Mali er kominn í flokk

Vek athygli á því að ég hef nú flokkað bloggfærslurnar mínar lauslega. Hysterískir aðdáendur mínir og hans Mala geta til dæmis nú séð á einu bretti allar færslurnar um hann með myndum undir flokki sem ber hans tignarlega nafn, Mali. 

Margar aðra dægilegar færslur eru nú aðgengilegar í flokkum aðrar en veðrið, til dæmis þær sem færðar eru í hálfkæringi eða bara gríni undir heitinu ''Allt í plati'' og trúamálafærslurnar mínar illræmdu undnir nafninu ''Guð sé oss næstur'. Einn flokkur, ''Blogg'' geymir allt sem ég hefi skrifað - og það sem ég hefi skrifað það hefi ég skrifað - um hið sjálfhverfa fenómen sem bloggið er. Já, og ekki má láta sér yfirsjást gægjugluggalegar færslur sem lúta að mjög leyndardómsfullu einkalifi mínu og sá flokkur heitir náttúrlega 'Ég''. Undir ''Mannlífið' eru ógnardjúpar pælingar um lífið og tilveruna en harðskeyttar ádeilur má finna í bloggflokknum með ófrumlega nafninu ''Stjórnmál og samfélag".

Hógværð og lítillæti er hins vegar hvergi að finna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hógværð og lítillæti þarf ekki sérstakan flokk. Slík eðaleinkenni eru í öllum þínum færslum, minn kæri. 

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:03

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er aldeilis gott að sjá og heyra, að geta gengið að þessu svona vísu.

Ég þyrfti að læra að gera svona flokkun, og líka að búa til mína eigin bloggflokka, mér finnst þeir flokkar sem moggabloggið býður upp á heldur einhæfir.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.12.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband