Nú ætla þeir að eyðileggja facebook

Fréttir herma að facebook vilji selja upplýsingar um kynhneigð notenda sinna, kyn, aldur og áhugamál til fyrirtækja sem svo munu senda  notendum markhópamiðaðar auglýsingar. Á facebook eru 150 milljónir, þar með taldir svo að segja allir Íslendingar á sumum aldursskeiðum. Síðan á að selja þessar upplýsingar til þriðja aðila.

Þessi frétt er hálf óhugnanleg og vekur upp margar spurningar.

Á nafn notenda að koma fram þegar upplýsingar um þá eru seldar? Er hægt að tryggja nafnleysi? Er hægt að ábyrgjast að upplýsingarnar dreifist ekki til fleiri en þeirra sem þær eru seldar til? Geta leyniþjónustur ríkja ekki komist í þær? Fær notandi greitt fyrir upplýsingarnar?

Svo koma annars konar spurningar: Kærum við okkur um að selja upplýsingar um kynhneigð okkar og áhugamál út í heim þar sem við getum líklega engu um ráðið hvað gert verður um þær? Auk þess munu síður einstaklinga fyllast að auglýsingadrasli. 

Ég hef annars orðið fyrir vonbrigðum með feisbúkkina. Þá er bloggið skárra. Þar er hægt að koma skoðunum á framfæri, taka þátt í ''umræðunni', en feisbúkk er mestan part hjal af yfirborðslegasta tagi. 

Ef þessar fyrirætlanir Facebook ná fram að ganga geri ég ráð fyrir að ýmsum finnist nærri sér höggið. Ég ætla að forða mér áður.

Það er eins og fyrri daginn: Peningar eyðileggja allt sem þeir koma nálægt.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef aldrei upplýst kynhneigð mína á Facebook..............þó svo hún sé ekkert leyndarmál.

Hólmdís Hjartardóttir, 10.2.2009 kl. 12:25

2 identicon

Það er náttúrulega ekkert ókeypis og það kemur fram þegar fólk skráir sig (ókeypis) á Facebook að þeir áskilja sér rétt á að nota upplysingarnar!  Það er enginn neyddur til að nota þetta form til samskipta og því er ekki verið að eyðileggja neitt. 

Mér sýnis á fjölda notenda að menn séu almennt ánægðir með þetta.  Blogg og facebook er tvennt ólíkt og ekki til að líkja saman. Facebook er mjög nytsamleg fyrir þá sem vilja vera í góðu sambandi við vini og ættingja, nær sem fjær ÓKEYPIS.... á meðan bloggarar vilja útlista sínar skoðanir og taka þátt í "einhverjum umræðum"

Það þarf engum að finnast nærri sér höggið. Maður gefur ekki persónulegar upplýsingar á veraldarvefnum - ókeypis :D

mbk

Hrönn

Hrönn (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:07

3 identicon

Hver á Skýrr?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 13:55

4 identicon

Datt í hug að senda þér þessa tengla.

http://sourcewatch.org/index.php?title=Facebook
http://www.nzherald.co.nz/technology/news/article.cfm?c_id=5&objectid=10456534
http://www.guardian.co.uk/technology/2008/jan/14/facebook

Sourcewatch er fyrst og fremst í að rekja uppruna
heimilda sem og tengsl manna og fyrirtækja.

Í greininni í The Guardian er mjög áhugaverð klausa um Peter
Thiel, einn eigenda Facebook (últrahægrisinnaður neocon).

"Thiel's philosophical mentor is one René Girard of Stanford
University, proponent of a theory of human behaviour called
mimetic desire. Girard reckons that people are essentially
sheep-like and will copy one another without much reflection."

Og það er engin þjóðsaga að CIA sé að ráða fólk á FB:
https://www.cia.gov/careers/images/facebook/index.html
Enda eru 2 fyrirtæki í eigu CIA með yfir $40m hlut í FB.

Athyglisvert.

Hefurðu heyrt um þessa kenningu; "mimetic desire" ?
Myndi maður ekki þýða þetta sem "hermiþörf (hóps)" ?
Annars er gamla orðið "hjarðeðli" ágætt per se.Þannig að Facebook er ein stór tilraun um (markaðslegt) hjarðeðli; þeim sem lesa smáa letrið í notkunarskilmálunum ætti að vera það fullljóst.

Sveinn í Felli (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:57

5 identicon

Þetta er ljótt að heyra, ég sem var nýbúinn að skrá mig inn og finna fullt af gömlum félögum og bekkjarsystkinum.

Ég er búinn að senda öllum mínum vinum á fésbók skilaboð með þessari frétt og vísaði í bloggfærsluna þína.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:28

6 identicon

Ég er ósammála því sem Hrönn segir. Hýsingarsíður hafa mjög mismunandi stefnu hvað varðar persónulegar upplýsingar. Sumar virða þær, aðrir telja sig mega ráðstafa þeim að vild.

Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 15:32

7 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hef satt að segja alltaf talið að svona háttaði til með Snjáldurskinnu.  Persónuupplýsingar eru peningar...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 10.2.2009 kl. 17:46

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Snáldurskinna! Þetta er betra heiti en fésbók. Annars vantar sárlega almennilegt íslenskt nafn á fyrirbærið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 17:56

9 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það var Björg Baldursdóttir frænka mín á Hólum í Hjaltadal, sem "fattaði upp á "  Snjáldurskinnu, sem mér finnst hingað til besta nafnið yfir fyrirbærið.   Held því þess vegna til streitu...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 11.2.2009 kl. 01:59

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hins vegar er snjáldurskinna ekki almennilega nothæft. Snáldur er  notða um trýni dýra og fés merkir andlit í niðrandi merkingu. Það er ekki til neitt íslenskt orð yfir facebook sem nær merkingu enska heitisins og er ekki einhvers konar

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.2.2009 kl. 09:08

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vinabókin? Samanber vísnabókin. Þarna eru vinir (væntanlega ekki óvnir) samankomnir. Einfalt heiti sem nær inntaki fyrirbærisins. Vinaskrudda? Skrudda er hálfgerð hótfyndrni eins og fés og ekki er Vinaskræða skárri. Vinadyngja? Þar sem vinum er hrúgast saman.Vinaskemma, samanber meyjaskemma.  Vinaskemman stækkar sífellt. Sarpa, nafnorð af sarpur, menn draga vini í sarpinn. Passa bara að það breytist ekki í Sorpu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.2.2009 kl. 10:15

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Rétt áðan var að koma frétt um að Baldur Jónsson hjá Tölvuorðanefnd leggur til að facebokk verði nefnd vinabók.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.2.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband