21.4.2009 | 10:05
Ofsi og óeirð um Evrópusambandið
Ég get ekki séð að nokkrar rökræður að heiti geti hafi farið fram um það hvort Íslendingar eigi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Menn skiptast bara í andstæðar fylkingar, sem skeyta ekkert um mótrök gegn sinni eigin skoðun sem þeir setja oftast fram með látum og offorsi.
Stóryrði og brigslanir á báða bóga.
Litið vit og lítið jafnaðargerð.
Bara þessi klassíski ofsi og óeirð sem einkennir Íslendinga sem yfirleitt geta aldrei haldið uppi rökræðu um nokkurt mál.
Þessari þjóð er ekki viðbjargandi.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:14 | Facebook
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Af hverju má bara ekki tilla sér niður og ræða málin. Það virðumst við ekki kunna. Setjast niður og ræða hvalveiðar, ekki séns. Þetta er hin gáfaða þjóð í norðri.
Finnur Bárðarson, 21.4.2009 kl. 10:16
Við kunnum það ekki, við eru búin að vera að hlusta á rifrildi og ljót skot þingmanna í þingsal frá blautu barnsbeini. Og kannski líka foreldra foreldra okkar?
EE elle (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 10:57
Ég verð nú að segja það að evrópusinnar hafa oftast verið málefnlegir en hrópaðir niður með ásökunum um landráð og afhendingu þjóðarauðs og framsal fullveldis og ég veit ekki hvað. Þessar ásakanir eru að sönnu órökstuddar en hvernig á að svara því ef einhver ásakar þig um stórfenglegan glæp sem ekki er ennþá framinn en viðkomandi telur sig samt vita að þú munir fremja. Verður ekki dálítið erfitt að rökræða svoleiðis? Það er hægt að skjóta alla umræðu í kaf með brögðum og það sýnist mér hafa gerst af hálfu þeirra sem ekki vilja í ESB. Auðvitað vilja þeir þá ekki ræða málin heldur. Fyrir þeim er það bara tímasóun og gæti leitt til þess að málstaður þeirra biði nokkurt tjón af.
Gísli Ingvarsson, 21.4.2009 kl. 11:06
Eina leiðin sem ég sé færa er að fara í aðildarviðræður.
Best er að þeir sem eru á móti og þeir sem eru meðfylgjandi ESB (t.d. Vinstri grænir og Samfylkingin) fari saman í víking til Brössel. Þannig er hægt að tryggja að þeir sem eru á móti skjóti ekki viðræðurnar í kaf og þeir sem eru meðfylgjandi segi ekki já og amen við öllu.
Þegar viðræðurnar eru búnar, þarf að semja aðgengilegan bækling með kostum og göllum þess að ganga í ESB miðað við það sem samningurinn bíður upp á - einnig hvað muni gerast ef við sækjum ekki um aðild.
Síðan þarf að eyfa fólki að melta þær upplýsingar, RÚV gæti haft nokkra sjónvarpsþætti sambærilega við borgarafundina nú fyrir kosningar þar sem farið yrði í gegnum helstu niðurstöður sem komu út úr viðræðunum. Að því loknu yrði kosið um hvort sækja eigi um aðild.
Lýðræðislegt og gott.
Loftslag.is, 21.4.2009 kl. 11:55
Farðu á disdis.blog.is Þar er ýmislegt smálegt sem gleður.
Sigurbjörn Sveinsson, 21.4.2009 kl. 12:03
Líst vel á hugmynd Sápuboxins. Algjört löður!
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 12:05
VG eru á móti þó.
EE elle (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:37
Það eru til ágætis síður með
http://esb.is/
og móti
http://www.heimssyn.is/forsida/
Það sem þarf að gera er að kynna sér og lesa. Tekur að vísu tíma.
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:41
Er pólitísk umræða ekki bara svona?
Ég get eiginlega ekki komið auga á að hún sé í grundvallaratriðum mikið öðruvísi annarstaðar þar sem ég þekki til. Íslensk umræða sker sig kannski úr að því leiti að persóna þátttakenda vill frekar dragast inn í umræðuna ("Afi þinn var sauðaþjófur!"-áhrifin).
Ég verð að vera ósammála Sápuboxinu um að umræðan skýrist mikið við að gera aðildarsamning. Í fyrsta lagi vitum við nú þegar að mestu hvernig sá samningur myndi líta út en samt er umræðan óskýr. ESB-aðild er ekki klæðskerasniðin heldur að langmestu staðlaður pakki.
Þegar kemur að þeim sérákvæðum sem kunna að nást fram þá er oft erfitt að sjá það fyrir hvernig þau koma út í praxis fyrr en þau hafa verið útfærð með reglugerðum og reynt hefur á túlkun þeirra fyrir dómi. Brussel er þekktari fyrir flest en að tjá sig skýrt.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:43
Takk fyrir þetta Gísli. Kynning á stefnumálum er reyndar ekki það sama og rökræða. Það sem vantar er að menn ræði röklega saman um kosti og galla og taki svo afstöðu á eftir.
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 12:46
Hans:"Ég verð að vera ósammála Sápuboxinu um að umræðan skýrist mikið við að gera aðildarsamning". Sápuboxið sagði þetta ekki, heldur: "Þegar viðræðurnar eru búnar, þarf að semja aðgengilegan bækling með kostum og göllum þess að ganga í ESB miðað við það sem samningurinn bíður upp á - - - "
Jón Þór (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 12:59
Jón: Svona vill þetta alltaf þvælast.
Til þess að geta samið bæklinginn þá þarftu að vita hvað ákvæðin þýða í praxis sem getur verið mjög erfitt að segja til um fyrirfram (þ.e áður en þau hafa tekið gildi, verið útfærð með reglugerðum og hin ýmsu prófmál farið í gegn um dómskerfið hér og ytra) og verður þar komið annað þrætuepli.
Það verður kannski efni í sérstaka þrætulotu hvað standa skuli í bæklingnum.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:02
Ég hef velt Evrópuaðildinni fyrir mér í fjölda ára og hef aldrei skilið þessa hræðslu fólks við aðildarviðræður. Það er eins og fólk haldi að það felist í því einhver skuldbinding að ræða málin.
Það verður alltaf á endanum þjóðin sem ákveður þetta með atkvæðagreiðslu. Ég bendi á að Norðmenn hafa fellt aðild að ESB tvisvar í atkvæðagreiðslu.
Í hverju felst þessi hræðsla? Spyr sú sem alls ekki skilur né veit.
EvrópuMalína (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:42
...Evrópusambandsaðildinni...
EvrópuMalína (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 14:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.