16.2.2009 | 12:37
En hvað með dómarana
Á Vinatorginu hefur verið stofnuð síða vegna mannsins sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barnungri dóttur sinni. Sagt er að um 1400 hafi skráð sig á síðuna til að mótmæla þeim verknaði sem maðurinn gerðist sekur um.
''Allt frá því að Y fæddist voru ákærði og A skjólstæðingar félagsmálayfirvalda en þau eru bæði öryrkjar og hafa ekki stundað vinnu. Strax eftir fæðingu barnsins var talin ástæða til þess að hafa eftirlit með því hvernig barninu vegnaði sökum þess að báðir foreldrar höfðu átt við mikil vandamál að stríða um margra ára skeið. Þann 8. júní 2005 þurfti lögreglan að hafa afskipti af foreldrum Y og í kjölfarið var sálfræðingur fenginn til að meta forsjárhæfni þeirra. Meginniðurstöður hans voru þær að hann taldi stefnuleysi, geðsjúkdóma og ýmsa andlega bresti einkenna líf þeirra og hugsun þeirra væri of óskýr og dómgreind slök, ekki síst í tengslum við framtíð barnsins og uppeldi þess. Taldi sálfræðingurinn nauðsyn á miklum og langvarandi stuðningi við fjölskylduna. Barnaverndarnefnd [...] höfðaði mál 20. febrúar 2007 á hendur ákærða og A þar sem gerð var sú krafa að þau yrðu svipt forsjá yfir barninu Y. Krafan mun ekki hafa náð fram að ganga.''
Maðurinn var aðfluttur í Reykjanessbæ og hvergi eru í dómsorðinu neinar vísbendingar um það hvaða dómstóll neitaði forsjársviptingunni.
Geðrannsókn var gerð á manninum og leiddi hún i ljós hann sé sakhæfur en eigi við mjög alvarlega blandaða persónuleikaröskun að stríða. Gerandinn er sem sagt andlegur undirmálsmaður svo við orðum þetta nú hreint út. Ekki er þess að vænta að hann sé mikill bógur til að standa fyrir sínu gagnvart einum né neinum. Fólk er reitt út í hann. Það undrar mig ekki. Og maðurinn hefur nú fengið sína refsingu. Hins vegar er ég forviða yfir því að enginn hefur að ráði beint athygli sinni að dómurunum sem höfnuðu því að svipta foreldrana forræði yfir barninu að kröfu barnaverndaryfirvalda.
Atli Gíslason hefur kvartað yfir því að barnaverndaryfirvöld skorti úrræði í málum sem þessum. Þau höfðu þó þetta úrræði en það náði ekki fram að ganga. Hefði það hins vegar náð fram að ganga væri framtíð þessa barns eflaust ekki eins svört og nú blasir við að hún er. Atli, sem er sjálfur lögmaður , gætir þess að nefna þetta ekki. Þess er að vænta, þó aldrei geti maður verið viss í því undarlega þjóðfélagi sem við lifum í, að dómararnir sem höfnuðu sviptingunni séu ekki neinir andlegir undirmálsmenn. Þeir ættu því að geta þolað umfjöllun og gagnrýni. Afhverju opna lögmenn ekki þetta mál frammi fyrir þjóðinni og ræða hvað fór úrskeiðis? Hvers vegna líta þeir bara undan og láta sem ekkert hafi í skorist? Eða eigum við kannski eftir að sjá Svein Andra Sveinsson eða Brynjar Níelsson eða einhverja aðra ofurlögfræðing láta í sér hvína?
Lítum á nokkrar staðreyndir. Fyrsta staðreynd: Barnaverndaryfirvöld krefjast þess með rökum og gögnum fyrir dómi að barn á fyrsta ári verði tekið frá foreldrum sínum með forsjársviptingiu Önnur staðreynd: Dómurinn hafnar því. Þriðja staðreynd: Tveimur árum síðar hefur barnið verðið misnotað herfilega kynferðislega. Ályktun: Hefði dómurinn fallist á forsjársviptinguna hefði barnið líklega sloppið alveg við misnotkunina. Þess í stað er það skaðað til lífstíðar. Þriggja ára barn.
Þarf ekki að ræða þetta?
Barnið sjálft er ekki bara seinþroska heldur líka svo brotið vegna atburðanna að þess er ekki að vænta að það geti nokkurn tíma sótt rétt sinn og hefur jafnvel ekki andlega burði og þrek til að geta unnið úr þeirri reynslu sem það varð fyrir.
En það getur lifað í 80-90 ár.
Nú er mikið talað um það að menn eigi að axla ábyrgð. Það var dómskvaddur sérfræðingur sem gaf álit sitt á því að foreldrarnir væru hæfir til að hafa barnið og var þá í rauninni í hlutverki meðdómara og álit hans því á ábyrgð dómsins. Enginn hefur þó enn svo mikið sem nefnt það að dómararnir sem stóðu að því að forræðissviptingin náði ekki fram að ganga beri nokkra ábyrgð á örlögum þessa barns. Hvað þá að þeir eigi að horfast í augu við hana. Hvað hugsa þeir? Hvernig líður þeim? Íhuga þeir eitt andartak að þeir hafi hafi brugðist þessu barni? Hefur þeim dottið í hug að reyna að axla ábyrgð sína með því að bæta fyrir verknað sinn? Ætli þeir muni fylgjast með framtíð barnsins? Skyldi þeim nokkuð detta í hug að styrkja það fjárhagslega eða félagslega eftir því sem þeir geta? Munu þeir biðja barnið afsökunar þegar það vex úr grasi? Já, bara svona eins og maður við mann?
Mér finnst að dómararnir gætu helst bætt fyrir gerðir sínar með því að láta af dómarastörfum og fengið sér vinnu þar sem þeir munu ekki getað valdið saklausum og varnarlausum börnum óbætanlegum skaða. Og mér finnst að lögmenn landsins eigi að þrýsta á þá að gera það.
En ætli við vitum samt ekki framhaldið. Umræddir dómarar munu ekki láta sér bregða. Þeir munu ekki axla neina ábyrgð í reynd. En þeir munu halda áfram að vinna að fremd sinni og frama í lögfræðiheiminum. Aðrir lögmen munu svo bara þegja og láta sem málið hafi aldrei átt sér stað. Hugsanlega munu þó einstaka þeirra reyna að bera blak af dómrunum - á einhvern hátt og með afar virðulegri og lögfræðilegri orðræðu.
Þannig mun nú þetta verða.
Örlög eins barns skiptir engu máli við í samanburði við mikilfengleika lögmannaheimsins.
Alls engu máli.
Viðbót: Það var aumkunarvert að horfa á forstöðumann Barnaverndarstofu í Kastljósi þó hann sé oftast nær til fyrirmyndar. ''Menn geta verið vitrir eftir á'', sagði hann. Eins og það sé afsökun þegar um jafn mikilvægar stofnanir er að ræða eins og dómstóla sem eiga að vera vitrir meðan á málarekstri stendur en ekki eftir á. Eins og ég var að segja í færslunni. Enginn, alls enginn, mun taka á sig raunverulega ábyrgð á örlögum þessa barns. Þeir dómendur, sem um véluðu, munu aldrei þurfa að horfast í augu við afleiðingar verka sinn á neinn hátt í verki. Þeir verða bara áfram ósýnilegir. Og algjörlega friðhelgir.
En allt sem í ''mannlegu valdi stendur verður gert til að bjarga barninu'', segir Bragi Guðbrandsson. Við vitum öll að það eru bara merkingarlaus orð.
Þetta er svo svívirðilegt ranglæti að það er bara ekki hægt að þola það.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Ég get ekki með nokkru móti skilið rök dóms og laga hér á landi þegar kemur að því að vernda börnin okkar. Það er til skammar hve lítils virði börn eru í þessari eldgömlu lagaskruddu sem engum dettur í hug að breyta.
Íris Ásdísardóttir, 16.2.2009 kl. 13:03
Ég heyrði í útvarpinu um daginn, að gerandinn hafi sjálfur áður en grunur féll á hann, haft samband við barnaverndaryfirvöld og greint frá einkennilegri hegðun dóttur sinnar með dúkkur. Þá strax hefðu yfirvöld átt að kveikja á perunni. Margir brugðust.
En Sigurður, dómarar eru líka fólk, skeikulir og ófullkomnir eins og aðrir. Hér í Danmörku hefur t.d. verið dæmdur maður, dómari, sem var mikill barnaklámsfíkill.
Við lifum á miklum kynóra- og kynruglstímum. Ég er jafnvel í vafa um að kynníðsla á börnum hafi verið jafnmikil fyrr á tímum. Ég er hræddur um að veikari staða "Karlmannsins", sem sviptur hefur verið veldi sínu á vinnumarkaði og auknum mæli í þjóðfélaginu, valdi því að sumir karlar vinni sín síðustu vígi með kynferðisofbeldi gegn þeim sem minnst mega sín, börnum og óhörðnuðum unglingum í tilfinningarrugli.
Kenndin, sjúkdómurinn eða hvað það er sem veldur þessum glæpum er ég líka hræddur um að eigi sér langa sögu og hafi hafist á hellisbúastiginu, og sé jafnvel erfðaþáttur sem brýst út á erfiðum tímum sögunnar þegar karlpeningnum, sem er tilfinningalega óþroskaðri en konur, líður illa og þykir að sér þrengt.
Ólánsmaðurinn sem dæmdur var um daginn var hins vega sviptur siðferðilegum "öryggjum" vegna andlegrar veilu. Þess vegna er ljótt að sjá 1400 dómara götunnar safnast í samkundu til höfuðs manni þessum. En ég get fullvissað þig um að á meðal þessa 1400 eru nokkrir sem framið hafa sama glæpinn og sá sem þeir vilja krossfesta. Manneskjan er nefnilega ótrúlega fyrirsjáanleg.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.2.2009 kl. 13:22
Ekki dettur mér í hug Vilhjálmur að ganga í lið með þessum 1400. Maðurinn hefur hlotið dóm og það er nóg. Dómarar eru auðvitað fólk og geta verið skeikulir. Það tekur samt ekki frá þeim grundvallarábyrgð, hvorki lagalega né siðferðilega. Og mér mér finnst að lögmenn eigi að ræða opinberlga og hreinskilnislega hvað þarna gerðist og til almennings en ekki á sérfræðivettvangi. Það er helsti boðskapur þessarar færslu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 13:37
Þakka fyrir umhugsunarverðar pælingar. Mér er ekki ljóst undir hvað agavaldi dómarar eru. Þetta er jú þriðja stoð ríkisvaldsins. Afskipti framkvæmdavaldsins hljóta að vera takmörkuð. Hæstiréttur hefur afskipti af réttarfarinu í héraðsdómi vegna álitamála, sem þangað er vísað. Þetta er forvitnilegt.
Sigurbjörn Sveinsson, 16.2.2009 kl. 13:40
Það er satt sem þú segir Sigurður,þarna var andlega drepin ein lítil stúlka,sem hefði mátt bjarga.Hversu margar hefur þessi sami drepið eða á eftir að drepa.Menn gera þetta ekki bara einu sinni á lífleiðinni,þeir eru lúsiðnir við þessa iðju sína.Sem betur fer hafa dómar í þessum málum þyngst núna síðustu ár.Hér áður fyrr hélt ég að allir dómarar væru misyndismenn og perrar og þaðan af verravegna þess að menn voru bara að fá eins og 3-9 mán fyir svona glæpi
Birna Jensdóttir, 16.2.2009 kl. 14:21
Vel að merkja: Þetta er ekki ''forvitnilegt''. Þetta er svakalegt!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 15:36
Ég hef einmitt verið að hugsa á nákvæmlega sömu nótum og þú. Góð pæling og réttmætar spurningar.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.2.2009 kl. 16:43
Ég vil svo árétta það að ég er ekki í þessari færslu að velta vöngum yfir eðli og orsökum kynferðisbrota gegn börnum og ekki heldur hvort refsingar fyrir þau brot séuv vægar eða harðar heldur beini ég athyglinni að frávísuninni á kröfunni um forræðissviptingu og líka að því hvort hugtakið ábyrgð komi málinu ekki við. Má spyrja hvort dómararnir beri einhvers konar ábyrgð á því hvernig nú er komið fyrir barninu? En alla vega virðast þeir vera ósnertanlegir eins og guð almáttugur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 16:53
Takk Sigurður fyrir þessa vönduðu færslu.
Fríða Eyland, 16.2.2009 kl. 17:46
Villi minn... svona hefur þetta alltaf verið... þetta er ekki að menn séu sviptir karlsmennsku sinni, þetta fólk er bara sjúkt... það er ekki hægt að afsaka svona hegðun með að hafa lent í því sjálf(ur)... það er ekki hægt að segja að minnkað veldi karlmannsins sé um að kenna... við erum einfaldlega dýr með mismunandi getu til að takast á við lífið.. .sumir eru verr gallaðir en aðrir.
Best er að loka svona menn algerlega af.. það er löngu sýnt að þeir læknast aldrei, það er ekki mannréttindabrot að loka þessa menn inni á stofnunum ... það er mannréttindabrot að gera það ekki, hvort sem er horft frá hlið níðings eða fórnarlamba... framtíðar förnarlamba.
Ég hef aldrei skilið þá linkind sem þetta lið fær hjá dómstólum.. manni finnst oft að dómarar séu bara vélmenni.. eða jafnvel finnist þetta ekkert mikið mál.
Ef gögn liggja fyrir um ótvíræða sök mannsins sem dómarar hafa hundsað... þá eiga dómarar að taka ábyrgð
Málin geta líka verið erfið.. engar sannanir, börn mjög ung og geta ekki tjáð sig... sem er visst dilemma fyrir dómara
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 17:49
DoctorE, til hamingju með að vita allt um þetta líka. Til hvers þurfa menn Guð, þegar þeir geta bara haft þig? Þú ert kannski frístundadómari líka?
En gaman er annars að sjá "Darwinistann" DoctorE fara hamförum gegn darwinistískum skýringum.
Ég talaði reyndar ekki um að maðurinn hafi verið sviptur karlmennsku sinni. Ég talaði um vald/veldi - valdamissi.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 16.2.2009 kl. 19:26
Veriði ekki strákar að deila um kynferðisbrot almennt eða eitthvað annað en það sem færslan er um, en hún er um ábyrgð dómaranna á því að synja forræðissviptingunni. Ef þið haldið ykkur ekki á þeirri mottu verður ykkur hent út. Án miskunnar!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 20:03
Darwinískar skýringar eru ekki til... við höfum þróun og náttúruval...
Munurinn á þessum málum í dag og í gamla daga er að það var ekkert talað um þessa hluti... þetta hefur alltaf verið svona og örugglega mun verra á meðan samfélagið dissaði þessi mál.. eða þau voru einfaldlega þögguð niður.
Myndi guddi skapa slíka menn og konur... if he does, he is nuts - Þó svo að hann væri að hefna sín vegna einhvers smotterís.
Ég er heldur ekki Darwinisti, Darwinistar eru ekki til í mínum huga, þín hugmynd um "Darwinista" eru eitthvað Jesúískar, einhver tilraun til þess að láta virðast sem svo að þróunarkenning hafi eitthvað með trúarbrögð að gera... ekkert gæti verið fjarri sannleikanum.
Darwinismi er orðskrípi og ekkert annað.
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:21
Ætliði ekki að gegna dengir? Stop!
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 20:27
úps sorry
DoctorE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 20:33
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 20:41
Óþolandi, já, svo óþolandi að það er næstum ekki hægt að skrifa um það. Síðan ég flutti aftur til landsins eftir langa fjarveru hef ég furðað mig á dómkerfinu þegar kemur að grófum brotum á börnum. Og kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að börn séu ekki virt nóg. Samt monta sig sumir af barnvænu landi. Skrattinn hefði ekki fengið að halda barninu ef landið væri svona barnvænt. Og skrattar sem níðast þannig á litlum börnum, já og stálpuðum börnum líka, fá ekki hlægilega 9 mánaða og 2ja ára dóma fyrir að eyðileggja líf og sálu heillar manneskju.
EE elle
EE elle (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:05
Þ. e. ekki í barnvænu landi.
EE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:09
Kom ekki fram í fréttum að beiðni barnaverndaryfirvalda um sviptingu náði ekki fram að ganga vegna þess að á síðustu stundu kom umsögn frá sálfræðingi sem var föðurnum hagstæð? Gat ekki skilið þetta öðru vísi.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:27
Mig minnti að sálfræðingur hefði komið þarna að jú, í fréttinni í RUV og þannig hafi ferlið fyrst stoppast. Og var að gá að þessu en fann ekkert um það í dóminum. En eru ekki líka lögin í landinu of veik?
EE (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 21:37
Sálfræðingurnn var dómskvaddur matsmaður. En það eru dómararnir sem meta endanlega málið og bera ábyrgð á því.
Sigurður Þór Guðjónsson, 16.2.2009 kl. 21:42
"Ætliði ekki að gegna dengir? Stop! "
Hér er bara harkan sex - og svipuhöggin! Mikið var að einhver tók af skarið með þessa óstýrilátu pottorma!
Malína (IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 22:52
Rekum dómarana. Ég hringi í Jóhönnu. Nei, í Hörð Torfa! Svört bindi á laugardag. Mætið með byssur.
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.2.2009 kl. 07:24
DoctorE og Sigurður: Er ykkur báðum sammála um þetta mál.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 09:19
Vilhjálmur, ég er alltaf tilbúinn til að mæta með byssur ef á að skjóta einhvern!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 11:43
Stop strákar, stop. Og gegnið!?!
EE (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 13:22
Kannski viltu lesa SKRÁ YFIR BARNANÍÐINGA í bloggi Ómars R. Valdimarrssonar, Sigurður, ef þú ert ekki búinn að lesa það?e
EE elle
EE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 12:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.