18.9.2009 | 13:03
Uppáhaldskaflinn okkar Mala úr íslenskum bókmenntum
Fyrir mörgum árum þekkti ég svolítinn kött. Við áttum heima í sama húsi. Ég kom í húsið í október um haustið. Þá var kisa fjögurra mánaða. Hún var hrafnsvört, með hvítan kraga um hálsinn. Hún minnti mig alltaf á hempuklæddan klerk með prestakraga. Kisa var silkimjúk viðkomu og góðlynd við alla. Hún var ekki enn þá farin að átta sig á því, að nú væri hún fædd í fávísan mannheim, sem heldur, að dýrin séu sköpuð sér til skemmtunar.
Kisa litla átti ekki sjö dagana sæla. Enginn í húsinu bjó yfir svo auðvirðilegum duttlungum, að brýnustu þarfir kisu yrðu ekki að lúta fyrir þeim í lægra haldi. Stundum fann einhver krakkanna upp á því að vilja hvergi sitja nema á stólnum, sem kisa svaf á, þó að fullt væri af auðum sætum í stofunni. Þá var kisa rifin upp af fastasvefni og kastað út í horn. Greyið leit syfjuðum augunum lúpulega í kringum sig og skreið í felur. Þegar einhver var gripinn af löngun til að draga kött á rófunni var þrifið í stýrið á kisu litlu og henni snarsnúið. Aumingja kisa skrækti af sársauka. Þá var hlegið. Oft var hún dregin á skegginu til og frá um gólfið. Það þótti ágæt skemmtun.
Á hverju kvöldi var kisa litla byrgð úti í gisnum timburhjalli, sem kaldur vetrarvindurinn blés í gegnum. Þar var henni vísað til rúms á pokagarmi, sem breiddur var á kolakassa. Kisu leið illa í þessari vistarveru, eftir að veturinn lagðist að með snjó og kulda, og hún smaug út um rifur á hjallinum í þeirri von, að miskunnsemi mannanna skyti yfir sig hlýrra skjólshúsi. En það urðu ekki margir til að líkna kisu.
Eina nótt í nóvembermánuði kom ég heim um eittleytið. Allir voru í fastasvefni nema kisa. Hún sat skjálfandi við dyrnar. Frost var á og norðanstormur, og kisa hafði ekki afborið vistina í hjallinum. Kisa vældi aumkunarlega og nuddaði sér við fætur mér. Það var henar bæn um líkn. ''Aumingja kisa!'', sagði ég. ''Í nótt skaltu lúra að fótum mínum.'' Og ég bar hana inn í ofnhitann. Kisa tók að sleikja sig og mala. Nú færðist ylur í litla skinnið. Á hverju kvöldi síðan beið hún mín við dyrnar, þegar ég kom heim.
Svo fluttist ég úr húsinu. Þá varð hjallurinn aftur athvarf kisu. Á jólaföstu árið eftir fór að brydda á lasleika í kisu litlu. Hún hætti að éta og varð sljó og rytjuleg. Enginn fékkst um að leita henni lækninga. Á jólamorguninn lá hún liðið lík á kolakassanum.
Kisa mátti ekki sofa í íveruhúsinu. Hún gat velt um einhverju af þessu skrani, sem veslings fólkið hafði hreykt þar upp andleysi sínu til augnagamans. Aumingja kisa var látin hírast í köldum og dimmum hjallagarmi. Sjálfa jólanóttina háði hún þar dauðastríð sitt í myrkri og kulda. Til þess lét Kristur líf sitt á krossinum.
Úr Bréfi til Láru eftir Þórberg Þórðarson.
Og svo er hér mynd af svolitlum ketti sem ég þekki og er hrafnsvartur og með hvítan kraga um hálsinn. Hann hefur samt aldrei verið dreginn á stýrinu eða skegginu um gólfið og sá mætti aldeilis biðja fyrir sér sem það reyndi.
Færsluflokkar
- Allt í plati
- Blogg
- Bloggar
- Bækur
- Efnisyfirlit um veður
- Ég
- Guð sé oss næstur
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hlýustu og köldustu mánuðir
- Íslensk veðurmet
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Mali
- Mannlífið
- Mánaðarvöktun veðurs
- Menning og listir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Veðurfar
- Veður í annálum og öðrum gömlum heimildum
- Veður um allan heim
- Vísindi og fræði
Tenglar
Blogg
Ýmsir vefir
- Gjósandi eldfjöll
- Kantötur Bachs
- Schubert
- Stjörnuskoðun
- Nótnasafnið
- Torfusamtökin
- Lilta-Ávík
- Blogggáttin
- Doctor E
Blogg
Síður
- Sólarminnstu júlímánuðir
- Þíðukaflar að vetrarlagi í Reykjavík
- Jóla og áramótaveðrið frá 1880
- Sólrík sumur og sólarsnauð
- Sólskin á Íslandi
- Hámarkshiti á landinu um verslunarmannahelgina frá 1949 og veðrið í Reykjavík
- Slær júlí hitamet í Reykjavík
- Óvenju hlý júlíbyrjun
- Nokkrir kaldir janúarmánuðir og kuldadagar
- Hret og snjóar í ágúst
- [ Fleiri fastar síður ]
Eldri færslur
- Desember 2024
- Mars 2023
- Ágúst 2019
- Desember 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Desember 2017
- Júlí 2017
- Maí 2017
- Febrúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- September 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
Athugasemdir
Nói bróðir biður að heilsa. Sýndina honum myndina og hann sendi kveðjuna á sínu tungumáli sem einungis kettir og kattavinir skilja.
Finnur Bárðarson, 18.9.2009 kl. 13:12
sorgleg saga, en lýsir vel hlutskipti allt of margra í heiminum. manna og dýra.
kær kveðja til Mala.
Brjánn Guðjónsson, 18.9.2009 kl. 13:56
Já Brjánn enda bætir Þórbergur við: ''Svona er víða háttað högum manna og málleysingja. ... Fólk kennir í brjósti um sjálft sig. Það finnur sárt til sinnar eigin eymdar. En það skortir ímyndunarafl til að ''lifa upp'' eymd annarra. Hún verður því óviðkomandi. Ef það hefði ímyndunarafl í stað guðsóttans, þá yrðu þjáningarnar minni í heiminum. Þá ræktum vér betur skyldur vorar við drottinn.''
Sigurður Þór Guðjónsson, 18.9.2009 kl. 14:10
Sæll Sigurður.
Mér hefur alltaf fundist vera svolítill Þórbergur í þér. Skemmtileg blanda af náttúruvísundum, heimspeki og bókmenntum. Ég fylgist reglulega með skrifum þínum á blogginu og hef gaman af. Ég hef líka gaman af veðurfræði.
Óska þér alls góðs. Kveðja JAT
Jón Arvid Tynes, 18.9.2009 kl. 15:18
Illa farið með lítinn sakleysingja.
Kama Sutra, 18.9.2009 kl. 18:16
Hvað skal segja. Þetta er svo vel skrifað og mikill sannleikur að við það eru litlu að bæta. Því miður var það svo á mínu bernskuheimili að sumum fannst að kattarskrattinn gæti sofið í kjallaranum eða skemmunni og sé ekki eftir því að ég gerðist verjandi hans og notaði hvert tækifæri til þess að sleppa honum honum inn. Og því sé ég ekki eftir þó að ég fengi stundum snuprur fyrir að vera að dekstra þetta við kattarskrattan.
Það er þetta algjöra hugsunarleysi sem er svo ömurlegt. Það kostar okkur nánast ekki neitt að sýna dýrunum tillitssemi. Bara örlitla heilbrigða hugsun.
P.s. Ég ætla ekki að láta hana Línu mína lesa þetta. Hins vegar hefur hún skoðað myndina af Mala og finnst það vera hinn fríðasti piltur.
Jón Bragi Sigurðsson, 19.9.2009 kl. 08:52
Lína er smekkvís. Hún er ekki sú eina sem fellur kylliflöt fyrir fegurðarkónginum þarna á myndinni.
Kama Sutra, 19.9.2009 kl. 16:29
Kisan mín og fiskarnir mínir lifa í meiri lúxus en ég sjálfur... en ég er náttlega ekki trúaður, teki ekki mark á þeirri steypu að dýrin séu svo við getum drottnað yfir þeim.. þau hafa ekki tilfinningar...
Fucking bull enn og aftur í trú..
Hey ein kisumynd
Það væri mun betra ef Guddi væri í ímynd kisu :)
DoctorE (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 20:28
Ef guð væri kisa þá gerðist ég eldheitur trúarnöttari á stundinni.
Kama Sutra, 19.9.2009 kl. 23:39
Aldrei koma trúarnnöttarnir með neitt hlýlegt og vingjarnlegt í athugasemdum á þessari bloggsíðu.
Sigurður Þór Guðjónsson, 19.9.2009 kl. 23:45
Þetta er nú bara ekki sanngjarnt, Sigurður!
Sem vantrúargemlingur og trúarnött ætla ég að koma
hér með eina sögu handa blessuðu dýrinu:
Góði dátinn Svejk hafði fengið það vandasama verkefni
að sjá um kött Lúkasar höfuðsmanns sem og að gefa
páfagauknum.
Þetta ynnti hann skilvíslega af hendi.
En þá sá hann skyndilega að löngu væri kominn tími til
að brúa það bil sem staðfest hefur milli dýra af kattaætt og
fiðurfénaðar hvers konar.
Hann tók því páfagaukinn úr búrinu og bar hann að andliti kattarins
svo að staðfesta mætti hinn eilífa friðar- og griðasáttmála.
En þá tókst svo hörmulega til að kattarskömmin gerði bragð úr
11. boðorðinu ogát höfuðið af páfagauknum!
Og menn hafa það fyrir satt að svo illt hafi hlaupið í þá himnafeðga við þetta óvænta en mjög svo sorglega atvik að helmingur allra katta séu í raun páfagaukar endurfæddir!
Húsari. (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.