8.3.2009 | 11:52
Vonbrigði Kolbrúnar
Slakt gengi Kolbrúnar stafar fyrst og fremst af því að fólk finnur að hún er innantóm blaðurskjóða sen enginn flokkur getur verið stoltur af.
Slíkt fólk á ekki að vera einn atkvæðamesti fulltrúi nokkurs flokks hvað svo sem skoðunum líður.
Menn eru ekki á móti Kolbrúnu af því að hún gefi ekki ''afslátt'' í umhverfismálum eða kvenfrelsismálum heldur af því að málfutningur hennar er oft illa hugsaður og yfirborðslegur.
Keik og stolt í sjötta sætinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Maður á ekki að sparka í fólk sem tapar. Það er nóg úrval af stórhættulegum valdadindlum og velunnurum þeirra ef maður vill sparka - sem er oft auðvitað gott.
María Kristjánsdóttir, 8.3.2009 kl. 12:27
É
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 12:47
Ég er ekkert að sparka í neinn en er að skýra út hvers vegna hún tapar og er mjög ánægður ef hún hverfur af þingi. Málflutningur Kolbúnar skánar ekki þó úrval sé af stórhættulegum valdadindlum. Hún er ekki gott mótvægi gegn þeim.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 12:50
Mér finnst að bloggið eigi ekki að vera vettvangur fyrir persónuleg atyrði gegn einstaklingum - þó þeir séu í pólitík.
Kolbrún er afdráttarlaus kona - það er kostur að mínu mati. Hafi menn persónulega fyrirvara á manneskjunni finnst mér það ekki eiga erindi inn í pólitíska umræðu hér á blogginu.
Það er mín skoðun - og ekkert persónulegt við hana.
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 8.3.2009 kl. 13:56
Það er heldur ekkert persónulegt við það þó ég fullyrði aðmaálflutningur Kolbrúnar sé ekki boðlegur.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 14:02
Athugasemdr tveggja þekktra ''vinstri' kvenna koma mér á óvart. Ég er að tala um það að Kolbrún sé blaðurskjóða í opinberum málflutningi ekki að hún sé ómerkileg manneskja.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 14:05
Hér kem enn ein vinstri kellingin - og ég er svo sammála þér um hana Kolbrúnu. Farið hefur fé betra. Og Árni Þór Sigurðsson hefði mátt detta út mín vegna.
Ég er hins vegar mjög ánægð með árangur Svandísar Svavarsdóttur í prófkjörinu - svo ég reyni nú að segja eitthvað jákvætt.
Malína (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 14:19
Nú þekki ég Kolbrúnu ekki neitt, en það sem kemur útúr henni er ekki í þágu almennings yfirleitt. Hvernig svo VG dettur í hug að gera hana að umhverfisráðherra Íslands er ofvaxið mínum skilningi. Sem þingmaður getur hún blaðrað sig hása, sem ráðherra á hún eða hver sem er, að vera okkar fyrst, sín og VG svo!
Björn Finnbogason, 8.3.2009 kl. 14:26
Og mér finnst það einkennilegt að ráðist sé gegn mér fyrir að segja það sem mér finnst: að málflutnignur Kolbúnar sé grunnur og yfirborðslegur. Svo finnst mér ég eiginlega ekki vera rétti maðurinn til að saka um persónulegar árásir því það hef ég forðast. Ég er að tala um opinbera persónu og málftuning hennar. Ég vísa því ásökun Ólinar því til föðurhúsanna. En eitt veit ég: Hefði ég verið að gera athugaaemdir við málfltuning miðaldra Framsóknarmanns hefðu þær konur sem hér láta uppi vanþóknun sína látið sér vel líka.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 14:29
Og þessar tvær vinstri konur, María og Ólína, eru tvær af þeim bloggvinum mínum sem ég met mest!!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 14:32
Það er mjög skiljanlegt að Kolbrún skyldi fá ráðherraembætti þar sem hún er búin að starfa í VG af atorku og dugnaði frá upphafi þeirrar samkundu. Hins vegar hefur það ekkert með hæfi hennar sem ráðherra að gera, það þarf jú að launa fyrir vel unnin störf og skiptir þá engu máli hvort það er þjóðinni til þurftar eða óþurftar. En kannski var þetta snjallt útspil að leyfa henni að vera ráðherra í 80 daga, þá er auðveldara að halda henni frá ráðherrastóli í alvöru ríkisstjórn þegar og ef að því kemur.
corvus corax, 8.3.2009 kl. 16:08
Svo ég verði líka jákvæður: Húrra fyrir Svandísi og Katrínu!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 16:48
Ég vona bara að Ólína eigi ekki við að pólitískar persónur eigi að vera friðhelgar á blogginu. Það vill víst þannig til, að pólitík er mannanna verk sem borin er fram af einstaklingum. Vondir kokkar geta aldrei borið fram góðan mat né slæmir pólitíkusar boðið uppá æta pólitík.
Jóhannes Ragnarsson, 8.3.2009 kl. 17:02
Já, ég gleymdi því - húrra fyrir Katrínu líka! Ég vona að hún verði áfram ráð"herra" (verður ekki að fara að breyta þessu orði?!).
Malína (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:15
Kolbrún hefur verið ötul baráttukona fyrir kvenréttindum og gegn vændi og harma ég því slakt gengi hennar nú þegar mest ríður á í baráttunni fyrir þessum málum.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.3.2009 kl. 18:15
Það eru til ötular konur fyrir kvenréttidnum og gegn vændi sem vanda málflutning sinn betur en Kolbrún.
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 18:27
Kolbrún hefur líka verið ötul kona í baráttunni fyrir náttúruvernd og mér finnst hún hafa vaxið í starfi sem þingmaður. Og hvar finnst sá - sem lætur ekki útúr sér einhverja andskotans vitleysu á ævinni? Svo finnst mér svo ég haldi nú væmninni áfram: þetta vera ótrúlega flottar konur allar saman sem raða sér á þennan lista.
María Kristjánsdóttir, 8.3.2009 kl. 18:39
Og svo gleymdi ég náttúrlega aðalatriðinu: Hvað þú ert flottur þó þú hafir látið þetta út þér!
María Kristjánsdóttir, 8.3.2009 kl. 18:41
Þetta er frábær listi! Það skal ég viðurkenna á hnjánum. Og aldrei í lífinu skal ég láta svona ósóma út úr mér aftur!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.3.2009 kl. 18:50
Þið eruð virkilega hugljúf hér í síðustu kommentum, ágætu bloggvinir ;)
Hlédís, 8.3.2009 kl. 22:03
Sammála síðasta ræðumanni. Allir sáttir í háttinn.
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 23:08
Ég held í sannleika sagt að Kolbrún sé einna fróðust allra Íslendinga um umhverfis- og náttúruverndarmál og flest sem að þeim lýtur.
Það kæmi mér ekki á óvart að það hafi verið vegna þeirrar þekkingar sem hún býr yfir í þeim málaflokki að hún var gerð að umhverfisráðherra.
Og ég held líka að slakt gengi hennar í prófkjörinu hafi ekkert með umhverfis- eða náttúruverndarmál að gera.
Ég gæti svo líklega nefnd ótalmarga þingmenn og ráðherra hverra málflutningur hefur verið svo illa ígrundaður og yfirborðslegur að Kolbrún kæmist ekki með tærnar þar sem þeir hafa hælana í því sambandi.
Og hananú!
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2009 kl. 00:42
Ég hef einmitt, minn kæri nágranni Lára Hanna, heyrt Kolbrúnu fara með þvílíka steypu um gróðurhúsahlýnuna að það hálfa væri nóg.
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.3.2009 kl. 01:17
Það má alveg halda því til haga að KH lýsti því yfir í sjónvarpsviðtali að hún vildi láta fangelsa Davíð Þór Jónsson fyrir að ritstýra tímaritinu Bleikt og blátt. Hún skilgreindi blaðið sem klámrit.
Einnig má halda því til haga að hún vildi láta Ásatrúarfélagið - eitt allra trúfélaga - borga 800 þúsund króna klósettskatt í hátíðarhöldum vegna kristnitökuhátíðar á Þingvöllum árið 2000.
Jens Guð, 9.3.2009 kl. 01:27
Gaman að þessu: "...minn kæri nágranni..."
Það sem einum finnst steypa um gróðurhúsaáhrifin finnst öðrum tær sannleikur. Skoðanir eru svo skiptar um þau mál að það er alveg skelfilegt. Oft hefur mér fundist þær skoðanir fara eftir pólitískum línum - en það er alls ekki algilt - og forsendur sem fólk gefur sér og upplýsingar sem það byggir á eru misvísandi í meira lagi.
Ég er sannfærð um að ef ég myndi reyna að tjá mig um þau mál myndi ansi mörgum finnast það vera tóm steypa.
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2009 kl. 01:28
Sammála þessu síðasta!
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.3.2009 kl. 01:30
Það sem Jens segir þarna er einmitt í dúr við það sem ég skrifaði í athugasemd hjá Friðrik Þór. Það eru ekki umhverfis- og náttúruverndarmálin sem valda slöku gengi Kolbrúnar heldur allt önnur mál.
Lára Hanna Einarsdóttir, 9.3.2009 kl. 01:31
Undirrituð er fædd utan trúfélaga- OG finnst tími til kominn að Lútherska kirkjan á Íslandi fari að halda sér uppi á safnaðargjöldum frá heittrúuðum stuðningsmönnum. Hún má mín vegna greiða nokkra milljóna kamargjöld ef skundar aftur á Þingvöll árið 2100. - Er þó til í að sleppa þeirri gjaldtöku - verði hún þá löngu komin af ríkisjötunni. Læt vera að ræða Kolbrúnu ráðherra - en sýnist að gengi íslenskra stjórnmálamanna tengist oft einhverju allt öðru en verðleikum þeirra.
Hlédís, 9.3.2009 kl. 09:01
Mikið svakalega er ég sammála þér Sigurður.
Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 11:17
Kannski fer það eftir pólitískum línum eins og Lára Hanna segir. Þannig að ef við kjósum Kolbrúnu H. og Steingrím J verður alltaf kalt.
EE elle (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 12:12
Kolbrún talar niður til fólks sem henni finnst ekki nógu gáfað eða sammála henni, þetta er gjarnan svona hjá vinstri fólki.
Sá nú viðtal við hana um daginn í þinghúsinu þar sem hún var svo leiðis að reyna reka ofan í fréttamanninn af því að hann spurði spurninga. Hugsaði með mér að ef hún yrði lengur en 3 mánuði við völd þá værum við komin með góðan kandítad í nýjan Davíð Oddson þegar kemur að hroka. Hún var með svona orðalag "ég skal nú bara segja þér það Helgi minn" og þar fram eftir götunum.
Hún sagði líka einusinni að það þyrfti ekki karla í jafnréttisráð af því að það væri bara konur sem yrðu fyrir ójafnrétti. Henni finnst t.d. félag ábyrgra feðra(nú foreldra af jafnréttisjónarmiðum), vera eitt það ansalegasta sem hefði litið dagsins ljós, sérstaklega í þessu ferðaveldi sem við búum í þegar kemur að forræði þeirra yfir börnum sínum.
Kolbrún veit örugglega mikið um umhverfismál og kvennréttindi, en maður myndi kannski bera smá virðingu fyrir henni og því sem hún er að segja ef hún hætti að tala með rassinum.
Reyndar finnst mér flestir í VG tala með rassinum og að það sé ekkert nema prump sem komi frá þeim, þeir í spaugstofunni eru búnir að fatta það með Skallagrím yfirfretara og þá hlýtur það að vera rétt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:02
Ekki er gott að heyra um kvenréttinda-"postula" sem veit ekki að jafnrétti varðar alla menn, konur sem karla! Skil vel að konan ergi fólk ef hún er enn stödd þarna í jafnræðishugsjóninni.
Bjössi "prump" er ef til vill að ýka?
Hlédís, 9.3.2009 kl. 17:18
Fyrirgefið - mislas. BJÖGGI "prump" var það!
Hlédís, 9.3.2009 kl. 17:19
Hvað er ég að ýkja, ef þú ert að tala um umæli Kolbrúnar skipan í jafnréttisráð þá er hægt að finna þau á vef Alþingis, hún sagði þetta í ræðustól. Skrifaði að vísu pistil sem VG sögðu vera afsökunarbeðni frá henni, hún sagði það ekki. Ég gat ekki séð neitt sorry í þessum pistli hennar sem örugglega enginn las.
Kolbrún hefur láttið fleirri umdeild ummæli falla, en þetta finnst mér bara svo lýsandi fyrir hana og jafnréttisstefnuna. Svandís segir t.d. að kynjakvótir gildi ekki fyri VG í Reykjavík af því að kynjakvótar eru til þess að tryggja stöðu kvenna.
Sorry en VG er fullt af fólki sem segir eitt og gerir annað. Ég gæti setið hérna í allan dag og talið upp dæmi.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 17:32
Þakka þér fyrir upplýsingarnar Bjöggi! Fer að skilja lágt mat á konukindinni! Finnst líka að konur þessar ættu að gleðjast yfir þeim góða árangri sem það sýnir að beita þarf kvótanum "öfugt" miðað við upprunalega tilganginn.
Hlédís, 9.3.2009 kl. 17:40
Félag ábyrgra feðra fannst mér eitt göfugasta, nauðsynlegasta og virðingarverðasta félag landsins. Og sem einna verðugast var að styðja við. Ég harma það ef persóna í yfirvaldi, hafi látið orðin sem Bjöggi lýsir falla um Félag ábyrgra feðra. Líka er sorglegt ef einhver kona heldur að 50/50 menn/konur eigi bara við á einn veg, sem sé einstefna. Og ef Bjöggi getur gefið okkur dagsetninguna sem KH sagði þetta vil ég geta gáð.
EE elle (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 18:01
Þetta var einhvertíma í janúar 2008. Hún segir þetta kannski
ekki alveg eins og ég seigi þetta, en það má lesa það sterkt út úr því.
Hún var á móti því að fá fulltrúa frá foreldrajafnrétti(áður félagi ábyrga
feðra) og vildi fá fulltrúa frá félagi einstæðra foreldra (áður félag
einstæðra mæðra). Munurinn á félögunum er að það eru fleiri karlar í örðu
og konur í hinu og tilnefndir fulltrúar í jafnréttisráð af ráðandi kyni úr
hvoru félagi.
Kolbrúnu leist heldur ekkert á þau rök að það væri til þess fallið að jafna
út kynjahlutföllin í jafnréttisráði ef fulltrúi frá foreldrajafnrétti fengi
sæti. Það var af því að karlmaðurinn er normið en ekki konan og því þurfti
að breyta. (innskot frá mér: ég hefði t.d. haldið að normið hallaði soldið
í áttina að réttindum mæðra þegar kemur að einstæðum foreldrum)
Henni fannst fáránlegt að fá fulltrúa úr þessu félagi inn í jafnréttisráð
og sagði að það væri alveg eins hægt að fá fulltrúa úr einhverju
fótboltafélagi inn í ráðið. Hún talaði líka um að það væri ólíklegt að við
myndum ná fram jafnrétti ef karlar væru að vinna að því. Hún virðist vera búin að biðja afsökunar á þessu, opinberlega (að mínu mati
frekar pent) og í bréfum til foreldrajafnréttis.
Breytir því ekki að þessi framganga hennar finnst mér lýsa henni vel,
fylgist oft með alþingi á daginn(samt bara með örðu auganu). Hún var bara
illa böstuð þarna.
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 18:37
Það er eitthvað að, málsgreinarnar eru allar slitnar í sundur hjá mér. Það vildi heldur ekki skipta um línu þegar ég var að skrifa þetta inn, glugginn lengdist bara til hægri hjá mér. Nenni ekki að skrifa þetta aftur inn, er þetta nokkuð of ruglingslegt hjá mér?
Bjöggi (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 18:46
Þótt ég sé ekki hrifin af Kolbrúnu þá verð ég að segja að umræðan hérna er að verða skuggalega weird.
Malína (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 19:01
Jæja, fann þetta sem Bjöggi vísaði í, frá 15. jan. sl. Að mínum dómi liggur það sem hann lýsti, í orðum KH: KH vildi heldur notast við fulltrúa félagsins Félag einstæðra foreldra en félagsins Félag um foreldrajafnrétti. Og bendir á að það hafi til skamms tíma heitið Félag ábyrgra feðra:
http://www.althingi.is/raeda/135/rad20080115T143505.html
EE elle (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:00
Allt sem Sigurðurður skrifaði er satt, menn eiga alltaf að segja satt... það stendur meira að segja í biblíunni :)
Ólína er bara í ofurþykjustukærleikagír, act for her political part; Yfirborðskennt og gefur ekki góða von með hana... þannig er það nú bara.
Mér finnst sú pólitik sem er í gangi í dag vera akkúrat það sem við þurfum ekki á nýju íslandi... þetta er nákvæmlega 100% sama bullið og hefur verið.
DoctorE (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:07
Ég vissi að DoctorE hefði verið að þvælast í kirkjunni við biblíulestur.
EE elle (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 21:22
Ég ætla ekki að segja orð um þá FRÁBÆRU KONU Kolbrúnu Halldórsdóttir.
En...
Þú gerir upp á milli kvenna. Núna ertu að dandalast utan í Maríu og Ólínu og metur þær mest! HA?
Oss hinum er misboðið.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2009 kl. 11:17
Segi það nú. Jes- -
EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:59
Það er nú svo og svo er nú það að fólk sem er á þingi og að drattast um í pólitíkinni má vel taka smá gagnrýni. Nú veit ég ekkert hver þessi blessaða kona er, en megi henni farnast vel í lífinu.
Ólafur Þórðarson, 14.3.2009 kl. 01:58
Er Nimbusinn búinn að yfirgefa okkur?
Hver dagur er sem þúsund ár...
Malína (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 20:58
Kannski líkar honum ekki lengur við okkur?!
EE elle (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 21:59
Var honum sagt upp af blog.is?
Ólafur Þórðarson, 15.3.2009 kl. 00:12
Kannski fór hann að sættast við KH?
EE elle (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 01:03
Hann er líklegast að flytja! Eða alfarinn á fésbókina. Þar er fjörið, segir hann.
Sigurbjörn Sveinsson, 15.3.2009 kl. 12:28
Malína (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 02:58
Við erum vonsvikin.
EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 19:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.