Efndir forseta Íslands í Kína

Forseti Íslands svaraði gagnrýni á það að hann færi á ólympíuleikana meðal annars með því að árangursríkara væri að reyna að þrýsta á kínversk stjórnvöld í mannréttindamálum en hundsa þau.

Nú hefur forsetinn hitt forseta Kína. Samkvæmt fréttatilkynningu   frá forsetaembættinu var ekki sagt eitt einasta orð um mannréttindamá en hins vegar skeggrætt um orkumál og handbolta!

Fyrir skemmstu var sagt frá því í fréttum að tvær konur um áttrætt í Peking ættu fangelsisdóm yfir höfði sér fyrir að mótmæla því að þær voru hrakar af heimilum sínum beinlínis vegna undirbúnings ólympíuleikanna. Sömu sögu er að segja af þúsundum annara Kínverja.

Skiptir þetta ekki máli? Mættu Íslendingar ekki gefa þessu og öðru álíka sem gerst hefur í Kína í aðdraganda ólympíuleikanna gaum þegar þeir gleðjast yfir því að íslenska handboltaliðið kemst á verðlaunapall á ólympíuleikunum?

Hvort skiptir meira máli hverful frægð í kappleikjum eða grimmileg mannleg örlög?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

æi þarftu að minna á það sem okkur (og forsetanum) þykir óþægilegt? þey þey...

halkatla, 23.8.2008 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband