Ljúfmennska

jacket"Á fimmtíu ára söngferli hefur hann ekki, svo vitað sé, móðgað nokkurn mann  eða komið úr jafnvægi með orðum sínum og athöfnum."

Þetta stendur í grein í Morgunblaðinu í dag um söngvarann Cliff Richard.

Og svona eiga menn að vera. Ég hef aldrei getað skilið þá aðdáun sem er svo algeng á þeim sem eru með andstyggilegheit gagnvart fólki í hvaða mynd sem er. Það þarf samt ekki að þýða að ljúfmennin séu skaplaus eða karakterlaus eða geti ekki sagt meiningu sína.  

Nú er víst sagt að Cliff Richard sé hörkuhommi. Mér gæti ekki verið meira sama.

Ég man annars vel þegar hann kom fram árið 1958 en frægur varð hann svo um munar með laginu Living Doll sem birtist síðsumars 1959. Þá var ég á 12. ári.

Ég hef sem sagt lifað lengur en elstu menn muna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Cliffinn var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var 10-12 ára. Síðan hefur mér verið mjög hlýtt til hans.

En ansi er ég hrædd um að mörg yngismeyjarhjörtun a.m.k. í Englandi hafi kramist þegar hann kom loksins út úr skápnum. Þær gátu þó alltaf vonað áður.

Lára Hanna Einarsdóttir, 14.9.2008 kl. 16:16

2 identicon

Ég var aldrei neinn sérstakur aðdáandi Cliffans.  En ég man hins vegar vel eftir því að ég fékk hálfgert taugaáfall og hjarta mitt kramdist hroðalega þegar upplýstist að Freddy Mercury úr Queen væri hommi.  Þar fór sko flottur og sexý drengur í strákana!

Malína (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 17:47

3 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Mér fannst hann algjört æði í kvikmyndinni 'Summer hollyday´

Svava frá Strandbergi , 14.9.2008 kl. 19:04

4 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Annars eigum við frænda sem var ansi likur honum Cliff þegar hann var yngri og hann er nafni þinn, Siggi.

Svava frá Strandbergi , 14.9.2008 kl. 19:06

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er enginn Cliff aðdándi sem söngvara en finnst mikið til ljúfmennsku hans koma. Maður öfundar stundum þá sem eru manni ólíkir, það hranalega rustamenni sem ég er!  En man nokkur eftir Tommy Steele hvers ár voru 1956 og 1957 með sitt frægasta lag Water, Water sem Skafti Ólafsson gerði hér sígilt sem "Það er allt á floti alls staðar".  

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2008 kl. 19:13

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Maður lærir nú alltaf og þroskast!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2008 kl. 20:13

7 Smámynd: halkatla


Ég var nú bara rosalega ánægð þegar Bret Anderson í Suede sagðist vera bæjari - þá gátu allir vonað.

og eitt enn, kærastinn hans Cliffs ykkar er einhverskonar prestur

halkatla, 14.9.2008 kl. 21:44

8 identicon

Já, ég held að kærastinn hans Cliff hafi verið kaþólskur prestur áður, sem mátti ekki gera hittið - en uppgötvaði svo að hann var með náttúru eftir allt saman, rétt eins og allt venjulegt fólk.

Malína (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:39

9 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En er hann ekki öfugrar náttúru?! Má annars djóka á þennan hátt nú á dögum? Bið náttúrlega forláts í allar áttir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2008 kl. 23:51

10 identicon

Erum við ekki nokkuð seif með svona djóka þangað til Jón Valur rekst hingað inn?!

Malína (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 23:56

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég var að sjálfsögðu Cliffari og hefði orðið fyrir sárum vonbrigðum í þá daga ef ég hefði vitað að hann var til snúnings.  Og þó, ég vissi ekki um tilvist hómósexúalitets á þeim árum, vissi yfirhöfuð ekkert um sex.

En....

Hann er góður drengur.

Ég er samt svag fyrir vondum strákum í tónlist.  Guð fyrirgefi mér.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.9.2008 kl. 12:28

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fékk leið á Mala!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.9.2008 kl. 20:55

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Æ, Sigurður Helgi, þetta er bara bull sem ekki ber að taka alvarlega! 

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.9.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband