Kæling sjávarins

Síðan í morgun hefur verið hlýtt víðast hvar á Reykjavíkursvæðinu.  Hitinn hefur verið síðustu þrjár klukkustundirnar 14-17 stig í austan-eða norðaustanátt. Vindur hefur því staðið af landi. Ein stöð var þó lengi undatekning frá þessu. 

Það var Straumsvík. Þaðan stóð vindur af Faxaflóa og hitinn var ekki nema 8- 9 stig í norðnorðvestanátt. Þangað til kl. 15. Þá hafði áttin breyst í austnorðaustanátt og hitinn var rokinn í 16,4 stig. Sýnir þetta vel hvað hafgolan getur spillt góðviðrisdögum þegar hún ræður ríkjum.

Klukkan 16 var hitinn 16,2 stig í Straumsvík en 16,5 í Reykjavík og búinn að fara í 17,3 stig ( sjálfvirkt) og sama  hámark á Reykjavíkurflugvelli, Geldingarnesi og Korpu. Og sólin skein glatt.

Það þarf ekki að kvarta yfir veðrinu á fyrsta degi listahátíðar.  

Eitthvað annað en á ómenningarhátíðinni í Moskvu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Svo ku rigna í hinni fornu höfuðborg vorri, kóngsins Kaupinhavn... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 16.5.2009 kl. 17:54

2 Smámynd: Sigurbjörn Sveinsson

Þar gekk ég um götur í gær klæddur plasti og votur upp fyrir ökkla.

Sigurbjörn Sveinsson, 17.5.2009 kl. 08:53

3 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég er viss um að Mali hefur lúmskt gaman að söngvakeppninni

Brjánn Guðjónsson, 17.5.2009 kl. 15:32

4 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mali er músikalskur köttur og segir að hún sé tónlistarleg hlandfor.

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2009 kl. 15:35

5 identicon

Kisa sonar míns lagðist niður í fýlu þegar ísl. lagið kom og mjálmaði: "Katta-kassa-for, mjá''.  Kittyface

EE elle (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband