Stend með hústökufólkinu

Það er ekki eins og hústökufólkið sé einhver óaldarlýður.

Þetta er ungt fólk sem vill fremur nota mannlaus og auð hús til menningarstarfsemi en láta þau standa auð.

Nú er að sjá hvort valdi verður beitt - til að verja engan málstað.


mbl.is Hústökufólk beðið um að víkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

sammála!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.4.2009 kl. 16:21

2 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég líka!

María Kristjánsdóttir, 14.4.2009 kl. 16:48

3 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Það er hið besta mál að hústökufólkið komi kastljósi fjöðmiðla á þessi hús og þá vanvirðu að láta húsin grotna niður engum til gangs og okkur til vansa.

Þessi hópur á minn stuðning,en átök við Lögreglu tel ég ekki til góðs 

Sigurlaugur Þorsteinsson, 14.4.2009 kl. 16:48

4 identicon

Ég er þessu algerlega ósammála. Þetta er ekkert annað en bölvaður skríll sem fótumrtreður stjórnarskrárbundinn eignarrétt. Ég held að þessir krakkar ættu að finna sér eithvað þarfara til dundurs heldur en svona háttarlag.

NN (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:58

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Framkoma þessa fólks higað til ber því ekki vitni að það sé skríll.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 17:06

6 identicon

sæll Sigurður

Hugtakið "skríll" má skilja á ýmsan hátt. Það er kanski ekki aðalatriðið, hitt finnst mér meira atriði að það er jú einhver sem á húsið, ekki satt? Þó hann búi ekki í því, er hans mál og við verðum að virða þá ákvörðun hans. Ef við látum þetta viðgangast, hvernig endar það Sigurður? Ef þú fer í sumarfrí í 2 vikur, geturðu ´þá ekki átt von á heimsókn og hústöku?

kv.

NN 

NN (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:12

7 identicon

Sigurður Þór Guðjónsson: "Framkoma þessa fólks higað til ber því ekki vitni að það sé skríll".

Ekki sá ég betur en þetta væri sama fólkið og grýtti lögregluna á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni. Þetta er kannski enginn skríll en alla vega þar högðuðu þau sér eins og skríll.

Ef þú sér eitthvað sem gengur eins og önd, gaggar eins og önd, tínir brauðmola eins og önd o.sv.frv. Hvað gæti þetta verið?

Hugsanlegt að þetta sé önd?

Sleggjan (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:17

8 identicon

NN, það er líka einhver sem „á“ fiskimiðin, það er einhver sem „á“ höfundaréttinn á Fóstbræðrum, það er einhver sem „á“ aðferð til að búa til ákveðið lyf, tölvuforrit eða malbika götur. Það er einhver sem „á“ peningana sem þú ert þröngvaður til að nota, það er einhver sem „á“ bankann sem að öllum líkindum „á“ húsið þitt og bílinn þinn.

Hvernig heldurðu að ríku peningakallarnir eignuðust svona fáránlega mikið til að byrja með??? Ætli þeir hafi ekki farið og tekið það með svipuðum hætti og skríllinn? Nema bara ekki til þess að hella upp á kaffi og lesa ljóð, heldur til þess að kúga og stela.

Því það er einhver sem „á“ vinnuframlag verkafólks hjá t.d. HB Granda, og einhver „á“ fjöll, lóðir og fugla sem villast inn á landið sem einhver „á“. Viðkomandi „má“ nota það sem hann „á“ (vinnuframlag verkafólks, hús, lóur eða fljót) eins og hann vill. En það þýðir ekki að það eigi að vera þannig.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:25

9 identicon

Sleggjan:

Ég verð að fá að leiðrétta lygarnar í þér, og vilja þinn til að spyrna saman eplum og appelsínum.

NEi! þetta er ekki sama fólkið og grýtti lögregluna í búsáhaldabyltingunni.

Nei! ég þekki marga þarna, og nei þau myndu ekki grýta einn né neinn. Hinsvegar gætu sumir þeirra hafa stillt sér upp fyrir framan lögregluna til að verja hana fyrir grjótkasti.  Og eins höfðu sumir þeirra hönd í bagga með að biðja fólk um að kasta ekki flugeldum í lögregluna í mótmælunum.

BB (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:38

10 Smámynd: Ingólfur Þór Guðmundsson

Rúnar Berg: Gæti ég sem einn af eigendum bankanna flutt inná þig (ef þú á annað borð býrð í eigin húsnæði ) ?

Sem eigandi, þá hlýt ég að vera guðvelkominn...

Ef þú átt bíl, get ég tekið hann á þeirri forsendu að þú sért ekki að nota hann ?

Eins og sagt var hér að ofan, þá er einhver sem á húsið, og vill pakkið burt úr húsinu !

Ég skil ekkert í Rúnari og Sigurði Guðjónssyni að opna ekki heimili sín uppá gátt fyrir þessu fólki...

Ingólfur Þór Guðmundsson, 14.4.2009 kl. 17:42

11 identicon

Rúnar

Við skulum halda okkur við málefnið en ekki vaða út í mýrina. Hér er um að ræða eitt stykki hús sem er ekki í notkun og er í eigu einhvers, og sá eða sú þarf ekki endilega að vera einhver auðmaður, áttaðu þig á því. Eigandinn getur þessvegna verið gömul kona á Grund. En, þetta er eign sem er í eigu þessa aðila og það á bara að virða það, svo einfalt er það.  Ekki vaða yfir allt og alla á skítugum skónum.

NN (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 18:41

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sýndu á þér andlitið NN.

Ef menn mega enn hugsa á Íslandi er fróðlegt að reyna að sjá þetta athæfi krakkanna í félagslegu samhengi. Þau hafa sínar hugmyndir og þau eru í andófi vegna þess sem gerst hefur síðustu mánuði. Miðað við aðstæður þurfa menn ekki að vera hissa. Þetta er einmitt það sem búast má við. Það leysir engan vanda að hrópa um skríl. Málstaður hústökufólksins á áreiðanlega heilmikinn hljómgrunn í ýmsum blæbrigðum. Og það er viðbúið að fleira ámóta atburðir eigi eftir að gerast. Sérstaklega ef víkingasveit lögreglunnar lætur til skarar skríða t.d. á næturþeli þegar viðnámið er minnst. Þessir atburðir, rétt fyrir kosningar og það sem af þeim getur hlotist, getur hæglega haft áhrif á útkomu kosninganna og allan blæ þjóðfélagsins á næstunni. Þetta er þjóðfélagsledg undiralda sem er að ná til yfirborðsins.

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.4.2009 kl. 19:04

13 Smámynd: Einar Karl

Ekki sá ég betur en þetta væri sama fólkið og grýtti lögregluna á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni.

Sleggjan, við megum ekki dæma fólk af útlitinu einu saman. ÞEkttirðu einhver andlit hústökufólks? Eða meinarðu að þau voru eins klædd og eitthvert af fólkinu á Austurvelli?

Fullt af miðaldra köllum ganga til vinnu í gráum jakkafötum og bindi. En þeir eru alls ekki allir glæpamenn, þó sumir séu það vissulega!

NN: Það er ekki gömul kona á Grund sem lætur þetta hús með fimm íbúðum standa tómt og viljandi grotna niður. Þetta tiltekna hús er sagt  tilheyra eignarhaldsfélaginu ÁF-hús sem á fleiri húseignir í kring, væntanlega margar hverjar tómar.

Einar Karl, 14.4.2009 kl. 19:04

14 Smámynd: Finnur Bárðarson

Gott hjá unga fólkinu þó ekki nema til að hrella smáborgarasálirnar

Finnur Bárðarson, 14.4.2009 kl. 19:38

15 identicon

NN. Það er stigsmunur á því að taka íbúð af gamalli og eignarhaldsfélagi. Í fyrsta lagi að hús gömlu konunar er í notkun, ekki eignarhaldsfélagsins. Konan hefur sennilega bara þessa íbúð, ekki eignarhaldsfélagið. Konan þarf húsaskjól til að lifa, ekki eignarhaldsfélagið. konan hefur að öllum líkindum unnið fyrir íbúðinni sinni, en eingarhaldsfélagið hefur líklegast hyrt það í nafni „frjálsra“ viðskipta með peningum sem það hyrti af gömlu konunni.

Ingólfur Þór: Fyrst þú spurðir þá hef ég lagt það í vana minn að eiga ekkert sem ég nota ekki, til dæmis þá gaf ég fólki sem vantaði eldunaraðstæðu aðgang að íbúðinni minni yfir tímabil sem ég þurfti ekki að nota hana (sum sé, ég hef opnað heimillið mitt fyrir þessu fólki). Taktu eftir því að það er eðlismunur á notkunarrétti og eignarrétti. Skríllinn er að setja notkunarréttinn ofar eignarréttinum en ekki að svipta neinum notkunarrétti, ef að nokkrir kapítalistar myndu skilgreina mig gjaldþrota og reka mig úr íbúðinni minni, þá væru þeir að svipta mig notkunarrétti. Skríllinn er ekki að því. Hann er að nota það sem annar á en notar ekki, en kapítalistarnir hafa lagt það í vana sinn að banna fólki að nota það sem þeir eiga.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:45

16 identicon

*af gamalli konu

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband