17.2.2009 | 21:55
Blogginu að fara aftur
Í dag lenti ég á kjaftatörn á kaffihúsi við bloggara. Hann var með þeim fyrstu sem fór að blogga og var búinn að láta að sér kveða í mörg ár þegar Moggabloggið hóf göngu sína. Hann bloggaði mjög líflega og skemmtilega um líf sitt en lét almenn þjóðfélagsmál eiga sig. Þannig voru flest blogg á fyrri árum. Þau voru trú uppruna sínum sem ''rafræn dagbók'' einstaklinga. Og þarna hefðu verið ýmsar merkilegar persónur sem gaman hefði verið verið að kynnast. En nú sé orðið sáralítið um þannig blogg. Langfelst blogg séu um ''þjóðfélagsmálin'' eða trúmál eða veðrið eða einhver almenn mál.
Þetta væri mikil afturför.
Viðmælandi minn taldi að Moggabloggið ætti stóran þátt í þessari breytingu. Eftir að það byrjaði hafi bloggið farið að breytast úr því að vera mestan part persónulegt í það að verða aðallega eins konar framhald af blaðagreinum. Síðan hafi fjöldinn sem bloggar kæft bloggfyrirbærið í ofgnótt þar sem hálfvitar réðu ríkjum.
Í dentíð hafi heldur engum dottið í hug að menn yrðu að blogga undir nafni og menn hafi haft yndislegt frelsi til að segja það sem þeim sýndist. Fáir hafi samt farið yfir velsæmismörk. Nú sé bloggið aftur á móti svo heft og tamið að það sé orðið óttalega smáborgaralegt þrátt fyrir ófrumlegar svívirðingar sumra bloggara.
Ég hlustaði á þennan reynda bloggara með mikilli athygli. Og því er ekki að leyna að bloggið verður æ ópersónulegra svona yfirleitt og líkara eins konar fjölmiðlaheimi. Eftir að kreppan brast á hefur bloggið að mestu leyti orðið kreppublogg. Menn blogga og blogga um hana og það sem henni tilheyrir. Flest er það alveg óbærilega leiðinlegt.
Sjálfur hef ég fyrir löngu fengið leið á blogginu. (Ekki er samt feisbúkkið skárra). En ég á enn eftir að koma ýmsum veðurfærslum á framfæri og þess vegna nenni ég að hanga við þetta.
Gleðin sem ég hafði af að blogga á tímabili er alveg horfin. Ég geri ekki lengur að gamni mínu af hartans lyst eða nýt mín á nokkurn hátt. Margir hafa líka helst úr lestinni í blogginu siðan ég byrjaði á þessu. Ekki síst var maður oft beinlínis að blogga fyrir einhvern, já, jafnvel uppáhaldspersónurnar sínar, eins og Zou og AK og Pönkínuna, sem maður vissi að fylgdust með. En nú fylgist víst enginn með. Eða þá þeir eru svo margir að maður verður feiminn.
Æ, já þetta er ekkert gaman lengur.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ó já, það er margt til í þessu hjá þér. Persónulega fannst mér skemmtilegast að blogga og lesa blogg á árunum 2002-2004. Nú er voðalega óáran í þessum miðli (sem öðrum). Væri Satan til þá væri Moggabloggið hans verk.
Þórdís (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 22:22
Ég er líklega ein þeirra sem er svona ferlega leiðinleg. Hef aldrei skrifað persónulegt blogg - og ætla ekki að gera það.
En ég les þitt blogg ALLTAF og mér finnst þú aldrei leiðinlegur, minn kæri!
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:22
Lára, þegar maður skrifar á þennan hátt sneiðir maður auðvitað framhjá mörgu og útdeilir alhæfingum. En þú ert ekki venjlegur bloggari, hvorki persónuleg eða ópersónuleg. Þú ert ríki í ríkinu í bloggheimum! Sannkölluð þjóðhagsstofnun og betri en sú sem lögð var af.
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 22:26
Maður er auðvitað ekki talin með þrátt fyrir að tilheyra hópi hýsterískra aðdáenda.
Eigðu þig addna kall.
Frusssssssssssss
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.2.2009 kl. 22:26
Þórdís: Þú barst í tal í dag milli mín og þessa fyrrverandi bloggara. Það var talað um þig lofsamlega og þess óskað að þú værir með okkur í spjallinu!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 22:29
Vei þeim sem móðgunum veldur! Ég hélt einmitt að þú værir líka búin að yfirgefa mig Jenný af því að ekkert onblogaskot hefur komið í háa herrans tíð frá þér!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 22:31
Hvernig dettur þér í hug að hysterískir aðdáendur yfirgefi þig þótt þeir trani sér ekki fram í hverju bloggi? Þú átt okkur með húð og hári - líka í veðurblogginu... tja, mig alltént.
Lára Hanna Einarsdóttir, 17.2.2009 kl. 22:38
Veðrið er svona lala, enda er smekkur okkar þar á skjön. En hafðu það í huga maður að stíga ekki á tær viðkvæmra aðdáenda.
Bið svo að heilsa kattarkvikindinu.
Jenný Anna Baldursdóttir, 17.2.2009 kl. 22:50
"...En nú fylgist víst enginn með."
Ég ætla að taka undir með Jennýju - eigðu þig bara kall!!
Hrrmmfff...
Malína (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 23:39
Vei þeim er hneykslunum veldur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 17.2.2009 kl. 23:52
Ég tek undir með þér & Tótu pönk, enda er hún Ezzgari.
Þetta er allt saman jenfólinu, stebbafr & láru hönnu að kenna !
Steingrímur Helgason, 18.2.2009 kl. 01:13
Allt hefur sinn tíma undir sólinni. Bloggið líka. Það er ekki ferskt lengur. Fyrsti bloggari landsins, Jón Eyþórsson, veðurfræðingur, bloggaði vikulega í útvarpið árum saman og aðrir á eftir honum. Þá hét það um daginn og veginn. Það blogg lifði lengi enda var það ekki bundið fréttum augnabliksins. Eða þá, að augnablikin voru stærri þá en nú til dags. Jafnvel svo stór að blindir menn og bændur norður í landi blogguðu og búktöluðu í útvarpið og þótti engum tiltökumál. Rammpólitískir.
Ég byrjaði að blogga í lok október, þegar ég fékk bréf frá syni mínum á fertugsaldri í útlöndum, sem sagðist ekki eiga neitt föðurland lengur. Það var mér um megn og ég varð að fá útrás. Nú er sú erting hjá og ég hef tekið út nokkurn bloggþroska. Fyrirferð þeirra sem "ropa þegar potað er í þá" eykst og umferðin er að hluta vonabís í pólitíkinni, sem eru á leið í framboð. Það getur aldrei orðið skemmtilegt. Það er eins og að vera á föstu og horfa á korteríþrjú umferðina á Óðali. Engin spenna.
Andrés Björnsson, útvarpsstjóri, bloggaði áramótablogg. Þau eru fágæti. Hann náði heljartökum á þeim, sem lögðu við hlustir. En hann vissi það ekki, því hann auðmjúkur og hlédrægur maður, sem gerði engar áberandi kröfur til viðurkenningar í lífinu. Öllu var á hann troðið og var honum raunar um megn í góðmennsku sinni.
Hann sat við fætur C.S Lewis. Í Oxford. Þar var Tolkien ekki langt undan. Þeir reyktu saman pípu yfir bjórkollu á kvöldin hann og Lewis. Þar heitir Eagle and Child og má auðveldlega finna við aðalgötuna.
Ef menn vildu blogga hér áður fyrr þá þurfti að koma því á prent. Í Skírni tam. Menn urðu að gefa út blað. Listirnar kröfðust síns. Þær fengu Birting. Allt var þetta fyrirhöfn og fórn. Keypt dýru verði.
Þess vegna var höndum ekki kastað til innihaldsins.
Bloggið er hluti þeirra menningar, sem fellur í okkarr skaut. Það snýst á hjóli tímans eins og öll okkar tilvera undanfarin misseri. Hraðar og hraðar með hverju andartaki þar til úr rýkur. Og við sjáum ekki fyrir endann á því frekar en forðum í september.
Á þessum víðsjárverðu bloggtímum er þó alltaf rúm fyrir þá, sem feta vilja í fótspor Jóns Eyþórssonar, sérstaklega ef þeir eru veðurfræðingar við alþýðuskap.
Sigurbjörn Sveinsson, 18.2.2009 kl. 01:32
Það er bara rugl að blogginu sé að fara aftur. Það eru að vísu miklu fleiri sem blogga eftir að Moggabloggið kom til sögunnar. Þeir sem halda að það sé hægt að fylgjast með öllum sem blogga sæmilega verða auðvitað fyrir vonbrigðum.
Þó mörg blogg séu eins og framhald af blaðagreinum eru góðu bloggin þarna innan um og saman við. Það er bara að finna þau. Ég hef lengi fylgst með bloggum og allskyns tölvutengingum allt frá dögum BBS-anna og veit alveg hvað þetta er.
Auðvitað fá þeir sem lengi hafa bloggað leið á því með tímanum. Þeir fá líka leið á ýmsu öðru þó það sé ekkert verra fyrir vikið. Það hvort bloggað er undir nafni, um sjálfan sig, dægurmálin eða eitthvað annað skiptir engu máli. Þeir sem á endanum dæma um gæði bloggs eru þeir sem lesa þau. Ekki skrifararnir og síst þeir sem hafa gefist upp.
Smekkur manna breytist og alltaf eru að koma nýjir kraftar í bloggheima. Samskiptin við aðra bloggara fara alveg eftir hverjum og einum. Sá sem bara les blogg þarf ekkert að kommenta frekar en hann vill og hver og einn getur haft samskipti við aðra bloggara með þeim hætti sem honum sýnist.
Sæmundur Bjarnason, 18.2.2009 kl. 01:36
Það er eitt sem ég fæ aldrei leið á. Það er blessað veðrið. Jafnvel þó það sé bölvað illviðri. Og minnist spakmælis vitringins mikla: " Veðurblogg er eina bloggið sem vitsmunaverum er sæmandi."
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.2.2009 kl. 01:49
Ég vona þá þín vegna að þú eigir eftir að finna þér einhvern sálufélaga með þér í þetta blessaða veður!
Segi ekki meira...
Malína (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 02:57
Jahérnamegin; Á bara ekki orð...
Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.2.2009 kl. 04:25
Sæll Sigurður.
það er mikið til í þessu sem þú segir - samt hef ég ennþá gaman af því að blogga og lesa blogg hjá öðrum, m.a. bloggin þín, þó ég setji ekki oft inn athugasemdir.
En ég tek undir það að bloggið hefur breyst. Í þeirri gnægð blogga sem komin eru fram er erfitt að henda reiður á öllu sem fram fer.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.2.2009 kl. 08:48
Og ég er orðlaus. Og ég sem ætlaði bara að þegja í gegnum 1 blogg heldur en að vera síkjaftandi. Ég les nú alltaf bloggið þitt síðan ég fór fyrst inn í það. Ómissandi. Og eigðu bæði kaffið þitt og köttinn þinn.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:19
Magn er ekki sama og gæði í blogginu. Ég sendi örsjaldan færslu einfaldlega af því ég hef lítinn tíma til þess, ekki vegna hrakandi gæða á bloggsíðum yfirleitt.
Ég tel að moggabloggið hafi skemmt út frá sér vegna þess að þeir nota það í hagnaðarskyni.
Þeir sem blogga þar eru í raun blaðamenn í sjálfboðavinnu hjá Árvakri. Þess vegna hætti ég hjá blog.is og stofnaði nýja síðu.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:33
Munið bara að vinsælustu bloggin eru ekki endilega best... Þetta er svona Pink Floyd vs Vanilla Ice muuhaha ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 09:37
Skiftast á skin
og skúrir.
Víst er vínberin
á-vextir súrir.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.2.2009 kl. 10:17
Þau ERU súr :)
Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.2.2009 kl. 10:19
Kæri Sigurður,
Ég les alltaf bloggið þitt vegna þess að þú ert á jörðinni og ekkert að setja þig á háan hest. Þú kemur með eðlilegar og jarðbundnar og mannlegar sögur. Og enginn kemst upp með neinn djöfulgang í friði fyrir þér, hvort sem það erum nú við (sem´aldrei´lesum bloggið þitt þó við gerum það alltaf: ) eða forseti landsins.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 11:01
Leiðist persónuleg blogg og "dagbókarfærslur", sneiði hjá þeim algerlega.
Georg P Sveinbjörnsson, 18.2.2009 kl. 16:49
Hversvegna tókstu aftur færsluna um Harald? Ég má til að spyrja og líka hvort þér hafi verið hótað eða þú fengið einhverskonar bögg frá fjölskyldu hans? Þeim er ekki vel um að þetta sé rætt. Skiljanlega, ef rétt reynist að það hafi verið fjölskylda hans sem lét gera honum þetta - ef það er þá satt.
Hann og Þórður Sigtryggson voru æskuvinir, en virðast ekki hafa átt neitt samneyti hvor við annan á fullorðinsárum, hvort þessi ógeðfellda "vönun" skipti þar höfuðmáli, eða bara það sem Þorsteinn Antonsson kallar katatóníu Haralds og þá erfitt að ná nokkru sambandi. Hann segir raunar
"Það sem átti eftir að henda Halla er bara ljótur og leiðinlegur draumur, sem mig varðar ekkert um."
Kuldalega, einsog hans var von og vísa.
Annars þykist ég dyggur lesandi þessarar síðu þinnar og geng í þennan kór hér að ofan, jafnvel veðurfærslna, sumra amk. Þó maður kommenti minna en maður lesi, þýðir það ekki að manni mislíki.
Ég þekki það vel sjálfur að vera að skrifa, eða blogga þá, fyrir einhvern sjálfur. Nú les mig enginn, og ég er frjálsari fyrir vikið!
Skarpi, 19.2.2009 kl. 15:51
Það er fullt af skemmtilegum bloggum ennþá, þau eru bara svolítið falin í magninu. Frekar fá af þeim eru moggablogg...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.2.2009 kl. 09:53
Persónulega finnst mér lítið um áhugaverð blogg þó þau séu auðvitað til og reyndar óraunhæft að gera kröfu um annað. Og ég fæ ekki séð, þrátt fyrir að sumir segi að svo sé, að blogg annars staðar, t.d. þau sem koma inn á Blogg-gáttina úr ýmsum áttum, séu yfirleitt eitthvað skárri en á Moggablogginu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 11:04
Vinsælustu bloggin, nánast alls staðar, finnst mér svo yfirleitt leiðinlegustu bloggin en þar eru samt mikilvægar undantekningar eins og t.d. Egill Helgason og Lára Hanna og nokkrir fleiri.
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 11:05
Og svo finnst mér þessi Nimbus alveg á síðasta snúningi og mætti nú alveg fara að halla sér og taka um þarfari iðju en þetta bloggbull sitt. Meira að segja hann Mali er farinn að sniðganga hann - og þó fyrr hefði verið!
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 11:08
sammála með þessi vinsælustu blogg, mjög fá af þeim eru sérlega skemmtileg. Gáttin er náttúrlega bara samsafn af öllu mögulegu, góðu bloggin geta alveg týnst þar eins og á mogga.
En það er bara um að gera að vinsa úr, ég setti upp bloglines hjá mér og þar inni eru þær síður sem ég fylgist með. Fer nánast aldrei inn á gáttina.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.2.2009 kl. 13:35
a. Við Glói bökuðum lummur úr gömlum hrísgrjónagraut í dag. Hann í fyrsta skipti, ég í fyrsta skipti í tuttugu ár. Þær heppnuðust bara ágætlega.
b. Það eru að koma kosningar og með þeim leiðindin. Mér hefur nefnilega fundist bloggið merkilegt undanfarna mánuði- ég held meira að segja að það hafi haft pólitísk áhrif.
c. Þetta er nú meiri endemis þokan.
María Kristjánsdóttir, 20.2.2009 kl. 21:52
d. Þú lést Kolbrúnu heldur betur hafa það í Mogganum í dag. Meiri endemis þvælan í henni!
Sigurður Þór Guðjónsson, 20.2.2009 kl. 22:15
Elsku Siggi; þú ert aldrei einn, enda krútt aldarinnar :)
Og ég er alltaf sammála öllu sem þú segir, svo að ég þarf ekkert að blogga sjálf - þú segir allt sem segja þarf.
PS Einkur át hænuna mína :/
gerður rósa gunnarsdóttir, 21.2.2009 kl. 09:50
Gerður Rósa: Ég sé það á lestrartölunum að ég er mikið lesinn þegar ég blogga sammfellt en á því er mikill misbrestur. Málið er að ég hef ekki lengur gaman af þessu. Það hefur eitthvað dáið inni í mér varðandi bloggið. En nú kannski lifnar eitthvað við það að lesa þetta frá þér! Smá væmni!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.2.2009 kl. 12:19
Sigurður hættir kannski að blogga. Það er hundfúlt. Síðan ég fór að lesa blogg hef ég ekki verið ósammála honum.
EE elle
EE (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.