Var Siv að gráta

Það er augljóst hvað Siv er slegin. Það er engu líkara en að hún hafi verið að gráta. Hún segir að atburðarásin hafi verið mun ævintýralegri en hún hafi gert ráð fyrir. Hún meinar víst að hún hafi verið mun skelfilegri.

Ástand þjóðarinnar og framtíðarhorfur eru sannarlega grátlegar. Við erum einfaldlega búin að vera þó mönnum finnist óþægilegt að menn orði þá staðreynd.

Ég held ég fari bara að gráta með Siv.


mbl.is Siv segir atburði ævintýralega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Hún kom með stórtíðindi, ævintýralegt, ég hafði það líka á tilfinningunni

Finnur Bárðarson, 24.4.2009 kl. 14:12

2 identicon

Já, hún flutti okkur stórtíðindin!

Kolla (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:19

3 identicon

Hún sagði nákvæmlega ekki neitt

Það er ekki í lagi hjá ráðmönnum þessarar þjóðar

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 14:44

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mér sýndist allir vera mjög slegnir og jafnvel klökkir þarna... nema Geir. Þessar upplýsingar eru einhver meiriháttar sprengja.

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.4.2009 kl. 15:35

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Finnst ykkur ekki ótrúlegt gott fólk að kjósendur fái ekki að vita hvað þessi skýrsla inniheldur?

Guðmundur St Ragnarsson, 24.4.2009 kl. 15:40

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Jú, það finnst mér svo sannarlega Guðmundur, burtséð frá öllum flokkum og kosningum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2009 kl. 16:33

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég vil líka bæta því við að mér finnst upplýsingar sem varða velferð heillar þjóðar ekki eiga að vera trúnaðargögn.

Sigurður Þór Guðjónsson, 24.4.2009 kl. 16:39

8 identicon

Við erum bara borgarar landsins.  Dontgetit

EE elle (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 18:16

9 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Er EE elle Ísfirðingur?

Sigurbjörn Sveinsson, 24.4.2009 kl. 19:52

10 identicon

confused smiley #17484 Yes and no.  Allavega dönsk og Vestfirsk + + +  
En ertu óvanalega glöggur maður?  confused smiley #17449

EE elle (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:01

11 identicon

Jú er ekki best að láta sem ekkert sé og segja ekki neitt
Ég póstaði reyndar lausn fyrir okkur í dag
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/862116/

DoctorE (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:13

12 identicon

- - vestfirsk á víst að skrifa.  DoctorE fyrirgefðu að ég lokaði þig þarna inni.  happy smiley #87

EE elle (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 21:18

13 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég var fyrir mörgum árum staddur á Ísafirði með kunningjum mínum. Allir erum við Reykvíkingar.  Svo var það einhvern tíman í bjartri sumarnóttinni sem þeir voru við pulsubarinn á Silfurtorgi að þeir urðu vitni að ráni á barnum. Ræninginn var með nælonsokk á höfði og heimtaði afrakstur næturinnar í brúnan bréfpoka. Þaut hann síðan á braut. 

Vinir mínir fóru auðvitað til lögreglunnar og vildu upplýsa hana um glæpinn. Varðstjórinn varð fár við og sinnti ekki umkvörtun þeirra þar til þeir hótuðu að vekja upp Hafstein sjálfan. Menn hefðu fokið fyrir minna í lögreglunni. Þá leit varðstjórinn upp og mælti fram það sem lengi hefur verið í minnum haft allar götur síðan:

Var þetta Ísfirðingur?

Það fer fám sögum af eftirleiknum. Þessi rvinir mínir voru reyndar að koma úr eftirpartíi hjá kaupmanninum í Eplinu og tóku ekki eftir, að öll neðri þrepin vantaði í útidyratröppurnar. Kann frásögnin að litast af þeirri staðreynd. 

Sigurbjörn Sveinsson, 24.4.2009 kl. 21:45

14 identicon

Hann hefði átt að fjúka. happy smiley #46 

EE elle (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 22:45

15 identicon

"- -og tóku ekki eftir, að öll neðri þrepin vantaði í útidyratröppurnar". confused smiley #17449happy smiley #46

EE elle (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband