11.9.2009 | 12:56
Reykingar og drykkjuskapur
Læknar eru nú í herferð gegn reykingum. Þeir segja að þær séu versta heilsufarsógn þjóðarinnar. Hvergi sé tóbak þó flokkað með eiturlyfjum. En Læknar vilja að Ísland verði fyrsta landið til að gera það.
Frábær hugmynd sem endilega ætti að gera að veruleika.
En það er fleira en tóbak sem ógnar heilsunni. Í fréttum um daginn var sagt að áfengisneysla í Bretlandi væri orðinn einhver mesta heilsufarsógnin þar í landi.
Það er staðreynd að neysla áfengis á Íslandi hefur aukist mikið síðustu ár. Samt sem áður er því oft haldið fram að drykkjumenning þjóðarinnar hafi batnað. Ekki fæ ég nú beint séð það um helgar eða á útihátíðum. Þegar lögreglan segir að hafi verið mikill ''erill'. Það merkir að hafi verið mikið fyllirí.
Ef fram heldur sem horfir munu þeir dagar ekki vera langt undan að menn verði að viðurkenna að áfengisneysla sé líka einhver mesta heilsufarsógn þjóðarinnar eins og hún er orðin í Bretlandi og slái út öll ólögleg eiturlyf í heilsufarslegum og samfélagslegum skaða.
En menn hika mjög en við að horfast í augu við skaðsemi áfengis. Menn umgangast það af ótrúlega mikilli virðingu sem virðist jafnvel fara vaxandi. Börn eru hiklaust hvött til að byrja aldrei að reykja en þau eru ekki hvött til þess að byrja aldrei að drekka. Þau eru hvött til að drekka í hófi. Það er mjög langt frá því að áfengi sé sett á sama óæðri bekk og tóbak þó það ætti heima þar og hvergi annars staðar.
Að því hlýtur samt að koma.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Áfengi og sígarettur eru á topp 5 lista yfir hættulegustu eiturlyf í heimi... ekkert kemst í hálfkvist við þau...
Svo er lögreglan að eltast við kannabis.. sem er mun veikara að öllu leiti.. já það er það, ef þið segið annað þá eruð þið að tala út um afturendan á ykkur.
DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:28
Já bönnum áfengi og tóbak. Ég er viss um að glæponarnir í undirheimunum myndu taka því mjög vel að fá fleiri vörutegundir í sölu.
Bann er engin lausn, heldur bara aðferð til ýta vandamálinu á undan sér. Til að leysa vandmál verðum við að fara gegn rót vandans. Salan á þessum eiturlyfjum er ekki rót vandans.
Alexander (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:47
Fyrirgefðu, félagi, sýnist þér bann á fíkniefnum vera að virka svakalega vel? Hvers vegna heldurðu að það séu til handrukkarar? Hvers vegna heldurðu að neytendur fari ekki til lögreglunnar? Þetta eru beinar afleiðingar bannsins. Það er ekkert mál að ímynda sér heim þar sem fólk einfaldlega lætur segja sér hvað það megi gera við eigin skrokk, en hérna hinu megin í raunveruleikanum er það ekki alveg svo einfalt.
Bann hefur aldrei og mun aldrei gera neitt nema illt verra.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:49
Vitrænar forvarnir án grýlu er það eina sem dugar... einnig á að lögleyfa kannabis... þúsundir nota efnið, hreinasta fyrra að láta glæpahringi græða á tá og fingri.. og að gera neytendur að glæpamönnum... hlægilegt
DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 13:55
Ég segi ekki orð um það að eigi að banna áfengi eða tóbak. Ég hvet ekki til þess.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2009 kl. 14:27
Sigurður: mér þykir þú kjarkaður að tala af virðingarleysi um áfengi. Það hlýtur að jaðra við guðlast í eyrum sumra.
Með sama áframhaldi verður dóttir mín búin að horfa á 5-10 þúsund áfengisauglýsingar í sjónvarpi áður en hún nær 18 ára aldri. Fólkið í áfengisauglýsingunum er svo fallegt og sniðugt. Líkurnar á því að ég nái að sá einhverjum efasemdarfræjum um að áfengi geti verið skaðlegt eru hverfandi.
"...Bann hefur aldrei og mun aldrei gera neitt nema illt verra..." Já afnemum bann við hraðakstri, fólk fer ekki eftir því hvort eð er. Afnemum líka bann við bann við sjálftöku bankamanna, sagan sýnir okkur að þeir fara hvort eða er ekkert eftir því.
Finnur Hrafn Jónsson, 11.9.2009 kl. 14:35
Þú ert að bera saman epli og appelsínur Finnur... og færð út banana
DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 15:03
"Ég segi ekki orð um það að eigi að banna áfengi eða tóbak. Ég hvet ekki til þess."
Jæja... hvað með þetta;
"Hvergi sé tóbak þó flokkað með eiturlyfjum. (........)
Frábær hugmynd sem endilega ætti að gera að veruleika. "
Hvað meinarðu með flokkun ef ekki "bannaða flokkinn"? Er mikið af annars leyfilegum eiturlyfjum?
Og Alexander...
"Ég er viss um að glæponarnir í undirheimunum myndu taka því mjög vel að fá fleiri vörutegundir í sölu."
100% sammála. Það væri lítið vesen í kringum ýmsa neyslu allskyns "efna" ef ekki þyrfti að sækja það inn í hættulegt umhverfi. Nei, öll spil á borðið og ekkert í felum. Eingöngu þannig verður einhver stjórn á illstjórnanlegri, og að mestu leyti skaðlausri hegðun.
Ég held svei mér þá að þau völd sem stjórna, geri sér ekki grein fyrir hversu lítils traust og trúverðugleika þau njóta. Ég hefði gaman af að sjá þann reykjandi Íslending í dag sem ætlaði að láta banna sér að fá sér sígarettu.
Ef það var djöfulsins fokking fokk áður, þá býð ég ekki í framhaldið.
Haukur Sigurðsson, 11.9.2009 kl. 15:45
Læknar eru ekki að hvetja til þess að tóbak verði bannað þó það verði flokað með eiturlyfjum. TÓBAK ER MJÖG EITRAÐ. Má ekki viðurkenna það formlega líka því það er viðurkennt í reynd? Viðurkenning á tóbaki sem eiturlyfi myndi eflaust gera auðveldara að hamla gegn skaðsemi þess. En varla er þess að vanta að slíkar hugmyndir séu mikils virði i hugum þeirra sem telja neyslu áfengis og tóabaks að mestu leyti skaðlausa. Þrátt fyrir það að beinharðar staðreyndir segi allt annað.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2009 kl. 16:00
Sigurður skurður samdi þessa vísu.
Ögn í staupi ætíð þygg
ef að mér er gefið
ögn ég reyki ögn ég tygg
og ögn ég tek í nefið.
Það er óhófið sem drepur.
Diddi (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 16:51
Mikið er gott að fá smá húmor inn í allt þetta drykkjuraus! Hins vegar er óhófið í þessum efnum ansi mikið. Annars væru engin vandræði.
Sigurður Þór Guðjónsson, 11.9.2009 kl. 17:11
DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 16:39
Athugasemd: Heimild mín fyrir orðinu ''eiturlyf'' var viðtal í hádegisfréttum RÚV þar sem þetta orð var notað. Réttara er þó að læknar vilja að tóbak verði flokka sem ávana-og fíkniefni sem það vissulega er.
Sigurður Þór Guðjónsson, 12.9.2009 kl. 16:54
Alveg rétt, þetta er eitt erfiðasta eiturlyfið að ráða við... on par með heróíni að reyna að hætta
DoctorE (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.