Klám - eða er það guðlast

Ég las grein  Jóns Kaldals um Klám og kvenfrelsi. Mér finnst hún málefnarík, hófsöm og skynsamleg. Eitt atriði vakti sérstaka athygli mína. Hann segir að á Íslandi séu hópar sem berjist gegn klámi vegna þess að það brjóti í bága við almennt siðgæði og /eða sé niðurlægjandi fyrir konur.

Spyr sá sem ekkert veit: Telja þá þeir sem þetta halda að klám sé ekki niðurlægjandi fyrir karlmenn sem leika í klámmyndum svona nokkurn vegin til jafns við konur?  Ef það er ekki niðurlægjandi fyrir karlmenn en bara fyrir konur langar mig gríðarlega til að vita hvernig á því stendur. 

Ekki þori ég svo fyrir mitt litla líf að nefna guðlast í sambandi við þessa umræðu, en þegar ég var strákur var þessu ávallt spyrt saman. Klám og guðlast voru ætíð nefnd í sömu andrá. Litið var svo á að klám væri argasta guðlast og guðlast væri argasta klám. Þá var nú veröldin einföld og lund vor létt!  En er þessi skilningur ekki einmitt hinn eini rétti!  

Ég þori ekki að nefna svo mikið sem ... á nafn eða last á honum af því að þegar ég nefni bara orðið guð - hvað þá orðið guðlast - verður alltaf fjandinn laus og athugasemdasvarthalarnir verða svo langir að þeir  ná hálfa leið til tunglsins.

Ég er raggeit og þori ekkert að segja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Klámið er lítilsvirðandi fyrir alla og kemur guði ekkert við!

Burt með klámið - upp með erótíkina!

Malína (IP-tala skráð) 31.8.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

mér finnst miklu meiri lítilsvirðing í að hafa aldrei fengið tilboð um svo mikið sem hlutverk statista í klámmynd

Brjánn Guðjónsson, 31.8.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Brjánn, var ekki um daginn auglýst eftir aðalleikurum í íslenskri klámmynd? Það má kannski líka bjóða sig fram sem stjörnu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.8.2008 kl. 14:56

4 Smámynd: Júlíus Valsson

Eins og skáldið sagði: "Það er erfitt að skilgreina klám, en maður þekkir það, þegar maður sér það".

Júlíus Valsson, 31.8.2008 kl. 17:50

5 Smámynd: halkatla


þessi grein var fín hjá honum, áhugaverðar pælingar í lokin. 

Sorrí að það er ekkert krassandi við þetta komment - ég verð bara eitthvað svo og þegar það er verið að ræða klám

halkatla, 31.8.2008 kl. 18:29

6 Smámynd: Gulli litli

Góð spurning...er þetta meira niðurlæjandi fyrir konur?

Gulli litli, 31.8.2008 kl. 18:58

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guð hvað?

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 31.8.2008 kl. 23:07

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guð hvað hvað?

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.8.2008 kl. 23:27

9 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Í mínu ungdæmi hét það að klám væri eitthvað sem illa var gert,samanber orðið klámhögg. Það var högg sem einhverjum var veitt sem ekki átti það skilið. Og varðandi klámmyndir hef ég séð margar slíkar í kvikmyndahúsum og kallast þær þá vís b-myndir. Og ég hef líka lesið alger klámskrif og birtast þau nú bara ansi oft á síðum dagblaða landsmanna og þá aðallega í formi  lélegrar íslensku. Svo klám er meira en bara mök milli fólks á filmu eða í myndaformi í svokölluðum klámbókmenntum.

Brynjar Hólm Bjarnason, 1.9.2008 kl. 07:21

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég fór í dag í Ráðhúsið og hitti báðar systur mínar og Evu Sólan systurdóttur mína sem var með hundinn sinn, Krumma.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.9.2008 kl. 12:59

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Í gær var nú þetta, sunnudag.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.9.2008 kl. 13:43

12 identicon

"Það er erfitt að skilgreina klám, en maður þekkir það, þegar maður sér það"

Vel mælt. Ég man eftir því þegar átti að fara að ræða klám í ríkissjónvarpinu og menn settu sig í mjög svo gáfulegar stellingar og fyrsti mælandi sagði: "Já, það er nú svo með klám að það er náttúrlega mjög loðið og teygjanlegt..."

Jón Bragi (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:06

13 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Maður sér ekk alltaf klám. Stundum verður maður fyrir því.

Brynjar Hólm Bjarnason, 2.9.2008 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband