1.8.2009 | 14:52
Ósvífnin er takmarkalaus
''Sjáandinn'', sem spáði STÓRUM skjálfta kl. 23:15 fyrir nokkrum kvöldum, er ekki af baki dottinn. Viðtal er við hana á Vísi is. í dag. Þar telur hún að smáskjálfti sem reið yfir á Reykjanesi í gærkvöldi, mörgum dögum eftir ætlaðan spáskjálfta og á röngum tíma og svo lítill að ekki er orð á honum gerandi, sanni að hún hafi spáð rétt. En hún spáði sterkum skjálfta, sem myndi valda usla, Samt segir hún sigri hrósandi:
Það hlaut að vera. Sá hlær best sem síðast hlær," segir Lára og hlær glöð í bragði.
Þessvegna svaf ég svona vel í nótt, ég hef ekki sofið svona vel í marga mánuði."
Lára segist hafa orðið fyrir miklu áreiti síðan hún spáði skjálftanum og ekkert gerðist. Nú hafi hann hinsvegar riðið yfir.
Ég sagði þetta!" segir Lára
Hún segir gærkvöldið bara byrjunina, og næst komi eldgos.
Hún segir jarðhræringarnar þó ekki það versta sem sé í vændum, heldur sjái hún annan og miklu verri atburð framundan. Honum vill hún ekki segja fréttastofu frá eftir viðbrögð fólks síðast, en segist hins vegar ætla að vara yfirvöld við strax eftir helgi.
Þetta segir ''sjáandinn''á Vísi is.
Ósvífin er með ólíkindum. Allir sjá að spá hennar rættist ekki. En samt er það sem hún spáði ,skýrt og greinilega, teygt og togað til að eiga við annars konar atburð á allt öðrum tíma.
Og nú spáir ''sjáandinn'' einhverjum hörmungum, ''miklu verri' atburðum.
Náttúruhafafarir eru alvarlegir atburðir sem geta kostað mannslíf og mikið eignatjón. Að gera sér leik að því að vekja ótta með því að spá slíku með hlakkandi ósvífni varðar hugsanlega við lög og það er siðferðilega fyrir neðan allar hellur. Ekki er hægt að líða slíkt í ljósi þess að menn taki ekki mark á þessu hvort eð er. Þetta sé bara skemmtiefni. Málið er einmitt það að furðu margir taka einhvers konar mark á þessu og verja athæfi ''sjáandans'' og peppa hann upp á ýmsan hátt. Til dæmis fjölmiðlarnir að hleypa honum að sér. Og þetta er næu mest lesna fréttin á Visi is. og segir margt um óvísindalegan þankagang þjóðrinnar og eftirsókn hennar eftir óskynsamlegum dulfræðoiorum á sviði lífsiins sem er fullkomlega raunvísindalegt.
Nýlega var Doctor E gerður útrækur af Moggablogginu fyrir kalla skjálftasjáandann geðsjúkling og glæpakvendi.
Það eru að vísu stór orð.
En hvað á eiginlega að kalla það andlega ástand manneskju sem trekk í trekk boðar hörmulegar náttúruhamfarir og virðist hlakka í henni, þrátt fyrir það að reynslan sýni að ekki sé mark á henni takandi. Hvað á að kalla slíkt taktleysi, tillitsleysi og skort á skynsamlegri hugsun?
Hekla getur auðvitað gosið hve nær sem er og líka Katla. Fylgst er með þessum eldfjöllum með mælitækjum og mörgum öðrum, þar með töldum Vestmannaeyjum og Reykjanesi. Eldgos gerir einhvert boð á undan sé, þó það geti verið stutt.
Á svo að segja að þessu hafi öllu verið spáð af ''sjáanda'' og upphefð hans eigi að vera mikil þegar næsta eldgos á sér stað?
Það er óskiljanlegt í eldfjallalandi þar sem jarðvísindi standa á háu stigi að fjölmiðlar skuli dekra við jarðskjálfta-og eldgosaspár ''sjáanda'', rétt eins og jarðeðlisfræðin tilheyri hinu yfirnáttúrlega.
Ekki þarf svo að spyrja að þeirri hættu sem gæti stafað af því ef vísindamenn gæfu út viðvaranir um náttúruvá en sumir myndu kannski hundsa vegna síendurtekinna spádóma í fjölmiðlum um slíka atburði.
Fjölmiðlar verða að sýna lágmarksábyrgð.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Ekki getum við búist við ábyrgð af kjafta- og slúður "frétta" -miðli, Sigurður. Ekki nema þeir verði sektaðir eða stöðvaðir fyrir lygasögur og að valda almenningi óþarfa ótta.
Elle_, 1.8.2009 kl. 15:27
Fyrringin er algjör!
Ólafur (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 15:52
Hvernig sem ég hugsa málið sé ég ekkert mikið athugavert við að kalla þessa kellingu glæpakvendi...
Kama Sutra, 1.8.2009 kl. 16:15
Þetta er rétt hjá þér Sigurður. Ég skil heldur ekkert í Vísi.
Mér skilst að jarðskjálftinn hafi verið um 3 á Richterskala að stærð. Jarðskjálfti sem er af stærðinni 4 er 31,6 sinnum öflugri en sjálfti af stærðinni 3. Skjálfti sem er 5 er um 1000 sinnum öflugri en sá sem er 3, og skjálfti sem er 7 er um 1.000.000 sinnum öflugri en skjálfti sem er af stærðarflokki 3. Allt miðað við orkuinnihald. Sjá hér.
Er þetta ekki rétt Sigurður Þór? Hve stórum skjálfta spáði konan?
Ágúst H Bjarnason, 1.8.2009 kl. 16:54
Skoðanir manna eru bara skoðanir. Mjá mjá.
Efast ekki um að margir vísindamenn hafi litið á klukkuna fyrir 5 dögum vitandi tímasetningu spádómsins. Svo glott út í annað munnvikið. Mjá mjá.
Er konan geðsjúklingur? Það er hennar einkamál hvort sem rétt er eða ekki. Glæpakvendi? Nú veit ég ekki. Eru stjörnuspár lygar? Sjálfsagt.
En væri ekki bara svakalega spennandi ef færi að gjósa? Nýr Keilir myndist? Shaving Æsland gæti þá mótmælt skemmdum á landinu. Mjá mjá.
Ólafur Þórðarson, 1.8.2009 kl. 17:35
Það væri æðislegt ef færi að gjósa, helst hamfaragosi með flykrubergi (hæfilega langt frá mannabyggð). Mjá, það held ég nú.
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.8.2009 kl. 17:42
Það verður hamfaragos hér á landi í haust - í óeiginlegri merkingu.
Gos af mannavöldum...
Mjá.
Kama Sutra, 1.8.2009 kl. 17:48
Kama Sutra er kama sutra ekki eitthvað um kynlífshamfaragos?
Sigurður Þór Guðjónsson, 1.8.2009 kl. 17:50
Mjá. Þá þykist spákellingin hafa verið að meina það...
Kama Sutra, 1.8.2009 kl. 17:50
Þarna kemur það! Spákellingin er auðvitað að vonast eftir kynlífshamfaragosi! Og vill sjálf vera þar miðpunkturinn í atlotunum...
Kama Sutra, 1.8.2009 kl. 17:53
Verðum við ekki annars bönnuð hérna á Moggablogginu ef djókum með þetta? Dokkksanum til samlætis. Það má ekki segja neitt hérna lengur. Allir svo viðkvæmir eitthvað þessa dagana...
Kama Sutra, 1.8.2009 kl. 17:59
þessi kona er bara veik
Helga (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 12:44
Maður þorir varla að segja það en ég mér er nær að halda að þessi miðill sé gjörsamlega ósjáandi, óalandi og óferjandi.
Svava frá Strandbergi , 2.8.2009 kl. 23:30
Ósvífnin er makalaus, svo mikið er rétt. Má þó varla á milli sjá hvort vorkenna eigi athyglissjúkum kerlingaranganum meira en fjölmiðlasnápunum, sem sjá ekkert markverðara að eltast við þessa daga. Hefði haldið að bitastæðara umfjöllunarefni höfðaði frekar til almennilegs fjölmiðlafólks, sem reyndar virðist orðið afskaplega lítið um hér á landi og því ekki nema von að svona endemis rugl fari af stað.
Halldór Egill Guðnason, 3.8.2009 kl. 09:21
Endemis rugl passar.
Elle_, 4.8.2009 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.