Hugarburður eða forspá?

Nú er hreinlega ekki hundi út sigandi. Ég hef líka haldið mig heima og tekið til fyrir jólin. Er búinn að kaupa flestar jólagjafirnar og klára það sem eftir er á morgun ef ég dett þá ekki steindauður niður í miðjum klíðum.

Hef svo verið að athuga jólaveðrið síðustu þrjú hundruð árin og vona að ég geti sett eitthvað um það inn á síðuna fyrir jólin. Ég ímynda mér að hinir tíu réttlátu veðurdellumenn í landinu gætu haft af því gagn og gaman.

Landlæknisembættið hefur kunngert rannsókn sína á elliheimilinu Grund vegna frásagnar tímaritsins Ísafoldar. Í ljós kemur að hún á sér nær enga stoð. Hvað er eiginlega að fjölmiðlum upp á síðkastið? Þurfa þeir að ganga af göflunum til að trekkja að athyglina?

Stemningin í náttúrunni  og þjóðfélaginu núna er eiginlega hálf katastrófuleg.

Og það er eins og eitthvað enn þá meira liggi í lævi blöndnu andrúmsloftinu. Úff! Hvað ætli það geti verið?

Það skyldi þó aldrei vera hugarburður minn sem smitast hefur af fjölmiðlafárinu og náttúrlega öllum þessum vindgangi.

Já, svo var ég næstum þvú búinn að gleyma aðalatriðinu. Sauðanesviti setti enn eitt hitadagsmetð í dag, vippaði sér léttilega í 15.7 stig en til eru ár í Reykjavík þar sem hitinn fór aldrei svo hátt. Eru þetta hin svokölluðu gróðurhúsáhrif?  Eða hvað?!   

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband