27.12.2006 | 18:19
Gunnar og Ţórbergur
Á jóladag var ţáttur í Ríkisútvarpinu um Gunnar Gunnarsson í umsjá Eiríks Guđmundssonar. Birt voru gömul samtöl viđ skáldiđ og nokkrir menn sögđu frá kynnum sínum af Gunnari og verkum hans. Sigurjón Björnsson fyrrverandi prófessor, sem skrifađi um Gunnar bókina Leiđin til skáldskapar, sagđi ađ Gunnar vćri djúpur höfundur sem gćfi lesandanum mikiđ ef hann gćtti ţess ađ fyllast ekki ţunglyndi.
Ţetta eru orđ ađ sönnu. Ég var 18 ára ţegar ég las ritverk Gunnars í heild. Og ég varđ alveg heillađur. Fyrir utan Fjallkirkjuna var ég sérstaklega hrifinn af bókunum Vargur í Véum, Strönd lífsins og Sćlir eru einfaldir. Síđast talda bókin er eitt mesta meiststaraverkiđ í íslenskum bókmenntum og nokkra áratugi á undan sínum tíma. Hún fjallar í rauninni um ţađ hvernig hćgt er ađ lifa af í guđlausum og ráđvilltum heimi ţar sem öll gildi eru hrunin, stef sem varđ sterkt í bókmenntum heimsins eftir síđari heimstyrjöld. Vikivaki er líka nútímalegt verk og frumlegt međ afbrigđum. En Gunnar er óneitanlega "tyrfinn" og "ţungur" oft og tíđum.
Bók Halldórs Guđmundssonar, Skáldalíf, um Gunnar og Ţórberg er unađslegur lestur. Honum tekst blátt áfram ađ gera bókina spennandi. Hvađ gerist nćst í lífi ţessara ólíku manna? Og hann ber svo fallega virđingu fyrir listinni og gerir sér svo góđa grein fyrir ţví ađ ţeir sem skapa miklar bókmenntir eru margbrotnir menn og ekki allir ţar sem ţeir eru séđir.
Ţví verđur ekki á móti mćlt ađ Gunnar Gunnarsson er nú ekki mikiđ lesinn hér á landi, hvađ ţá í Danmörku ţar sem hann var áđur stórstjarna. Greining Halldórs, sem hvergi er ţó skipulögđ en kemur fram svona hér og hvar, held ég ađ fari langt međ ađ skýra hvers vegna ţetta er svo. Hann segir eitthvađ á ţá leiđ ađ Gunnar hafi í rauninni veriđ nítjándu aldar mađur (fyrir utan, tel ég, svokallađar stríđsárabćkurnar sem ađ ofan voru taldar) og hugarheimur hans hafi veriđ orđinn hálf framandi mönnum ţegar milli stríđa, hvađ ţá eftir hamfarir seinni styrjaldarinnar, auk ţess voru sumar fyrri bćkur hans hálfgerđar afţreyingarbćkur, hann skorti mjög stílsnilld, málsgreinar í textanum eru ţungar og flóknar og hann býr ekki yfir ţeirri fyndni sem nútímmamenn geta hreinlega ekki án veriđ í brjáluđum heimi. Ţetta er sem sagt skođun Halldórs.
Ţađ vantar eiginlega einhvern demón í Gunnar til ađ hann hrífi okkur nú. Ţađ eru örlög bóka, líka góđra bóka, ađ ţokast inn í myrkriđ, verđa söguleg gögn fremur en uppspretta lifandi gleđi og ánćgju nema fyrir sérstaklega bókhneigt fólk.
Ţađ segir sína sögu um ţađ hve listrćnn áhugi fyrir Gunnari er nú orđinn lítill ađ ţađ var orđrómur um ţađ hvort til hafi stađiđ ađ veita honum nóbelsverđlaunin sem gerđi hann allt í einu ađ umtalsefni međal ţjóđarinnar. Ţađ var ekki ađ menn uppgötvuđu einhverja nýja vídd í bókum hans, eitthvađ sem okkur hafđi yfirsést en skiljum nú ađ hafi eitthvađ mikiđ ađ fćra okkar, nei, ţađ var bara ţessi Nóbelsverđlaun. Og allir vita ţađ núna ađ ţó Gunnar hafi veriđ mikill höfundur var Halldór Laxness bara miklu meiri höfundur.
Samt getur veriđ ađ tími Gunnars komi aftur til vinsćlda. Ţađ sem gerir bestu bćkur hans merkilegar er heiđarleg glíma hans viđ hvađ ţađ er ađ vera manneskja í heiminum og mikiđ innsći í samspil manns og náttúru, nokkuđ sem nú á dögum er ekki svo lítiđ umhusunarefni. Kannski mun tími Gunnars aftur koma fyrir ţetta. En "ólćsileiki" bóka hans vinnur samt gegn honum.
Ţađ hjálpar hins vegar Ţórbergi, fyrir utan ţađ ađ hann er náttúrlega Ţórbergur, skemmtilegri en allir ađrir, ađ hann er ađ koma fram í nýju ljósi sem mađur er átti eiginlega tvöfalt líf, annars vegar var hann meistarinn sem breytti íslenskum bókmenntum hins vegar ríđarinn mikli sem skildi eftir sig slóđa, ađ ţví er virđist, af lausaleikskrógum úr um öll nes og eyjar.
Ţađ er sannarlega margt sem rannsaka ţarf um líf og list Ţórbergs. Halldór drepur á ýmislegt og vekur mikla forvitni. Vonandi verđur ţess ekki langt ađ bíđa ađ ţjóđin fari ađ átta sig almennilega á ţessum undarlega manni, ţessum mesta stílsnillingi íslenskra bókmennta fyrr og síđar.
Tvö síđustu bindi Íslensku bókmenntasögunnar hef ég líka veriđ ađ lesa. Menn hafa veriđ ađ krítisera ţessar bćkur fyrir ţađ ađ fjalla ekki nógu mikiđ um bókmenntakenningar á tuttugustu öld. Ţađ er eflaust áhugavert viđfangsefni. En bókmenntasagan er auđvitađ ćtluđ fyrir venjulegt bókhneigt fólk en ekki frćđimenn og ţó um hana megi deila og eigi ađ deila held ég ađ hún bregđi upp nokkuđ samfelldri mynd af ţví sem bókagrúskarar vilja vita um nýliđna öld, helstu höfunda og verk ţeirra. Kaflinn um leikbókmenntir er t.d. líklega eitthvert lengsta og umfangsmesta lesmál um ţađ efni sem menn hafa séđ. Ţađ mćtti nú alveg hrósa ţessu mikla verki meira en gert hefur veriđ.
Eina bók enn hef ég lesiđ um jólin. Ţađ er Stelpan frá Stokkseyri, saga Margrétar Frímansdóttur eftir Ţórunni Hrefnu Sigurjónsdóttur. Bókin er lćsileg og skemmtileg en sá pólitíski heimur sem Margrét lýsir er mér framandi og ekki sérlega geđfelldur. Bók ţessa á ég reyndar áritađa frá sjálfum höfundinum međ "sumri og sanasól". Ţess vegna á ég bókina og hún er á heiđursstađ í bókahillunni.
Sú var tíđin ađ ég var óskaplega pólitískur og var vinstrisinnađri en andskotinn og allir hans árar. En ţađ er nú liđin tíđ. Pólitík fćst um ytri völd og áhrif. Nú hef ég bara huga á ţví ađ ná smávegis valdi yfir sjálfum mér. Ég á ţví láni ađ fagna ađ líf mitt hefur orđiđ betra međ ári hverju ţó ekki hafi blásiđ byrlega fyrsta aldarfjórđunginn.
Međ sama áframhaldi verđ ég örugglega kominn í banastuđ ţegar ég ligg banaleguna.
Eftirmáli: Hysterískir ađdáendur mínir, sem hafa fjölgađ sér alveg stjórnlaust um jólin, virđast sumir taka grafalvarlega stjörnugjöf mína upp á 50 hneykslunarstjörnur fyrir eina bíómynd í bloggfćrslunni um kvikmyndir. En ţetta var nú bara heiđarlegt djók. Viđkomandi mynd er alveg frábćr. Vinkona mín ein, stór og stćlt og borubrött mjög, sveik mig reyndar um ađ sjá myndina međ mér. Og ég segi nú bara: Gvöđi sé lof! Ég hefđi ekki orđiđ eldri ef ég hefđi séđ ţessa 50 hneyklsunarstjörnu mynd međ henni! En hún ćtti samt alls ekki ađ missa af myndinni ţó Siggi sanasól sé búinn ađ sjá hana!
Meginflokkur: Bćkur | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt 6.12.2008 kl. 19:55 | Facebook
Fćrsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síđur
- Sólarminnstu júlímánuđir
- Ţíđukaflar ađ vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveđriđ frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauđ
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veđriđ í Reykjavík
- Slćr júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuđir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síđur ]
Eldri fćrslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Hef bara tíma til ađ segja já og amen sérstaklega er ég sammála međ Gunnar Gunnarsson, las hann aftur og aftur og aftur ung ađ árum, hann var minn bókmenntaskóli.
Nú tekur alvara lífsins viđ og minni tími til ađ sinna blogginu. Leitađi ţig uppi og vna ţáu viljir vera bloggvinur.
Sigríđur Laufey Einarsdóttir, 28.12.2006 kl. 11:20
Ég las Bréf til Láru fyrsta af bókum Ţórbergs, ţá um fermingu. Hann hefur síđan veriđ minn uppáhaldshöfundur.
Sigurđur Ţór Guđjónsson, 29.12.2006 kl. 01:04
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.