8.3.2009 | 11:42
Máttlausar bænir
Í messunni áðan í útvarpinu var hinn himneski faðir beðinn um að gefa stjórnvöldum visku til að stjórna og margt og margt fleira var beðið um.
Allan græðgitímann var guð líka beðinn um að gefa stjórnvöldum visku.
Viskan varð samt aldrei að raunveruleika.
Bænirnar voru til einskis.
Hvernig nenna menn að halda áfram þessu bænatauti í hverri einustu lúterskri messu?
Má ekki leggja þennan meiningarlausa ósið niður?
Það er bara andskotans ekkert gagn af honum.
Meginflokkur: Guð sé oss næstur | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
"Hvernig nenna menn að halda áfram þessu bænatauti í hverri einustu lúterskri messu?"
Hvernig nenna menn að hlusta á þetta bænataut?! - segi ég nú bara.
Malína (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 14:25
Ég hlusta bara í þeirri von að heilagur andi snerti mig harða og hofmóðuga hjarta.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 16:52
Ég vil nú frekar halda mínu grjótharða gribbu- og steinhjarta heldur en að fá hjarta sem er uppfullt af guðsvæli og himnaríkisdóti.
Ojjj...
Malína (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:25
Þér er ekki viðbjargandi Malína. Guð hjálpi þér bara!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 19:49
Þegar ég sé prest fara með bænir þá dettur mér í hug villimaður úr týndum þjóðflokk frá Amason.
Hugsið ykkur, fólk árið 2009 með hátt í milljón á mánuði fyrir að tala við ímyndaðan fjöldamorðingja sem pyntar alla sem elska hann ekki.
Ekkert er heimskulegra, lágkúrulegra en svona heimska :)
OG hugsið ykkur að þetta lið fær aðgang að börnum okkar í skólum landsins... íslendingar eru vitleysingar :)
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 14:27
Það er von að þú spyrjir.
Ég fer oft inn á bloggið þitt og líkar vel, einkum samtal ykkar Malínu. Sé sé ekki betur en milli ykkar séu einstakir dáleikar.
Í þessu efni dreg ég þinn taum, en ekki hennar.
Bænin er mér blessun í sjálfri sér og þó ég hafi oft orðið fyrir vonbrigðum og fundist Guð algjrlega á villigötum með viðbrög eða engin viðbrög hef ég líka dæmi um ótrúlega beina bænheyrslu.
Þrátt fyrir reiði gegn Guði stundum vildi ég ekki án hans vera og þess að mega biðja hann.
Ég trúi sem sagt á afskiptasaman Guð, en ekki fjarlægan.
En í mér eins og að ég held öllum býr samt efinn.
Ég er að les bók sem heitir Syndirnar Sjö er er eftir Finnan Jaakko Heinimäki og var skrifuð á tímum hrunsins í Finnlandi. Hún kom út hjá Bjarti 2003 þýdd af Aðalsteini Davíðssyni. Mæli með henni. Þunn, en ekki létt.
Ég er að komast á þá skoðun að ég verði að fara að koma mér upp bloggi. Sennilega tímabært þegar aðrir eru á Facebokk og Twister.
Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 14:38
Hólfríður... meintar bænheyrslur eru ekki óeðlilegar, þetta er eins og að lesa stjörnuspá... hún mun eiga við einhvern, því fleiri sem lesa, þvi meiri líkur að einhver telji spá eiga við sig.
Bænir eru vitleysa, guðir eru bara til í höfði fáfróðra + þeirra sem eru aldir upp við að trúa á ævintýr.
Sorry en svona er þetta bara.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 20:43
DoctorE
So?
Ef svo er er ég sátt við að vera fáfróð og alin upp við að trúa á ævintýri.
Ég ætla ekki að munnhöggvast við þig, en óska þér alls hins besta
H.P.
Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 22:35
Megi faðir vor hjálpa ykkur ef hann er þarna.
EE elle (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 23:28
So.... þroskast Hólmfríður, ég hugsa að þú sért of gömul til þess að eiga þykjustu pabba í geimnum.
DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 10:07
DoctorE.
Þakka þér fyrir umhyggju þína, eða er eitthvað annað sem rekur þig til að svara öllum þeim sem vilja trúa, eða er það bara kristið fólk sem þú vilt telja trú um að trú sé blekking? (ef ég skil þíg rétt )
Það er rétt hjá þér að ég er ekkert unglamb lengur og er mjög sátt við það.
Það vinnst ýmislegt með aldrinum, reynsla, menntun, umburðarlyndi og nokkuð ljós mynd af því sem maður telur mikilvægast í lífinu.
Ég held ég sé hvorki heimsk né auðtrúa og ég hef lesið The God Delusion. En ég segi bara fyrir mig að ég hef komist að því að Það að geta treyst Guði fyrir mér og mínum er það sem ég vil síst án vera.
Svo vona ég að þú þurfir ekki orðabók til að skilja þetta gamalmennatungutak.
Ég held að það sé ekki til neins að við séum að skrifast svona á sérstaklega ekki á síðu sem hvorugt okkar á.
Ég reyni ekki að telja þig ofan af skoðun þinni og ég vona að þú hafir þá sómatilfinningu að hætta að reyna að fá mig til að skipta um skoðun.
Ég held að þú sér heldur ekki heimskur og vel að taka skrif þín sem velvilja í minn garð en eigum við ekki að segja þetta sé nóg að þessu sinni?
Kveðjur, H.P.
Sigurður Þór, Ég hálf skammast mín fyrir að vera að skrifast á við DoctorE á síðunni þinni.
Sigurður Þór
Hólmfríður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 17:46
Kristni, íslam,gyðingdómur blah... þetta er allt púra bull, þú veist það alveg innst inni.
Þú talar eins og meðalkrissi, ekki reyna að fá mig til að skipta um skoðun.. það má ekki segja neitt um delusionið mitt, ég er happy í mínu delusion.
Hefur þú annars lesið biblíu?... hefur þú séð hversu steikt þessi bók er, hversu lítils virði konur eru... hversu mikill fantur og morðingi meintur guð er?
Hvernig getur nokkur manneskja játað trú á slíka skepnu... allir ættuað gleðjast yfir því að þetta er skáldskapur.
Af hverju skammast þú þín fyrir að tala við mig á þessari síðu.. .í contexti við pistil og alles, eru það fordómar úr biblíu, hún segir jú að fólk eigi að drepa þá sem reyna að koma vitinu fyrir þann trúaða, að sá trúaði eigi glaður að grýta ættingja sína til bana ef þeir efast um tilvist einræðisguðsins :)
DoctorE (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 21:51
DoctorE er mikill trúmaður. Trú hans brennur í hjartanu. Hann er maður með erindi. Fagnaðarerindi! Það má sjá hér að ofan: "allir ættu að gleðjast yfir því að þetta er skáldskapur". Þetta er hans gleðiboðskapur. Samræða hans hefur forsendur í að trúað fólk bulli og að guð þeirra sé fjöldamorðingi etc.
Það er auðvitað ekki hægt að eiga í vitibornum samræðum af þessu tagi. Enda er trúin fullvissa um hluti, sem ekki verða séðir eða rökstuddir út frá skynsemissjónarmiðum. Krossinn er hneyksli skynseminnar. Þetta er allt saman viðurkennt af hinum kristnu. Þeir gera enga kröfu til þess að grundvöllur trúar þeirra sé fundinn með mælistiku raunvísindanna. Þetta viðurkennir HP fúslega en DoctorE espast bara.
Páll postuli, sem Sigurður A. Magnússon segir vera einn gáfaðasta mann mannkynssögunnar, var menntaður í grískri þrætubók. Hann var sömu skoðunar og ég hef skýrt hér að framan. Einu sinni reyndi hann aðferð þrætubókarinnar við Aþeninga og er athyglisverð frásögn af því í Pálssögu Lúkasar læknis. Páll hafði ekkert erindi og er skilmerkilega frá því sagt.
Þannig er það nú minn kæri DoctorE en trúarhiti þinn er aðdáunarverður og þú tekur mörgum trúmanninum fram að því leyti.
Sigurbjörn Sveinsson, 12.3.2009 kl. 12:08
Keep it real & question everything er mitt mottó Sigurbjörn.
Guðirnir eru ekki real... og samkvæmt bókunum eru þeir fjöldamorðingjar, ég er ekki að skálda þetta upp, it say's so in the bible.
DoctorE (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 16:12
Hér mega menn skrifast á sín á milli eins og þeir vilja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.3.2009 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.