Veðrið í háloftunum þegar þotan fórst yfir Atlantshafi

Í gær bloggaði ég um frétt um það þegar farþegaþotan fórst yfir  miðju Atlantshafi.  Kvartaði ég yfir því að hafa hvergi séð veðurfræðilegar skýringar. Í athugasemdum við færsluna bentu veðurfræðingar á vef þar sem  veðurfræðingur gefur ýtarlegar skýringar á því veðri sem var þar sem  vélin fórst.

Þessar skýringar má finna hér og hér

Vegna þess hve margir hafa sýnt þessu einkennilega slysi mikinn áhuga sé ég ástæðu til að vekja athygli á þessum veðurfræðilegu skýringum í sérstakri færslu, af því að þetta var falið inni í athugasemdunum, til þess að þær fari ekki framhjá neinum sem les þessa bloggsíðu og áhuga hafa.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kannsi ætti bara ekkert flug að vera í nánd við nein óveðurssvæði.

EE elle (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 14:29

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Hér er nokkuð ítarleg lýsing á veðuraðstæðum eftir veðurfræðinginn Antony Watts:

http://wattsupwiththat.com/2009/06/03/air-france-flight-447-a-detailed-meteorological-analysis/

Ágúst H Bjarnason, 5.6.2009 kl. 14:59

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta sem þú kemur með Ágúst er það sem ég vísa á í fyrri tilvísuninni. Bending á það kom í athugasemd við færslu mína í gær. Samt  var aftur vísað á það sama í annarri athugasemd. Og nú kemur það í þriðja sinn.  Lesa menn ekki athugasemdir eða kynna sér bloggfærslurnar sem þeir fara inn á?  

Sigurður Þór Guðjónsson, 5.6.2009 kl. 15:07

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er nú alténd gott að fleiri en ég lesa hið ágæta blogg Antony Watts, en hann er með kollinn í lagi og bloggar yfirleitt af mikilli skynsemi.. .

Ágúst H Bjarnason, 5.6.2009 kl. 21:11

5 identicon

Eftir að hafa horft á skrilljón flugslysaþætti... þá tel ég þetta vera hryðjuverk, mannleg mistök, vélarbilun, veður... etc

Nei bara að grínast.. ómögulegt að segja hvað gerðist fyrr en eitthvað markvert finnst úr vélinni, þar til það gerist erum við að skjóta í myrkri

DoctorE (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 22:44

6 Smámynd: Hörður Þórðarson

Góð spurning hjá Eddu. Gefin er út veðurspá fyrir leiðina áður en lagt er upp, en ekki er hægt að spá fyrir um einstaka skýjabólstra, einungis er hægt að segja á hvaða svæðum sé líklegt að mæta þeim. Flugmennirnir eiga síðan að fylgjast með á radar flugvélarinnar og sneiða hjá sterkustu skúraskýjunum. Í þessu tilviki getur verið að bólstrinn hafa vaxið hraðar en svo að þeir hafi haft tíma til að bregðast við.

Síðan verður að hafa í huga að flugfélög gera það sem þau geta til að spara eldsneyti. Það er ekki mjög hagkvæmt að vera stöðugt að krækja fyrir ský... Ég er þó alls ekki að gefa í skyn að um slíkan sparnað hafi verið að ræða í þessu tilfelli, enda hef ég engar upplýsingar sem styðja slíkar getgátur. 

Ég veit til þess að oft hefur staðið tæpt með eldsneyti þegar flugvélar hafa þurft að krækja fyrir óveður. Ég veit til dæmis að 747 þota sem lenti í Hong Kong varð eldsneytisslaus áður en hún komst upp að flugstöðvarbyggingunni og þurfti að draga hana þangað...

Hörður Þórðarson, 6.6.2009 kl. 00:15

7 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst endilega að eitthvað mjög óvænt eigi eftir að koma upp varðandi þetta slys. En kannski er ég bara búinn að lesa og horfa yfir mig af flugslysaefni síðustu daga.

Sigurður Þór Guðjónsson, 6.6.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband