Öskjuhlíð

Líf mitt er fullt af eins manns hefðum sem ég hef skapað sjálfur gegnum árin. Ein er sú að fara upp í Öskjuhlíð á góðviðrisdögum eftir að komið er fram í ágúst. Það er svo gaman að ganga  göngustígana í suðurhlíðum hennar. Mest gaman er að stígnum sem liggur að grjótgörðunum. Það er hins vegar ótrúlega erfitt að finna rétta stíginn og þó ég hafi oft farið þarna fann ég hann ekki í dag. Það þyrfti að merkja hvert þessir stígar liggja. Þegar ég var strákur var hægt að fara á berjamó í Öskuhlíðinni. Nú er þar berjalyngið áfram en engin ber á því. Ekki veit ég hvernig á þessu stendur.  

Ég er ekki viss um að þessi mikli trjágróður sé til bóta í Öskjuhlíðinni. Það er orðið erfitt að finna sæmilegar skvompur þar sem sólar nýtur. Útsynið af Öskuhlíðinni er frábært. Snæfellsjökull blasti við og ekki er hann nú næstum því horfinn eins og ein fíflafréttin á Mbl.is er þó að segja.

Ég bjó á unglingárunum í Hlíðunum. Þess vegna var ég vanur að enda Öskjuhlíðaferðinar með því að ganga niður Eskihlíð og fara yfir Miklubraut inn á Gunnarsbrautina. En nú er þetta ekki hægt lengur. Þetta ótrúlega andstyggilega umferðarmannvirki sem kom í staðinn fyrir hringtorgið á Miklatorgi lokar leiðinni. Það er komin girðing yfir Miklubrautina sem varnar gangandi vegfarendum leiðarinnar. Þeir verða að beygja hjá gamla Eskihlíðarbænum og ganga óraleið eftir umferðarbrúnni og fara síðan hasarderaðan veg yfir umferðargötur þar sem ekkert tillit er tekið til gangandi fólks.

Aðeins nokkrir metrar eru á milli neðsta hluta Hlíðahverfisins og Norðurmýrarinnar en af þessum ástæðum er samt alveg ómögulegt að komast auðveldlega milli þessara rótgrónu íbúðahverfa. Eina leiðin er um skarð í girðingunni sem liggur upp á mitt Miklatún sem hét reyndar Klambratún í mínu ungdæmi sem var á bítlaárunum. Þá var nú fjör!

Ég skil bara ekki svona heimskulegt og mannfjandsamlegt borgarskipulag.  

Og þessi kaninka varð á vegi mínum í Öskjuhlíðinni í dag.

PICT0278

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Viljir þú upplifa enn meiri horror og mannfjandsamlegt skipulag, þá spásséraðu um í Smáralindinni. Til fróðleiks, sem sagt, fremur en skemmtunar

Rómverji (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 23:41

2 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Það er þá ekki búið að slátra þeim öllum. Ég hef ekki séð kanínur þarna lengi og heldur ekki í kirkjugarðinum. En sammála með að það má grisja trén í Öskjuhlíðinni.

Marta Gunnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki mæli ég Smáralindinni bót, en hún er ekki íbúðarhverfi. Mér fnnst að taka hefði átti eitthvert tillit til þess að fólk geti komist milli íbúðahverfa sem liggja svo að segja saman en er nú búið að kljúfa með hamragili sem enginn kemst yfir nema fulglinn fljúgandi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.8.2008 kl. 23:55

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Miklabrautin verður lögð í stokk og þá geta stokkendurnar gengið í sérstökum stokkandarstokk frá Tjörninni og upp í Kringlu til að kaupa í kveldmatinn.

Reist verða hús á stokknum, sem verður margra milljarða króna virði sem byggingarland, og öll mengunin úr stokknum fer í röri til Húsavíkur.

Þorsteinn Briem, 11.8.2008 kl. 00:21

5 identicon

"Taktu hár úr hala mínum...  !! "   Það er ekki gert ráð fyrir að fólk sé að "flækjast" þarna á tveimur jafnfljótum......  farðu á bílnum maður!!!!     !!!!

Edda (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 00:26

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Er það ekki langsótt að menn þurfi að fara á bíl nokkra metra milli íbúðarhverf? Og Þó bílar séu ágætir er samt ekkert gaman að fara í gönguferðir á bíl!   

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 00:31

7 identicon

Er verið að slátra kanínunum í Öskjuhlíðinni?  Hvurslags mannvonska er nú það?  Dýrvonska öllu heldur...

Malína (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 00:56

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Farðu nú að sofa Helga Malína! Klukkan er að verða eitt.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 01:00

9 identicon

En ég er nátthrafn!  Halló!  Við sofum ekki á nóttunni!

Malína (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 01:05

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er farinn að sofa! Og Mali er hringaður eins og nýra og steinsefur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 01:20

11 identicon

Malína (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 01:31

12 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Mæltu manna heilastur. Þetta lengdi gönguferðina niður í bæ um margar mínútur, þegar ég bjó í Eskihlíð. Mér finnst að þeir ættu að leggja göngubrú þarna strax í dag.

Elías Halldór Ágústsson, 11.8.2008 kl. 07:45

13 Smámynd: halkatla

ég man þegar þessi ömurlega girðing var sett upp

annars er þetta bara kerfið á Íslandi, ef eitthvað virkar þá þarf að eyða  peningum í að skemma það, og svo í að laga og breyta. Ekkert er nógu gott fyrren það hefur verið lagfært fyrir mikla peninga, langt frammúr áætlun

halkatla, 11.8.2008 kl. 09:26

14 Smámynd: halkatla

ekkert smá sæt þessi litla kanína - Karítas langar nú bara að leika við hana

halkatla, 11.8.2008 kl. 09:30

15 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Já, kanínan er best. Ein svona skoppar um heima hjá mér.

Emil Hannes Valgeirsson, 11.8.2008 kl. 09:40

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvernig vissi ég að þú myndir falla fyrir þessari kanínku Anna Karen? Getur verið að ég sá smávegis forspár og djúpvitur? En hvar er Bangsíimon, asninn og gríslingurinn?

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 11:15

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eru það ekki blessaðar kanínurnar sem eta öll berin í Öskjuhlíðinni?

Brjánn Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 11:43

18 identicon

Ekkert jafnast á við góða kanínu:

http://www.matarlist.is/recipe.asp?recipe_id=520

Rómverji (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 11:58

19 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég efast um að kanínurnar eigi sök á berjaleysinu. Þær hljóta þá að sitja alveg um þau og éta þau löngu áður en þau ná þroska. Það hafa ekki einu sinni sést grænjaxlar í mörg ár, bara lyngið sjáflt. Er það ekki fremur mengun sem veldur? Eða eitthvað.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.8.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband