Úrkomumet í apríl

Ég fæ ekki betur séð en að í þessum apríl hafi mælst meiri úrkoma á mannaðri veðurstöð í það minnsta en áður hefur mælst á veðurstöð á Íslandi. í þessum mánuði. Á Kvískerjum mældust 523,7 mm en gamla Íslandsmetið var 520,7 mm frá 1984 og var það einnig á Kvískerjum. 

En það féllu fleiri úrkomumet stöðva í mánuðinum. Hér koma nokkur sem ég veit um en gömlu metin innan sviga og ártal sem sýnir hvenær mælingar hófust. 

Vík í Mýrdal 311,4 mm (289,3, 1955;1925).

Stórhöfði í Vestmannaeyjum 218,1 (214,7, 2002;1922, áður mælt í kaupstaðnum frá 1881-1921). 

Eyrarbakki 199,3  að minnsta kosti (190,0, 1883; 1881-1911, 1926).

Mýri í Bárðardal 59,7 (49,2, 1979;1957).

Hugsanlega geta verið villur í þessum nýju tölum upp á smábrot en metin eiga að vera rétt.

Í Reykjavík var úrkoman 99,9 mm og mun þetta þá vera tíundi úrkomumesti apríl þar frá upphafi mælinga ef öll  tímaskeið eru talin með, líka mælingar Jóns Þorsteinssonar á nítjándu öld. Frá stofnun Veðurstofunnar er þetta sjötti úrkomumesti apríl sem mælst hefur. 

Meðalhiti mánaðarins er á góðu róli. Mun verða um 5 stig í Reykjavík eða meira en tvö stig yfir meðallagi. 

En veðurlag hefur vægast sagt verið óvenjulegt eins og sést á þessum úrkomumetum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég minntist á það hér á blogginu Allra veðra von í vetur að sjá mætti hlýnun jarðar á árhringjum þeirra trjáa, sem felld eru, að þeir eru bústnari og ljósari frá ca. 1996. Nú fékk ég nýtt tól í hendur á dögunum frá Orkuveitunni, þar sem sjá má orkunotkunina í heitu vatni 20 ár aftur í tímann. Viti menn. Þar verður marktæk lækkun um svipað leyti, sem hefur haldið sér. Um amk. 10% sýnist mér. 

Fátt er svo með öllu illt etc.

Sigurbjörn Sveinsson, 30.4.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Jón Arnar

Og hér er hann einn sá þurrasti með svona 10-11mm (1893/1974 komu 3 mm og  1881/1996 komu heilir 9mm) Sólarmet og hitamet féllu hinsvegar og er þetta því hlýjasti og bjartasti apríl frá upphafi mælinga (notast við landsmeðaltal hér)  segist hjá þeim á DMI

Jón Arnar, 1.5.2009 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband