Afhverju voru Knud Hamsun og Ezra Pound ekki skotnir

Fasistar og nasistar voru ekki nein lömb við að eiga og stríðsárin voru ekki tímar mildi og miskunnsemi. Föðurlandssvik voru litinn alvarlegum augum. Þau voru verri en allt annað.

Föðurlandssvikarar voru teknir af lífi.

Knud Hamsun og Ezra Pound kusu sér vitandi vits hlutskipti föðurlandssvikara og jafnvel glæpamanna gegn mannkyninu.

Þeir nutu frægðar sinnar. Í stað þess að vera skotnir voru þeir úrskurðaðir geðveikir.

Listamenn um allan heim hafa emjað yfir því hvað illa var farið með þá að þeirra áliti.

En það var einmitt farið vel með þá.

Það er í rauninni ranglátt með tilliti til þess hvernig komið var fram við aðra föðurlandssvikara. 

Það átti auðvitað að skjóta þá eins og hina ef jafnræðis og sanngirnis hefði verið gætt.

(Ég er samt persónulega skilyrðislaust á móti dauðarefsingum).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Þó þú segir annað í fyrirsögninni ertu að meina að rétt hafi verið að þyrma Hamsun og Pound en það hefði bara átt að þyrma öðrum líka.
Ég er sammála þér.

Sæmundur Bjarnason, 30.4.2009 kl. 14:12

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Á að þyrma Billy Joel?

Júlíus Valsson, 30.4.2009 kl. 15:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigurður Þór er sem sagt orðinn jafnaðarmaður.

Og trúlega einnig kötturinn hans.

Föðurlandssvikarinn.

Þorsteinn Briem, 30.4.2009 kl. 15:29

4 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Komum við aftur að þessu að leggja mat nútímans á fortíðina. Ekki treysti ég mér til að skilja það hugarástand og það almenningsálit sem skapaðist í stríðslok.

Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 17:03

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er að tala um að fyrir sama verknað nutu þessir kallar þess hverjir þeir voru. Þeim var hlíft eingöngu  vegna þess. Þetta er í raun og veru Jóns og séra Jóns fyribrigðið.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 17:08

6 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Æi, skrýtin færsla. Það hefði mátt hengja, skjóta, drekkja eða krossfesta fólk í tonnatali "ef jafnræðis og sanngirnis hefði verið gætt."

Benedikt Halldórsson, 30.4.2009 kl. 17:09

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað er svona skrýtið við það vekja athygli á því að þessi tvö skáld fengiu að njóta þess að þau voru fræg. Mér finnst skrýtið að mönnum skuli finnast það skrýtið  með æ-i.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 17:20

8 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Það sem ég átti við var á hinn veginn, að fólk skyldi yfirleitt vera tekið af lífi fyrir landráð. Það treysti ég mér ekki til að dæma, heldur ekki hitt að þeir sem áttu að ákveða örlög skáldanna ákváðu að loka þá inni á geðsjúkrahúsum.

Það breytir ekki þeirri skoðun að allir skulu jafnir fyrir lögum.

Hólmfríður Pétursdóttir, 30.4.2009 kl. 18:08

9 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Tja, fyrirsögnin er skrýtinn. Það hefði ekkert átt að skjóta þá þótt aðrir hafi verið skotnir í stórum stíl. Ef einhver sleppur við dauðarefsingu er það hið besta mál, sama hver það er.

Það er skrýtið að maður sem er á móti dauðarefsingum skuli vera að kvrta yfir því þótt einhverjir hafi ekki verið skotnir fyrir áratugum! Það mætti snúa dæminu við halda því fram að þeir sem voru skotnir hefðu átt að sleppa við byssukúlu "ef jafnræðis og sanngirnis hefði verið gætt."

Benedikt Halldórsson, 30.4.2009 kl. 18:30

10 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þá erum við s.s. komin á byrjunarreit í fyrstu athugasemd.

Sigurbjörn Sveinsson, 30.4.2009 kl. 22:42

11 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er reyndar að benda á það, kannski fremur óhönduglega, að allir eigi að vera við sama borð en ekki njóta þess hverjir þeir eru. Ég held að þið skiljið það alveg.

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 22:51

12 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

En ég viðurkenni að þetta er ekki mína skýrasta færsla! Klúður verða!

Sigurður Þór Guðjónsson, 30.4.2009 kl. 22:53

13 identicon

Klúður verða og maður verður skotinn niður. 

EE elle (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 22:55

14 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Kannski klúðraðist meiningin en æfingin í rökfræði var góð.

Sigurbjörn Sveinsson, 30.4.2009 kl. 23:00

15 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Rétt hjá þér Sigurður; Þetta er ekki þín skýrasta færsla.  Þó að í henni séu punktar, sem eru allrar athygli verðir.

Væri hún það, hefði ég minnt þig á örlög Guðmundar Kamban í Kaupmannahöfn í stríðslok.  (Sem ég er auðvitað ekki að gera hér, eða þannig...)

Var heimsbyggðin nokkru bættari fyrir vikið ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 04:14

16 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Orðið föðurlandssvikari er svo frekar vandmeðfarið.  

Ert þú t.d. sammála því að nota það yfir unga menn, sem hafa neitað að gegna herskyldu í sínum heimalöndum af hugsjónaástæðum ?

Varla eru þeir minni "föðurlandssvikarar" en fordekraðir gamlir skáldjöfrar, sem eru búnir að ofhuxa í sér heilabúið og sjá hlutina frá allt of mörgum hliðum.

Frekar snúið dæmi, ekki satt ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.5.2009 kl. 04:29

17 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Ég var á tónleikum í gær. Enn ein upplifunin í boði Schostakovtch. Hann er vafalítið eitt mesta mesta tónsskáld 20. aldarinnar. Honum var illa við Stalin. Stalin var illa við hann. Schostakovitch slapp en það gerðu ekki allir listamenn þess tíma.

Var hann of stór fyrir Stalin?

Eru Stalin og Norðmenn á sama báti? Stalin lét málamyndarréttarhöld fram fara. Danir tóku Kamban af lífi án dóms og laga. Og líka Kaj Munk ef út í það er farið. Var Stalin betri maður en Austmenn?

Það virðast allir skjóta alla þegar þeim hentar.  Hvað fremur almenningsálitið mörg réttarmorð hér á landi á ári hverju?

Sigurbjörn Sveinsson, 1.5.2009 kl. 09:52

18 Smámynd: Júlíus Valsson

Nýlegastu dæmin um forheimsku mannsins eru þau þjóðarmorð sem enn viðgangast óáreitt og að pyndingar skulu leyfðar þegar mikið liggur við. Hver var að tala um þróun mannsandans?

Júlíus Valsson, 1.5.2009 kl. 13:41

19 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Júlíus, þróun mannsandans gæti verið fólgin í betri fréttaflutningi. Um þetta er þó erfitt að fullyrða. Ef öllu er að fara aftur af hverju er þá ekki allt farið til andskotans fyrir löngu?

Sæmundur Bjarnason, 1.5.2009 kl. 13:59

20 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það er allt farið til andskotans fyrir löngu!

Sigurður Þór Guðjónsson, 1.5.2009 kl. 14:09

21 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Við mig sagði maður í fyrradag, sem hefur vit á þessum hlutum, að SÞG væri orðinn óþægilega mjúkur. Það má vel vera, en það hentar mér.

Sigurbjörn Sveinsson, 2.5.2009 kl. 01:28

22 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er fyrst og fremst orðinn leiður á bloggi. Á feisbúkk er harkan, klámið og guðlastið!

Sigurður Þór Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 11:39

23 identicon

Maður ver líftóruna sína með siðleysi ef ekkert annað vopn er handhægt.

Auðvitað hefðu þessir tveir mætu listamenn átt að sjá sóma sinn í því að fremja harakiri og biðjast afsökunar á að hafa aðhyllst fasismann.

Bárður R. Jónsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband