Aðfangadagshitamet bæði í Reykjavík og á öllu landinu!

Í morgun, einhvern tíma fyrir kl. 9, komst hiti hærra en hann hefur áður gert nokkru sinni á aðfangadag í Reykjavík, 10,1 stig, og á öllu landinu frá a.m.k. 1933, 15, 2 stig á Skjaldþingsstöðum í Vopnafirði. Gamla metið var 9,5° í Reykjavík frá 1934 en á landinu lágkúruleg 12,1° á Seyðisfirði 1957.

Á jóladag í fyrra mældist mesti jóladagshitinn í Reykjavík nokkru sinni, 10,1 stig. Það koma því tvö jól í röð með afbrigðilega háum hita. Gróðurhúsáhrifin?!      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband