25.7.2009 | 10:17
Hvað gerðist á Hæli í nótt
Kuldametið í júlí á Eyrarbakka féll í nótt. Þar mældist hitinn 0,5 stig. Gamla metið var 1,4 stig frá 15. júlí 1979 og svo 1,5 stig 18. júlí 1983 og þ. 8. 1973. Athuganir á lágmarkshita eru til frá 1924. Hitinn á sjálfvirku stöðinni fór niður í -2,2 stig. Það er mikill munur á þessum mælingum og er það oft þannig á Eyrarbakka. Munur á sjálfvirkri og kvikasilfurs mælingu virðist vera mismunanndi milli stöðva. Þetta hlýtur að valda vandræðum með staðfestingu meta á stöðvum sem voru lengi mannaðar en eru nú sjálfvirkar eingöngu.
Engar upplýsingar er enn að hafa frá Hæli í Hreppum. Það er spurning hvort júlí kuldametið frá 1888 í Hreppunum, 0,7 stig, hafi ekki líka fallið í nótt. Á sjálfvirku stöðinni í Árnesi skammt frá Hæli var hitinn um frostmark á miðnætti, bara sisvona, og lágmarkið var -0,7 stig. Þarna mátti heita logn frá því klukkan 3 í nótt og til klukkan 9.
Aftur var frost í nótt á Hellu, -0,5 stig, og í Þykkvabæ, -1,7 stig, sem er enn meira en þar mældist í fyrrinótt.
Á þingvöllum var frostið -2,0 stig og -1 við Þjórsárbrú. Meira frost mældist á sjálfvirku stöðinni á Þingvöllum í júlí 2007, -2,5 stig.
Á Egilsstöðum voru -0,8 stig og -0,2 á Hallormsstað. Mesta frost sem mannaða stöðin á Egilsstöðum mældi í júlí í 44 ár var -0,5 árið 1965 og sama ár var metið á Hallormstað, -1,0 . Á Fáskrúðsfirði voru í nótt -2,3 stig en þessi stöð sýnir stundum svo einkennilega lágan lágmarkshita að maður spyr sig hvort ekki sé eitthvað athugavert við hann.
Kaldast á landinu var hins vegar -2,6 stig á Möðruvöllum. Það er nokkuð frá meti en þessum stað hefur mælst mesta frost á landinu í júlí, -4,1 stig þ. 21. árið 1986 á kvikasilfursmæli.
Ekki hafa fallið kuldamet í þessu kasti þar sem lengi hafa verið mannaðar stöðvar annars staðar en á Eyrarbakka nema þá á Hellu, í Þykkvabæ, hugsanlega á Brú og Egilsstöðum, en stóra spurningin er svo um Hæl.
Vonandi koma upplýsingar um mælingar frá Hæli seinna í dag.
Viðbót: Mælingarnar á Hæli hafa nú verið birtar. Lágmarkið var svo hátt sem 3, 0 stig. Þar féll því ekkert kuldamet. Stöðin í Árnesi er nokkurn spöl frá Hæli og er auk þess sjálfvirk. En þessi gríðarlegi munur sem kemur fram á lágmarki milli sjálfvirkra mæla og kvikasilfursmæla í þessum tveimur tilvikum, á Eyrarbakka þar sem stöðvarnar eru alveg á sama stað og svo milli Hæls og Árness, mjög nálægra stöðva, finnst mér sýna enn frekar hvað erfitt er að bera saman sjálfvirkar mælingar við kvikasilfursmælingar. Og það hlýtur að gilda um hámarkshita líka.
Er hægt að fullyrða t.d. að raunverulegt júlíkuldamet hafi verið sett á Hellu?
Ath. Bendi hér á bloggfærslu, þar sem má sjá, í fylgiskjalinu, mesta og minnsta hita sem mælst hefur í hverjum mánuði á mönnuðum íslenskum veðurstöðvum og auk þess úrkomu og snjódýpt.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Og ég sem batt svo miklar vonir við hlýnun af mannavöldum.
Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 25.7.2009 kl. 10:42
Það er kúnst sem þú kannt að skrifa um veður þannig að vanþroska veðurstöðin í heila mínum hafi gagn og gaman að.
Takk fyrir.
Hólmfríður Pétursdóttir, 25.7.2009 kl. 11:45
Vildi bæta við þessar upplýsingar um frostið á Eyrarbakka sl.nótt að samkv. mínum bókum var minsti hiti í júlí sem mælst hefur áður á Eyrarbakka þann 15.júlí 1979 þegar lágmarkið var 1,4°C (Líklega miðnæturtaka) og í öðru sæti yfir lágmarkshita í júlí var 8.júlí 1973 og 18. júlí 1983 þegar lágmarkið var 1,5°C (líklega miðnæturtaka). Til samanburðar var hitastigið á miðnætti í dag +3°C. Mælingar á nóttunni hófust árið 2005 með tilkomu sjálvirku stöðvarinnar, svo ekki er víst að hér sé um eindæmi að ræða.
Óðinn af Eyrarbakka, 25.7.2009 kl. 20:23
Ég bý í Tjarnarbyggð á milli Eyrabakka og Selfoss. Kartöflugrösin hjá mér kolféllu í nótt.
Jón Kristófer Arnarson, 25.7.2009 kl. 20:30
Ps. Um 300 metrar eru milli mælistöðva á Eyrarbakka og háttar þannig til að gamla stöðin er innan þorpsins í þurru og grónu umhverfi en sú sjálvirka á votlendu bersvæði og skýrir það að mínu viti mismun á mælingum.
Óðinn af Eyrarbakka, 25.7.2009 kl. 20:32
Þetta er alveg rétt hjá þér um lágmarkshitann á Eyrarbakka Óðinn, gamla metið á kvikasilfrinu var 1,4 stig 15. júlí 1979 en ekki 1,5 frá 1983 og leiðréttist hér með. Hitinn í nótt fór niður í 0,5 stig og er því met á staðnum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 25.7.2009 kl. 20:37
Fjarlægðin frá mælaskýlinu niður í Eyrarbakkaþorpi frá sjálfvirku stöðinni sem Óðinn segir vera um 300 metrar er einfaldlega of mikil til þess að í raun sé hægt að tala um sömu stöð. Á Klaustri er sjálfvirk stöð, hún er reyndar handan Skaftár í nokkur hundruð metra fjarlægð frá mælaskýlinu sem reyndar er smámsaman að hverfa inn í skóg og er önnur saga. Þar kallast sjálfvirkastöðin Stjórnarsandur en ekki Kirkjubæjarklaustur.
Óhægt er um vik með samanburð, sérstaklega þegar um lágmarkshita er að ræða (líka hámarkshita, þó hann sé ekki alveg jafn hvikull og þegar kalda loftið leggst í bolla) nema þegar hitanemi sjálfvirku stöðvarinnar sé ekki nema í seilingarfjarlægð frá kvikasilfursmælinum.
Ég þekki ekki nægjanlega vel til aðstæðna á Hæli, þó ég hafi nýverið ekið þar hjá. Þá síður á Fáskrúðsfirði, en vel má vera að stöðin þar sé staðsett þannig að hún nemi vel kyrrt og kalt loft næst jörðu. Hitt veit ég hressilegar vindhviður næða um þessa tiltölulega nýja stöð þegar blæs á hásunnan.
Einar Sveinbjörnsson, 26.7.2009 kl. 00:31
Mér finnst einkennilegt að menn skuli ekki reyna að hafa sjálfvirku stöðvarnar sem næst hinum eins og er í Reykjavík og á Stórhöfða og kannski víðar. Mér finnst þetta líka skrýtið með Stjórnarsand. Stöðin er reyndar alltaf nefnd Kirkjubæjarklaustur og þegar hámarks-og lágmarksmælingar koma inn á listum á vef Veðursstofunnar er aldrei gerður nafnlegur greinarmunur á þessum tveim stöðvum og heldur ekki á stöðvunum á Reykjum í Hrútafirði. Maður veit aldrei um hvora stöð er að ræða, þær mönnuðu eða sjálfvikru, nema gá. Allar aðrar sjálfvirkar stöðvar eru aðgreindar greinilega.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.7.2009 kl. 00:50
Þessir listar sem ég er að tala um eru hámarks-lágmarksmaælingalistar en ekki úrkomulistar.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.7.2009 kl. 10:34
Komdu sæll og takk fyrir skemmtilegar greinar. Verð að segja að fyrirsögnin var mjög skemmtileg. Þar sem við maðurinn minn sendum veðurlýsingarnar frá Hæli vildi svo til að við vorum á fæðingardeildinni að eiganast barn. Þess vegna barst veðurskeyti ekki í tíma. Fyrirsögnin átti því skemmtilega við. Bestu kveðjur frá okkur á Hæli. Og við erum alltaf að velta sömu spurningum fyrir okkur
Hafdís Hafsteinsdóttir (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 13:36
Til hamingju með barnið! Og mikil upphefð að fá kveðju frá veðurathugunarmönnum.
Sigurður Þór Guðjónsson, 26.7.2009 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.