Fall auðmannanna. Getraun.

Svo eru ágjörn augu

auðugs manns og brjóst

sem grimmt helvítis gin,

dofin sem drukkin í laugu

draga til leynt og ljóst 

auð, sinn æðsta vin.

Æ því heldur sem hann hefur gózið meira,

heit ágirndin þyrst er á enn fleira,

líkt sem sandur, sjór eða sprungin leira.

Sá eg ei nær, að honum skuli allvel eira.

 

Dergst af þessu drafli

dyggð á annan hátt 

og siðanna setning snjöll,

störf og stundlegur afli

styttir daginn sem nátt.

Svo fara óhóf öll.

Kemur þar skjótt, að skekinn mun vindur úr æðum,

skrokkur er kaldur og numinn úr fögrum klæðum,

valdi sviptur og veraldar öllum gæðum,

veltur í gröfina áta möðkum skæðum.

 

Veltur hann pall af palli,

er plægði fram um þörf

og tapaði tíma þrátt.

Hrapar hann fall af falli,

og fylgir rangleg störf

en gerði hið góða fátt,

hafandi sjaldan hjartað guði til handa,

hnígur því undir pínu ens neðsta fjanda.

Þar eru nógar nauðir illra anda.

Náðalaust mun þetta heimboð standa.  

 

Hver orti þessar tímabæru vísur og hvenær?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Pass - ekki hugmynd! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.12.2008 kl. 01:46

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þetta skal vera eitt af heimsósómaskáldunum á 16. eða 17. öld. Þeirra viðkvæði var gjarnan: "Heimur er sorgarbæli". Eigum við að segja Skáld-Sveinn ?

Flosi Kristjánsson, 12.12.2008 kl. 09:27

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þetta hlýtur að vera ort fyrir Siðbót hina meiri...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 12.12.2008 kl. 09:41

4 identicon

"Heimsósóma” las ég hjá einhverjum minna góðu lærimeistara, kannski hjá Óskari Halldórssyni eða Helga föður Egils (nánari ættfærsla óþörf ).

Eða las ég þetta í Menntaskólanum? ( nánari greinargerð óþörf)

Sýnir bara að sagan endurtekur sig. Jacques Brel syngur um ”anarkisterna” frá í gær sem eru í hópi broddborgara á morgun:

http://www.youtube.com/watch?v=dCHi5apc1lQ

Umhugsunarvert, ekki satt?

S.H. (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 11:07

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Passó.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2008 kl. 16:53

6 identicon

Heimsósómi eftir Skálda Svein!

Ólafur Sigurvinsson (IP-tala skráð) 12.12.2008 kl. 18:27

7 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Veit ekki en skarpur er hann og skynugur "ens neðsta fjanda" minnir mann á dýpi hafsins og myrkur og djúpsjávarfiska með sín villuljós og steinbítslegu tannaraðir, ansi skemmtileg vísa Sigurður takk fyrir það

Máni Ragnar Svansson, 12.12.2008 kl. 23:28

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er úr Heisósóma eftir Skáld-Sveinn. Kvæðið er talið ort kringum 1500 en elsta varðveitta handrit er frá laust fyrir miðja 16. öld. Ekkert er vitað um skáldið nema nafnið eitt. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.12.2008 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband