Besti dagur ársins

Alltaf finnst mér dagurinn eftir þrettánda besti dagur ársins. Þá hefur hversdagsleikinn snúið aftur. Hversdagsleikinn er lífið sjálft. Það er líka svo sérstök kyrrð, eins og logn eftir storm, sem kemur svo skýrt  fram þennan dag og er alveg einstaklega mögnuð einmitt núna þegar komið er út í vetrarblíðuna. En mér finnst snjórinn spilla. Mér finnst nefnilega fyrsti hálfi mánuðurinn eftir þrettándann magískasti tími ársins. En bara þegar jörð er auð og veður milt. Ég veit ekki afhvejru mér finnst þetta. Mér finnst það bara. Það er eitthvað tengt hinni sérkennilegu birtu skammdegisins.

Mikið eru ríki miklir síkópatar. Forsætisráðherra Íraks hótar þeim öllu illu sem voga sér að mótmæla aftöku Saddam Huseins. Þeir sem telja dauðarefsingar skilyrðislaust rangar ættu nú bara að mótmæla svona botnlausum hroka af enn meiri þunga. Siðaboð um helgi mannlífsins, sem er ofar gildisdómum um einstakar persónur, eru svo sannarlega ekki innanríkismál neinnar þjóðar.   

Nú vilja menn fjölga eftirlitsmyndavélum á almannafæri upp úr öllu valdi. Það er einkennileg ályktun af þeirri einföldu staðreynd að um daginn kom í ljós haldleysi þeirra til að tryggja öryggi borgaranna. Nokkrir piltar gengu i skrokk á mönnum beint fyrir auga eftirlitsmyndavélar. Hún breytti sem sagt engu um öryggi þeirra sem fyrir árásinni urðu. En hún olli því reyndar að ofbeldismennirnir gáfu sig fram. En það er ekki það sama að koma í veg fyrir misþyrmingar og að geta refsað eftir á þeim sem fremja þær. Slikt breytir engu um raunverulegt öryggi fólks. Flestir fremja ofbeldisverk aðeins einu sinni. Ofbeldistíðni minnkar ekki þó hægt sé að refsa fyrir tilviljun þeim sem berja menn og annan.

Bara datt þetta í hug. Það er svo sjaldan sem mér dettur nokkuð í hug!         

         


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Æji það er nú svona í ætt við að segja að það þurfi ekkert að sækja menn til saka fyrir ofbeldisverk yfirhöfuð (fyrst flestir fremja þau hvort eð er aðeins einu sinni - hvernig veistu það annars?) þar sem skaðinn er þegar skeður og enginn dómur breytir nokkru þar um. Hm? Ætli hugmyndin sé ekki sú að þegar menn væru almennt farnir að átta sig á því að það eru myndavélar út um allt að þá veigri þeir sér við að berja aðra menn til óbóta - allavega á þeim stöðum sem þær væru. Þetta er nú það sem mér datt í hug svona alein og inní sjálfri mér.

gerður rósa gunnarsdóttir, 8.1.2007 kl. 18:05

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Nei, ekki átti ég nú við þetta. Mér finnst bara liggja í augum uppi að myndaugað kom ekki í veg fyrir þetta ofbeldi. En kannski hef ég rangt fyrir mér í þessu eins og flestu öðru og get alveg étið það ofan í mig með bestu lyst. Ég hata hins vegar ofbeldi. Mér finnst að eigi að stúta öllum ofbeldisseggjum!       

Sigurður Þór Guðjónsson, 8.1.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband