Galtarólki ţar sem  horft er framhjá neikvćđu hlutum ástarinar, ekki ljúfsáru ástarsorgunum, heldur niđurbrjótandi ástarsorgunum og einmanaleikanum sem er hlutskipti margra. En ţađ eru ekki ort ljóđ um ţađ og ekki skrifađar skáldsögur og ekki gerđar Hollywoodmyndir.   Tökum t.d. konur. Sumar konur eru ekki vitund sćtar og sexí og hafa ekkert viđ sig. Sumir menn eru vođalegir lúđar sem enginn lađast ađ. Ţetta er samt fólk međ sínar tilfinningar og ekki eru mannkostir ţeirra minni en hinna. En gengur ţetta ekki allt út á ytra útlit? Ég gef ekki mikiđ fyrir ţađ ţegar fólk segir, ađallega konur, ađ útlitiđ skipti engu máli, ţađ sé karakterinn eđa eitthvađ. En ţađ er samt fyrst og fremst útlitiđ sem rćđur og viđmiđiđ á ţađ útlit er ađallega fengiđ frá bíómyndum, tískbransa, flottum auglýsingum og öđru peningaplotti. Viđ

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.8.2008 kl. 11:03

17 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Well, athugasemdin rauk af stađ og ég nenni ekki ađ bćta meiru viđ skammarrćđuna en legg til ađ ţiđ botniđ hana, kćru ástföngnu blogglesendur í ástarsorg, loksins var ađ koma einhver alvara og vit í umrćđuna og ykkar ađ halda henni áfram.

  

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.8.2008 kl. 11:06

18 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Kafka átti klámblöđ! Toppiđi ţađ!

Ţorsteinn Briem, 5.8.2008 kl. 11:40

19 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţađ virđist vera eins og mig grunađi: Menn geta ekki rćtt svona á heiđarlegan og alvarlega hátt. Bara hótfyndni. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 5.8.2008 kl. 11:42

20 Smámynd: Ţorsteinn Briem

http://www.mbl.is/mm/folk/frettir/2008/08/05/segist_hafa_fundid_klamblod_kafka/

Ţorsteinn Briem, 5.8.2008 kl. 11:43

21 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Ást er bara efnaskipti, krakkar mínir, og ţau alls ekki fyndin.

Ţorsteinn Briem, 5.8.2008 kl. 11:46

22 Smámynd: Ţorsteinn Briem

Og ţar sem ástin er efnaskipti verđur bráđum hćgt ađ sprauta henni í fólk í mismiklum mćli og tappa henni jafnframt af eins og ţurfa ţykir hverju sinni.

Ţorsteinn Briem, 5.8.2008 kl. 11:56

23 Smámynd: Svava frá Strandbergi

'Svona umrćđum er nefnilega alltaf stjórnađ af greiddi ég ţér lokka viđ Galtarólki ţar sem  horft er framhjá neikvćđu hlutum ástarinar, ekki ljúfsáru ástarsorgunum, heldur niđurbrjótandi ástarsorgunum og einmanaleikanum sem er hlutskipti margra.'

Ţakka ţér fyrir sneiđina kćri bróđir. En vita skaltu ađ heldur vildi ég hafa veriđ ein allt lífiđ, heldur en ađ hafa veriđ bundin í tugi ára, í hjónabandi međ ofbeldismanni.
Ég ţekki svo sannarlega  af eigin raun og á eigin skinni, hina neikvćđu hluti ástarinnar og einmanaleikann. Engu síđur en svo margir ađrir, sem óskapast yfir ţví, ađ einlífiđ sé ţađ versta sem getur komiđ fyrir mann í ţessum heimi.

Svava frá Strandbergi , 5.8.2008 kl. 22:33

24 Smámynd: Sigurđur Ţór Guđjónsson

Ţetta er ekki nein sneiđ til ţín, bara almenn yfirlýsing  og ber ekki einu sinni ađ taka alltof hátíđlega. 

Sigurđur Ţór Guđjónsson, 6.8.2008 kl. 11:23

25 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Fyrirgefđu, ađ ég skyldi vera svona uppstökk.

Svava frá Strandbergi , 6.8.2008 kl. 20:40

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband