Umferðaglæpir

Menn urðu ekki svo lítið hneykslaðir þegar ökufantur á sportbíl lék listir sínar á leikvelli Austurbæjarskólans. Mér finnst það nú ekki nema von. Svona athæfi er hreinlega klikkað! Og menn hafa heimtað að ærlega verði tekið í lurginn á ökufantinum. Bíllinn helst gerður upptækur. 

En um sama leyti birtist í Morgunblaðinu sláandi mynd af lítilli telpu sem  var að fara í skólann í fyrsta sinn og stóð fyrir framan heila röð af bílum sem lagt hafði verið á gangstétt. Hún var því tilneydd til að fara út á akbrautina til að komast leiðar sinnar.

Svona aðstæður hafa verið hversdagslegar í bænum árum og áratugum saman en enginn sagt um það eitt  einasta orð. Mönnum hefur þótt þetta bara alveg sjálfsagt.

Ef telpan hefði orðið fyrir bíl þegar hún fór út á götuna, haldiði þá að einhver bílstjóranna á bílunum sem var lagt á gangstéttina hefðu verið látnir sæta ábyrgð? 

Börn og fólk með t.d. barnavagn verða iðulega að fara út á götur vegna frekju bílstjóra, stundum fínna og margra miljónakróna jeppa, sem einoka gangstéttirnar. Enginn hefur heimtað að tekið yrði í lurginn á ökuföntunum. Eða bílar þeirra yrðu gerðir upptækir. Ég skil ekki svona misræmi.

Mér finnst þetta alveg eins miklir umferðaglæpir og sá glannaskapur sem fór fram á lóð  Austurbæjarskólans. Það er því gleðilegt og tími til kominn að borgaryfirvöld hafa hafið herferð gegn lagningu bíla á gangstéttir.

En svo ég vippi mér í að verða persónulegur og fletji út egóið eins og allir eiga víst að gera á bloggsíðum þá var ég í tólf ára bekk í Austurbæjarskólanum.  Það er mér minnisstæðast frá skólalóðinni að í frímínútunum var alltaf að leika sér einhver stelpa með rosabrjóst og í pilsi sem sást oft uppundir. 

Á hana glápti ég eins og naut á nývirki og vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið.

Nú veit ég hins vegar alltaf hvaðan á mig stendur veðrið og er löngu hættur að kíkja undir pilsin á stelpunum.

Nema náttúrlega þeim allra sætustu!

En ég bið siðprúða lesendur að fara ekki lengra með það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eins gott að maður er alltaf í síðbuxum! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.8.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Við erum svo heppin hérna á Íslandi að það er ódýrara að leggja uppá gangstétt heldur en við stöðumæli.

Alveg merkilegt hvað lögreglan hefur engan áhuga á þessu vandamáli og þú viðgengst þetta og eru þar með ókeypis bílastæði.

Vilberg Helgason, 30.8.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála Lára, að þú ert náttúrlega með þeim allra sætustu! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.8.2008 kl. 12:52

4 Smámynd: Beturvitringur

Mætti ég kannski bæta við - að allmargir virðast ekki hafa hugmynd um hvað "stöðvunarlína" er.

Ég hef verið á hjóli, og urrað. Verið með barnavagn eða -kerru, og ygglt mig auk þess að urra. Ekki hægt að komast yfir þegar fólk stoppar rétt til að sleppa við hliðarumferðina inn í framsætið.

Ekki vildi ég þurfa að fara í hjólastól, sennilega útilokað.

Beturvitringur, 30.8.2008 kl. 17:10

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Þetta fer ekki lengra Siggi minn. Þú getur treyst því. Ég lenti nú í því um daginn að ég hafði lagt bílnum mínum löglega fyrir utan Bónus á Laugaveginum þegar hjólreiðamaður kemur á mikilli ferð af gangstéttinni og klessti beint á bílinn minn. Ég skaust út úr bílnum og ætlaði að spyrja manninn(sem var úti að hjóla með spúsu sinni), hvort hann hefði meitt sig en hann reis á fætur og hjólaði rakleiðis brott eins og ekkert hefði í skorist og ég náði ekki tali af honum. En bíllinn stóð efir með sprungu í stuðaranum.

Bergur Thorberg, 30.8.2008 kl. 21:19

6 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Elías Halldór Ágústsson, 31.8.2008 kl. 02:33

7 identicon

Ég sé að það eru fleiri en Matthías farnir að birta dagbókarbrotin sín á netinu!

Malína (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband