Að springa af harmi

Vísindamenn segja að líkurnar á að fá hjartaáfall allt að því sexfaldist skömmu eftir ástvinamissi og með réttu sé því hægt að tala um að fólk geti dáið úr sorg.

Þetta hafa menn vitað um allar aldir. Í gömlum bókum er sagt að menn hafi sprungið af harmi. Þessi rannsókn vísindamannanna segir því ekkert nýtt.

Sorg er eiginlega aldrei nefnd lengur. Það er bara talað um þunglyndi. Og litið er á það sem eitthvað læknisfræðilega sjúklegt en ekki sem hluta af því hlutskipti að vera manneskja. Læknisfræðin er í rauninni búinn að drepa alla  fegurð og harmræna tign í mannlífinu.

En menn geta bugast af sorg þó þeir hafi ekki orðið fyrir ástvinamissi. Ástarsorgir eru þar ofarlega á blaði. En það er víst hægt að ''lækna'' þær með pillum.

Margt fólk er reyndar bugað af ýmis konar andstreymi, vonbrigðum, mótlæti og hreinni sorg. Það læðist bara með veggjum og býður eftir því að deyja. En af því að það lifir áfram er samt ekki sagt að það hafi ''gefist upp''. Neyti það hins vegar síðustu kraftana og fyrirfer sér fær það þann dóm að það hafi ''gefist upp''. Það er eitthvað mesta skammaryrði  sem til er í okkar samfélagi  að ''gefast upp''.  Og ekki nóg með þetta heldur fær þetta fólk líka þann stimpil að það hafi verið geðveikt og ekkert mark á því takandi.

Það hafi verið þunglynt.

Þessu fylgir reiðuþrungin höfnun og fordæming á hinum látna. Hvernig gat hann gert þeim sem eftir lifa annað eins?

En menn eru ekki að setja sig í spor þeirrea sem deyja, skilja þá, hafa samúð með þeim, bera virðingu fyrir upplifun þeirra og lokaákvörðun. Þeim er ekki treyst til að geta sjálfir metið sitt eigið líf og framtíðarmöguleika. Allir aðrir vita betur. Læknarnir best. Og trúarbragðakreddufólk.

Í þessu sambandi er skylt að geta þess að ''þunglyndi'' er mjög illa séð. Nefndu það við vini þína , hvað þá aðra, að þú sért ''þunglyndur''og taktu eftir allt að því gremjulegri frávísun þeirra. Enginn vill vita um raunir annarra. Enginn hlustar. Mönnum stendur  svo hjartanlega á sama. Það eina sem þeir vilja er að þetta sé falið, að þeir sjálfir séu ekki truflaðir með því að fá vitneskju um það. Enda getur það ýft upp yfirborðið í þeirra eigin huga og komið þeirri  sorg og örvæntingu  sem þar  lúrir undir ''hamingjusömu'' yfirborðinu fram í dagsljósið. Síst af öllu vilja þeir  glíma við þær kenndir, einungis bæla þær niður af offorsi. 

Þeir sem eru ''þunglyndir'', með öðrum og réttari orðum eru  sligaðir af því sem í gamla  daga var nefnt lífsharmur og allir vissu hvað í fólst, er raun og veru hafnað með kulda og algjörri skort á samkennd. Hundsun.Þangað til þeir taka líf sitt. Þá allt í einu beinist öll athygli að þeim.

Fordæmingin.

Ekki alltaf opin og augljós. En fordæming samt. 

Fyrr á tíð voru sjálfsvíg fordæmd út frá sjónarmiði kristninnar. Það var staðhæft að sál þess sem tók sitt eigið líf færi til helvítis. Kristinn kvalalosti í essinu sínu.

Nú hafa læknavísindin tekið við þessu fordæmingarhlutverki. En fordæming þeirra er fágaðri og  tæknilegri en fordæming kristninnar áður fyrr. Hún tekur samt alveg jafn mikið mannorðið af þeim sem fyrirfara sér og sviptir þá allri mannlegri virðingu. Það er bara litið á þá sem geðsjúklinga og nákvæmlega engin virðing er borin fyrr ákvörðun þeirra. 

Ég veit að það sem ég er að segja  er yfirleitt ekki samþykkt. Viðhorf læknavísindanna til sjálfsvíga mega heita algjörlega einráð í samfélaginu. Þau eru hins vegar einhver mesta lífslygi sem um getur.

Enginn getur metið lífið fyrir aðra en sjálfa sig. Enginn læknir, enginn prestur.

Sá sem fremur sjálfsvíg hefur alltaf rétt fyrir sér.

Það er auðvitað sorglegt en það er samt satt.

Og menn eiga að horfast í augu við staðreyndir lífsins eins og þær eru.   


mbl.is Ástvinamissir eykur líkur á hjartaáfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samþykkt. Í stórum dráttum, a.m.k. Þín sýn bætir alltaf einhverju við, Sigurður.

Áskell Örn Kárason (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband