Sparnaður

Það ætti að verða eitthvert fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að leggja niður þetta hallærislega forsetaembætti. 

Það ætti líka endilega að leggja niður Þjóðkirkjuna á fjárlögum.

Við höfum ekki efni á neinu bruðli. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Amen!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.4.2009 kl. 10:57

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Hvernig á ríkið þá að mæta skuldbingum sínum gagnvart kirkjunni skv. samningi frá 1911 þegar það yfirtók megnið af eigum kirkjunnar?

Sigurbjörn Sveinsson, 29.4.2009 kl. 11:01

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Kúmen!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 11:01

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er hægt að stokka upp samninga. Varla þarf ákvörðun frá 1911 að vera óbreytanleg um aldur og ævi. Tímarnir breytast.  Ríkið á ekkert að gera neinar skuldbindingar við kirkjuna. Það á bara að aðskilja sig alveg frá henni og leyfa henni að plumma sig eingöngu á eigin vegum. Ríkið getur borgað bætur fyrir eignir kirkjunnar ef þetta er einhver svik á samningum og látið hana síðan róa og bjarga sér sjálf. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Eru þetta ekki allt greiðslur sem hún fékk fyrir himnaríkisvist frá stórbændum sem fóru svo allir beint til helvítis?

Elías Halldór Ágústsson, 29.4.2009 kl. 11:13

6 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Fair enough!

Sigurbjörn Sveinsson, 29.4.2009 kl. 11:16

7 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Elías: Það hentar mér betur að ræða þetta á Sigurðar nótum en þínum. En þú munt vafalítið fá marga viðhlæjendur ef að líkum lætur.

Sigurbjörn Sveinsson, 29.4.2009 kl. 11:19

8 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sigurður, ég hef grun um að þú vitir meira um þessi samskipti ríkis og kirkju en þú gefur uppi.

Ég sat á kirkjuþingi þegar fyrstu lögin um að losa tengsl ríkis og kirkju voru samþykkt á Alþingi.

Síðan hefur verið unnið áfram á þeirri braut svo einu tengslin sem eftir eru er þessi arfur lagana frá 1907 um að ríkið yfirtaki eignir og greiði í staðin laun og annan vel afmarkaðan kostnað.

 Árið 2006 var svo lokið við endurskoðun þessa samnings eftir nærri 10 ára þref.

Það er svo auðvelt að slá svona fram. Það eru mjög skiptar skoðanir innan Þjóðkirkjunnar um hvort algjört sjálfstæði frá ríkinu sér betra en þetta samkrull sem eykur á tortryggni og sleggjudóma í garð stofnunarinnar.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.4.2009 kl. 11:31

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Færð hafa verið fyrir því ágæt rök að ríkið hafi þegar greitt kirkjunni alltof mikið fyrir þessar blessuðu jarðir.  Ef samningurinn yrði gerður upp þyrfti kirkjan í raun að greiða þjóðinni ansi mikið til baka.

Ég myndi sætta mig við að þetta yrði bara gert upp á sléttu.  Ríkið héldi jörðunum og kirkjan þyrfti ekkert að greiða.

Matthías Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 11:39

10 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Alveg rétt sem Matthías segir. Er að rifja þetta upp í minninu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 11:43

11 identicon

Varla getur það verið svo, að ríkið sé að viðurkenna þær viðbjóðslegu aðferðir, sem kirkjan notaði til að eignast jarðir á tíma kaþólskunnar hér á landi með því að taka að sér að greiða laun presta og preláta um aldur og ævi. Varla hafa þessar jarðir heldur verið svo mikils virði. Einhver rétt hlýtur svo þjóðin að hafa í málinu, þetta eru allt peningar sem koma af skattgreiðslum okkar. Það eiga engar aðrar reglur að gilda um lúthersku kirkjuna en aðra trúarsöfnuði, vel að merkja. Nú og svo má minna á, að lútherska kirkjan sjálf telur sig allt aðra Ellu en þá kaþólsku, svo það eru nú í raun hæpin röksemdafærsla að tengja þær saman með þessum hætti. Við erum ansi mörg, sem teljum að kirkjan eigi engan kröfurétt á okkur skattgreiðendur með þessum hætti.

Kommúnistinn (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 11:43

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Einu tenglsin sem eftir eru, Hólmfríður. Og þau eru ekkert smáræði. Skera líka á þau tengsl. Því fyrr því bretra.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 11:48

13 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Nú erum við s.s. komin aftur til siðbótarinnar þegar ríkið (konungurinn) lagði undir sig eignir kirkjunnar. Þetta er strax orðið flókið mál og ekki furða að tekið hafi 10 ár að stappa þessu saman síðast þegar það var gert. Við ætlum ekki að fara að þessu með ofbeldi og eignaupptöku, er það? Við ætlum ekki að hafa misgjörðir kirkjuferðaranna til fyrirmyndar?

Sigurbjörn Sveinsson, 29.4.2009 kl. 11:57

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En sölsaði með frekju kaþólska kirkjan ekki upphaflega undir sig jarðirnar sem konungurinn eignaðist? Ég tek það samt fram að ég vil að allt sé gert með sanngjörnum hætti. Aðalatriðið en menn hafi eibeittan vilja til að losa um öll tengls ríkis og kirkju.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 12:05

15 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Afsakið að ég set hér aftur inn vísun á Vantrúargrein, en hún tengist umræðunni.

Hver á kirkjujarðirnar?

Í fljótu bragði sýnast mér því fjórir aðilar geta gert lögformlega réttmæta kröfu á þessar jarðir, þ.e.:

  1. Íslenska ríkið
  2. Danska konungsfjölskyldan
  3. Kaþólska kirkjan
  4. Erfingjar upphaflegra eiganda

Matthías Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 12:10

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta er fínt að fá Matthías!

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 12:12

17 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sigurður við munum líklega bæði og Sigurbjörn trúlega líka þegar sagðar voru fréttir frá Alþingi og þá var oft sagt frá Því að þingið hefði samþykkt sölu kirkjujarðarinnar þetta og hitt. Og við munum líka að það var altalað að oft hafi verið selt á undirverði.

Þetta er mjög flókið mál og má alveg endurskoða aftur. En við breytum ekki kirkjusögunni og það er alltaf hæpið að leggja mat nútímans á fortíðina.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.4.2009 kl. 12:14

18 identicon

Við erum búin að borga þessari afætu á samfélaginu margfalt.. þessi svindlmaskína óð yfir allt og alla, sveik út jarðir og annað fyrir ímyndaða geimgaldrakarlinn.
Ef þessi aulastofnun fer að reyna að hrifsa meira af peningum okkar... þá er bara að reka þessa kufla úr landi.... þeir eru hvort sem er ekki hollir samfélaginu... eru minna en gagnslausir... allt sem þeir standa fyrir eru lygar á lygar ofan.

Já og burt með forsetaembættið... við erum 300þúsund hræður sem borgum skirilljónir í það embætti.. ofan á þær þúsundir milljóna sem fara í hjátrúarfulla embættismenn dauðans.

Þetta er ekki flókið... tökum til bara það sem var okkar, þar ril kirkjan laug þetta allt saman til sín

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:25

19 identicon

"Aulastofnun"  confused smiley #17484

 Jemen.

EE elle (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:27

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Allir mættir! Komi þeir sem koma vilja, veri þeir sem vera vilja, mér og mínum að meinalausu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 12:27

21 identicon

Þú losnar aldrei við okkur.  confused smiley #17484

EE elle (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:29

22 identicon

Bara sorry, ég verð að segja hlutina eins og þeir eru... hvað mynduð þið segja ef ríkið setti upp Dóms og Harry Potter málaráðuneitið.... það myndu allir segja að þetta væri aulaskapur, hvers vegna er sama mál bara með Sússa ekki talin aulaskapur????
Lesið biblíu krakkar, hlægileg og hræðlega ljót bók

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:40

23 identicon

Við erum aular.  Silly Smilies

EE elle (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 12:44

24 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Jæja teygjubyssuliðið bara mætt.

  • Kirkja Krist er bara ein
  • Ekki halda að það hafi ekki verið rætt við kaþólsku söfnuðina á Íslandi í þessum samningum.
  •  Ekki rugla saman innheimtu sóknargjalda sem ríkið innheimtir með sköttunum okkar fyrir alla skráða trúarhópa og af þeim sem ekki eru skráðir í trúarhóp fer gjaldið til Háskóla Íslands eins og er. (Ég man eftir að hafa farið með mitt sóknargjald til gjaldkera sóknarinnar áður en samið var við ríkið um þessa innheimtu)  og því sem ríkið greiðir til kirkjunnar samkvæmt samningnum frá 2006.
  • Fram til 1907 fengu prestar allar tekjur sínar af jörðunum sem þeir sátu.
  • Við þéttbýlismyndun þurfti að finna aðra leið og þá var samið um að ríkið yfirtæki jarðirnar. Svo það eru bara rún hundrað ár sem þetta fyrirkomulag hefur verið í gildi.
  • Gaman þætti mér að vita meira um þessar viðbjóðslegu aðferðir sem kirkjan á að hafa notað til að verða sér út um allar þessar jarðir.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.4.2009 kl. 12:54

25 Smámynd: SM

ja burt med forsetaembættid og flest sendiradin, nog ad hafa eitt i hverri heimsalfu. Thad er nog fita til ad skera af.

SM, 29.4.2009 kl. 13:00

26 identicon

Hólmfríður.. lestu söguna, þetta er á heimsvísu, kristnar kirkjur og kuflar hafa stundað þetta næstum frá upphafi kirkju.... engin kirkja hefur jafn mikið blóð og stolið gull eins og kristnar kirkjur.

Við erum nú búinn að bora kuflum í ~100 ár fyrir eitthvað sem þeir fengu undir spúkí kringumstæðum.. jafnvel menn brenndir fyrir galdra til að ná jörðum þeirra

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:12

27 Smámynd: Vantrú

Kirkja Krist er bara ein

Ekki rugla saman innheimtu sóknargjalda sem ríkið innheimtir með sköttunum okkar fyrir alla skráða trúarhópa og af þeim sem ekki eru skráðir í trúarhóp fer gjaldið til Háskóla Íslands eins og er.

Í fyrri greininni sem ég vísaði í hér fyrir ofan er gerður greinarmunur á þessu.

Vil svo vekja athygli á að trúleysingjar og aðrir sem standa utan trúfélaga hafa ekkert um það að segja hvert þeirra "sóknargjöld" fara.  Þetta er því í raun trúleysingjaskattur. 

Fram til 1907 fengu prestar allar tekjur sínar af jörðunum sem þeir sátu.

Árið 1907 var kirkjan tæknilega séð gjaldþrota.

Gaman þætti mér að vita meira um þessar viðbjóðslegu aðferðir sem kirkjan á að hafa notað til að verða sér út um allar þessar jarðir.

Stundum var enginn nema prestur til vitnis um að fólk á dánarbeði ánafnaði kirkjunni jörð sína. Sigurður getur eflaust grafið upp slíkar sögur.

Annars var þetta ekki flóknara en svo að jarðeigendur ánöfnuðu kirkjunni jörð sína af skattaástæðum gegn því að þeir og niðjar þeirra hefðu fullan afnotarétt af jörðinni. Þetta loforð var svo svikið en kirkjan hélt jörðunum.

Fleira mætti telja til.

Vantrú, 29.4.2009 kl. 13:13

28 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Ég ber ábyrgð á síðustu athugasemd, var að setja inn færslu á moggablogg Vantrúar og gleymdi að logga mig út

Matthías Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 13:14

29 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Matthías, ég veit að þú hefur skoðaða þessi mál nokkuð vel og varst ekki að rugla neinu saman það var í annarri færslu. Ég sagði líka að þessa innheimtu af þeim sem eru utan trúfélaga mætti endurskoða, ætti kannski að segja ætti að endurskoða.

Hvaðan hefurðu það að kirkjan hafi verið gjaldþrota 1907? Ég veit að eftir móðuharðindi og jarðskjálfta og aðra óáran voru biskupsembættin sameinum vegna fátæktar, en ég hef aldrei heyrt að kirkjan hafi verið gjaldþrota 1907.

 Mér finnst margir sem tala gegn kirkjunni skemma fyrir sér og sínum málstað með fordómum og virðingarleysi.

Við vitum líklega bæði að við breytum ekki skoðunum (sannfæringu) hvers annars, en ættum að geta rætt málin samt.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.4.2009 kl. 13:24

30 identicon

Bottom læn... hér er þjóð sem hefur ekki efni á að reka skólakerfi, ekki efni á að hlú að sjúkum og öldruðum... rétt á meðan þá sóum við þúsundum milljóna árlega í smá hóp af hjátrúarseggjum, hjátrúarseggjum sem margir hverjir eru á OFURLAUNUM... við gefum svo þessum hjátrúarseggjum skotleyfi til að ganga inn í grunn og leikskóla til að forrita börn til þess að borga kuflum laun.. svo þeir geti reist sér tilbeiðsluhallir og annað bull.

Já íslendingar eru fávitar ef þeir láta þetta yfir sig ganga, það er ekki spurning.
HVersu lengi ætlar fólk að vera leiksoppur þessara kufla..., hversu lengi ætlar íslensk alþýða að láta stjórnast af bulli??

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:25

31 identicon

Hólmfríður.. skemma með fordómum, HALLÓ við erum að tala um menn sem selja lygasögur.... það eru ´fordómar að ganga ekki á þá

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:27

32 identicon

Ekki geta það kallast fordómar þegar fólk kemur með rök.  Það heitir rökfærsla og skoðun.

EE elle (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:40

33 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hólmfríður: Það er a.m.k.ekki fordómar gegn kirkjunni þó menn vilji að hún verði algjörlega skilin frá ríkinu. Ríkið er veraldeg stofnun og á að vera það að öllu leyti. Auðvitað sölsaði kirkjan undir sig jarðeignir á miðöldum með valdþunga sínum yfir hugum manna og þjóðfélaginu þó ekki væri með viðbjóðslegri aðferðum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 13:47

34 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Og ég sem hélt að endurtekningin væri ekki til. Það hefði danskur heimspekingur afsannað á 19. öld. En hann var kristinn og hefur vafalítið haft rangt fyrir sér. En nú er s.s. DoktorE kominn á fullan skríð og heitari með sleggjudómana en fyrr. Það er spurning hver kyndir undir honum?  Í honum brennur nú hreinsunareldur heitari en áður hefur brunnið. Yrðu margir fullsæmdir að.

En þessi nálgun og þetta orðbragð færir okkur lítið nær sameiginlegri niðurstöðu. Til þess er heiftin of mikil og sjónarhornið þröngt. Rök eru hér víðsfjarri því þessar röksemdir eru sprottnar af sama ofstækinu og víða er að finna hjá þeim sem trúaðir vilja kallast.

Sigurbjörn Sveinsson, 29.4.2009 kl. 13:50

35 identicon

Ég segi ykkur satt að ef ég væri að selja Sússa og tæki mér ofurlaun fyrir, ég gengi að börnum og segði þeim að sagan af sússa sé sönn...
Ég gæti ekki lifað með sjálfum mér, hvernig er hægt að skammast sín ekkert fyrir að lofa lífi eftir dauðan, lofa öllu fögru upp úr bók sem gengur út á fjöldamorð, nauðganir, morð á börnum.. hvernig er hægt að standa fyrir framan fólk og segja því að þetta sé svo kærleiksríki.

Ég væri orðin róni vegna þess að ég skammaðist mín svo ef ég væri að básúna þessa þvælu yfir fólki og börnum.
Hver er munurinn á Nígeríusvindli og trúarbrögðum... helsti munurinn er að í trúarbrögðum ertu mergsoginn allt þitt líf.. með loforði um uppskeru þegar þú drepst.
Já trúarbrögð eru ljótari en Nígeríusvindl krakkar

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 13:52

36 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sigurður, það er margt fólk sem vill kirkjunni vel sem getur vel hugsað sér að skilja alveg á milli ríkis og kirkju. Ég hef ekki gert upp hug minn í þessu efni.

Tveir góðir vinir mínir sátu aftur á móti í samninganefnd kirkjunnar frá 1997 meðan þeim entist aldur til, dóu allt of snemma.

Starf kirkjunnar á miðöldum var eins og það var og ekki allt fallegt en við breytum engu þar um. Okkar verkefni er að finna einhverja lendingu í þessu máli, þannig að sem flestir geti verið sáttir.

Þessi reiði og sárindi sem margir bera með sér vegna vonbrigða í trúarefnum gerir þessa umræðu erfiðari en jafnvel póitíska umræðu.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.4.2009 kl. 14:05

37 Smámynd: Finnur Bárðarson

Af því að einhver gat stautað sig fram úr grísku útskrifaðist síðan úr Háskólanum sem ríkisstarfsmaður og með umboð frá Guði. Það er ekki heil brú í þessu.

Finnur Bárðarson, 29.4.2009 kl. 14:07

38 identicon

Hólmfríður... sko, kirkjan hengir sig á börnin, á ættingja og vini... kirkjan varpar þeirri mynd fram að gagnrýni á hana sé árás á vini og ættingja.
Allt sem úr þessu rugli kemur er hreinn viðbjóður... því fyrr sem heimurinn losnar undan þessu sníkjudýri því betra fyrir allt mannkyn.

Það er ekki til nein afsökun sem kirkjan getur borið fyrir sig, þeir geta ekki sagt: Já menn voru verri í gamla daga....  biblían segir að menn eigi að vera fargin vondir, grýta fólk til bana fyrir engar sakir, grýta fórnarlömb nauðgana til bana, myrða börnin sín ef þau hlýða ekki...
Lesið krakkar... ekki trúa mér, það er ekkert nema móðgun við allt og  alla að ríki haldi uppi svona rugli: The end

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 14:13

39 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Doctor, þessi umræða væri sennilega gagnlegri (betri) ef við einblínum á jarðamálin í stað þess að ræða allt og ekkert um kirkjuna sjálfa.

Hólmfríður, ég man ekki hvaðan ég hef það að kirkjan hafi verið nær gjaldþrota 1907.  Hef þetta þó frá fleiri en einum.

Matthías Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 14:17

40 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

MATTHÍAS,

Nú er ég ekki að segja að þetta geti ekki staðist, en þess er hvergi getið í þeim kirkjusögum sem ég hef lesið. Að því sögðu má benda á að vitleysa verður ekki réttari þó margir endurtaki hana.

Mig minnir að ég hafi á sama vettvangi sagt að í Biblíunni er allt að finna sem maðurinn getur fundið upp á bæði illt mjög vont,bróðurmorð, styrjaldir, ljótar sifjaspell og nauðganir you name it you've got it. En þar er líka það sem fegurst er og best í fari fólks.

Nú á tímum fá börn samskiptabækur í skólanum svo skóli og heimili geti  haft bein og milliliðalaus samskipti. Biblían er svona samskiptabók um samskipti Guðs og fólks á mjög löngum tíma skrifað miðað við aðstæður, menningu og siði á hverjum stað og hverjum tíma.

Kristið fólk les svo þessa Biblíu út frá því sem Jesús gerði og sagði.

Einhver talaði um að engin kirkja væri eins blóðug og kristin kirkja.

Við þetta hefur trúarbragðafræðikennarinn það að athuga að kirkja er eingöngu notað um kristna söfnuði.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.4.2009 kl. 14:42

41 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Nú er ég ekki að segja að þetta geti ekki staðist, en þess er hvergi getið í þeim kirkjusögum sem ég hef lesið.

Getum einfaldað þetta töluvert.  Af hverju leitaði kirkjan til ríkis 1907 ef hún var ekki í verulegum fjárkröggum?

Matthías Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 14:47

42 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Fyrir mér er lausn þessa máls veraldleg og skipulagsleg og hefur ekkert með trúarskoðanir einstaklinga að gera. Ríkið á að vera veraldleg stofnun, án tenggsla við trúarlegar stofnanir, að öllu leyti og mun verða það. Aðeins spurning um tíma. En ríkið á að tryggja trúfrelsi og jafna aðstöðu allra trúflokka. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.4.2009 kl. 14:47

44 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Þarna er ég þó sammála þér sigurður, þetta er spurning um skipulag.

Ekki láta þér detta í hug að ég haldi að mennirnir hafi verið verri í gamladaga.

Það er starf kirkjunnar að boða trú og þá líka börnm. Hvað vinir og fjölskylda tengjast þessu máli er mér óskiljanlegt.

 Matthías, mér vitanlega leitaði Kirkjan ekki til ríkisins heldur var það sameiginlegt verkefni ríkis og kirkju, en þá höfðum við svipað fyrirkomulag og Danir hafa enn þann dag í dag að þingið setur lög um kirkjuna og kirkjan fer eftir þeim.

Vandamálið var eins og ég sagði áðan að þeir prestar sem ekki höfðu búskap eða hlunnindi af jörð sem þeir bjuggu á þurftu að fá greitt öðruvísi fyrir störf sín og þeir fengu þá greitt úr ríkissjóði, en ríkið tók að sér að vera vörsluaðili kirkjujarðanna.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.4.2009 kl. 15:01

45 identicon

Og það mikilvægasta... fólk getur haft guði eða whatever, þetta á fólk að gera eitt með sjálfu sér, hlægilegt að ganga í einhver fargin samtök og byggja hallir...
Mannkynið hefur einhverja þörf á að ljúga í sjálft sig að dauðinn sé ekki endalokin, heldur byrjunin.... þessa þörf nýta kuflar sér í að plotta hvernig þeir nái að stjórna okkur... FACT
Ríkið hefur ekkert að gera í þessum málaflokk nema það eitt að fylgjast vel með hvað þessir söfnuðir eru að sýsla, hvaða húmbúk þeir eru að selja saklausu fólki.

Matti þetta tengist allt saman, fólk verður að vita alla söguna... lausnin líggur í því að nú má fólk tala gegn trúarbrögðum... sem var dauðadómur lengst framan af.
Keep talking

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:06

46 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

DoctorE minn sæll og góður, hver sem er getur trúað því sem hann vill fyrir sig heima í stól eða úti í náttúrunni í fjörunni eða upp til heiða.

Kirkjan er aftur á móti þess eðlis að hún er samfélag. Og vill auk alls hins koma saman á einum stað sá hópur sem þar er vanur að hittast og, eins og stendur í gömlu bæninni í messubyrjun: ,,lofa þig og ákalla og til að heyra, hvað þú guð faðir, skapari minn, þú Drottinn Jesús, frelsari minn, þú heilagi andi huggari minn, vilt við mig tala í þínu orði."

Það er eins með kristna trú og annað, að maður þarf að hafa dálítið fyrir því að setja sig inn í það sem fram fer ef maður vill geta talað um það af nokkurri þekkingu.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.4.2009 kl. 15:20

47 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Sigurður, Þakka þér fyrir að hressa upp á sálartetrið mitt í dag, kennararæfillin hefur svo gott af að fá útrá stöku sinnum.

Hólmfríður Pétursdóttir, 29.4.2009 kl. 15:36

48 identicon

Inni í hitanum hans DoctorE get ég oft lesið rök.  Og er ekki með þessu að segja að ofstæki sé rök.   Maðurinn er ekkert endalaust að bulla.  Það  er hrotti og hryllingur í Gamla-Testamentinu og þó það séu líka góðir hlutir í Biblíunni og Kristni.   EKki það að þetta komi beint aðskilnaði kirkju og ríkis við.

EE elle (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 15:54

49 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Sigurður er sá alflottasti. Alltaf skynsamt og skemmtilegt fólk að finna á síðunni hans. Ameríkumaður í París, léttur og leikandi á Rondoinu, skúrir í vorinu og sumarið á næsta leyti. Hvað getur þetta orðið betra?

Sigurbjörn Sveinsson, 29.4.2009 kl. 15:55

50 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Þjóðkirkjan

Með lögum sem tóku gildi 1. janúar 1998 um stöðu, stjórn og starfshætti kirkjunnar var stjórnsýsla Þjóðkirkjunnar aukin og styrkt til muna. Þessu fylgir aukin fjármálaleg ábyrgð þannig að nú gefur Alþingi ekki kirkjustjórninni fyrirmæli um ráðstöfun fjármuna samkvæmt fjárlögum heldur ber Þjóðkirkjan sjálf ábyrgð á ráðstöfun þess fjár. Þjóðkirkjan ræður að mestu starfi sínu og mótar eigin starfshætti innan þess ramma sem löggjafinn hefur markað.

Þjóðkirkjan gegnir mikilvægu hlutverki í samfélagi okkar með margvíslegri þjónustu og gerir ekki greinarmun á sóknarbörnum og þeim sem standa utan Þjóðkirkjunnar. Greiðslur ríkisins til Þjóðkirkjunnar utan sóknargjalda byggjast á afhendingu kirkjujarðanna fyrst og fremst, en einnig ríkri skyldu sem hvílir á Þjóðkirkjunni til almennrar þjónustu um land allt.

Mig mynnir að það hafi verið árið 2006 sem kirkjan yfirtók allar kirkjujarðir og prestsetursjarðir og þeim var þinglýst á kirkjuna. Ríkið er þar með búið að borga sinn hlut til kirkjunnar og einustu tengslin á milli ríkis og kirkju eru félagsgjöldin "kirkjugjald" sem ríkið innheimtir ef okkur með skattgreiðslum.

Það er alveg kominn tími á að klippa á naflastrenginn.

Brynjar Hólm Bjarnason, 29.4.2009 kl. 16:04

51 identicon

Þjóðkirkjan gegnir engu hlutverki per se... allt sem hún gerir gengur út á að nappa fleiri sauði í girðinguna... kirkjur snúast bara um sjálfa sig og þeirra kufla sem eru innan hennar, staðreynd.
Talandi um skyldur... það hlýtur að teljast Twilight Zone stuff að einhver hjátrúarhópur sé talin mikilvægur og þjóni einhverjum tilgangi... tilgangurinn er enginn nema kirkjan sjálf, allt sem kirkjan stendur fyrir eru gamlar munnmælasögur um súpergaur með extra líf.
Á ríkið þá ekki að stofna Spiderman söfnuð... munið að Spiderman er líka miklu betri fyrirmynd heldur en morðinginn og pyntingarmeistarinn í biblíunni

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:01

52 identicon

Hugsið aðeins... við höfum 6000 milljónir á ári.. .deilið kostnaði niður á daga.... hér er stór hluti íslendinga að punga út stórum upphæðum í einhverja gaura í furðufötum sem segjast þekkja öflugasta gaur í alheiminum... en þeir þurfa peningana okkar til þess að getað unnið fyrir þennan súpergaur.....
Er það normal að við sóum öllum þessum fjármunum í einhverrja ruglukolla.., er eðlilegt að í okkar litlu borg séu tilbeiðsluhallir við hvert fótmál, á hverju götuhorni.
Ég get ekki annað en hlegið þegar ég sé biskup tala um að fleiri sæki um aðstoð frá ríkiskirkjunni hans.... sú súpa sem þið fáið hugsanlega frá kirkjunni er það eina raunverulega sem þið getið fengið frá þessari stofnun... munið bara að presturinn sem færir ykkur súpuna með væmnisbrosi er mjög líklega með allt að 10 föld laun ykkar

DoctorE (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:13

53 identicon

Þögn er sama og samþykki ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 08:57

54 identicon

Ekki stendur á mínu samþykki, mikli Doktor - nema hvað að ég er svo einföld og hrekklaus sál að ég trúi af heilum hug á Harry Potter

Ef þú ætlar að reyna að telja mér trú um að hann sé ekki til, verðurðu laminn í hausinn!

Malína Potter (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 09:09

55 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Hvurslags eiginlega er þetta! Ætla ekki fleiri að taka undir með Sigurði um að forsetaembættið verði lagt niður? Ég skal barasta segja ykkur það! Hvað haldið þið að það embætti hafi kostað ríkið og þjóðina undanfarin ár? Það eru sko alveg örugglega nokkrar þjóðkirkjur.

Halldór Egill Guðnason, 30.4.2009 kl. 10:32

56 identicon

Forsetaembættið á líka að fara, það er ekki spurning, við höfum ekkert með einhvern snobbara á Bessastöðum að gera

DoctorE (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:54

57 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Malina Potter ertu animakus?

Bækurnar um nafna þinn Harrý eru skemmtilega bæði fyrir börn og fullorðna. Sumir hafa sérhæft sig mjög í heimi þeirra, ég er ekki ein af þeim, en ég hef lesið þær allar og hafði mjög gaman af.

Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 12:35

58 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bæði málefni góð og gild en þurfa stjórnarskrárbreytingu til að geta tekið gildi. Ég veit ekki um ykkur en ég legg ekki í aðrar kosningar alveg strax.

Héðinn Björnsson, 30.4.2009 kl. 15:25

59 identicon

Nei, nú þarf ég aftur að koma inn í.  Það er sko þannig að ég vil endilega forseta.  Forseta með vald.  Kannski eins og Bandaríkjunum.  Og það er ykkar vandamál ef ykkur líkar það ekki!? happy smiley #46

EE elle (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 21:05

60 identicon

Þetta á kannski ekki við þessa umræðu en ef þetta http://visir.is/article/20090430/FRETTIR01/877107336/-1 gengur eftir þá er heldur betur illa komið fyrir hjá yfirvaldinu og það verður eflaust skrafað lengi um daginn sem íslenska landhelgisgæslan leigði norðmönnum nýja skipið

steini (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband