18.5.2009 | 11:32
Allt búið
Í gær varð mesti hiti á landinu 19,5 stig á Þingvöllum. Í nótt fór frostið þar niður í 2,4 stig. Loftið er mjög þurrt. Þetta er dægursveifla upp á 22 stig. Á þessari stundu er 12 stiga hiti á Þingvöllum.
Hitinn á landinu er reyndar að detta niður. Það er bara svona sæmilegt þar sem best lætur en ekki hægt að tala um nein sérstök hlýindi. Á stórum hluta landsins hefur reyndar verið að kólna jafnt og þétt í eina fimm daga.
Hitinn hefur hvergi náð 20 stigum í þessu hlýindakasti og er því ekki hægt að segja að um hitabylgju hafi verð að ræða. Einna best hefur til tekist á suðvesturlandi. Dagurinn í gær sló dægurhitamet fyrir Reykjavík líkt og dagurinn þar á undan.
En þetta er sem sagt búið. Það var hvort sem er bara verið að hita upp fyrir rigningarsumarið mikla 2009!
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Rigningarsumarið mikla er rétt handan við hornið. Einn af alverstu júnímánuðum í Reykjavík kom einmitt árið 1988 eftir sambærileg hlýindi í maímánuði eins og þú rifjaðir upp um daginn.
Emil Hannes Valgeirsson, 18.5.2009 kl. 13:20
Þegar þið talið um rigningasumar, strákar... eigið þið þá við hér suðvestanlands eða verður rigning um allt land?
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2009 kl. 14:40
Stundum er rigningaarsumar víðast hvar en aðallega er ég að tala um rigningarsumur á suðurlandi. Þá er oft gott fyrir norðan.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.5.2009 kl. 14:46
Já, einmitt... Ég hef nefnilega hugsað mér að skottast norður á Strandir og síðan austur með Norðurlandi. Vonandi verður ekki mjög mikil rigning á þeim slóðum því ég verð í tjaldi.
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2009 kl. 14:48
Norlenska sumarrigningin er miklu svalari en sunnlenska rigningin.
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.5.2009 kl. 14:59
Ég hef annars verið að hræða fólk í vinnunni með því að boða rigningarsumar að þessu sinni, og þá aðallega vegna þess að fólk tekur svo mikið mark á manni þegar kemur að veðri. Í rauninni á aldrei að taka mikið mark á svona veðurspádómum nokkra mánuði fram í tímann, en rigningarsumar kæmi mér þó ekkert á óvart.
Emil Hannes Valgeirsson, 18.5.2009 kl. 15:16
Rigningarsumarið 2009 klikkar ekki!
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.5.2009 kl. 16:04
Vitanlega ekki. Þó verða færri ísbirnir en venjulega, nema kannski einhverjir norður á Ströndum.
Emil Hannes Valgeirsson, 18.5.2009 kl. 16:39
Kannski maður fari með vopn á Strandir í sumar. Kunnið þið að búa til teygjubyssu, strákar?
Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2009 kl. 21:59
Það skal verða sól í allt sumar.
Svava frá Strandbergi , 19.5.2009 kl. 13:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.