Meðvirkni

Sigmundur Ernir Rúnarsson  fullyrti í fyrstu að hann hafi ekki neytt áfengis. Síðar viðurkennir hann að hafa drukkið léttvín með mat en ekki fundið nein áfengisáhrif.

Hann sagði sem sagt ósatt um áfengisneyslu sína. Er þá nokkur ástæða til að taka mark á orðum hans um það að hann hafi ekki fundið áfengisáhrif?

Það þarf hreinlega mikla afneitun til að sjá ekki að hann var vel við skál.  Það er  alkunnur háttur alkóhólista þegar þeir eru að skandalísera drukknir að þeir hafi aðeins drukkið svona tvö glös. En það er Alþingi ekki sæmandi að sýna meðvirkni í slíkum tilvikum. 

En hún leynir sér samt ekki.  

Vigdís Hauksdóttir þingmaður  sagði að málið væri fyrst og fremst leiðinlegt fyrir þingmanninn, fjölskyldu hans og kjósendur. Hún gerir því í rauninni ósköp lítið úr málinu þó hún segði að vísu að menn eigi ekki að vera fullir í vinnunni.

Það er ekki hægt að sýna allri þjóðinni meiri óvirðingu en stíga í ræðustól á alþingi undir áhrifum áfengis.

Það er svo auðvitað rétt athugað hjá Birgittu Jónsdóttur,   þó hún geri reyndar líka lítið úr málinu, að þingforseti hefði átti að grípa í taumana. Sagt er að Ragnheiður Ríkharðsdóttir hafi gert  Ragnheiði Ástu viðvart. Þingforseti hunsaði  það. Ekki mátti  styggja þann sem var að delera í ræðustól.  

Björgvin G. Sigurðsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að mál Sigmundar verði ekki rætt sérstaklega innan Samfylkingarinnar. Málinu sé lokið.

Viðbrögðin við þessu atviki: kæruleysi annarra þingmanna, aðgerðaleysi forseta þingsins, ósvífin afneitun formanns Samfylkingarinnar, að ógleymdum léttúðarfullum viðbrögðum margra bloggara, og hreinum ruglanda þeirra um aðalatriði, allt er þetta óhugnanlegur vitnisburður um meðvirkni þegar áfengisneysla er annars vegar.

Þetta kemur flokkspólitík hins vegar ekkert við þó þetta atvik hafi auðvitað verið notað á bloggsíðum til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Enginn flokkur er öðrum betri né verri í meðvirkni í áfengismálum.

Ekki þarf að gera sér miklar vonir um röggsamleg viðbrögð forsætisnefndar.

Reglusamt fólk, hvar í flokki sem það stendur, er þó áreiðanlega sammála um það  að ein regla ætti að gilda um alla þingmenn:

Þingmaður sem sýnir þjóðinni þá óvirðingu að stíga undir áhrifum áfengis í ræðustól á Alþingi á að víkja af þingi.

Annað hæfir ekki siðmenntaðri þjóð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður, ég held að það sé einhver draugur sem drekkur í gegnum háttvirtan Simma, og lýgur jafnvel líka í gengum hann.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.8.2009 kl. 19:57

2 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Eitt af því fyrst sem drukkið fólk missir þegar það er farið yfir strikið er dómgreindin. Dómgreindin yfir eigin ástandi. Þess vegna hefðu samherjar hans átt að stöðva hann ef þeir hafa sómakennd og er annt um hans orðspor.Vinur er sá sem til vamms segir o.s.frv.

Þetta myndband er fyrst og fremst vandræðalegt og illkvittið Það var óþægilegt að horfa á sökum kjánahrolls og meðaumkunar. Næstum eins og ,,Á tali" með Hemma Gunn.

Ætli skömminn og mórallinn sem hann hlýtur að þjást af núna sé ekki næg ,,hegning?" Undirrituðum var einmitt hugsað til virðingu alþingis við glápið á gjörninginn. Einhver hefði átt að leiða hann afsíðis m.a. vegna virðingar þingsins. Þótt lítið sé eftir af henni eftir málþóf Sjálfstæðismanna á síðasta þingi og fíflaskaps Þeirra í beinni útsendingu ESB atkvæðagreiðlsunnar.

En að þvinga hann af þingi er of langt gegnið í púritanískum strangleika. Flestir sem Þarna sitja hafa ofboðið siðferði okkar meira en það að mæta fullir í ræðustól. Þótt að stjórnmálamanna sið hafi Sigmundur nú þegar orðið uppvís að vísvitandi ósannsögli.

Þorri Almennings Forni Loftski, 26.8.2009 kl. 20:48

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst það ekki vera púritanismi að menn eigi ekki að neyta áfengis við sérstakar aðstæður. Þvert á móti finnst mér það vera áfengisdaður að horfa í gegnum fingur sér með það. Menn komast upp með alltof margt þegar áfengi er annars vegar. Mér finnst líka, sem gert er þó í stórum stíl, ekki rétt að reyna að afsaka það að vera fullur í ræðustól með því að það sé ekki verra en margt annað sem þingmenn geri. Ég er að reyna að horfa á þetta fyrirbrigði út af fyrir sig: að vera fullur í störfum sínum á Alþingi. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2009 kl. 20:58

4 Smámynd: Þorri Almennings Forni Loftski

Auðvitað er þetta óvirðing við kjósendur og ber vitni um alvarlegt dómgreindarleysi. En kannski ekki alveg brottrekstarsök. En mig grunar að honum líði ekki vel né eigi heima á þingi. Og kannski er samflokksmönnum hans ekki á móti skapi að losna við hann.

Þorri Almennings Forni Loftski, 26.8.2009 kl. 21:06

5 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég tek það fram að þó ég sé þeirrar skoðunar að menn eigi alls ekki að vera drukknir í þingsölum þá er mér svo sem ekkert í mun að viðkomandi þingmaður verði rekinn af þingi. En ég er óhress með linkuleg viðbrögð þingmanna. Og vonandi verður þetta atvik til þess að menn verði strangari á því að menn séu allsgáðir á þinginu.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.8.2009 kl. 21:11

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sammála þér Sigurður Þór, það að horfa fram hjá þessu eins og hverjum öðrum "mannlegum harmleik" eins og sumir vilja kalla svona framkomu, er framlenging á umburðarlyndisvíxlinum, sem feykti þessu þjóðfélagi um koll í október s.l.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 26.8.2009 kl. 21:38

7 identicon

Aumingjadómurinn ríður rafta á milli...mannlegur harmleikur??...á ekkert að breytast hér...

Hvort þessi þingmaður eða annar segir af sér skiptir bara engu máli...þetta er ekki ómissandi fólk frekar en aðrir...og síst af öllu þessi fugl...hefur ekki sýnt neina hæfni til eins né neins...

itg (IP-tala skráð) 26.8.2009 kl. 22:17

8 Smámynd: Steingrímur Helgason

~Verra vinzdra veimiltítlupakkið vínzötrandi vælir...~

Öngvinn minnizt á þá fráfæru að Zimmi var ekki í vinnunni zinni þegar hann fór í golfpartíið hjá MP fjárfeztíngarbanka & fékk zér tvo í tána, mætti á þingið hífaður & hrezz, alla vega nægjanlega lítt til eftirztöðva að hann náði að mæta í annað golfpartí daginn eftir, hjá 365, fyrirtæki sem að 'rak' hann snemmárz.

Mikið ózkaplega hlýtur nú að vera meira gaman að zpila golf í dag en þá þegar ég lamdi þá krínglóttu með 'Píngi'...

Steingrímur Helgason, 27.8.2009 kl. 01:37

9 identicon

Það er ekki nógu gott ef menn eru tvísaga; eins og í þessu tilfelli.

Og það er betra að menn séu með "fulle femm" ef menn eru að taka stórar ákvarðanir í þingsölum almennt.

Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 10:28

10 identicon

Ég verð að segja að fyrirmyndir okkar á alþingi eru ekki upp á marga fiska, hér veður uppi elítu fólk sem kann ekki á tölvupóst, fullir í þingsal og ég veit ekki hvað og hvað.
Ekkert af þessu liði er látið taka ábyrgð á einu né neinu, heldur bara áfram eins og ekkert hafi í skorist...
Svo kem Mr Me og segi að einhver sjáandi sé geðveik og eða glæpa bla... BANG útskúfaður, bannaður.
Enginn verður spámaður í eigin föðurlandsbrókum

DoctorE (IP-tala skráð) 27.8.2009 kl. 10:47

11 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Sammála þér Sigurður Þór,

við eigum ekki að sætta okkur við svona framgang sem og framkomu - enough is enough

Jón Snæbjörnsson, 27.8.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband