Afhverju fá svona trúarbloggsíður að blómstra á Moggablogginu?

Ég vil vekja athygli á og taka undir þessa færslu Margrétar St. Hafsteinsdóttur. Í henni er vísað á trúarblogg þar sem samkynhneigðir eru fyrir allra augum flokkaðir með þjófum, lygurum og dópistum.

Hvers vegna í ósköpunum lætur Moggabloggið slíkt líðast eins og ekkert sé?  Svo er það að loka á blogg af hinum og þessum ástæðum og þrengja að þeim sem blogga sárasaklaust undir dulnefni.

En svona ósómi fær óáreittur að breiða úr sér. Samt er hann lögbrot. 

Trúarbloggurum virðist vera allt leyfilegt.

Ef gyðingahatur eða svertingjahatur væri óheft á bloggsíðum yrði áreiðanlega gripið í taumana. En ef samkynheigðir og jafnvel aðrir eru svívirtir með guðsorð á vörum þá gerist ekki neitt.

Í skjóli svokallaðs guðsorðs komast öfgabloggarar upp með allt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

furðulegt alveg, hvernig sumir komast upp með að predika mannfyrirlitningu sína.

Brjánn Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 19:10

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já..af hverju?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.2.2009 kl. 19:51

3 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Eigum við ekki að spyrða þá alla saman sem eru á sitt hvorum enda línunnar og sleppa ekki þeim vantrúuðu sem ausa svívirðingum yfir trú. Svo eru líka þeir, sem hópast að hverjum þeim, sem eitthvað vill gott til málanna leggja. Og ekki eru stjórnmálamönnunum beinlínis vandaðar kveðjurnar með sunnudagaskólaorðbragði.

Þessir bloggarar eru eins og haugflugur, sem aldrei láta sig vanta en enginn veit hvaðan koma.

Sigurbjörn Sveinsson, 10.2.2009 kl. 20:05

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þjófar eru sakamenn. Þegar hópi fólks, sem ekkert hefur af sér brotið, er sett í hóp með sakamönnum er það mjög alvarlegt athæfi. Ég hreinlega efast um að auðvelt sé að finna dæmi um þá vantrúuða sem láta eitthvað álíka frá sér fara um trúaða. Ég er reyndar hlynntur sem mestu frelsi í bloggi en er að velta fyrir mér þessu misræmi, að á suma er lokað eða þeir heftir en aðrir komast upp með allt - bara ef það er gert undir yfirskyni trúar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 20:22

5 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sæll Sigurður Þór.

Gott hjá þér að taka þetta fyrir.  Ég tek undir með þér af heilum hug.  Það er dálítið annað að gagnrýna hugmyndafræði fólks og skoðanir, trúarlegar eða ekki, eða að vera að níða fólk endalaust fyrir að vera ekki gagnkynhneigt.  

Mér finnst þetta bara ljótt og mikil mannvonska.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.2.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Undir þetta get ég allt tekið en vil jafnframt vitna í Guðjón: "Ekki kenna illum hug um það, sem skýra má með óvitahætti."

Sigurbjörn Sveinsson, 10.2.2009 kl. 21:19

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég tek undir færsluna sem slíka, mér mislíkar við ofstækisbloggara, með eða án trúar en blessunarlega séð kann ég að líka að sleppa því að lesa þær, & slíkt leiði bara hjá mér, en einnig tek ég undir fyrri athugasemd Sigurbjörns hér.

Nú erum við Margrét góðar bloggvinkonur til langs tíma þannig séð hérna á 'moggeríizblogginu' & erum sammála um meira en margt, en sumt ekki, af því að ég á mína barnatrú & ætlast til þess að fólk virði það bara án þess að núa mér því sérlega um nazir.

Mörgum athugasemdum sem ritaðar hafa verið við undanfarnar færslur hennar hefur mér nú samt sárnað yfir sem trúuðum manni & sem slíkum einfeldíngzlegum ákjörnum skotspóni 'beturviskurnnar' & tek því einfaldlega ekki lengur þátt í umræðunni þar.  Mín trú er mitt.

En ekki dytti mér í hug að biðja æðri moggamáttinn að banna þær, eða þá sem að kjósa að setja út á minn Guð í sínum færzlum.

Steingrímur Helgason, 10.2.2009 kl. 22:02

8 identicon

Embættismenn (og fólk í pólitík) og prestar verða helst fyrir ágangi og kannski ofsóknum fólks hvað varðar vinnu og samkynhneigt fólk hvað varðar persónulegt líf.  Það eru lög í landinu gegn ofsóknum og öðrum mannréttindabrotum og ætti að vera hægt að stoppa það.  Fáviska og óvitaháttur afsakar ekki grimmd og mannvonsku fullorðinna.  Fólk á kröfu á að fá að lifa í friði.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 22:15

9 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sigurbjörn: 

"Ekki kenna illum hug um það, sem skýra má með óvitahætti."

Er það ekki illska að kalla annað fólk sora og kynvillinga og annað í þeim dúr? Það er fullt af ekki svo hjartahlýju fólki sem hefur tekið vers í biblíunni og skýlt sér á bak við svo það geti boðað sína fordóma í krafti trúar þeirra.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 10.2.2009 kl. 23:04

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hommahatur er einungis illur hugur. Það er ekkert annað að baki því fyrirbæri. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 10.2.2009 kl. 23:18

11 identicon

sammála þessu Siggi, mér finnst það megi alveg henda svona sora út.

sandkassi (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 23:34

12 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sammála þér Sigurður. Alger hryllingur . Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 11.2.2009 kl. 00:08

13 identicon

"Ekki kenna illum hug um það, sem skýra má með óvitahætti."

Þessir trúarnöttar sem hafa vaðið uppi hérna á Moggablogginu með sinn hatursáróður eru í fæstum tilfellum óvitar.  Flestir þeirra virðast vera einbeittir og ákafir hatursmenn gagnvart hinum ýmsu minnihlutahópum fólks - og hafa sumir þeirra verið það lengi.  Ég segi eins og fleiri hérna - ég skil ekki hvernig þeir komast upp með þetta hérna á Moggablogginu, trekk í trekk.  Bara næ því ekki.

Svona hatursáróður er kominn langt út fyrir það að flokkast sem mál- og ritfrelsi.

Malína (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 00:54

14 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ég hef alltaf litið trúaða sömu augum og samkynhneigða, dópista, Kana og Davíð Oddsson. Ég veit að ég hef syndgað.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 11.2.2009 kl. 10:11

15 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já Vilhjálmur, það sem meira er: Syndir þínar verða þér EKKI fyirgefnar vinur minn!

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.2.2009 kl. 10:18

16 identicon

Þetta er vegna þess að kristni er hornsteinn íslenskrar menningar.. að mati sumra stjórnmálamanna.. eins og BB, Árni Jonshen og annarra valinkunnra manna.
Þið verðið að athuga að íslendingar borga 6000 milljónir árlega til þessa að viðhalda kjaftæði aftan úr fornöld, kjaftæði sem segir að hommar séu réttdræðir, kjaftæði sem segir að ég sé réttdræpur, kjaftæði sem segir að myrða eigi konur sem eru ekki hreinar meyjar á brúðkaupsnótt, kjaftæði sem styður morð á óstýrilátum unglingum... kjaftæði sem dýrkar heimsmorð.... þarf ég að segja meira um þetta kjaftæði og hornstein íslenskrar menningar...
Það er ekki pláss fyrir svona kjaftæði á nýju íslandi... kjaftæði sem mismunar þegnum, kjaftæði sem er troðið ofan í ung börn í skólum..

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:54

17 identicon

P.S. Ég hef tekið að mér að vera mótvægi við þetta kjaftæði.. algerlega ókeypis... mbl fílaði það ekki og ýtti mér út í kuldan vegna nafnleysis... nafnleysi mitt er einmitt vegna þess að trúarnöttum er ekki treystandi, það er kannski í lagi með að ég lendi í veseni... en ég á börn sem ég vill forða frá að lenda í vandræðum mín vegna.
Þið munið td eftir forsprakka bænagöngu sem er morðingi... morðingi sem yfirmaður lögreglu dansar við... yfirmaðurinn er nefnilega trúarnötti líka :)

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 10:57

18 identicon

Sæll Sigurður Guðjónsson.

Ekki hélt ég að þú drægir þessar ályktanir af því þessi blessaða stelpa sagði.

þú trúir því kannski að kötturinn þinn sé Guð. Aldrei að vita.

Já og vel á minnst.

Nú hef ég lesið hvað Arabína(eða hvað hún heitir,sagði) og svo ofurtúlkun Margrétar og síðan þú. Ég velti því alvarlega fyrir mér hvort að það sé í lagi með geðheilsu ykkar beggja. Sjáðu fyrirsagnirnar hjá Margréti, ef að færi í hart þá er þetta Guðlast. Þetta er svo fáránlegt hvernig þið snúið öllu við á verri kanntinn.

Og hverjum til góðs. 

Ég tek heilshugar undir það sem Sigurbjörn Sveinsson læknir segir.

Kær Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:15

19 identicon

Fólk á kröfu á að fá að lifa í friði... rite... kristnir hafa aldrei látið neinn í friði, þeir hafa murkað lífið úr milljónum manna yfir þúsundir ára...
Ég skal segja ykkur það að ef hommar gengu fram eins og kristnir þá myndi heyrast allt annað hljóð... hvers vegna eru trúaðir höndlaðir á annan máta en aðrir.. meira að segja barnaníðingsprestar virðast oftar en ekki sleppa algerlega... WHY, Im ASKING WHY

P.S. Guðlast er ekki til.. guð er ekki til... það er ekki hægt að guðlasta frekar en að harry Potter lasta.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 13:53

20 identicon

eru þeir sem agnúast út í homma bara ekki hommar sjálfir?

sandkassi (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 14:03

21 identicon

DoctorE:  Ég sagði ekki að Mannréttindi hefðu ekki verið brotin.  Ég veit vel að ofstækisfólk lætur ekki fólk í friði.  Mannréttindi hafa verið endalaust brotin í gegnum aldirnar.  Á allavega fólki.  En ætla ekki inn í neinar umræður um neinn guð.   

EE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 14:19

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þórarinn Þ. Gíslason: Það er augljóst að Aida nefnir í sömu andrá þjófa og homma og lesbíur. Hún setur þetta allt undir sama hatt. Þar hef ég engu snúið á verri kantinn. Athugasemd þín að ég trúi því kannski að kötturinn minn sé guð er bara þinn eigin heilaspuni og kemur málinu ekki við. Það eru fádæma heimskuleg hugsun. Dylgjur Þínar um geðheilsu mína eru svo alveg botninn. Það er athyglisvert að þær skuli einmitt koma frá trúarbloggara og eru kannski dæmigerðar um málflutningin á sumum þeim bæjum. Ég hef reyndar látið trúarskoðanir bloggara algjörlega í friði og ekki hallmælt þeim fyrir trú sína. En ég átel þær árásir sem sumir þeirra gera á mannvirðingu samborgara sinna, samkynheigða. Ég læt trúarbloggara í friði en hvað hafa margir þeirra veist að mér í athugasemdum á minni síðu með álíka skætingi eins og þessum að eitthvað sé athugavert við geðheilsu mína?Hver ert þú Þórarinn að geta staðið við þau orð?

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.2.2009 kl. 16:10

23 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Kæru vinir.

Ég er Sjálfstæðismaður. Ég ólst upp við Biblíuna, Kommúnistaávarpið, Moggann, Þjóðviljann, Rétt, Bjarma, Matta Jó, Árna Bergmann, Brynjólf Bjarnason, Einar Olgeirsson, Ólaf Thors. Allt heila klabbið undir súðinni í litlu rísíbúðinni okkar.  Og foreldrarnir endurspegluðu allt þetta. Þetta var unaðslegt þegar til baka er hugsað.

En ekki átakalaust. Það þurfa allir að finna kröftum sínum viðnám. Líka á andlega sviðinu. Til góðs.

Árni Bergmann lenti aldrei í andlegum fjötrum. Þeir gátu ekki njörvað hann. Maður skynjaði það á skrifum hans. Hann var alltaf tilbúinn að velta upp nýjum fleti, spyrja nýrra spurninga. Nú er hann að glíma við guð í nýjustu bók sinni.  Ég sagði e-n tíman á þessu bloggi af skömm minni, að hann væri að skrifa gerskar gyðingasögur. Það skyldi ég aldrei hafa gert. Það er eitt dæmi um getsakir af fákunnáttu.

Hvernig væri að við haugflugurnar hyrfum til Árna og kynntum okkur vangaveltur hans og kæmum saman aftur með sameiginleg hugtök í farteskinu og leystum lífsgátuna?

Sigurbjörn Sveinsson, 11.2.2009 kl. 16:32

24 identicon

Það passaði engan veginn af Þórarni að ofan að fara að velta upp geðheilsu fólks opinberlega.  Kom engu við.  Get ekki orða bundist yfir öllum ´geðlæknunum´ sem koma undan steinunum fram opinberlega og vaða gegn fólki sem hefur skoðanir ólíkar þeirra.  Það er verið að vega að fólki.  Sigurður haltu bara þínu striki.

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 17:07

25 identicon

Sæll Sigurður.

Svo að það komi hreint fram sem annars má lesa í fyrri athugasemd minni. þá tala ég um geðheilsu

þína og Margrétar

vegna þess að mér fannst þið bæði full glannleg í orðavali.

Ég var ekki að vega að þér sérstaklega ef að þú heldur það. þá eru það þínar hugrenningar.

Og talandi um geðheilsu, hver er munurinn að segja eins og margir vantrúaðir segja .

Til dæmis

."Þú ert geðveikur aumingi " þessa setningu fékk ég á mig alls ekki fyrir löngu.Ég er ekkert viðkvæmur fyrir þessu. Ég veit að ég er svona Geðveikur eins og flestir og ætla ekki að fara að staðsetja mig í skölum Geðfræðinnar.

Ég lít ekki á mig sem trúarbloggara þó að ég komi stundum inn á þau mál. Og það er engin launung að ég tel mig vera fylgjandi Kristinni Trú.

Ég þarf ekki og ætla mér ekki að fela það. EE. talar um það að maðue eigi ekki að ræða geðheilsu manna. Má þá ekki segja.

"Hann er slæmur á geði greyið" eða eins og svo oft er sagt              "Sá er tæpur á geði."

"Geðveikislega flott pía" heyrir maður stundum og þar fram eftir götunum.

Ég hef aldrei mér vitandi veist að geðveiku fólki

og er þá sama hver á í hlut.

Viti ég af einjhverjum sem er veikur á geði

þá umgengst ég viðkomandi af fullri tillitssemi.

Svo hef ég ekki hugmynd um það

hver er geðveikur eða ekki

nema að mér sé sagt frá því. 

Með fullri virðingu. Þórarinn Þ. Gíslason.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 02:28

26 identicon

Þórarinn það er gott að þú komst fram og lést vita hvað þú værir að hugsa.  En að segja "geðveikislega flott pía" hefur ekkert með geðheilsu neins að gera.  Það vitum við.  Það sem þú beindir að fólkinu að ofan var meiðandi og óþolandi.  Það var jafn meiðandi og þegar fólk kallaði þig "geðveikan aumingja".  Fólk á það ekki skilið að það sé notað sem rök. 

EE elle

EE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 11:41

27 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

EE elle hefur hér sagt allt sem segja þarf. Það liggur hins vegar í augum uppi að þegar menn efast um geðheilsu einhvers Þá er það bending um að vikomandi séu geðveikir í læknisfræðilegri merkingu. Það dylst engum sem þekkja merkingu slíks orðalags. Og ekki lýsir það mikilli virðingu að nota slíkt orðalag. Annars er þessi umræða um geðheilsuna á svo lágu plani að ég nenni ekki að eltast við hana lengur. Og svo það sé á hreinu: Ég hef aldrei gert athugasemdir við blogg Þórarins, hvorki um trú né annað og geri ekki athugasemdir við trúarblogg annarra. En ég var að skrifa um vanvirðingu við samkynhneigða sem sett var fram á trúarbloggsíðu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 12:25

28 identicon

heyr heyr Siggi!

sandkassi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 12:26

29 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það hefur sést á bloggsíðum að menn séu að verja það að nefna þjófa og homma og lesbíur í sömu andrá á þann veg að allir séu syndarar sem þurfi á fyrirgefningu að halda. Frá kristnu sjónarmiði er það rétt að allir séu syndarar en þegar taldir eru upp hlið við hlið - og ekki aðeins í sambandi við synd og fyrirgefningu - þjófar og hommar vekur það auðvitað upp löngu kunn fordómatengl sem felast í slíkri samtvinnun. Og að segja svo að slíkur málflutngur sé allt i lagi af því að við séu öll syndarar er eiginlega það versta af öllu. Fordómarnir, rætnin og illgirnin, eru þannig settir á stall heiðarlegra og virðulegra trúarhugtaka, allir eru jú syndarar í kristnum skilningi. En það er ekki hægt að nefna þjófa í hlutleysi við hliðina á einhverju öðru sem ekki er út af fyrir sig saknæmt. Þegar það er gert er það alltaf til að koma óorði á þá sem nefndir eru með þjófunum. Þeir eru gerðir  jafngildur þjófum. Þetta er áróðursbragð sem Göbbel gæti verið fullsæmdur af. Og svo eru menn að verja slíkan málflutning - og næstum því alltaf er það gert á forsendum trúar, reyndar öfgatrúar sem á lítið skylt við heiðarlega guðstrú, heldur er hún afskræming á henni.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 12:52

30 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Vel mælt. Svo gleymist það því miður stundum, að "sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum" og "dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmdir" eru kjarnaatriði kristindómsins.

Það er margvíslegur smekkur sem leitar upp á yfirborðið hér á netinu. Ég sá t.d. að e-r hafði kallað gamla biskupinn sáluga "geðveikan vitleysing". Sá bloggari virtist að öðru leyti í góðu jafnvægi nema fyrir amann, sem hann hafði af kristindómnum.

Við erum öll runnin af sama meiði skv. Kára Stefánssyni og gamli Adam aldrei langt undan.  

Sigurbjörn Sveinsson, 12.2.2009 kl. 13:25

31 identicon

tja gamli biskupinn er náttúrulega ekki alveg í lagi og hefur aldrei verið, en það er kannski ósmekklegt að vera að ræða það.

Persónulega held ég að kristindómur hafi aldrei innleitt annað en þráhyggju og skort á frumlegri hugsun.

Hommarnir mega þó eiga það að þeir eru frumlegir. 

sandkassi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 13:50

32 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mig hefur oft geðveikislega langað til að fá ættgreiningu til Adams frá Kára!

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 13:51

33 identicon

EE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:09

34 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ég ætlaði nú ekki að blanda mér meira í þessi mál, skrifaði helling á bloggi Margrétar og einni eitthvað á bloggi Aidu. Er orðin þreytt á öllum þessum öfgum og dómhörku.

DoctorE skrifar: "Fólk á kröfu á að fá að lifa í friði... rite... kristnir hafa aldrei látið neinn í friði, þeir hafa murkað lífið úr milljónum manna yfir þúsundir ára...

Hvers konar alhæfingar eru þetta um kristið fólk!?

og svo heldur hann áfram:
"Ég skal segja ykkur það að ef hommar gengu fram eins og kristnir þá myndi heyrast allt annað hljóð"

Svona til fróðleiks þá eru margir hommar kristnir.

Tek annars undir með Sigurbirni Sveinssyni. Það eru öfgarnir á sitt hvorum endanum og fólk er ekki að ræða saman, aðeins að reyna að valta yfir hvert annað. Það leiðir aðeins til þess að allir eru sárir eftir.

Ég tek algjörlega undir það sé fáránlegt að flokka samkynhneigða með þjófum, enda ég búin að rita mikið um það.  Að sama skapi er fáránlegt að flokka alla sem eru kristnir eða trúfólk sem einhverja glæpamenn eða níðinga.

það er eins og þegar Femininstafélagið sendi frá sér jólakortin "Askasleikir óskar sér að karlar hætti að nauðga" .. þetta kom út eins og allir karlar væru nauðgarar!!!!!.. Ótrúlega taklaust. 

Almenn hegningarlög nr. 19.1940:

1) L.82/1998.125 gr.

 

233.gr. a. Hver sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega (á mann eða hóp manna) vegna þjóðernis þeirra, litarháttar, (kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar) sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.

 

Athugið að það eru bæði gagnkynhneigðir og samkynhneigðir sem eru kristnir.

 

"AÐGÁT SKAL HÖFÐ Í NÆRVERU SÁLAR" .... LÍKA Á BLOGGI!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.2.2009 kl. 14:17

35 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

... æi,  .. þarna kom meinleg villa í setninguna hjá mér sem kemur út sem enn ein alhæfingin - auðvitað átti að standa þarna að bæði gagnkynhneygðir og samkynhneigðir geta verið kristnir... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 12.2.2009 kl. 14:21

36 identicon

Krakkar mínir... tréð og eplin í paradís...
Eplin eru eistu... tréð er typpið... guddi var tribal foringi sem Eva dissaði og beit í eistun, vegna þess að Adam var betur útbúinn :)
And hence, Guddi rak þau úr þorpinu vegna þess að hann fékk hvorki Adam né Evu til að leika við sig.

There you have it.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 16:12

37 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

DoctorE er framúrskarandi eða öllu heldur skólabókareintak haugflugu.  Þessi haugfluga uppfyllir öll skilmerki sinnar tegundar. Haugflugurnar eru mikilvægur hluti sköpunarverksins og því amast maður ekki við þeim meðan þær koma að gagni.

Sigurbjörn Sveinsson, 12.2.2009 kl. 17:03

38 identicon

En hvað þú ert næs sigurbjörn... it takes one to know one.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 17:58

39 identicon

Athyglisvert orðalag að menn sem kynna sig sem kristna skuli kalla fólk "haugflugur".

Fremur ósmekklegt og ber keim af slæmu uppeldi.

Persónulega trúi ég á þróunarkenningu Darwin og álít allar aðrar kenningar vera villutrú og þvælu. Í besta falli sefjunartæki fólks sem þarf að réttlæta fyrir sér hroka og mannfyrirlitningu.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 18:19

40 identicon

Takið eftir að Sigurbjörn er faktískt að segja sig sjálfan vera skít :)

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 18:50

41 identicon

"Mig hefur oft geðveikislega langað til að fá ættgreiningu til Adams frá Kára!"

Ekki hægt.  Kári Klári er týndi hlekkurinn í þróunarsögunni...

Malína (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:26

42 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Mikil er trú ykkar Gunnar og DoktorE. Þið eruð sjóðheitir trúmenn og hjarta ykkar brennur fyrir málstaðinn.

Myndlíkinguna um haugflugurnar, sem ég dró upp í 3. athugasemd hér að ofan, taldi ég góða til að lýsa vissu ástandi sem myndast stundum í umræðum á þessum bloggsíðum. Hún nær að sínu leyti að orðbragði tæplega mörgu því, sem þær nota til að helga málstaðinn. Ég sé nú bara hér fyrir framan mig "hroki", "mannfyrirlitning" og "skítur".

Mér þykir leitt ef ég hef espað ykkur og sært. Það var alls ekki meiningin. Nóg er komið að sinni enda á eigandi síðunnar allt betra skilið en subbulega orðræðu óskildra aðila.  Við Sigurður eigum margt sameiginlegt, sem snýr að öðru.

Í guðs friði. 

Sigurbjörn Sveinsson, 12.2.2009 kl. 19:58

43 identicon

Ekki er ég trúmaður, ég er trúfrjáls maður.
Raunveruleikinn byggist ekki á trú, hann byggist á staðreyndum.

Auðvitað tók ég athugasemd þína og snéri henni upp á þig, þar sem hún var illa ígrunduð.
Ég skil ekki menn sem hafa menntað sig, eru læknar og trúa svo á galdra og galdrakarl.
Hvernig færðu þetta til að fitta saman?

No hard feelings.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:04

44 identicon

Eitt enn, hér er gott dæmi um hræsnina í kristni.. og bara í trúarbrögðum.
Kristnir telja sig í fullum rétti að moka skít úr biblíu yfir allt og alla... en þeir þola enga gagnrýni
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/802400/

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:06

45 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ekki ber ég ábyrgð á orðum annara eða þarf að taka afstöðu til þeirra, hvorki Sigurbjörns, Gunnars eða Doksa. Mig langar bara til að taka fram að ég tel mig á engan hátt standa Doksa, Gunnari - eða Sigurbirni - framar hvað orðræðu varðar og tel það mikinn heiður að þeir skuli gera athugasemdir á þessari síðu, hver með þeim brag sem þeir telja að sé við hæfi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 20:28

46 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta kalla ég að deila út aflausnarbréfum.

Sigurbjörn Sveinsson, 12.2.2009 kl. 20:33

47 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér verður bara ósjalfrátt hlýtt til þeirra sem nenna að deila með mér þessari bloggsíðu. Eins og einhver sagði: Athugasemdirnar eru sál bloggsins. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 12.2.2009 kl. 20:39

48 identicon

Algerlega Sigurður, blogg sem bannar og eða ritskoðar athugasemdir er sálarlaust og marklaust

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 20:51

49 identicon

Well, well.  Vá, það er orðið svo´geðveikislega´spennandi að ´hlusta´á ykkur að ég bara kemst ekki í burtu frá skjánum.  Og það er DELL skjár ef þið skilduð nú vilja vita það.  Og ég sem ætlaði að fara að hlusta á Geir H. Haarde í Hardtalk, BBC í RUV á eftir.  Syndir ykkar eru miklar.

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:03

50 identicon

Siggi, það er erfitt að hafna tækifærinu þegar of fallega liggur við höggi. Ég hef sjaldan getað stillt mig að sýna yfirlæti og hreinan yfirgang. 

En hvað varðar trúmál og samkynhneigða þá eru undanfarin kannski 15 ár búin að einkennast af einhverskonar afturför í almennu siðgæði. Þjóðin sem áður sagði sína meiningu en sýndi um leið af sér skilning, umburðarlyndi og virðingu er nú á góðri leið með að breytast í sértrúarsöfnuð. 

Ég hef átt góða vini og samstarfsfólk sem er samkynhneigt og ber ég meira traust til þeirra heldur en Greenpeace eða Hvítasunnufólki eða einhverju álíka ofstækisfólki.

En heill sértu Siggi minn og alltaf er ánægjan mín megin!

sandkassi (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 21:14

51 Smámynd: Halla Rut

Og svo loka þeir á þá er skrifa um Íslam.

Halla Rut , 12.2.2009 kl. 22:24

52 identicon

Sú misskilda virðing sem samfélög veita íslamistum á eftir að koma mörgum löndum í koll... reyndar hefur það nú þegar komið mörgum löndum á annan endann.
Fólk neitar að horfast í augu við þessa staðreynd þó hún blasi við okkur.... ég var einmitt að karpa við vinnufélaga minn í dag um þessi mál... hann vill ekki horfast í augu við þetta... segir það bara bull að staðan sé slæm... gaurinn trúlaus og alles, endað með að kalla mig rasista og blokkaði mig á MSN hahaha magnað :)
Það er rosalegt þegar menn eru orðnir það miklir mannvinir að þeir gersamlega neita að sjá hvernig staðan er.
Mig hlakkar til að hitta hann á morgun og spyrja hvort hann sé búinn að ná sér

DoctorE (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 23:14

53 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Þórarinn: 

"Nú hef ég lesið hvað Arabína(eða hvað hún heitir,sagði) og svo ofurtúlkun Margrétar og síðan þú. Ég velti því alvarlega fyrir mér hvort að það sé í lagi með geðheilsu ykkar beggja. Sjáðu fyrirsagnirnar hjá Margréti, ef að færi í hart þá er þetta Guðlast."

Ert þú eitthvað að vega að geðheilsu minni?

Guðlast?    Er ekki lagi með geðheilsu þína?

Kennir þú þig við þennan öfgafulla grimma guð?

Það sem ég segi og skrifa er ekkert í líkingu við ófögnuðinn og níðið sem öfgatrúaðir skrifa og segja um samkynhneigða, þótt oft sé það sett í helgislepjubúning.

Hvernig "kristnir" eru búnir að koma fram við samkynheigt fólk í gegnum aldirnar og eru enn að, þeir sem flokkast undir öfgatrúarfólk í upplýstum samtímanum, er bara ofbeldi og ekkert annað.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:23

54 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sigurbjörn:

"Hvernig væri að við haugflugurnar hyrfum til Árna og kynntum okkur vangaveltur hans og kæmum saman aftur með sameiginleg hugtök í farteskinu og leystum lífsgátuna?"

Þarf ekki hver maður að læra að hugsa sjálfstætt?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 12.2.2009 kl. 23:32

55 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Það er öldungis rétt hjá þér. Mér sýnist að það kunni allir, sem hér hafa setið á rökstólum. Við erum hins vegar fjarlæg, ókunn, höfum ekki sömu tilfinningu fyrir hugtökunum, mismunandi tilfinningu fyrir því hvað er hæfilegt, fyrir umburðalyndi, fyrir samhygð og skortir síðast en ekki síst hina líkamlegu nærveru, sem er fyrst og síðast undirstaða gagnkvæms skilnings. Eða öllu heldur þess að ráða við andsvörin út í hörgul. Undir þessum kringumstæðum er stundum gott að hafa sameiginlegan útgangspunkt þriðja aðila. Marxistarnir stofnuðu lestrarsellur í þessum tilgangi. Gvendur jaki fór í Sunnudagaskóla til Finnboga Rúts af sömu ástæðu. Það var þá sem Finnbogi Rútur sagði honum að fá sér dívan.

I Unuhúsi var þetta allt miklu auðveldara. Ef þú hefur komið í það hús þá sérðu fyrir þér hvernig samræðan gekk ekki án mikillar líkamlegrar nærveru. Samt fara af því sögur að ekki hafi allir haft sama skilning á hlutunum að kveldi. Þó voru sennilega allir sammála Erlendi um það, að bærilegra væri að lesa texta, sem túlkaði óviðfelldnar skoðanir ef hann væri skemmtilegur en leiðinlegan, sem hefði þokkalega meiningu. Ég man ekki hvernig Kiljan orðaði þetta. Vafalítið hefur hann gert það betur en ég.

Undir þetta get ég tekið. Við höfum s.s. ekki í önnur hús að venda en í rörpóstinn hans Sigurðar Þórs. Við þá gestrisni unum við vel en uppástungan um Árna var hugsuð til þæginda, svo ég komi mér að efninu.

Sigurbjörn Sveinsson, 12.2.2009 kl. 23:58

56 identicon

Religion is, indeed, the self-consciousness and self-esteem of man who has either not yet won through to himself, or has already lost himself again.

But man is no abstract being squatting outside the world. Man is the world of man—state, society. This state and this society produce religion, which is an inverted consciousness of the world, because they are an inverted world.

Religion is the general theory of this world, its encyclopedic compendium, its logic in popular form, its spiritual point d'honneur, its enthusiasm, its moral sanction, its solemn complement, and its universal basis of consolation and justification.

It is the fantastic realization of the human essence since the human essence has not acquired any true reality. The struggle against religion is, therefore, indirectly the struggle against that world whose spiritual aroma is religion. Religious suffering is, at one and the same time, the expression of real suffering and a protest against real suffering.

Religion is the sigh of the oppressed creature, the heart of a heartless world, and the soul of soulless conditions. It is the opium of the people.

The abolition of religion as the illusory happiness of the people is the demand for their real happiness. To call on them to give up their illusions about their condition is to call on them to give up a condition that requires illusions. The criticism of religion is, therefore, in embryo, the criticism of that vale of tears of which religion is the halo.

Karl Marx

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:17

57 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, Marx, gamli komminn, mættur á sviðið! Þá er víst best að fara að sofa úr sér.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.2.2009 kl. 00:26

58 identicon

já helst til súrt, gute nacht /.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 00:38

59 identicon

Komið þið öll sömul sæl.

Þar sem að krnakleili er að hrjá mig hef ég ekki litið á bloggið í sólarhring (langur tími ).En var heldur betur hissa hvað ég er orðinn vinsæll. 1

Hafi  ég Þórarinn þ. Gíslason

sært Sigurð þór Gujónsson og Margréti Hafsteinsdóttur

með orðum mínum í fyrustu athugasemd minni

þá er ég maður til að biðja þau afsökunnar á því

sem ég geri hér með.

Reykjavík 13 febrúar 2009.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 03:56

60 identicon

Sæl aftur.

En það þýðir ekki að ég sé hættur að blogga. Ég haf í langan tíma lesið og fylgst með illindum milli samkynhneigðra annars vegar og svo fólk sem er Kristið (ofsatrúarfólk segja margir og setja alla undir sama hatt).Og mér finnst verulega sárt að sjá á riti hve fólk getur upphafið sig og andmælt þeim Guð sem skóp okkur. (því trúum við hin Kristnu og margi,margir fleiri ). en orð eru ábyrg og ég gleymi því oft sjálfur.

En er nú ekki komin tími á að fólk fari að umbera hvort annað.

Ég er búinn að komast að því á minni lífsgöngu að við fólkið erum undur á alla kannta og svo margbreytilegt eins og við erum mörg og ef að við ætlum ná að fá lausnir fyrir allt og alla þá er vel.

En eitthvað segir mér að svo muni ekki verða hjá okkur við þær aðstæður. sem að við gistum jörðina.

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Og taki það allir til sín sem blogga. Ég og aðrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 04:08

61 identicon

Afsakið að lyklaborðið

eða ég er að gera vitleysu.

Fjórða "óskiljanlega orðið" í fyrstu línu í fyrri athugasemd minni. á að vera krankleiki . Takk fyrir.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 04:12

62 identicon

Bætum gullkornum í þetta
To the common man religion is true, to the wise it is false, and to the rulers it is useful

Aðgát skal höfð í nærveru sálar... þetta er umdeilanlegt í ljósi hjátrúar, við gerum engum greiða með því að segja ekki frá því að trúarbrögð eru BRÖGÐ.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:43

63 identicon

Þórarin... Talaðu fyrir sjálfan þig... þú verður að athuga að það sem er undur í dag er bara ekkert spes á morgun.
Það er bara hlægilegt að taka vanþekkingu okkar manna á hverjum tíma og segja: Já allt sem við skiljum ekki er búið til af almáttugum galdrakarli.
Þetta er vitsmunaleg uppgjöf.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 08:46

64 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil nú bara benda á, enn einu sinni, að í þessari færslu sem nú hefur safnað utan um sig svona mörgum athugasemdum, er guði hvergi andmælt, umræðuefnið er einfaldlega ekki guð, heldur er verið að andmæla skrifum á þeim bloggsíðum sem iðka það að ráðast á samkynheigða undir forrmerkjum trúar. Ég ræðst gegn þeim trúarlegu bloggsíðum sem það gera og segi því ''svona trúarbloggsíður'' og vísa til dæma um hverjar þær séu, en ég segi ekki trúarbloggsíður almennt. Þegar menn eru að ræða eitthvert mál er mikilvægt að menn geti haldið sig við það málefn sem er á dagskrá en blandi ekki við það óskyldum hlutum svo úr verði tómt rugl.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.2.2009 kl. 09:04

65 identicon

Við erum að tækla sýn trúaðra og biblíu á guð, samkvæmt því er guð hræðilegasta persóna EVER.
Flestir menn hafa betra siðferði en guð biblíu og kórans.
Svo bið ég kristna að spá aðeins í því hversu líkir þeir eru múslímum... hatið sama stöffið, tilbiðjið sama guðinn, með sömu öfgakröfur... og líka sömu boðorð.
Hugsið aðeins um þessi mál... þið ofurkrissar, næst þegar þið sjáið öfgamúslíma.. þá eruð þið að horfa á ykkar eigin spegilmynd.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:09

66 identicon

Elskurnar mínar - eigum við ekki að skipta um umræðuefni?!

Malína (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:29

67 identicon

það eiga allir að vera nice við aðra, jafnt homma sem framsóknarmenn, en ekki Greenpeace þar dreg ég mörkin. Veiðum hval.

sandkassi (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 10:49

68 identicon

Malína... hvers vegna eigum við að skipta um umræðuefni???
Umræða um trúarbrögð er eitt mikilvægasta umræðuefni heimsins, ef ekki það mikilvægasta.
Að hundsa það er að pissa í skóinn sinn

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:28

69 identicon

Vilhjálmur Örn

Þar sem að Sigurður þór segir hérna"Syndir þínar verða þér EKKI fyirgefnar vinur minn"

Þá ráðlegg ég þér að taka niður þessa stjörnu guðsins Móloks/Remphan hjá þér (sjá The Star of David or The Star of Remphan? Part 1 ) því þetta er ekki Davíðsstjarna.

"...þér báruð búð Móloks og stjörnu guðsins Refans, myndirnar, sem þér smíðuðuð til þess að tilbiðja þær."(Post 7:43)

"Star of David = 6 lines, 6 points, 6 intersections (666)" "The Magen David/Star of David/Seal of Solomon/Hexagram is NOT of Jewish origin, but instead finds its origin in pagan idolatry towards Ashtoreth which was adopted by Israel's king Solomon in defiance of God's commandments. The six pointed star was used in Gnostic and even Islamic artwork and symbolism before it came to use amoung Jews. It was adopted by Cabalists who got their beliefs from the earlier heretic Gnostics who believed the God of the Old Testament was evil and worshipped Lucifer. Issac Luria was a Cabalist who popularized it in the sixteenth century and it was used on a coat of arms by the banking family of Rothschild. Further on down the line the hexagram was utilized as the symbol for Zionism and became the emblem of the Israeli flag."

http://www.biblebelievers.org.au/nl075.htm

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 11:58

70 identicon

Vilhjálmur Örn 

Hvernig er það getum við gagnrýnt Holocaust-ið, Talmud bækurnar, Talmud-isku barnamorðin (Ritual murders) og/eða þessa Móloks/Remphan-stjörnu fyrir þessu litla nice nice íslenska Omega liði þínu, ha? 

Móloks/Remphan  (eða í dag oftast nefnd sem Davíðsstjörnu) 

"Dr. Shaki told me he knew that the six-pointed star was not Jewish but pagan, and it was he in fact who loaned me my second reference The Jewish Connection by Hirsch Golgberg."(The six-pointed star, Dr O.J. Graham, bls. 2)

"The hexagram, or six-pointed star, certainly has three sixes. It contains a six, within a six, within a six: 666. Count the sides of each triangle facing the clockwise direction, the sides facing the counter -clockwise direction , and the third six - the sides of the inner hexagon" (The six-pointed star, Dr O.J. Graham, bls 91.) 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:16

71 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Það er asnalegt að sé verið að ritskoða fólk yfir höfuð og hvað þá að það séu lög um það

Alexander Kristófer Gústafsson, 13.2.2009 kl. 12:31

72 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Vilhjálmur Örn var að játa að hann væri syndari. Þegar ég sagði að syndir hans yrði Ekki fyrirgefnar var það nú bara góðlátlegt spaug sem ég veit að hann skilur þannig.

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.2.2009 kl. 12:44

73 identicon

Skemmtilegar umræður og alltaf gaman að taka þátt í umræðum þar sem öfgar ráða ekki ríkjum. +

Ég tel mig ekki vera trúaðan mann þó ég muni ýmislegt sem mér var kennt í den, um kristna trú þá sérstaklega.

Eitt sem mér hefur fundist áberandi í umræðu þessara sem kalla sig rétttrúaða á borð við Gunnar í Krossinum og fleiri að þeir setja sig alltaf í dómarasæti. Þeir (þau) dæma oft mjög hart. Ef mig minnir rétt þá var það akkúrat ekki það sem Jesús boðaði á sínum tíma þ.e. hann var á móti öfgum. Hann kom í veg fyrir að kona væri grýtt og fleira og fleira. Boðskapur hans var umburðalyndi en það er akkúrat það sem mér finnst stórlega vanta hjá þessu "góða" fólki sem kallar sig strangtrúað.

Þegar einhver setur  hóp fólks eins og samkynhneigða  í flokki með þjófum og morðingjum þá er hann eða hún einfaldlega að opinbera eigin þekkingarleysi og öfga og heimsku. Ég man eftir því þegar ég bjó í Bandaríkjunum á námsárum mínun að það var mikið mál gert út af sjónvarpspredikara(á sama plani og Gunnar í krossinum) sem hafði opinberulega mjög oft  fordæmt samkynhneigða og staðið fyrir afhommun og öllu slíku. Þessi sami maður lét koma að sér í kynferðislegum stellingum með öðrum manni á hótel herbergi í borg þar sem hann bjó. Þetta var að sjálfsögðu mikill álitshnekkir fyrir viðkomandi mann og alla þá sem höfðu dáð hann. Þetta kennir manni að menn kenna ekki alltaf það sem þeir í rauninni trúa. Menn kenna það sem er hagstætt fyrir þá á hverju augnabliki. Menn eins og Gunnar í Krossinum eru menn sem eru í "business" og hafa hag af því að kenna biblíuna. Ég hef áður sagt að ég efist stórlega um að Gunnar sé í raun trúaður maður. En hann trúir alla vega á peningar það er alveg ljóst.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:47

74 identicon

Blessuð. 

Fólk má trúa á hinn guðinn, þennan guðinn, alla guði ef það vill hvort sem það er kristinn guð eða annar sem ég kann ekki að nefna og fer ekki þangað.  Eða engan guð.  Eða köttinn í næstu götu ef það vill.  Hins vegar leyfist engum hatur og ofbeldi (andlegt eða líkamlegt) og ofstæki gegn fólki á vegum guðanna.  Persónulega virði ég það sem fólk trúir ekki eða trúir, ef ekki fylgir hatur og ofstæki.  Kannski þurfum við bara að sættast á það að skiptast á líkum og ólíkum skoðunum án haturs.  Hér inni í póströrinu hans Sigurðar.  Eða rörpóstinum eins og Sigurbjörn kallar hann.  En ætli DoctorE hafi sættst við vinnufélaga sinn?

EE elle

EE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 12:48

75 identicon

Já ég og vinnufélaginn erum sáttir :)

Málið með trúaða er að þeir vilja þvinga alla yfir á sína sýn á heiminn.
Málið er að einhver einn hópur getur ekki þvingað sína trú eða whatever yfir allt og alla, við erum flest með mikið af sameiginlegum hlutum sem við viljum fyrir okkur öll.
Trúaðir geta svo sett aukareglur úr biblíu eða whatever á sjálfa sig ...  okkur hinum stendur á sama um slíkt, svo lengi sem enginn skaðast af þessum ofurreglum hans gudda.
Um leið og einhver skaðast, þá kemur okkur öllum við hvað er verið að sýsla... þó er mér nokk sama þó Gunnsó Á krossinum skaði sjálfan sig, það er hans val.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:05

76 identicon

Mér finnst að trú eigi að vera eins og kynlíf sem sagt prívat partur af hverjum einstakling. Ef fólk vill stunda sína trú þá er það bara hið besta mál og ef hún hjálpar fólki í gegnum erfiða tíma eða er leiðarljós fyrir einstaklinga til að verða betri og láta gott af sér leiða þá er ég ekkert á móti því.

Ég segi eins og Doktorinn svo framarlega sem þessir trúuðu halda sínum skoðunum fyrir sjálfa sig mega þeir (þau) trúa á stokka og steina. Ekki ætla ég að vera í dómarasæti þar.

Ég geri athugasemdir við allt og alla sem ætla að stjórna því hvernig ég sem einstaklingur lifi mínu lífi.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:46

77 identicon

Hvað, en dauft, allir farnir?

EE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 19:29

78 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvar er suðið í DoktorE? Hvert er hnn floginn?

Sigurbjörn Sveinsson, 13.2.2009 kl. 22:12

79 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Lesið þetta ef þið hafið ekki gert það nú þegar.

Sigurbjörn Sveinsson, 14.2.2009 kl. 10:43

80 identicon

Meðlimir litlu trúrarhópanna hafa sumir hverjir sterkar skoðanir og liggja ekki á þeim. Þessu meðali hafa ýmsir fengið að bragða á síðastliðna daga. Sem dæmi má taka nafnlausan bækling sem borinn var í hús nýlega.

Aðferðin sem beitt er í þessu sambandi þ.e. að bendla þjóðfélagshóp með einum eða öðrum hætti við glæpi með ögrandi hætti er samt sígild, margendurtekin og virðist alltaf hrífa einhverja en er samt ótvírætt költ einkenni. Vertu velkominn í hóp þeirra sem andæfa þessu athæfi Sigurður.

Leitt er til þess að vita að málflutningur af þessu tagi sé að særa fólk en þeir sem eru á öndverðum meiði verða samt gæta sín á að bregðast ekki of hart við því tilgangurinn með ögrunum af þessu tagi er yfirleitt sá að kalla fram viðbrögð, athygli og óánægju og þannig auka fylgi þessara örhreyfinga. Menn verða einnig að gæta sín á því að kalla ekki strax eftir skerðingu á ritfrelsi því tjáningarfrelsið er afar dýrmætt og því ætti ekki að beita slíkri skerðingu nema síðasta úrræði þegar viðkomandi aðili væri búinn að endurtaka ögranir sínar á einbeittan hátt þrátt fyrir aðvaranir og ítrekanir.  Í þessu tilfelli gæti jafnvel verið um óvitaskap eða dálitla yfirsjón að ræða sem hægt væri að horfa mildilega á ef bloggarinn endurtekur þetta ekki.

Efasemdir (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 13:59

81 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvar á að draga mörkin við að líða árásir á t.d. gyðinga, svertingja og samkynheigða af ótta við að auka fylgi öfgaalfa? Eru einmitt ekki mörg dæmi um óefni í svona málum einmitt af því að enginn bregst við? Það sem liggur líka að baki hjá mér er samræmi. Síðum hefur verið lokað á Moggablogginu,  t.d. vegna árása á múslima, en mér sýnist að menn hafi frelsi til að úthúða samkynheigðum svona nokkurn veginn eins og þeim lystir. Hvað tjáningarfrelsi varðar þá eru lög í landinu, sem líka ná til tjáningarfrelsis, um að ekki megi vanvirða fólk vegna kynferðis ofl, þar með talið kynheigðar. Slík lög eru ekki sett til að vera formsatriði heldur vegna meðvitundar manna um það að þeir hagsmunir sem í húfi eru séu afar mikilvægir, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Tjáningarfrelsi getur ekki verið óheft fremur en annað frelsi. En vissulega þarf að meta mál þegar andstæður réttur tekst á, rétturinn til að tjá sig og rétturinn til að njóta mannvirðingar. Ekki finnst mér það hæf rök að gera á nokkurn hátt lítið úr árásum á hóp manna með því að þær séu költeinkenni. Var nasisminn ekki költ? En það afsakar ekkert. Költ afsakar ekkert.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.2.2009 kl. 14:22

82 identicon

Nasistar voru nú á leiðinni með að gera flokkinn að kirkju. Hugsaðu þér Siggi ef það hefði gengið eftir. Þá hefðu þeir allt í einu staðið fyrir utan alla eðlilega siðfræði og talist hafnir yfir lög. 

sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 14:41

83 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þeir stóðu fyrir utan alla eðlilega siðfræði og jafnvel utan við lög. Hugmyndafræði þeirra byggði á heimspekikenningum, sem gerðu ráð fyrir því að Guð væri dauður. Ábyrgð þeirra var því engin nema gagnvart sjálfum sér. Því voru þeir eins og þursinn hjá Ibsen. Sjálfum sér nægir. Sagan kennir okkur, að slíkt leiðir alltaf til ófarnaðar. Það er djúpt á sjálfssprottinni gæsku mannsins, þegar sterkasta frumþörf hans er að lifa af á kostnað annarra eins og Darwin hefur kennt okkur.

Ég ætla ekki að taka þátt í tilraun af því tagi.  

Sigurbjörn Sveinsson, 14.2.2009 kl. 15:32

84 identicon

Mannvirðing ætti að vera hafin yfir og ofar öllu tjáningarfrelsi. Enda lög gegn niðurníðingu fólks bæði prívat og opinberlega, í það minnsta í vestrænum löndum og í alþjóðalögum. Það er satt hjá Efasemdum að það geti verið um óvitaskap eða yfirsjón að ræða. Þórarinn að ofan stækkaði í mínum huga við að biðja Margréti og Sigurð afsökunar. En ófyrirgefanleg er grimmd og mannvonska fullorðins manns, allavega frá mínum bæjardyrum. Dæmi: Getur maður kvalið og pínt óvita barn og eyðilagt sál þess og afsakað sig seinna með yfirsjón? Það yrði of seint að biðjast afsökunar eftir að sál þess og líf eru orðin ónýt.

EE elle

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:02

85 identicon

Hitler var ofurkrissi... hann ætlaði að gera 1000 ára ríkið fyrir gudda... drepa þá sem drápu Sússa(Sússi var aldrei til), kaþólska kirkjan vann með nasistum.... hún hefur einnig farið í einkahelfarir...
Biblían er tól til þess að stjórna... það er allt sem hún er

DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:12

86 identicon

Darwin hefur ekki kennt okkur neitt um þetta Sigurbjörn..
Ekki vera einfaldur, með sömu rökum getur þú ásakað framleiðendur hnífa fyrir morð ef einhver er drepinn með hníf... þeir menn sem sköpuðu stærðfræðina er þá líka ábyrgir fyrir öllum reiknisskekkjum í heiminum.

ekki tala svona einfalt Sigurbjörn.. plís... Darwin kom með staðreynd... þú segir að menn geti ekki verið góðir nema að einræðisguð og fjöldamorðingi fylgist með því 24/7.... þarna ert þú að segja að þitt siðferði er ekki meira en svo, að þú myndir flippa ef guddi lögga hótaði þér ekki..

DoctorE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 18:20

87 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Darwin kenndi okkur svo sannarlega að skilja drifkraft þróunarinnar. Hvernig eiginleikarnir ferðast um kynslóðirnar, sem breytast með síu úrvalsins. Ég er tilbúinn að velta því fyrir mér með þér,  hvort það hafi í raun verið  e-r aðrir eiginleikar hjá manninum en dýrunum, sem gerðu hann hæfan til þess að verða  það sem hann er í dag , e-r aðrir eiginleikar en þeir sem ráða yfirleitt mestu um örlög einstaklinganna í nátrúrunni yfirleitt. Hér er ég ekki að leiða þig í gildru heldur hjálpa þér að smíða líkan, sem hæfir þínu guðleysi.

Hættu svo þessu gildishlaðna skjalli um mig. Ég gæti ofmetnast.  

Sigurbjörn Sveinsson, 14.2.2009 kl. 18:56

88 identicon

til gamans;

"Þeir stóðu fyrir utan alla eðlilega siðfræði og jafnvel utan við lög."

já, en gerði kirkjan það í ofsóknum sínum? Engin lög giltu um kirkjuna.

Nasistarnir þurftu því bara að lýsa Nazi yfir sem frelsara og spámann sem væri á leiðinni, kalla Nasistaflokkinn trúfélag og þeir hefðu komist upp með allt heila dæmið. 

sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:05

89 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þetta er áleitin spurning.  Ég efast um að það hefði gengið upp hjá þeim. Alla vega verða rökin fyrir því ekki sótt í sögu kristninnar. Kristnin lagði undir sig Rómaveldi með algerlega friðsömum hætti. Rómverjar fengu alls ekki rönd við reist þó þeir hefðu algera yfirburði og dæmi eru ekki um að kristnin hafi rutt sér braut á þessum tíma með vopnavaldi. Á þeim tíma sem hún var sigursælust. Ég þekki þau alltént ekki.

Saga kaþólsku kirkjunnar er mér ókunn á stríðstímanum í Þýskalandi og á Ítalíu. Ég veit þó að andstaða var innan hennar við nasismann og einnig í kirkju mótmælenda. Prestar voru drepnir. Kunnasta dæmið morðið á séra Kaj Munk í Danmörku. Nasistar töldu sér standa ógn af honum í prédikunarstólnum og tóku hann af lífi án dóms og laga. 

Ég tel að fullyrðing DoktorE um að Hitler hafi haft e-s konar trúarlega vision í þágu kristninnar með útrýmingu gyðinga sé gróf sögufölsun. Ef hægt er að finna því stað í e-u sem Hitler sagði, þá hefur það verið tækifærismennska eins og annað það lýðskrum sem hann stóð fyrir. Fyrir honum vakti ekkert annað en kynþáttahreinsanir, að hreinsa þýsk landsvæði af þessari óværu og skapa aukið efnalegt rými fyrir rétt kynjaða þýska þjóð.

Sigurbjörn Sveinsson, 14.2.2009 kl. 21:05

90 identicon

Aftur komið líf í tuskurnar í pósthólfinu hans Sigurðar.  Sigurður, er nokkuð pláss eftir þarna?  Þarf ekki að fara að stækka hólfið?

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 21:12

91 identicon

Líklega þarf að fara aðeins lengra og aftur til rannsóknarréttarins. Mér er ekki kunnugt um samband Nasista við kirkjuna í Seinni Heimsstyrjöldinni. En um þennan möguleika var minnir mig fjallað talsvert innan Nasistaflokksins samkvæmt Hrafni Gunnlaugs kvikmyndagerðarmanni.

En hitt er annað mál að mörg grimmilegustu verk sem unnin hafa verið voru unnin af kirkjunni á sínum tíma. Einhvernvegin fá þeir samt að bliva. 

Það segir okkur að kirkjan stendur utan við lög og reglur og gerir það jafnvel en í dag.

sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 21:29

92 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég segi nú bara eins og kerlingin: Hér hafa þeir hitann úr!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.2.2009 kl. 21:34

93 identicon

Hvaða kerling?

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:09

94 identicon

Það verður samt að gæta sanngirni og upphaflega umræðuefnið var niðrandi skrif bloggara í garð samkynhneigðra. Mér finnst það eigi bara að banna það.

Hvað varðar nasistapælinguna þá er hún fyrst og fremst athyglisverð en ekkert meira. Það er alltaf hægt að segja "hvað ef?".

sandkassi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:28

95 identicon

Sigurbjörn 

Já Sögufölsun, eitt er vist að þetta Zionistar eða Ashkenazi Khazar lið var ekkert að segja okkur allt, og nú eru menn frétta eitt og annað   

"Zionists and the Nazis had a common interest, making German Jews emigrate to Palestine."In June 21, 1933, the German Zionist Federation was sending a secret memorandum to the Nazis, which said, in part:"It is our opinion that an answer to the Jewish question truly satisfying to the national state [German Reich] can be brought about only with the collaboration.."

Bókin "51 Documents: Zionist Collaboration With The Nazis", eftir hann Lenni Brenner

Nú svo er það sögufölsunin með þessa skinnlampa eða sem áttu að vera úr skinni af látnu fólki, en síðan kom í ljós að þetta var svína- skinn, og svo var það sápan, sem var þegar upp var staðið ekki úr beinum af látnu fólki og þegar þetta var komið upp á yfirborði vildu þessir Zíonistar ekkert segja eða hvað þá afsaka sig. Og hver kannast ekki við bókina "Ég lifi" eftir Martin Gray sem reyndist síðan vera ekkert annað en lygar út í gegn eða þar sem maðurinn Martin Gray var reyndar í fyrrum Sovét og starfaði fyrir KGB.

Og svo höfum við Treblinka þar sem Ástralskir visindamenn skönnuðu allt með sínum tækjum  fundu þeir ekki eitt einasta líkamsbein, já  Nákvæmlega ekkert

 Sjá youtube.com   Treblinka was No Extermination Camp - Just Transit Station

 

 

Ath þetta einnig : 

OFFICIAL RECORDS FROM INTERNATIONAL RED CROSS PROVE RECENTLY RELEASED RECORDS, SEALED FOR YEARS, SHOW "CONCENTRATION CAMP" DEATH TOTALS OF ONLY 271,301

SIX MILLION JEWS DID NOT DIE: THE NUMER OF JEWS is NOT 6 MILLION, THE DEATH TOTALS IS 271,301" Get the PDF file (_07_red_cross_records.pdf) and see the original document from International RED CROSS Arolsen West Germany

www.nogw.com/download/_07_red_cross_records.pdf

Við höfum svo annað dæmi um Holocaust-ið og 6 milljónir sem reyndar mistókst árið 1919.

Menn gáfu það út á prenti að 6 milljónir hefðu þegar látist árið 1919 og þetta var í tímaritinu "the The American Hebrew" Okt 31, árið 1919  en þetta Holocaust árið 1919 greinilega mistókst algjörlega sjá :

http://www.iamthewitness.com/Crucifixion-of-Jews.html

http://www.scribd.com/doc/3747272/The-American-Hebrew-1919-Article

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:32

96 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Við verðum endilega að koma athugasemdunum upp í 100! Aðeins þrjár til viðbótar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.2.2009 kl. 00:33

97 identicon

ok, Þorsteinn hvað ertu að fara? ég er ekki viss um að mér geðjist að þessu. Ertu að efast um Helförina?

sandkassi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 00:39

98 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Dokto E stundar ekki næturlíf á netinu. Hann hefur fengið gott uppeldi.  Á morgun er hvíldardagur. Hann kemur eftir messu.

Sigurbjörn Sveinsson, 15.2.2009 kl. 00:42

99 identicon

100-:)

sandkassi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 00:48

100 identicon

Shit, ég náði næstum númer 100.  Gunnar svindlaði.  Ok, no 101.

EE 

EE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 00:58

101 identicon

102 

Guð rokkar!

Malína (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 01:01

102 identicon

Takk fyrir svarið Sigurður þú skrifar:

Hvar á að draga mörkin við að líða árásir á t.d. gyðinga, svertingja og samkynhneigða af ótta við að auka fylgi öfgaafla? Eru einmitt ekki mörg dæmi um óefni í svona málum einmitt af því að enginn bregst við? Það sem liggur líka að baki hjá mér er samræmi. Síðum hefur verið lokað á Moggablogginu,  t.d. vegna árása á múslima, en mér sýnist að menn hafi frelsi til að úthúða samkynhneigðum svona nokkurn veginn eins og þeim lystir.

Það er vissulega erfitt að draga línuna milli þess hvað ber að telja árásir og hvað eru ögranir en ég held þó að árásir og sérstaklega beinar árásir séu mun alvarlegri en ögranir og kannski eru ögranir undanfari árása. Almennar ögranir í ræðu og riti eru að sjálfsögðu ekki afsakanlegar og ekki reyni ég að afsaka þær en það hlýtur að þurfa að horfa til þess hvernig þær eru settar fram og hvort þær eru endurteknar eða ekki eða líka hvernig sá sem setur slíkt fram bregst við gagnrýni.

Síðum hefur verið lokað á Moggablogginu,  t.d. vegna árása á múslima, en mér sýnist að menn hafi frelsi til að úthúða samkynhneigðum svona nokkurn veginn eins og þeim lystir. 

Þessar síðulokanir á Moggablogginu koma líklega til vegna þess að viðskiptahugmynd Moggabloggsins er trúlega sú að það er hugsað sem auka hunangspottur til að draga athygli að auglýsingunum og þannig draga krónur í kassann. Aðilar sem eru í auglýsingasölu velja og hafna mun ákveðnar en aðrir aðilar. Þeir ættu þá að láta sama yfir alla ganga og loka öllum síðum sem úthúða þjóðfélagshópum, svo sem andtrúarsíðum. En í því tilfelli hlýtur líka að þurfa að horfa til hversu endurteknar ögranirnar eða árásirnar eru og einnig til alvarleika þeirra.

Hvað tjáningarfrelsi varðar þá eru lög í landinu, sem líka ná til tjáningarfrelsis, um að ekki megi vanvirða fólk vegna kynferðis ofl, þar með talið kynhneigðar. Slík lög eru ekki sett til að vera formsatriði heldur vegna meðvitundar manna um það að þeir hagsmunir sem í húfi eru séu afar mikilvægir, bæði fyrir einstaklinga og samfélagið í heild. Tjáningarfrelsi getur ekki verið óheft fremur en annað frelsi. En vissulega þarf að meta mál þegar andstæður réttur tekst á, rétturinn til að tjá sig og rétturinn til að njóta mannvirðingar.  

Þessu er ég alveg sammála, mér sýnist reyndar að við séum alveg sammála ef betur er að gáð. Gleymum samt ekki að sama lagaklásúla verndar líka trúarhópa og kynþætti svo hér geta komið upp flóknar aðstæður, t.d. m.t.t. tjáningarfrelsis.

Ekki finnst mér það hæf rök að gera á nokkurn hátt lítið úr árásum á hóp manna með því að þær séu költeinkenni. Var nasisminn ekki költ? En það afsakar ekkert. Költ afsakar ekkert.  

Hérna ertu alveg að misskilja mig. Ætlun mín er ekki að gera lítið úr árásum á hópa manna heldur reyna að benda á að það hlýtur að þurfa að vega og meta aðstæður, tíðni og alvarleika slíkra árása eða ögrana, sérstaklega í tilfelli einstakra ögrana í ræðu eða riti. Ég er alveg sammála að költ afsakar ekkert. Orðið költ hefur neikvæðar hliðar í mínum huga og ber með sér neikvæðan blæ ekki jákvæðan.

Efasemdir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 09:36

103 identicon

Það sem má ekki gagnrýna er einskis virði... trúarritin segja sig sjálf vera einskis virði.
Epic fail + alger stöðnun :)


Hér er eitthvað um Hitler og kristni
http://nobeliefs.com/Hitler1.htm

DoctorE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 11:31

104 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gunnar: Mér sýnist á athugasemdunum og bloggsíðu  Þorsteins að hann sé að draga í efa að jafn margir hafi verið myrtir í helförinni eins og heimildir eru fyrir og mér geðjast heldur ekki að því.

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.2.2009 kl. 11:41

105 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mjög fróðleg netsíða Doksi!

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.2.2009 kl. 11:45

106 identicon

já, það réð ég lauslega af samhenginu Siggi. Ætla samt ekki að fara í gegnum þessi gögn hans þar sem þau vekja ekki áhuga minn.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 13:08

107 identicon

Gunnar

Já ég rétt eins og svo margir efast um Holocaust-ið (helförina), ok? 

Eins og þeir segja :

"Hitler Ashkenazi Khazar made a deal with the Ashkenazi Khazar leaders and Ashkenazi Khazar bankers to send the Ashkenazi Khazar squatters along with their belongings to Palestine where they stayed throughout the war beginning in 1933."(sja bókina The Transfer Agreement eftir Edwin Black)

Eins og kemur fram í þessari bók eða: "The Transfer Agreement" eftir hann Edwin Black og sagt er frá því hvernig þetta Ashkenazi Khazar fólk fóru frá mið- Evrópu . Aðeins uþb. 2.5 million voru eftir juní 1941 og þessi stóra tala með 6 milljón er eins og þeir segja "total farce".

Já það eru til margir nýir HOLOCAUST DENIARS og einnig Zionist holocaust deniars hummm, athuga Zionist Holocaust deniars, þar sem þeir eru farnir að neita þessu sjálfir þarna í Auschwitz???

 

"The first number plate in Auschwitz it was 4 million, then less then 4 million and then again 2,5 and in 1991 it was 1.1 million."

Og hvað næst??? 

 

Samt sem áður vilja nokkuð margir Zionist halda uppi þessum banner "six million Jews were killed". eða um þetta "punishment" sem sagt er frá í Talmud (Tractate Ketuboth, p. 111).

Og þetta virtist allt ganga út á að fá land í  Palestine fyrir þessa fylgjendur Talmud-sins. 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 14:23

108 identicon

Sigurður  

Já eftir heimildum, ekki eftir einhverju öðru, og ekki eftir einhverju sem menn skálduðu upp eða eins og með Holocaust árið 1919, já sem var einmitt með þessari tölu 6. milljónum. Nú árið 1942 kom hann Ilya Ehrenburg fram á sjónarsviðið og sagði að 6 milljónir væru þegar látnir í þessu Killer leaflet, Humm?

 Og eftir "World Almanac" þar sem

Kristnir eru  682,400,000

Þeir sem teljast Gyðingar 15,315,000

Og árið 1948, eða eftir þessa heimsstyrjöld (WWII),

 

og árið 1949 World Almanac segir :

Kristnir 592,406,542

Og þessir Zionistar 15,753,638

mismunur

Kristnir  -89,993,458

Zíonistar +438,648

 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 15:11

109 identicon

Ég efast ekki um helförina, Þortsteinn og finnst það fjarstæða og kannski lítilsvirðing við allt það fólk sem dó.  Og það fólk sem lifði af helförina hefur verið til frásagnar með nákvæmum lýsingum.   Það er allt sem ég ætla að segja um það.

EE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 15:17

110 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvaða heimildir hefurðu Þorsteinn um að ekki hafi eins margir verið myrtir í helförinni (um 6 miljónir)sem ógilda þær heimildir sem hingað til hafa verið taldar áreiðanlegar?  Þessar heimildir þínar eru væntanlega margar og traustar og ýtarlegar ef þær ónýta aðrar. Þetta með World Almanac út af fyrir sig segja ekkert um þá sem dóu í helförinni. Og hvað var Ehrenburgað tala um? Gyðinga? Og hvejru skálduðu menn upp, hvejrir gerðu það og hvar?

Sigurður Þór Guðjónsson, 15.2.2009 kl. 15:25

111 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sigurbjörn:  þú segir um nasista:

"Þeir stóðu fyrir utan alla eðlilega siðfræði og jafnvel utan við lög. Hugmyndafræði þeirra byggði á heimspekikenningum, sem gerðu ráð fyrir því að Guð væri dauður."

Hitler var kaþólskur!

Gunnar Waage:

"Það verður samt að gæta sanngirni og upphaflega umræðuefnið var niðrandi skrif bloggara í garð samkynhneigðra. Mér finnst það eigi bara að banna það."

Tek algjörlega undir það að níðrandi skrif um samkynhneigða ætti að banna.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.2.2009 kl. 15:32

112 identicon

Margrét

 Hitler var Ashkenazi Khazar

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 15:36

113 identicon

No 113

Tek undir það með Gunnari og Margréti að ætti að banna niðrandi skrif um samkynhneigða.  Þeir eru líka fólk.  

EE elle 

EE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 15:39

114 identicon

Sigurður

Varðandi heimild

Hérna ef þú skoðar það sem er neðst á þessu pdf skjali (eða bls. 2): www.nogw.com/download/_07_red_cross_records.pdf þá sérðu skjalið frá International RED CROSS Arolsen West Germany með þessari tölu 271,301 manns og alls ekki 6. milljónir

Annað: það er vitað til þess að fólk hafi dáið þarna af völdum typhus , en það er ekkert til sem sannar að það hafi dáið í þessum gasklefum.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 16:18

115 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég hef aldrei velt fyrir mér hverrar trúar Hitler var. Hann hafði önnur markmið en að þjóna kristindómnum og hann komst ekki til valda með því að höfða til hans. Hann ofsótti trúað fólk og raunar alla, sem sýndu einhverja sjálfstæða hugsun í þriðja ríkinu. 

Ég þekki ekki þann kristindóm, sem vitnað hefur verið til hér að framan. Ég þekki ekki þær meintu fordæmingar, sem samkynhneigðir og fleiri þurfa að búa við trúarlegum forsendum. Ég hef ekki þessar skoðanir og það hefur kom mjög skýrt fram á heimasíðu minni.

Það eru greinilega öll meðul notuð til að koma höggi á kristindóminn og trúað fólk. Tilgangurinn helgar meðalið eins og sagt er. Hér fóru fram gagnlegar umræður sem eigandi síðunnar stofnaði til enda sporgöngumaður réttlætis og sanngirni fyrir utan að vera fagurkeri.  Þá er Hitler allt í einu kallaður til vitnis en það er ein af þeim aðferðum sem ónefndur aðili, sem ekki vill láta nafn síns getið, notar til að afvegaleiða umræðuna til þess sem er hans markmið. Sú smekkleysa að beita ekki persónu sinni fyrir skoðunum sínum er umhugsunarefni að sínu leyti og öll hans framganga gefur tilefni til vangaveltna um "profile".   En látum það liggja á milli hluta.

Margrét! Ég hef mikla samúð með skoðunum þínum varðandi afdrif ástvinar þíns í samfélaginu enda hef ég eins og áður segir talað á svipuðum nótum um skilt efni. Og húfurnar þína eru afbragð. Unglingurinn minn er búinn að velja sér eina og við höfum samband.   

Sigurbjörn Sveinsson, 15.2.2009 kl. 18:01

116 identicon

Sigurbjörn,

Ég áfellist þig ekki fyrir að þekkja ekki, 

"Ég þekki ekki þann kristindóm, sem vitnað hefur verið til hér að framan. Ég þekki ekki þær meintu fordæmingar, sem samkynhneigðir og fleiri þurfa að búa við trúarlegum forsendum."

Vandamálið er að þetta eru ekki meintar fordæmingar heldur eru samkynhneigðir hreint út sagt ofsóttir í mörgum þjóðfélögum þar sem að kirkjan hefur mjög sterkt hlutverk.

Ég myndi kalla það fordæmingar og ofsóknir þegar að fólk verður fyrir grjótkasti sökum kynhneigðar sinnar, einnig ef að fólk fær ekki vinnu eða tollað í skóla sökum kynhneigðar sinnar. Svona er þetta víða í heiminum í dag.

Kirkjan hefur ekki staðið sig í að innræta framfarir í þessum efnum. Þetta er ekki gagnrýni í "kristindóminn" heldur kirkju.

sandkassi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 20:46

117 identicon

Kirkjan er læst í fjötra biblíu... en það koma alltaf tímapunktar þegar kirkjan telur stöðu sinni stafa hættu af einhverju í biblíu, þá breytir hún biblíunni pínkupons... svo almennir borgarar hneykslist ekki.
Stundum hættir hún bara að nefna ruglið, eins og að það eigi að grýta þá til bana sem vinna á hvíldardaginn, eða myrða óstýriláta unglinga.

Bottom læn: Kirkjan breytir aldrei neinu nema til að verja sjálfa sig, hún kemur aldrei fram og segir af fyrra bragði: Já þetta þarna í biblíunni er púra geðveiki.. ;).

DoctorE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:04

118 identicon

Ég tek ekki undir tilraunir DoctorsE til að tengja nazismann og kaþólskuna. Ég er heldur ekki sammála þér Sigurður um að vefsíðan sem hann vísar á sé fróðleg enda inniheldur hún fyrst og fremst tilvísanir í Main Kampf sem og aðrar áróðursræður þessa skaðræðismennis. Vitnisburðir Traudl Junge ættu að nægja til að sýna að þessar yfirlýsingar Hitlers um Guð og köllun sína voru lýðskrum.

Ef DoctorE ætlaði sér að skoða málin frá fleiri en einni hlið þá gæti hann sem best kynnt sér umburðarbréf páfa Mit Brennender Sorge frá 1937 þar sem páfi fordæmir hugmyndafræði nazismanns og aðra hugmyndafræði sem setur einn kynþátt ofar öðrum.

Dálítill útúrdúr en Doctorinn beitir greinilega þessari aðferð, þ.e. sakbeningaraðferðinni sem er löngu þekkt og er margbeitt af jaðarhópum sem vilja fá til sín óánægjufylgi. Ef það er ekki borið þarna niður þá má líka rifja upp yfirhylmingar yfir barnaníðingum, fjöldamorð, rannsóknarrétt eða einhverja aðra upplýsta eða óupplýsta glæpi kaþólskra. Ef ekki er staldrað við í nútímanum þá er til staðar 2000 ára saga þar sem hægt er að bera niður, snúa út úr og viðra einhliða túlkanir og söguskoðanir. Ekki fagur málflutningur það en alvanalegur og nánast daglegt brauð hér á moggablogginu.

Efasemdir (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 21:39

119 identicon

Biblían er fyrir lýðskrumara Efasemdir... hún er gerð fyrir svona gaura eins og Hitler og aðra nötta.

Ég vil ekkert fylgi, ég vil bara að fólk opni augu sín fyrir sannleikanum, fyrir því að trúarbrögð eru ekki bara ó Jesú bróðir besti... að trúrbrögð eru algert rugl frá a-ö.
Ekki fylgja rugli... við ættum ekki einu sinni að þurfa að ræða trúarbrögð nema til að muna hversu rugluð þau eru... gera ekki þau mistök aftur.
Trúfrelsi er ekki að fylgja einhverju... það er að hætta að fylgja fornu stjórntæki og höndla alvöru frelsi.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:26

120 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Smá hjáleið. Eurovision í gær: Lagið fellur vel að eyranu frá byrjun. Hún hefur dálítið óþroskaða eða óheflaða rödd á efri tónunum en e-ð má laga það fyrir vorið.Hins vegar er e-ð sem piirar mig við lagið, einhver endurtekning frá lönguliðnum tíma, Abba eða jafnvel Andrew Lloyd Webber, JC Superstar? Maria Magdalena? Getið þið munað þetta með mér? Doksi, ertu með þetta?

Sigurbjörn Sveinsson, 15.2.2009 kl. 22:59

121 identicon

DoctorE er ekki kominn heim úr kirkjunni.

EE elle (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:11

122 identicon

Sigurbjörn,

einmitt það sem ég var að hugsa, má laga hæðina fyrir vorið-:)

sandkassi (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 23:28

123 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég sagði ekki á hvern hátt síðan væri fróðleg.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 00:01

124 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En krakkar! Í guðanna bænum ekkert evróvísjón!

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 00:08

125 identicon

sammála.

sandkassi (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:35

126 identicon

Hérna er ennþá allt á fullum dampi - í puði og stuði með guði!

Malína (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 00:40

127 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Sigurbjörn:  

"Og húfurnar þína eru afbragð. Unglingurinn minn er búinn að velja sér eina og við höfum samband. "

En gaman og þakka þér kærlega fyrir hrósið og pjallið

Margrét St Hafsteinsdóttir, 16.2.2009 kl. 03:27

128 identicon

 Sigurbjörn "Ég hef aldrei velt fyrir mér hverrar trúar Hitler var. Hann hafði önnur markmið en að þjóna kristindómnum og hann komst ekki til valda með því að höfða til hans."

Já þetta er alveg rétt hjá þér, þú ættir að athuga þetta hér og/eða þessa bók einnig  The Synagogue of Satan.

The most prominent Gentile and Jewish-Nazi leaders were:

  • Adolf Hitler: half Jew

  • Rudolf Hess: Reich Minister; half Jew

  • Hermann Goring: Head of German Luftwaffe

  • Gregor and Otto Strasser: brothers and leaders in Nazi party

  • Joseph Goebbels: Propaganda Minister; Jewish

  • Alfred Rosenberg: Editor of the official Nazi paper “Volkisher Beobachter;” Reich Minister for Eastern occupied territories; Jewish

  • Hans Frank: legal council of the Nazi party; Jewish

  • Heinrich Himmler: Head of Gestapo; commander of the SS; homosexual

  • Joachim von Ribbenstrop: Foreign Minister

  • Reinhard Heydrich: Security chief and Second in command of SS; later became the Governor of Bohemia and Moravia; homosexual; Jewish

  • Admiral Wilhelm Canaris: Chief of German Intelligence; Jewish

  • Abram Goldberg a.k.a. Julius Streicher: Editor of the weekly Nazi paper “Der Sturmer;” homosexual; Jewish

  • Adolf Eichman: SS Officer; prosecutor; Jewish

  • Robert Ley: Ministry of Labor; organized the slave labor camps

  • Erich von dem Bach-Zelewski: SS General

  • Odilo Globocnik: SS General

  • Helmut Schmidt: officer in Luftwaffe

JEWISH FINANCING OF THE NAZI PARTY

In the early 1920’s and early 1930’s, large amounts of money were given to the Nazi party from Jewish banks.

  • The Bank House Mendleson & Company in Amsterdam made two transfers. One for 10 million USD and one for 15 million USD.

  • Kuhn Loeb & Company in New York (later taken over by Jacob Schiff)

  • J P Morgan & Company in New York

  • Samuel & Samuel of London

  • Royal Dutch Shell sent 10 million Guilders as late as 1937

http://www.eaec.org/newsletters/2008/vol_8/showdown-in-jerusalem-digest.htm    

Sjá úr bókinni The Synagogue of Satan.

   “Inside The Gestapo,” states the following, of Maria Anna Schicklgruber, Adolf Hitler’s grandmother,

“A little servant girl…came to Vienna and became a domestic servant…at the Rothschild mansion…and Hitler’s unknown grandfather must be probably looked for in this magnificent house.”

This is re-iterated by Walter Langer in his book, “The Mind Of Hitler,” in which he states,

“Adolf’s father, Alois Hitler, was the illegitimate son of Maria Anna Schicklgruber…Maria Anna Schicklgruber was living in Vienna at the time she conceived. At that time she was employed as a servant in the home of Baron Rothschild. As soon as the family discovered her pregnancy she was sent back home…where Alois was born.”

The idea that Hitler could have been a Rothschild illegitimate seems ridiculous, however it cannot be denied that one of Hitler’s major successes had been the emigration of Jews to Palestine, something which was also one of the Rothschilds’ main aims. The Rothschilds’ knew that a country without a population would be meaningless. Furthermore, the propaganda the Jews got out of the Second World War advanced the Rothschilds’ program of Jewish supremacism more significantly than any other event in history.

 http://iamthewitness.com/books/Andrew.Carrington.Hitchcock/Synagogue.of.Satan/1936-1948.htm                                                                                               

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 10:52

129 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvað ertu að reyna að segja mér Þorsteinn? "In short." Á íslensku. Ekkert copy-paste eða tenglar á cult-síður. Ég er viss um að þú getur það í nokkrum línum.

Hundraðfærslumarkinu var náð og nú er tíudagamarkinu náð líka. Við erum að brenna inni með þetta Þorsteinn.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.2.2009 kl. 12:00

130 identicon

Sigurbjörn

Ok "In short" 

Þú sagðir til þess að byrja með  :"..Hann (eða Hitler) hafði önnur markmið en að þjóna kristindómnum.."

Ekki satt og ég sagði "Já þetta er alveg rétt hjá þér"

Því að Hitler vari Ashkenasi Khazar og auk þess styrktur fjárhagslega af þessu Askhenazi Khazar fólki og mikið af því í áhrifastöðum, en ekki styrktur af kristinum mönnum og þannig var ég reyna benda hann hafi ekki verið kristinn eða hvað þá kaþólskur.   

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 12:58

131 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Án þess að ég nenni að fara lengra í þessa þvælu þá hefur aldrei sannast að gyðingablóð hafi verið í Hitler.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 13:03

132 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:20

133 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég held ég geti hugsað mér að taka undir með Friðriki mikla, þ.e. leikið með honum á flautu. Við lærðum báðir á flautu. Ást hans á hundum var aukageta.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.2.2009 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband