Borgarahreyfingin

Borgarahreyfingin nær fjórum mönnum á þing samkvæmt nýjustu skoðanakönnun Capacent-Gallups. Ekki er ólíklegtt eins og Þráinn Bertelsson, oddviti hreyfingarinnar í Reykjavík norður, bendir á að fylgið eigi eftir að aukast enn þá frekar.

Borgarahreyfingin er því raunverulegur valkostur.

Þrátt fyrir talsverðan fyrirlitningablástur úr ýmsum áttum í garð frambjóðenda Borgarahreyfingarinnar hafa þeir komið ágætlega fyrir í kosningarbaráttunni með heiðarlegum og skýrum málflutningi.

Á móti skorti á reynslu vegur grandvarleikinn. 

Borgarahreyfingin er auðvitað afsprengi þess vantrausts sem margir bera til gömlu stjórnmálaflokkanna. Það vantraust er fyllilega verðskuldað. Hvað hefði ekki getað gerst ef ný framboð hefðu fengið tíma og ráðrúm til almennilegs undirbúnings? '

Þess er að vænta að fylgi Borgarahreyfingarinnar muni aukast alveg fram að kosningum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er góður rassskellur á fjórflokkinn

Hólmdís Hjartardóttir, 21.4.2009 kl. 12:40

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

í ljósi þess að reynsla pólitíkusa felst aðallega í að kunna að koma ár sinni fyrir borð og ná þægilegu sæti við kjötkatlana, tel ég reynsluleysi Borgarahreyfingarinnar vera af hinu góða.

Brjánn Guðjónsson, 21.4.2009 kl. 13:10

3 identicon

Kannski veikjum við vald pólitísku flokkanna ef við kjósum Borgarahreyfinguna.  Og náum vonandi fram persónukjöri næst. 

EE elle (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband