Skömm

Það er hneyksli og skömm að sóa fé almennings í tugmiljónatali í þessu árferði til að gera við skemmdir á kirkjum.

Geta söfnuðirnir ekki fjármagnað þetta sjálfir? Og ef þeir geta það ekki mega kirkjurnar bara grotna niður.

Margt er nú mikilvægara en viðhald á þeim.

Þetta eru sannarlega blóðpeningar fyrir illa stadda þjóð.

 

 


mbl.is Gagnrýna styrki vegna skulda kirkna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að við þurfum að punga út... ríkisguðinn er jú algerlega almáttugur og alles....
biskup hefur sagt það oft að bænir virki... ok mr biskup, biðja gudda að laga allar tilbeiðsluhallirnar... sem og að sjá prestlingum fyrir launum...  og biskup líka sem er með um 1 millu á mánuði..

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:12

2 identicon

P.S. Ég minni biskup og kufla hans á það sem stendur í biblíu... svona ef þeir hafa áhyggjur af því að selja allt og gefa fátækum.

Ok.. úr minni mínu
Hafið engar áyggjur af mat, ekkert spá í líkama yðar..  ekki spá fuglar í svona hlutum.. og það er í lagi vegna þess að guddi gefur þeim að borða.

I Rest My Case ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:26

3 identicon

Laga kirkjurnar og loka spítulum!? confused smiley #17449

. (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:27

4 identicon

Já, ég var að tuða e-ð þarna að ofan um að laga kirkjur og loka spítulum.  Gleymdi að kvitta, sorry. 

EE elle (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 18:53

5 identicon

Ef kirkjan og prestarnir yrðu reknir af spenanum... fólk hætti að styðja við hjátrú.
Þá erum við að tala um að ~6000 millur myndu EKKI fara í að tilbiðja þenna gudda vesaling.... við gætum sett peningana i heilbrigðismál.. og fullt af gáfulegum hlutum... í dag fara þessir peningar í hvað... einhverhverja gaura sem tilbiðja einhvern gaur sem kaþólska kirkjan skáldaði upp í grárri forneskju... menn á þessum tíma vissu minna um heiminn en 5 ára barn í dag

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 19:08

6 Smámynd: corvus corax

Hafa kirkjur yfirleitt eitthvað með trú að gera?

corvus corax, 7.5.2009 kl. 20:34

7 identicon

Jú einhverstaðar verða aðalvinir og umboðsmenn gudda að vera, þeir verða bara að byggja risaskurðgoð og hengja bjöllur og glingur á dæmið + að fá slatta af seðlum...  guddi er jú svo glisgjarn og hrifin mjög af peningum...
Prestarnir eru kannski með önnur boðorð en almúginn.. hugsanlega er eitt boðorðið.
X Kauptu dýrasta orgel sem mögulegt er... ~100 millur eða svo
X Klæðið ykkur í furðuföt svo allir viti hver er ímyndaði vinur ykkar
X Gleymið "Leyfið börnunum að koma til mín", farið og segið börnum súpersögur af sjálfum mér... eins og þegar ég drap allan heiminn
X Bannið konum að verða prestar
X Breytið óumbreytanlegu orði mínu ef þið teljið að þið getið tapað peningum vegna orðsins.. ef orðið veldur hneyksli

Peace

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 20:43

8 identicon

Hvernig væri að fara að sameina kirkjusóknir og fækka prestum og kirkjum.  Trúin er dýr er trúardýr og verður að teljast furðulegt að vel menntuð og upplýst þjóð skuli trúa á trú sem nauðbeygir manninn til skilyrðislausra hlýðni við 2000 ára skáldverk, furðuleg þessi mannskeppna. ??

Karri (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 20:45

9 identicon

Þeir verða að taka þetta eins og regular business... kaupa nokkrir prestar kirkjur.. fara í samkeppni.. auglýsa

Blessanir aðeins 999
bónus jarðafor á aðeins 25þúsund kjell.
Hraðskilnaðir.. 1999.

En ég mun samt ekki hætta að bögga þá... svo lengi sem þeir segjast vinna fyrir master of the universe

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:00

10 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Alveg burt sérð frá kirkjunni sem er verið að gera við.

Var ekki eitt af úrræðunum sem átti að grípa til í kreppunni að fjölga mannfrekum störfum, og sinna viðhaldi mannvirkja frekar en að iðnaðarmennirnir sem hafa byggt hús fyrir fyrirtæki sem voru loftbóla og íbúðir fyrir fólk sem enn er ógetið  þiggi atvinnuleysisbætur?

Hólmfríður Pétursdóttir, 7.5.2009 kl. 21:25

11 identicon

Ekkert vont við að laga kirkjur.  En heimili og skóla og spítala í forgang.  Ekki stökkva á mig Doctor.   

EE elle (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:27

12 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Eitt  þarf ekki að útiloka annað.

Með sama áframhaldi í pólitíkinni og klaufaganginum við að leysa skuldavanda fólks gæti turninn verið langt kominn, þegar botn fæst í það mál og fólkið flúið.

Mér heyrist að það sé verið að vinna í málum spítalanna, en skólinn bíður trúlega til haustsins.

Annars finnst mér að allir kirkjan þar með talin hljóti að taka á sig einhverja skerðingu, skárra væri það nú.

Hólmfríður Pétursdóttir, 7.5.2009 kl. 21:41

13 identicon

Já, ég er sammála þessu.

EE elle (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:45

14 identicon

Kirkjubyggingar geta vart verið forgangsverkefni.... þeir ættu líka að selja eitthvað af þessum kirkjum öllum saman... kæmu vel út sem hverfispub.
Það er ekkert normal að maður geti staðið á götuhorni í rvk og séð 4 fargin kirkjur...
Það er vart búið að plana hverfi þegar gullkirkja er komin á svæðið.. sjúkt

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:52

15 identicon

Gullkirkja?!  confused smiley #17484  Nei, kirkjur ættu ekki að hafa forgang að mínu viti. 

EE elle (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 21:55

16 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Á sama tíma er verið að skera niður fé til grunnskóla borgarinnar.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2009 kl. 22:08

17 identicon

Það er synd.

EE elle (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:19

18 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Enginn má við margnum.

Hólmfríður Pétursdóttir, 7.5.2009 kl. 22:20

19 identicon

Það er ekkert til sparað í þessum byggingum mörgum hverjum.. 100 milljón króna spiladósir... þetta er allt einn stór þykjustuleikur sem þjónar engum tilgangi... nema kannski að viðhalda stofnunni sem slíkri.
Þetta er eiginlega eins og hálfgert gay pride in the twilight zone

DoctorE (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 22:30

20 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Bara njóta bestu verka stórmeistaranna af diskum?

Annars er ég ekki að mæla bruðlinu bót. 

Dæmin sanna að þó engin séu kirkjuhúsin og kristin trúariðkun bönnuð að viðlagðri refsingu þá heldur fólk áfram að hittast til að biðja, lofa Guð, lesa úr Biblíunni og taka þátt í altarissakramentinu. Kristin trú er samfélag.

Ég hef sótt guðsþjónustur í sal á jarðhæð í blokk í nýbyggðu  hverfi í Danmörku í 2 ár og í viðlagasjóðshúsi í Breiðholtinu í nokkur ár. Guð var hvorki nær né fjær þar en í stórri dómkirkju en tilfinningar mínar nærast og hvílast ólíkt betur ef umhverfið vinnur með því sem fer fram í guðsþjónustunni.

Tilfinningarnar skipta nefnilega líka máli, ekki vara vit og skilningur.

Hólmfríður Pétursdóttir, 7.5.2009 kl. 22:51

21 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hér er nú enginn að tala um að banna trúariðkanir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2009 kl. 22:53

22 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Alltaf þegar ég sé færslur frá DoctorE hér á blogginu er ég minntur á hve mikil gæska sumra manna er.

Aldrei skal það bregðast að Doktorinn talar af hlýju og virðingu um annað fólk og trú þess.

Virðing hans og umburðarlyndi fyrir skoðunum annarra setur okkur öllum gott fordæmi.

Varfærni í orðavali og næmni á tilfinningar annarra ber vitni um góða sál sem ekkert aumt má sjá.

Áhugi hans á öllu sem guðlegt er, ber vott um sannan trúaráhuga manns sem getur ekki séð neitt mál nema í trúarlegu ljósi.

Hvílík gæfa okkar Íslendinga er að hafa slíkan mann á meðal vor.

Finnur Hrafn Jónsson, 7.5.2009 kl. 23:06

23 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ég held ég geti talið 9 kirkjur út um stofugluggann hjá mér og vegna starfa minna fyrir kirkjuna hér áður fyrr hef ég fylgst nokkuð vel með og ég veit að það er mikið starf í þeim öllum alla daga vikunnar og starfsfólk kirknanna margt fleira en einn sóknarprestur, en þetta vita þeir sem vilja vita.

Svo endurtek ég að ég er ekki að mæla óhófinu bót og sstundum hefði ég heldur vilja sjá peninga notaða fyrir fólk en í eitthvað sem ég hef ekki séð þörfina fyrir, en sá söfnuður hefur talið vanta.

Hólmfríður Pétursdóttir, 7.5.2009 kl. 23:10

24 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég held að Doksi sé gæðamaður hvað sem segja má um þá stæla sem hann hefur valið að nota til að tjá andúð sína á trúarbrögðum. Mér sýnist hann ekki ganga þar lengra en margir trúaðir gera þegar þeir lýsa yfir vanþóknun sinni á trúlesyingjum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2009 kl. 23:15

25 identicon

Já, það er hlý sál inni í jarðýtunni.

EE elle (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:19

26 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég er hins vegar grimmur og guðlaus yst sem innst.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2009 kl. 23:25

27 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ef ég má leggja orð í umræðuna um Doksa, þá held ég að hann sé frekar að deila við ýmsar kirkjur sem starfa utan þjóðkirkjunnar, og  þó meira erlendis en hér á landi.

Svo má ég til með að minna hann á að Róvers kaþólska kirkjan varð ekki til fyrr en á 11. öld og þess vegna var kirkjan í stórum dráttum ein fyrir þann tíma.. Kaþólsk var hún í merkingunni almenn, en annars skil ég ekki að það geti verið skammaryrði.

Hólmfríður Pétursdóttir, 7.5.2009 kl. 23:26

28 identicon

Enn ég skil samt Finn.  Það þekkja ekki allir sálina inni í stálinu. confused smiley #17470

EE elle (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:39

29 identicon

Þ.e. en ég skil samt Finn.

EE elle (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 23:41

30 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Kirkjan fær marga milljarða á ári af skattpeningum fólks fyrir utan sóknargjöldin sem eru ca. 2 milljarðar á ári.  Sá peningur einn og sér ætti að nægja fyrir öllum kostnaði,  og ef það er meiri kostnaður geta sóknarbörnin valið um að greiða meira.  Aðrir sem hafa engan áhuga á því að taka þátt í þessu peningabákni sem er afæta á þjóðinni geta þá sleppt því en eru þrátt fyrir það látnir greiða af sköttum sínum til þessa batterís, þ.e. fólk sem er ekki skráð í kirkjuna, trúlausir og annarrar trúar.  Þetta er bara peningaplokk.

Svo er hægt að boða samdrátt í heilbrigðiskerfinu, en kirkjan.......hún fær alltaf sitt.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 8.5.2009 kl. 01:21

31 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Það ætti að vera búið að skilja kirkjuna frá ríkinu fyrir löngu. Reka hana eins og hvert annað fyrirtæki. Þá greiddu menn sig inn í messurnar eins og þegar við förum í bíó eða leikhús. Prestar yrðu verktakar og fengju greitt frá þeim sem nýttu þjónustu þeirra. Fólk verður að fá að trúa því sem það vill en það er ósanngjart að við hin sem efumst greiði fyrir það. Ég sagði mig úr þjóðkirkjunni fyrir nokkrum árum og greiði einhvern skatt til háskólans. En mér er sagt að guðfræðideildin fái aurana. Guðfræðin er á sama stað og fyrir 2000 árum. Engin þróun og engar framfarir. Hvernig væri heilbrigðiskerfið nú ef sama þróun hefði verið í læknisfræðinni?  Ekkert hefur skaðað mannkynið meira en trúarbrögðin. Þar hafa aðalsmerkin verið morð, pyntingar og kúgun. Heimska og fáfræði í algleymingi. Og þetta er svona enn.

Sigurður Sveinsson, 8.5.2009 kl. 06:37

32 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

það er alveg sama hvað vitleysan er endurtekin oft hún verður ekki réttari fyrir það.

Um fjármál kirkjunnar má lesa á kirkjan.is.

Sigurður Sveinsson. Guðfræðideild Háskóla Íslands fær ekki aurana þína þeir fara í sérstakan sjóð það sem sérstaklega er tekið fram að fé úr honum skuli ekki nýtast guðfræðideild.

Guðfræði er svo eins og aðrar fræðigreinar, taka mið af því sem best er vitað hverju sinni. það má segja að tungumálin sem kennd eru við deildina séu eins og fyrir 2000 árum en það er líka það eina. 

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.5.2009 kl. 07:34

33 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

"sérstakan sjóð það sem sérstaklega er tekið fram að fé úr honum skuli ekki nýtast guðfræðideil"

Það er engin slík klausa í neinum gögnum um Háskólasjóð.  Fyrir utan að þessi peningur fer ekki lengur í hann heldur almennan rekstur Háskólans.  Aftur á móti hef ég frétt að á þessu hafi orðið einhver breyting og nú fari hluti af þessu beint í ríkissjóð.  Sé alvöru trúleysingjaskattur.

Guðfræði er svo eins og aðrar fræðigreinar, taka mið af því sem best er vitað hverju sinni.

Þetta er kannsi rétt að vissu leyti, en þó með þeim fyrirvara að ný þekking er einungis notuð ef hún styður við kenninguna (um að Gvuð sé til).

Matthías Ásgeirsson, 8.5.2009 kl. 08:28

34 identicon

Finnur minn ég er að reyna að hjálpa þér og öðrum sem hafa fallið í trúargildruna.
Trúargildran er þannig hönnuð að trúin tengist inn í allt þitt líf frá fæðingu, þér er talið trú um að amma, afi og aðrir nákomnir séu hjá gudda... og þegar menn svo gagnrýna ruglið þá finnst þeim sem féllu í gildruna að það sé persónu árás á þá, árás á látna ástvini.

Vakna krakkar, þið hafið verið höfð að fíflum.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 09:00

35 Smámynd: Hlédís

Kæra fólk!

Hvað er að því að heitkristnir Íslendingar borgi SJÁLFIR viðgerðir kirkna og væn laun presta og preláta, en aðrir séu látnir í friði með sín trúarbrögð/trúarbragðaleysi?  

Hlédís, 8.5.2009 kl. 11:38

36 Smámynd: Friðrik Þór Guðmundsson

Það á að aðskilja ríki og kirkju í gær. Forréttindi eins trúfélags umfram önnur er mannréttindabrot. Það eru "bara" 78 komma eitthvað prósent landsmanna í téðu Evangelísk-lútersku trúfélagi. Og viðkomandi trúfélag hefur fyrir löngu fengið greitt fyrir "kirkjujarðirnar" sem skilað var árið 1907 og fengnar voru, nei teknar voru, af fólki sem taldi sig vera að kaupa syndaaflausn og aðgöngumiða að Himnaríki.

Ég er ekki á móti trúariðkun og get vel fallist á rukkun sóknargjalda ("tíundar") af trúuðu fólki - og að samsvarandi renni frá ótrúuðu fólki í líknarfélög - allt miðað við höfðatölu nákvæmlega jafnt. En mismunun á ekki að líðast og forréttindi á að afnema.Ég bið lesendur að athuga að ég er miklu heldur að tala um mannréttindamál en trúmál.

Friðrik Þór Guðmundsson, 8.5.2009 kl. 12:16

37 identicon

Sko... tíund og skipulögð trúarbrögð... hefur ekkert með trú að gera...
Allt frá því að mannkynið sá fyrir eigin dauða hefur fólk verið leitandi að flóttaleið frá því óumflýjanlega... skipulögð trúarbrögð er viðskiptavæðing á þessari þörf margra.
Það er nokkuð ljóst að ef það er almáttugur guð þarna úti, súpergáfaðundraséni með vasa.... myndi slík vera haga sér eins og biblía,kóran bla segja... þegar þið lesið þessar bækur þá stendur skýrum stöfum að bækurnar eru skrifaðar með 2 í huga: Vald og peninga....
Já lýsingin á guðinum er eins og lýsing á kexrugluðum keisara fornaldar með egóþarfir dauðans...
Ef eitthvað er guðlast þá bara hlýtur það að vera skipulagið, bækurnar.... þeir sem segja annað eru þá að segja að guðinn þeirra sé auli og lúser.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 13:41

38 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Gott fólk, ég finn ekki í fljótu bragði það sem mér fannst ég hafa lesið að það væri búið að stofna sérstakan sjóð við HÍ sem gjöld þeirra sem eru utan trúfélaga færu í og væri varið til bókakaupa.

Ef þetta er ekki rétt þá skulum við hafa það sem sannara reynist og ég treysti Matthíasi alveg til að finna hvað er nýjast í þeim efnum.

 þeir hafa verið til í guðfræðideild sem hafa efast um tilvist Guðs, auðvitað. Viðfangsefni guðfræðinnar eru jafn spennandi fyrir því.

Sennilega kemur það fyrir flesta að efast.

Segið nú gamalli konu hvað sannar að Guð sé ekki til.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.5.2009 kl. 15:32

39 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Ekkert að því að vera fífl, ef maður er Guðs fífl það hafa fleiri verið kallaðir og verið stoltir af.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.5.2009 kl. 15:34

40 identicon

Meintur guddi í meintri bók eftir hann segir að allir sem trúa ekki á hann og bókina hans, séu fífl.. :)

Spurningin er... getur almáttug vera verið svona mistæk í sköpun... það eru ekki bara trúfrjáls fífl.. heldur fæðist fólk með miklum annmörkum.

Biblían segir: Slökktu á heilanum.. allt í bókinni er satt.. trúið því eða pyntingar... hljómar eins og fífl hafi skrifað bókina :)

DoctorE (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 15:54

41 Smámynd: Hlédís

Hvaða fjárans SJÓÐA-bull er þetta? það á enginn að þurfa að greiða sérskatt fyrir að vera EKKI í trúfélagi! Hvaðan fengu yfirvöld þá grillu? Kristnir greiða bara sína tíund til sinnar kirkju - aðrir söfnuðir sem reka musteri, borga kostnað við þau og svo framvegis!  Þeir sem vilja heldur íhuga, lesa, ferðast - eða gera eitthvað allt annað fyrir sína "Tíund", gera það, án opinberra afskipta - Basta!

Hlédís, 8.5.2009 kl. 16:06

42 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Hlédís, ég er alveg sammála þér. Það gengur ekki að ríkið sé að ráða því í hvað peningar þeirra sem eru utan trúfélaga fara.

Ég held að það þurfi að breyta lögum til að fólk þurfi ekki að borga sömu upphæð og sóknargjöldin eru.

Hólmfríður Pétursdóttir, 8.5.2009 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband