Afhverju Þórunn?

Ný skýrsla Vísindanefndar um loftslagsbreytingar var að koma út og ég hef þegar sett hana inn á tölvuna mína en ekki þó lesið hana að ráði. Mér sýnist þó í fljótu bragði að þar sé svo sem ekkert sem kemur á óvart. Það er að hlýna og hlýnunin hefur ýmis konar áhrif, sum slæm en líklega miklu fleiri jákvæð, svo sem fyrir landbúnað.

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra sagði áðan í sjónvarpinu að við þyrftum að reyna að sporna gegn hlýnuninni. Ýmislegt mælir svo sem með því. En dæmið sem hún tiltók var út í hött. Hún sagði að auðvitað vildum við halda í jöklana okkar en það væru líkur á að t.d. Langjökull myndi hverfa á næstu öld með áframhaldandi hlýnun.

En er það endilega neikvætt að jöklarnir hverfi? Hvað er svona neikvætt við það?

Lengst af í sögu þjóðarinnar voru jöklarnir minni en núlifandi fólk hefur kynnst. Fór þjóðin þá einhvers mikils á mis sem lifði fyrir 16. öld? 

Kæmi nú önnur hafísár (en þegar þau voru held ég að Þórunn hafi enn verið með bleyju)  sem stæðu í þrjátíu ár myndu jöklarnir aftur byrja að sækja í sig veðrið.

Væri það jákvætt? 

Það sætir furðu að þetta jöklaflipp skuli vera helstu rök umhverfisráðherra fyrir því að við þurfum að sporna gegn frekari hlýnun. 

Mig grunar annars að á næstunni munu fjölmiðlar og fleiri verða duglegir að benda á neikvæðar afleiðingar hlýnunarinnar í þessu kalda og viðbjóðslega landi en leiða jákvæðu afleiðingarnar hjá sér.

En afbragðs góð tíð og sumarhlýindi  gera það nú alveg þolanlegt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þAÐ VÆRI NÚ GAMAN AÐ SJÁ HVAÐ ER UNDIR JÖKLUNUM

Hólmdís Hjartardóttir, 6.8.2008 kl. 21:17

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Málið er það þarf skatta til að skapa því fólki vinnu sem að mentað hefur sig í málum umhverfisins því er byrjað á alt til fjandans áróðri svo hægt sé að auka álögur á hinn almenna mann sem að hefur þó ekkert unnið sér annað til saka en að reyna að hundskas í vinnuna sem er í dag ekki það vel borguð að hann hafi efni á hybrid bíl Þetta hefur meira að gera með skatta heldur en umhverfisvernd þegar umbúðirnar eru fjarlægðar

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.8.2008 kl. 23:49

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gleymdi einu það hefur marg komið fram að undir jöklunum eru mannvistarleifar eftir fólk sem einhvernvegin gat skriðið undir þá til búsetu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 6.8.2008 kl. 23:49

4 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Nú þykir mér þú heldur betur þrengja sjónarhornið. Hvað með aðrar afleiðingar á  lífríkið? Hvað með hinn hluta heimsins?

María Kristjánsdóttir, 7.8.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

María. Ekki vera vond við mig! Ég er bara að tala um Ísland út af fyrir sig. Farðu svo að blogga! Og gerðu oftar snjallar athugasemdir hjá mér!  

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 00:48

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, Árni Finnsson er strax byrjaður að bollaleggja um neikvæðu áhrifin og langt út fyrir sjálfa skýrlsuna. Dæmigert fyrir afstöðu hans. Hann nefnir auðvitað ekki jákvæðu áhrifin.   

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.8.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: halkatla

jöklarnir hverfa ef sá er Guðs vilji - hvernig ætlar Þórunn að keppa við það?

halkatla, 8.8.2008 kl. 03:47

8 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Ég myndi hafa meiri áhyggjur af jöklabréfunum, sem t.a.m.falla á gjaldagi í dag og á næstunni. Gæti orðið sannkallað „meltdán“...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 8.8.2008 kl. 08:54

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Með allri virðingu fyrir geimgaldrakarlinum þá held ég að hopun jöklanna hafi ekkert með hann að gera en kannski eitthvað með athæfi mannanna!

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.8.2008 kl. 09:33

10 Smámynd: halkatla

ég trúi ekki á þannig hókus pókus Sigurður Þór

halkatla, 8.8.2008 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband