Annað sætið

Þegar þúsundir fögnuðu Jóhönnu Guðrúnu á Austurvelli var hæg austanátt og sól og Veðurstofan mældi 17 stiga hita.

Það mátti sjá það í sjónvarpinu hvað fólkinu leið vel og var ánægt.

Ef kuldi hefði verið og hvassviðri og rigning hefði það spillt gleðinni. 

Veðrið skiptir öllu  máli við útiskemmtanir. Það hefði varla geta verið betra. Í dag mældist reyndar mesti hiti sem skráður hefur verið 17. maí í Reykjavík, 18,3 stig. Og í gær mældist mesti hiti í borginni sem skráður hefur verið 16. maí, 17,0 stig, rétt eftir klukkan 18. Meðalhiti sólarhringsins var líka sá mesti sem skráður hefur verið þann dag 11,7 stig. Það má slá því föstu að meðalhitinn í dag slái líka dagsmetið og verði enn þá meiri en í gær.

Ekki eru þetta þó mestu hlýindi sem geta orðið eftir árstíma. Meiri hámarkshiti og meðalhiti hefur mælst dagana 13.-15. maí, mest 20,6 stig 14. maí 1960.

En dagarnir í dag og í gær hafa krækt í annað sætið í veðurblíðu í Reykjavík eftir árstíma.

Það er vel við hæfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning er hvort þetta er ekki þriðja sætið í veðurblíðu því 1988 gerði minnisstæða hitabylgju 13-16. maí eftir mikla kulda fyrr um vorið. Hún var reyndar heldur minni en 1960 en aðeins meiri en hitabylgjan núna (nema eitthvað óvænt eigi eftir að gerast).

Björn Jónsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 21:16

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Já, þegar ég sagði þetta var ég aðallega að miða við dagsetningar, að fyrr í mánuðinum hefði gert meiri hita en er þó núna en aldrei á dögunum 16. og 17. En það er rétt að hitarnir 14. og 15. maí 1988 voru meiri en núna. Sjá hér.  

Sigurður Þór Guðjónsson, 17.5.2009 kl. 21:33

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þetta var sannarlega ánægjulegur dagur og einkar gaman var að sjá hana Jóhönnu Guðrúnu taka lagið á sviðinu í sjónvarpinu. Leitt þótti mér að hafa misst af því að mæta á staðinn.

Hilmar Gunnlaugsson, 18.5.2009 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband