Biskupinn hungrar ekki eftir réttlæti.

Í dag byrjaði aðventan. Ég hlustaði á prédikun biskupsins sem útvarpað var frá Hallgrímskirkju.

Hann sagði eitthvað á þá leið að okkur hungraði eftir kærleika og umhyggju. Hins vegar sagði hann ekki eitt einasta  orð um það að nú hungrar íslensku þjóðina fyrst og fremst eftir réttlæti.

Enn þá eru sömu öfl við völd í stjórnmálum og í bönkunum og komu þjóðinni á vonarvöl.

Í þessari athöfn, sem biskupinn bar ábyrgð á, var beðið binlínis fyrir þessum öflum. Alveg beinlínis. Með þeim gjörningi er biskupinn að ofbjóða þjóðinni. Það hefðu verið sterk skilaboð ef hann hefði sleppt þeirri venju að biðja fyrir yfirvöldum.

Biskupinn hafði tækifæri til að tala máli réttlætisins fyrir almenning gagnvart stjórnvöldum. Hann brást og reyndist vera huglaust þý yfirvalda. Þannig er hann auðvitað að taka skýra afstöðu með stjórnvöldum gegn þjóðinni. 

Gegn þeim þúsundum sem mótmæla á torgunum um hverja helgi þrátt fyrir það að veturinn hafi tekið völdin.

Það er skömm að prédikun biskupsins. Og framferði hans er andstyggð í augum guðs og allra gróðra manna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Þetta er ósköp einfalt, biskupinn er þessa dagana að leggja drög að nýjum Þjóðkirkjulögum.  Markmiðið er að nýta sér ástandið og óvissuna til að tryggja hagsmuni kirkjunnar til frambúðar (eftir að BB hættir).

http://www.kirkjan.is/stjornsysla

Þú passar þig á að styggja ekki yfirvöld meðan þau eru á fullu við að gæta sérhagsmuna þinna.

Úr umræðum um drög að frumvarpinu:

og miðað við þá óvissutíma sem eru framundan, ekki bara í efnahagsmálum, heldur líka í stjórnmálum, þá er ákveðið pólitískt lag núna, þannig að við þurfum að ræða það hér sérstaklega hvort við eigum að nýta okkur þetta lag til að koma þessum merku umbótum í framkvæmd núna, eða kannski taka þá áhættu að það lendi í einhvers konar útideilu vegna þess að það verði annars konar stjórnvöld eða annars konar samsetning á Alþingi eða einhvers konar óvissutímar í stjórnmálum sem taka við hér í nánustu framtíð.

Matthías Ásgeirsson, 30.11.2008 kl. 13:29

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hann er jú á ofurlaunum hjá ríkinu og undir pilsfaldi ráðherra!!!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2008 kl. 13:32

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Sigurður.

Ef ekki er nauðsyn á að biðja fyrir ráðamönnum á tímum sem þeim sem við lifum nú, þá er sennilega aldrei ástæða til. Ekki veitir af að biðja þeim blessunar í þeim mikilvægu störfum sem þeir sinna. Sömuleiðis að biðja Guð að veita þeim visku og náð svo að þeir geti tekið réttar ákvarðanir í erfiðum og jafnframt umdeildum málum.

Byskupinn yfir Islandi, hr. Karl Sigurbjarnarson dr. theol. h.c., kann að hafa talað á þann veg að ekki liggi alveg ljóst fyrir hver merking væri, en er ekki réttlæti fram komið þegar kærleiki og umhyggja umljúka þjóðfélagið eins og hann mun hafa kallað eftir? Að kalla hann huglaust þý er beinlínis þvert á þekkt störf hans og orð um tíðina. Hann hefur einmitt ekki verið neinn veifiskati og er kannski besta dæmið þess staðfesta hans um orð Guðs um hjónaband karls og konu. Svona uppnefningar eru þér ekki til neinnar sæmdar kæri SIgurður Þór.

Yfirlýsingar eins og þá um hverjir komu okkur á vonarvöl eru sennilega best geymdar þar til rannsóknarnefnd sú sem er í burðarliðnum á Alþingi sem og embætti sérstaks saksóknara með víðtækar rannsóknarheimildir umfram aðra slíka, hafa lokið störfum sínum og komist að því hverjir raunverulega bera þessa ábyrgð. Þá skulum við taka höndum saman minn kæri og sjá til þess að þeir verði látnir sæta ábyrgð sem í ljós kemur við þessa rannsóknarvinnu að hafa átt sök í málinu.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 30.11.2008 kl. 14:22

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hér ferðu örugglega offari, Sigurður. Það er afar gott, að biskupinn leggi áherzlu á nauðsyn kærleika og umhyggju, og predikun hans hefur örugglega mótazt mest af þessum tíma kirkjuársins, upphafi aðventunnar og ritningartextum dagsins. Þegar þú segir: "Í þessari athöfn, sem biskupinn bar ábyrgð á, var beðið beinlínis fyrir þessum öflum," í beinu framhaldi af orðum þínum um stjórnvöld og yfirmenn bankanna, þá er það örugglega rangur skilningur lesanda þíns, að biskupinn hafi sérstaklega verið að biðja fyrir fjárglæframönnum og útrásarvíkingum. En í sérhverri messu er beðið fyrir yfirvöldum landsins, að biblíulegri fyrirmynd, og finnst þér nokkuð veita af því, kunningi?

Jón Valur Jensson, 30.11.2008 kl. 14:45

5 Smámynd: Einar Þór Strand

Það er svo skrítið með þjóðina að hafa hungrar ekki eftir réttlæti gagnvart þeim sem stálu.

Einar Þór Strand, 30.11.2008 kl. 16:12

6 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Hvaðahvaða, við biðjum einmitt fyrir þeim sem eiga undir högg að sækja eða hafa villst af réttri leið, hafi maður á annað borð trú á bænum. Núna er alveg sérstaklega brýnt að biðja fyrir forseta vorum og ríkisstjórn og Alþingi landsins. Að ósekju mætti bæta við skilanefndum og auðmönnum, skuldurum, lánadrottnum, fjölmiðlum og síðast en ekki síst: Íslensku krónunni.

Svavar Alfreð Jónsson, 30.11.2008 kl. 22:34

7 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég get nú ekki annað en tekið undir þetta. Biskup hefði átt að biðja bara fyrir íslensku þjóðinni og sleppa því að nefna yfirvöld.

Spurning hvort sá í neðra hafi haft um þau einhver orð nýverið... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:18

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það mætti líka biðja fyrir Prédikaranum Svavar Alfreð. Hann segir: " Svona uppnefningar eru þér ekki til neinnar sæmdar kæri Sigurður Þór". Svona segja menn, að eitthvað sé ekki til sæmdar fyrir einhvern,m  þegar þeir eru að reyna að koma því að hjá fólki hve viðkomandi sé fyrirlitlegur og bæta þá gjarna við "kæri" eða eitthvað álíka. Ég hef gaman af því að vera stóryrtur með mínu lagi stundum. Biskupinn hefur líka verið það með sínu lagi um hitt og þetta, t.d. trúleysingja. En ég er ekki rætinn eins og Prédikarinn sem leynist undir dulnefni eins og aumingi. Ég ætti kannski að tka upp þá reglu míns ágæta bloggvinar JVJ, sem stundum fer nú offari eins og margir meiningarmiklir menn,  að loka á nafnleysingja.  En ætli ég láti ekki Prédikararæfilinn lafa inni úr því hann þorir ekki að koma til dyranna eins og hann er kæddur heldur felur sig í sínu fullkomlega húmorslausa dularverfi.  Svo held ég að Matthías hafi hitt naglann á höfuðið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 01:10

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert of harður – umfram efni – við Predikarann, Sigurður. Eftir samhengi hans eru orð hans skiljanleg og eru naumast til þess að koma því inn hjá neinum, að þú sért fyrirlitlegur. En þetta sagðírðu um biskupinn:

  • "Hann brást og reyndist vera huglaust þý yfirvalda. [...] Það er skömm að prédikun biskupsins. Og framferði hans er andstyggð í augum guðs og allra góðra manna.

Þetta kallaði ég, að þú færir offari, en Predikarinn kallaði það "uppnefningar [sem væ]ru þér ekki til neinnar sæmdar." – Það minnir mig á hugtakið "að missa marks" ... sem aftur minnir reyndar á gríska hugtakið hamartanó. Og spáðu nú.

Jón Valur Jensson, 1.12.2008 kl. 01:58

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er harður við Prédikarann af því að hann er nafnlaus. Ég er harður við biskupinn af því að hann er að forminu til andlegur leiðtogi sem hefur þúsund tækifæri til að koma skoðun sinni á framfæri og er varinn í bak og fyrir af heilli stonfunn og her manns, eins og t.d. þín og mér finnst hann hafa brugðist og vera í raun þægur ljár í þúfu fyrir yfirvöld. Er eitthvað betra að segja það svona linlega heldur en með þeim orðum ég notaði?  Meining mín um þetta atriði, auðsveipni við yfirvöld, kemur skýrt fram. Viðbótin um  hvernig þetta lítur út í augum guðs er auðvitað áhersluatriði, retórík, hvað ég hefði haldið að þú myndir gera þér ljóst. Harðlega nokkuð að orði kveðið hjá mér um eitthvað sem mér finnst ekki rétt af honum, sem sagt rangt, ekki þakkarvert. Og ég er viss um að þér og Prédikaranum fyndist þetta allt í lagi ef það væri ekki biskupinn, það er einhver sem er ykkur þóknanlegur, jafn orðhvatir og þið nú oft eruð. Spáðu í það! Ég get svo svarið það að mér - og fleirum - finnst biskupinn auðsveipur yfirvöldum. Má þá ekki kalla hann þý? Hvers konar viðkvæmni er þetta?

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.12.2008 kl. 02:24

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég nenni ekki að deila frekar við þig um þetta, Sigurður. Þú kallar biskupinn "auðsveipan yfirvöldum", "þægan ljár í þúfu fyrir yfirvöld" og "huglaust þý yfirvalda", það er þitt sjónarmið, ÓSANNAÐ að vísu, en mitt sjónarmið er allt annað. Látum þar við sitja. – Kveð þig með góðum óskum, en gleymum aldrei þessum lestexta: Mt. 12.36–37.

Jón Valur Jensson, 2.12.2008 kl. 03:12

12 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll kæri Sigurður.

Ég var ekkert að reyna að koma því að undir rós að þú værir fyrirlitlegur, enda ekki álitinn slíkur af þeim sem hér ritar svo það sé á hreinu. Heldur var ég að reyna að benda á að málflutningur sem þessi, eins og Jón Valur benti einnig á, væri þér ekki til neinnar sæmdar eða virðingarauka. Yfirlýsingar þessar eru eins og Jón Valur bendir reyndar á ÓSANNAÐAR. Fremur er þær öfugmæli ef eitthvað er samanber dæmi þar um sem ég tiltók.

Hinn kæri ritvallarvinur minn, Jón Valur, hafi þökk fyrir stuðning við skrif mín hér. Ég tek undir með honum að við skyldum aldrei gleyma lestextanum sem hann vitnar í og er að finna í guðspjalli Mattheusar :

"En ég segi yður: Hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi.
Því af orðum þínum muntu sýknaður, og af orðum þínum muntu sakfelldur verða."

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2008 kl. 03:29

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég nenni þessi heldur ekki lengur. En Mt. 12.36-37. hljóðar svo" En ég segi yður: Hvert ónytjuorð, sem menn mæla, munu þeir verða að svara fyrir á dómsdegi. Því af orðum þínum muntu sýknaður, og af orðum þínum muntu sakfelldur verða". Ég skil. Þú ert að segja að ég fari með ónytjuorð - eins og þú sért fær um að dæma  það - og ýjar  að því að á dómsdegi verði eg dæmdur. Þakka!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2008 kl. 03:37

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þegar menn segja að eitthvað sem aðrir skrifa sé þeim  ekki til vegsemdar eða sæmdar eru þeir að segja í raun að vansæmd hvíli á þesim og vegsauki þeirra sé lítill. Auðvitað er þetta til þess fallið að koma fyrirlitningtstimli á viðkomandi. Og þetta gerir trúfólk trekk í trekk á þessari síðu um mig. Hverju skyldi það þurfa að svara á degi dómsins ?

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.12.2008 kl. 03:52

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er alveg agalegt, Sigurður minn, við verðum allir dæmdir!

Jón Valur Jensson, 2.12.2008 kl. 04:52

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

  • Eftir dómsdag verðum við báðir JVJ í neðra og höldum árfam að kýta um alla eilífð.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.12.2008 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband