Vítisenglar og útrásarpúkar

Vítisenglarnir fengu ekki að koma til landsins. Þeir eru víst glæpamenn. Samt eru þeir frjálsir menn með enga dóma á bakinu hér á landi. Alveg eins og útrásarvíkingarnir. 

Útrásarvíkingarnir  fá samt að valsa inn og út úr landi eins og þeim sýnist. Enda frjálsir menn með enga dóma á bakinu.

En af tvennu illu finnst mér mér samt Vítisenglarnir sannkallaðir himnaríkisenglar í samanburði við helvítis útrásarvíkingapúkana. 

Það er annars eitthvað bogið við réttlætishugsun dómsmálaráðuneytisins og stjórnvalda yfirleitt.

Hvað varð um byltinguna? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svavar Alfreð Jónsson

Þetta er munurinn á útrásarvíkingum annars vegar og innrásarenglum hins vegar.

Svavar Alfreð Jónsson, 6.3.2009 kl. 20:19

2 identicon

Erfitt að bæta neinu við þetta :-)

ASE (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 20:19

3 Smámynd: Offari

Eru ekki Vítisenglar í umsvifamiklum viðskipum eins og útrásarvíkingarnir?

Offari, 6.3.2009 kl. 20:31

4 identicon

Ég held að helvítis fokking útrásarvíkingarnir séu hættir að þora að koma til landsins.  Eiga það á hættu að verða grýttir í spað hérna.  Þeir halda sig í vellystingum erlendis með ránsfenginn sem þeir höfðu af íslensku þjóðinni.

Kannski vítisenglarnir séu nú orðnir sendisveinar þeirra hér á landi?

Malína (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:23

5 identicon

Akkúrat, útrásarvíkingana mætti prófa að loka út úr landinu.

EE elle (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 21:28

6 Smámynd: Eygló

Hefði sjálf viljað þessa Lilju kveðið hafa, Sigurður!

Eygló, 7.3.2009 kl. 03:26

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góður

Hólmdís Hjartardóttir, 7.3.2009 kl. 10:45

8 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta er alveg hárrétt athugað, sammála!

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.3.2009 kl. 11:03

9 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Mér finnst þú gera full lítið úr glæpum þessara ógeðfelldu samtaka sem ekki hafa vílað fyrir sér að myrða fólk, ræna og selja eiturlyf.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 16:09

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er ekki að gera lítið úr glæpum neinna samtaka sem slíkra, reyndar ekki að taka neina afstöðu til þeirra, heldur er ég að tala þá einstaklinga sem við sögu koma og hafa fullt ferðafrelsi og hafa ekki brotið lög á Íslandi. Ég er hins vegar að gera svolítið úr því að yfirvöld ákvarði svona mál eftir hentisemi. Menn sem engum skaða hafa valdið hér á landi sé meinað að koma til landsins en menn sem valdið hafa skaða fyrir svo að segja hvert mannsbarn fá eiginlega að vaða uppi.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.3.2009 kl. 16:18

11 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Dómskerfið mun taka á efnahagsbrotum og sú vinna er nú þegar hafin. Hins vegar eru meðlimir Hells Angels tengdir glæpasamtökum sem mjög mikilvægt er að koma í veg fyrir að nái ekki fótfestu hér á landi.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 16:29

12 identicon

Ég held það mætti halda bæði englunum og púkunum í burtu.  Ég missi engan svefn þó þessir englar komist ekki inn í landið. 

EE elle (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:19

13 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

''Verndi þig englar elskan mín'', var ekki einhver sem orti svo?

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband