Vík í Mýrdal er olnbogabarn

Það er gott framtak að byrjað er að kynna veðurstöðvarnar eina af annarri í veðurfréttatímum sjónvarpsins. Fyrsta stöðin sem kynnt var er Vík í Mýrdal sem sendir skeyti þrisvar á dag.

En því miður er þetta algjör felustöð. Hún fær ekki inni með sínar athuganir á vef Veðurstofunnar nema hvað úrkomuna að morgni snertir. Hún er eina skeytastöðin sem höfð er útundan. 

Til hvers annars að kynna veðurstöð sem er höfð í í felum? 

Vesalings Vík í Mýrdal er olnbogabarn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaugur Þorsteinsson

Ég held að það sé sama hvort það er veðurstöð eður Vík,hvort tveggja er olbogabarn og mætti efla meir og betur.

Það var oft þegar meður stóð vaktina á toginu eða bauju út af Vík eins og kallað er,virkilega notarlegt að sjá ljósin frá þorpinu glitra í landi,eins ef haldið var sjó að hafa þau til viðmiðs.

Fyrir utan það að hafa það viðkomu á leið austur eða vestur og fá sér  hressingu í skálanum,þennann stað á að efla og verja fyrir náttúru og mannaöflum.  

Sigurlaugur Þorsteinsson, 11.5.2009 kl. 12:09

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Sammála því enda er ætt mín frá Mýrdal margar kynslóðir aftur í tímann.

Sigurður Þór Guðjónsson, 11.5.2009 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband