Nafn mitt er Sigurður Þór Guðjónsson

Já, það heiti ég svo sannarlega. Og ég er eini Íslendingurinn sem ber það nafn. Ég heiti ekki Sigurður  Guðjónsson þó það nafn standi í Þjóðskránni við nafnnúmer mitt, einungis vegna þess að ekki var pláss fyrir allt nafnið í tölvunni hjá þeirri stofnun.

Ég skrifa nafn mitt alltaf sem Sigurð Þór Guðjónsson og það er nafnið sem allir aðrir tengja líka við mig.

Ég get ómögulega viðurkennt annað nafn á mér, hvorki í einkalífi eða á opinberum vettvangi enda er þetta mitt raunverulega nafn.

Þar af leiðir að ég get ekki ábyrgst orð mín í fjölmiðlum eða annars staðar nema undir mínu eigin nafni. Ég hef líka gert það vandræðalaust, hvað svo sem stendur í Þjóðskránni,  á öllum vettvöngum, þar með talið fyrir Hæstarétti.

Nöfn manna eru hluti af þeim sjálfum sem ekki er hægt að svipta þá gegn vilja þeirra með einhverjum reglum. Réttur minn til nafns míns hlýtur að vega þyngra en tölvutakmarkanir Þjóðskrárinnar eða reglufesta Morgunblaðsins.

Ég vona að ég verði ekki látinn gjalda þess á neinn hátt hjá Morgunblaðinu og undirstofnunum þess, svo sem blog.is, þó ég vilji einungis kannast við ábyrgð orða minna undir mínu eigin nafni.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Ég hef enga trú á öðru en að það finnist lausn á þessu nafnaveseni og þú getir haldið áfram að skrifa þína speki og undir þínu raunverulega nafni Sigurður Þór.

Emil Hannes Valgeirsson, 31.12.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á þessu máli er aðeins ein lausn: Að nafn ábyrgðarmanns verði mitt raunverulega nafn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 16:17

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Það er dálítið skrýtið á þessum tímum að ekki skuli ver hægt að koma löngu nafni fyrir í þjóðskrá. Dóttir mín heitir Bryndís Sæunn Sigríður Gunnlaugsdóttir - hér á heimilinu en ekki í þjóðskrá - nei nei

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 17:42

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er ekki spurning um Þjóðskrána í rauninni heldur hvernig blog. is ætlar að móta sínar reglur.

Sigurður Þór Guðjónsson, 31.12.2008 kl. 17:48

5 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Einhvern veginn var ég í sömu aðstöðu, nema í þjóðskránni er ég skráður nákvæmlega sama nafni og ég hef á forsíðu. Kannski fékk ég viðvörun vegna þess að "nafnlaus" er mitt millinafn, eða þá að ég er með svona mikið fýluvæl alltaf hreint, gæti verið. Það gengur ekki að menn séu að nöldra svona endalaust án þess að fyrst skrifa undir samning við hræðslusamfélagið.

Mér líst illa á flesta lögfræðilega mannatilburði í venjulegum samskiptum milli fólks og sýnist að þessir orðljótu séu ekki einhlýtt bundnir við kústskapt nafnleysisgrýlurnar. Nú eru menn að leita að eldpýtunum...

Ólafur Þórðarson, 3.1.2009 kl. 19:00

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Guð sé oss mæstur! Á að fara brenna mig?

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.1.2009 kl. 19:50

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Bíddu bara, mér er orðið heitt!

Ólafur Þórðarson, 3.1.2009 kl. 23:31

8 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Það hlýtur að finnast lausn á þessu kæri bloggvinur.

Marta B Helgadóttir, 13.1.2009 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband