10.5.2009 | 20:04
Móðgun við þjóðina
Það er móðgun við þjóðina eftir búsáhaldabyltinguna að dubba Jón Bjarnason upp í embætti ráðherra.
Það skiptir engu máli í hvaða flokki hann er. En tími jafn forpokaðra gjammara eins og hans ætti að vera liðinn. Hann er aftan úr öldum pólitískrar lágkúru.
Lærðu menn ekkert af umrótinu í vetur?
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Já, hvað er ríkisstjórnin að pæla - að bjóða okkur upp á þennan afturhaldspung?! Það er enginn skortur á hæfara fólki í þetta embætti. Við skulum bara vona að hann staldri mjög stutt við í ráðuneytinu.
Hneisa!!
Yfir sig hneykslaða Malína (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:17
Vissulega er hann slappasti ráðherrann. Stjórnin er hinsvegar sterk, vel mönnuð og fersk.
Eigum við ekki bara að líta á Jón Bjarnason sem síðasta ropið úr fortíðinni. Síðasta kjördæma-fretið úr spillingarrassinum?
Síðasti andskotans móhíkaninn..
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 21:38
Já og svo fjölgar ráðherrum um tvo!! Ég hélt að til hefði staðið að fækka þeim. Þeir eru orðnir alltof margir.
Sæmundur Bjarnason, 10.5.2009 kl. 21:43
Hvaða-hvaða. Jón er fínn karl. Og það hafa víst ábyggilega sest meiri "afturhaldspungar" á ráðherrastól hérna á Íslandi.
Dexter Morgan, 10.5.2009 kl. 21:47
Það má vel vera að Jón sé fínn karl en málflutningur hans er grunnur og yfirborðslegur. Hann er arkatýpískur stjórnmálamaður með stæla af því tagi sem allir eru orðnir meira en leiðir á.
Sigurður Þór Guðjónsson, 10.5.2009 kl. 21:53
Jón er örugglega "fínn kall" fyrir þessar 500 hræður á Vestfjörðum sem kusu hann...
Yfir sig hneykslaða Malína (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 22:05
Það hefði verið flottara að Atli Gíslason yrði ráðherra.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 10.5.2009 kl. 23:00
Það er engin tilviljun að þessi maður er valinn. Þið hafið greinilega ALDREI hlustað á hann. Það sem þið þolið ekki við hann er heiðarleiki hans. Fólk vill refi í pólitík. Lygara og hunda.
Jón bóndi (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 00:22
"Heiðarleg" 19. aldar risaeðla...
Yfir sig hneykslaða Malína (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 00:47
Steingerð risaeðla.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 00:49
Mr. Bond, við viljum líka klára menn og sæmilega hugmyndaríka.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 00:53
...og menn sem fatta að 21. öldin er runnin upp!
Yfir sig hneykslaða Malína (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 00:58
Sæll Sigurður
Ertu ekki full fjandsamlegur þegar öll dýrin eiga að vera góð við hvort annað.
Er kannski betra að skjóta kött..en að veiða hann ?
Kveðja
Guðmundur Óli
Guðmundur Óli Scheving, 11.5.2009 kl. 01:05
Ég kann vel við manninn. Og líka Atla Gíslason.
EE elle (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 01:10
Verð að viðurkenna að ég er skeptískur á karlinn líka, en eigum við ekki að gefa honum hinn pólitíska 100 daga vinnufrið og leyfa honum að sanna sig?
Valdimar Vilhjalmsson (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 02:56
Ef hann verður jafn góður ráðherra og hann er leiðinlegur, þá verður hann einn besti starfsmaður okkur.
Eygló, 11.5.2009 kl. 04:04
Teitur segir Jón síðasta ropið úr fortíðinni. Hvað með Steingrím og Jóhönnu. Eina fólkið sem eftir er á Alþingi sem samþykkti kvótakerfi og frjálst framsal kvóta. Ha, ha.
Steinþór (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 08:18
> Það er móðgun við þjóðina eftir búsáhaldabyltinguna
> að dubba Jón Bjarnason upp í embætti ráðherra.
Hey, Nimbus! Nú skal þú fara að hafa þig hægan, gæskur! Búsáhaldarbyltingin var ekki þín uppfinning. Þú átt hana ekkert. Sú bylting hefur nú þjónað sínum tilgangi – það er komin ný og mun betri ríkisstjórn til valda hér en sú sem áður sat. Þannig að takk fyrir stuðninginn við byltinguna okkar, félagi, en nú er kominn tími fyrir þig að gefa okkur frið til að taka til eftir íhaldið. Og láttu Jón Bjarnason í friði. Hann er trúr sinni sannfæringu, ekki tækifærissinni. Hann lét heldur sitt ekkert eftir liggja í byltingunni, alveg eins og Álfheiður og Atli. Nú þurfum við að taka höndum saman og styðja við okkar fólk, fyrst það tókst að koma því í þá aðstöðu sem það er í.
AFN (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 09:06
Þú átt að meta fólk eftir tónlistarsmekk þess. Það er langöruggast.
Arnþór (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 09:23
Ég er hræddum um að mesti loddari ríkisstjórnarinnar sé karl úr Samfylkingunni. Ég hélt ekki að maður nyti svo mikillar virðingar meðal samfylkingarmanna að hann yrði dubbaður upp í að vera ráðherra, þrátt fyrir að hafa smalað vel í prófkjöri. Þetta er sorglegt.
Smjerjarmur, 11.5.2009 kl. 09:48
Krakkar við erum ekki á nýju íslandi.. það er ekki nein bylting.
DoctorE (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 09:50
Einnmitt Doksi. Hlustið á ræður mannsins og lesið það sem hann skrifar.Við þurfum eitthvað nýtt og ferskt. Ég er ekki að segja að hinir ráðherrarnir séu það en það tekur steininn úr með Jón. En það er ekkert nýtt Ísland sem kom eftir búsáhaldabyltinguna sem var auðvitað engin bylting.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 11:41
Ég vil heiðarlegt og óspillt fólk eins og Steingrím J. og Jón.
EE elle (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:17
Þú ferð villur vega Sigurður Þór, því Jón er eldklár, skarpur og skemmtilegur og alveg stálheiðarlegur. Mín kynni af Jóni eru á þann veg að fáum treysti ég betur en honum.
Ekki veit ég eftir hverju þú dæmir, en svo mikið er víst að margur hefur verið hér ráðherra sem er verri en Jón. Og fyrirfram dómar eru nú ekki upp á marga fiska.
Þú kannski þarft að fá þér eitthvað nýtt og ferskt, en við erum búin að prófa nýja og ferska ráðherra sem þjóðin hefur kastað.
Kveðja að vestan.
Gústaf Gústafsson, 11.5.2009 kl. 13:37
Eins og ég segi þá met ég Jón eftir ræðum hans og greinum.Þar er nú ekki fferskleikinn.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 13:49
Hvað heiðarleka varðar finnst mér það svo sjálfsagður kostur með stjórnmálamann að varla þurfi það að teljast honum til tekna.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 13:51
"Ef hann verður jafn góður ráðherra og hann er leiðinlegur, þá verður hann einn besti starfsmaður okkur."
He he. Það er líklega meiningin með þessari ráðningu Jóns í embættið - að reyna að drepa þjóðina úr leiðindum svo við tökum síður eftir afglöpunum...
Hrrmmmffff...
Yfir sig hneykslaða Malína (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:04
"Ef hann verður jafn góður ráðherra og hann er leiðinlegur, þá verður hann einn besti starfsmaður okkur."
Þetta er kvikindislegt, ekki sniðugt.
J (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 15:26
He he. Kvikindislegt já - en samt sannleikanum samkvæmt ... a.m.k. fyrir okkur með kvikindislega húmorinn...
Yfir sig hneykslaða Malína (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 16:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.